Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 23
flokks og Sjálfstæðisflokks nk. fimmtudag en þá tekur Framsókn jafnframt við umhverfisráðuneytinu að nýju MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 23 „ÞETTA eru vonbrigði vegna þess að ég hefði gjarnan viljað ljúka þeim mörgu og stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í um- hverfisráðuneytinu,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, fráfarandi um- hverfisráðherra. „En þetta er bara þannig að þarna er um niðurstöðu viðræðna milli flokkanna að ræða um verka- skiptingu, þannig að þetta snýst ekki að neinu leyti um mig og mín störf,“ segir Sigríður Anna og bæt- ir við að hún hafi stutt tillögu Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæð- isflokksins um að umhverfisráðu- neytið færi yfir til Framsókn- arflokksins og að hún gengi úr embætti umhverfisráðherra. Sigríður Anna segir að umhverf- ismálin séu mjög spennandi mála- flokkur sem skipti mjög miklu máli fyrir framtíðina og þess vegna hafi verið mjög mikilvægt að ráðherra í þeim málaflokki kæmi úr Sjálfstæð- isflokknum. Hún segir það því einnig von- brigði fyrir flokkinn sem heild að missa ráðuneytið enda sé mikill áhugi á um- hverfismálum innan hans. „Þess vegna sé ég mjög mikið eftir ráðuneytinu frá Sjálfstæð- isflokknum og þar að auki var ég fyrsti umhverfisráðherra flokks- ins og ég er mjög stolt af því.“ Sigríður Anna segist mjög ánægð með að formaður flokksins taki við forsætisráðherraembætt- inu. „Það eru mörg stór og mikilvæg verkefni framundan, til dæmis í efnahagsmálunum og ég treysti engum betur en honum til þess að leiða þau til farsælla lykta.“ Vonbrigði að fara úr umhverfisráðuneytinu iðnaðar- hún væri dum. Um i öll sjón- sé að hafa ðun. Hann ð reynsl- kyn- rkaskipt- anna og ra á milli. ð hafa ag sem verjum óskyn- aða skoð- öðlast eigum ytingar uga að nú og eru gir og mark- sstofn- rar í ðka sitt rotamikið ðið í gær ð til for- ins en nnað að dirnar. rt gildi að ingar. eðlabank- g þennan g auðvitað ð að vera lt starf- þýðir k í þessu. em mér mín.“ Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sagð- ist ekki ánægð með þá ákvörðun stjórnarflokkanna að halda áfram samstarfi er hún var spurð um boð- aðar breytingar á ríkisstjórninni. „Ég hefði talið eðlilegt að þessi rík- isstjórn færi frá og það tæki við ný ríkisstjórn með skýrara umboð og meira traust því það eru stór verk- efni sem þarf að takast á við. Mér finnst ríkisstjórnin vera orðin það löskuð eftir það sem á undan er gengið að ég dreg í efa að hún sé til þess fallin að takast á við þessi verkefni,“ segir hún. „Mér finnst merkilegt að sjá það endurtaka sig að þegar fara saman umhverfismál og kona í ráðherra- stól, þá virðist vera sjálfsagt að ýta henni til hliðar. Þetta er í annað skipti sem það gerist,“ sagði Ingi- björg þegar hún var spurð um framkvæmd þessarar uppstokk- unar. „Mér finnst Sjálfstæðