Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 22
Þrír nýir ráðherrar koma inn í ríkisstjórn Framsóknarf 22 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. að við höfum verið í stærstu stórfram- kvæmdum Ís- landssögunnar. Þær hafa náð hámarki og nú fer að sjást fyrir endann á þeim. Meðan á því stendur er ekki skrýtið að athyglin beinist að þeim og fólk segi að þetta séu allt of miklar framkvæmdir og stjórnvöld hafi gleymt náttúru landsins og umhverfissjón- armiðum. Ríkisstjórnin hefur um- gengist landið af fullkominni virð- ingu. Það var mjög vandaður undirbúningur í aðdraganda þess- ara framkvæmda vegna tillits til náttúruverndarsjónarmiða. […] Ríkisstjórnin hefur verið mjög var- kár og mjög málefnaleg í allri sinni umfjöllun um þessi mál og þeirri stefnu verður haldið áfram. Það eru hins vegar öfgar ef menn vilja halda því fram fyrir alþjóð að stjórnin hafi farið einhvern veginn offari í þessum málum. Það er rangt.“ Jón segir að fara eigi varlega í allar slíkar framkvæmdir og það hafi ætíð verið gert. „Ef menn koma nú fram og segja að við þurfum að fara betur yfir þetta ferli og herða skrúfurnar í því er sjálfsagt að gera það. Það þarf jafnan að gera við öll kerfi – viðhafa stöðuga endurskoðun og umbætur.“ Skoða á öll sjónarmið Síðustu misserin hafa komið fram hugmyndir um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins á nýjan leik. Í Morgunblaðinu 1. maí sl. var haft eftir Valgerði JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri, verður nýr iðnaðar- og við- skiptaráðherra í ráðuneyti Geirs H. Haarde, en hann mun láta af störf- um í bankanum í næstu viku. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær bar breytingarnar á starfsvett- vangi Jóns brátt að. Þannig vissi hann ekki að hann myndi taka við ráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Aðspurður um þá ákvörðun sína að koma nú inn í stjórnmálin sagði Jón, að honum fyndist þetta skylda sín. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að nú væri mikila þensla í hag- kerfinu og efla þyrfti stöðugleika. Fyrirhugaðar skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað hafa verið í umræðunni en Jón segir þær ekki meginatriðið. „Meginatriðið er hlutfallið milli tekna og útgjalda ríkissjóðs, stærstu sveitarfélaganna og hinna helstu opinberu stofnana. Rík- issjóður stendur mjög vel. Aðal- atriðið við skattabreytingar er í fyrsta lagi hvaða áhrif þær hafa á þetta hlutfall milli tekna og út- gjalda og í öðru lagi hvaða áhrif þær hafa á eftirspurnarmyndunina í hagkerfinu. Það er engin ástæða til þess að vera á móti skattabreyt- ingum. Það þarf einfaldlega að meta aðstæður,“ segir Jón. Fara verður varlega í allar framkvæmdir Um viðhorf sín til stóriðjufram- kvæmda segir Jón að allir hafi vitað það fyrirfram hvað myndi fylgja þessum framkvæmdum meðan þær stæðu yfir. „Við verðum að hafa það í huga Sverrisdóttur, fráfarandi i og viðskiptaráðherra, að h ekki hlynnt þeim hugmynd það segir Jón að skoða eigi armið og mjög mikilvægt s þetta í stöðugri endurskoð geti vel séð það fyrir sér að an muni kenna okkur að sk samlegt væri að breyta ver ingu og samstarfi stofnana auka skipulagstengsl þeirr „Meginsjónarmiðið er að það skipulag og það verkla skilar bestum árangri á hv tíma. […] Mér finnst mjög ó samlegt að hafa fasta móta un á því þegar verið er að ö reynslu af þessu kerfi. Við alltaf að vera tilbúin í brey og verðum að hafa það í hu lifum við í frjálsu hagkerfi frjálsu fjármálakerfi. Það e komnir sterkir fjármálaleg frjálsir aðilar sem vinna á m aðnum en þá verða eftirlits anirnar einnig að vera snar snúningum. Menn eru að ið frelsi en það er alltaf umbr og alltaf ófyrirsjáanlegt.“ Útilokar ekki framboð Í samtali við Morgunblað útilokaði Jón ekki framboð manns Framsóknarflokksi sagðist hafa haft um nóg an hugsa síðustu klukkustund Það hefði hins vegar ekker vera með framboðsyfirlýsi „Við það að fara út úr Se anum yfir í ráðherrastól og pólitíska vettvang þá er ég búinn að segja A og ég ver tilbúinn til þess að segja all rófið ef því er skipta. Það þ ekkert að vera með hálfkák […] Ég vinn öll þau verk se verða falin – það er skylda „Ég vinn öll þau verk sem mér verða falin“ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Eftir Örnu Schram arna@mbl.is JÓN Kristjánsson, fráfarandi fé- lagsmálaráðherra, segir að hann hafi fyrst hugleitt að láta af ráð- herradómi þegar ljóst hafi verið að hrókeringar yrðu í ríkisstjórn. Hann hafi síðan tilkynnt Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsókn- arflokksins, ákvörðun sína á föstu- dag. Jón hyggst ekki bjóða sig fram að nýju í næstu alþingiskosn- ingum. „Miklar sviptingar hafa verið að undanförnu og þá fara menn auð- vitað að hugsa um stöðu sína og flokksins og hvernig best sé að stýra málum út kjörtímabilið,“ sagði Jón á laugardag. „Ég ákvað því, í ljósi þess að ég ætla ekki að gefa kost á mér, eftir þetta kjör- tímabil, að stíga til hliðar núna og gefa öðrum tækifæri til þess að taka þátt og berjast áfram. Ég til- kynnti því Halldóri að ég væri tilbúinn til þess að stíga af skút- unni. Ég ætla þó að vera þing- maður áfram og standa þá vakt út kjör- tímabilið.“ Jón er fæddur árið 1942 og hann kom fyrst inn á þing sem varaþingmaður árið 1978. Hann var varaþingmaður í um sex ár og tók sæti sem aðalmaður um ára- mótin 1984/1985. Hann er því bú- inn að vera þingmaður í rúmt 21 ár. Hann tók við ráðherradómi í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu fyrir fimm árum, og varð félagsmálaráðherra fyrr á þessu ári, þegar Árni Magnússon lét af ráðherradómi. Þegar Jón er spurður hvort átökin innan Framsóknarflokksins að undanförnu hafi verið erfið segir hann: „Ég væri ekki hrein- skilinn ef ég segði að þetta hefði verið léttur tími. Jú, þetta hefur verið mjög erfitt.“ Hann s innanflokksátök séu alltaf „En þau eru að baki og me búnir að endurskipuleggja Ég hef trú á því að menn n um sínum og að þessi átök baki.“ Jón segir að það séu mik mót að Halldór skuli vera hverfa af vettvangi stjórn anna. „Við höfum verið sa mjög lengi. Ég hóf fyrst af pólitík fyrir austan um þa sem Halldór byrjaði. Við e búnir að vera saman í þess 32 ár. Og þetta eru viðbrig okkur báða.“ Halldór hefur tilkynnt a ætli að afsala sér þingmen loknu flokksþingi, sem hal verður þriðju helgina í ágú ar Halldór er farinn, segir verða ekki nema þrír þing þingi, sem voru þegar ég b þ.e. Steingrímur J. Sigfúss Halldór Blöndal og Jóhann urðardóttir. Verður ekki í framboði í n Morgunblaðið/Brynjar Gauti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur við forsætisráðherraembættinu. Halldór BREYTINGAR Á RÍKISSTJÓRN Það var snjall leikur hjá Hall-dóri Ásgrímssyni, fráfarandiforsætisráðherra, að velja Jón Sigurðsson, seðlabankastjóra, til þess að gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í nýju ráðu- neyti, sem Geir H. Haarde mun mynda á fimmtudag. Valið á Jóni Sigurðssyni í þetta embætti mun efla ráðuneytið mjög. Hinn nýi ráðherra kemur með þekkingu og reynslu úr Seðlabank- anum, sem mun nýtast vel. Í raun og veru er búið með þessari ákvörðun að mynda nýja og sterka víglínu í efnahagsmálum, þar sem eru Geir H. Haarde, verðandi for- sætisráðherra, Jón Sigurðsson, verðandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Allir þessir menn búa yfir víð- tækri þekkingu á efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, ýmist vegna sérþekkingar eða fenginnar reynslu. Á næstu mánuðum og misserum skiptir miklu máli að ná verðbólg- unni niður á viðunandi stig. Jafn- framt er mikilvægt að kjarasamn- ingar á vinnumarkaði fari ekki úr skorðum. Loks bíður bankanna það risavaxna verkefni að endurfjár- magna sig fyrir árslok 2007 vegna upphæða, sem nema jafnvirði allra eigna íslenzka lífeyrissjóðakerfis- ins. Sennilega hefur þessi pólitíska víglína í efnahagsmálum sjaldan verið jafn sterk og nú. Þetta er sú breyting, sem skiptir mestu máli í þeim breytingum á ríkisstjórn, sem tilkynntar voru í fyrradag. Jón Kristjánsson, fráfarandi fé- lagsmálaráðherra, hverfur nú úr ríkisstjórn að eigin ósk. Jón hefur verið einstaklega farsæll í ráð- herrastörfum sínum. Þeir sem til hans hafa leitað hafa fundið, að þar fer maður, sem vill af einlægni leysa þau vandamál, sem við honum blasa. Það er ekki auðvelt verk að sitja í ríkisstjórn sem heilbrigðis- ráðherra eins og Jón Kristjánsson gerði árum saman á mjög erfiðum tíma í heilbrigðismálum. Engu að síður hvarf hann frá því embætti með þeim hætti að þeir sem til hans höfðu leitað báru til hans góðan hug. Það segir nokkra sögu um óeig- ingjarna afstöðu Jóns Kristjánsson- ar til stjórnmálaþátttöku sinnar, að hann óskar eftir því að hverfa nú úr ríkisstjórn. Hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný til þing- mennsku og telur þá heppilegra fyrir flokk sinn, að annar einstak- lingur, sem sækist eftir endurkjöri á næsta ári, fái tækifæri til að sýna hvað í honum býr í ráðherraemb- ætti. Vegur Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur hefur aukizt mjög þann tíma, sem hún hefur gegnt ráðherraemb- ætti og mun styrkja hana í stjórn- málabaráttunni í komandi prófkjöri og þingkosningum. Þar sem stjórn- arflokkarnir tóku ákvörðun um að hverfa til hinna upphaflegu samn- inga, sem gerðir voru í framhaldi af þingkosningunum 2003, var ekki við öðru að búast en Sigríður Anna hyrfi úr ríkisstjórn en hún hefur rækt ráðherrastarfið með þeim hætti að eftir hefur verið tekið. Þau Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, sem er mik- ilvægt fyrir þau bæði fyrir komandi þingkosningar. Í umræðum um þessar breyting- ar í ljósvakamiðlum í fyrradag var orð á því haft að tíðar breytingar væru í ríkisstjórninni. Það er óneit- anlega athyglisvert að fylgjast með umræðum sem þessum. Yfirleitt hefur verið haft orð á því, að ráð- herrar ríghaldi í stóla sína og að æskilegt væri að tíðari breytingar yrðu í ráðherraembættum eins og gjarnan vill verða í nágrannalönd- um okkar. Um leið og vísbendingar sjást um þá sömu þróun hér byrja menn að kvarta yfir of tíðum breyt- ingum í ráðherrastólum! Hins vegar má segja, að breyt- ingar sem þessar séu of lítið not- aðar til þess að flytja ráðherra á milli embætta. En það fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni hvort það sé heppilegt. Það blasir t.d. ekki við að skynsamlegt hefði verið að koma af stað einhverri hringekju með ráðherrastóla Sjálfstæðis- flokksins. Einhverjir kunna að segja sem svo, að æskilegt hefði verið frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins að brjóta upp samningana við Fram- sóknarflokkinn frá 2003. En hvaða vit er í slíku tæpu ári fyrir kosn- ingar? Þegar á heildina er litið verður ekki annað séð en að stjórnarflokk- arnir hafi leyst vel úr þeirri óvissu, sem upp kom í kjölfar þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar að hverfa af vettvangi stjórnmál- anna. Og að Framsóknarflokknum hafi tekizt vel til við að leysa úr sínum innri málum eftir þá upp- lausn, sem skyndilega blasti við annan í hvítasunnu. Það mátti skilja ummæli Geirs H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrra- kvöld á þann veg, að hann væri bjartsýnn á að samkomulag tækist á milli aðila vinnumarkaðar og þeirra sameiginlega og ríkisstjórn- ar. Slíkt samkomulag hefði mikla þýðingu fyrir það, sem framundan er. Framtíð varnarmálanna er enn í óvissu. Valgerður Sverrisdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra skýrði frá því í gær, að Geir H. Haarde mundi leiða umræður um þau mál til þess að tryggja samfellu í þeim. Það er skynsamleg ákvörðun og æskilegt að þeim verði lokið, sem fyrst. Grundvallaratriðin eru ljós. Bandaríkjamenn eru að hverfa á braut. Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, hefur þegar gert ráðstaf- anir til að efla þyrlusveit Landhelg- isgæzlunnar, þannig að uppbygging öflugrar björgunarsveitar á okkar eigin vegum er vel á veg komin. Þegar á heildina er litið er rík- isstjórnin því nokkuð vel í stakk búin til þess að takast á við þau verkefni, sem framundan eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.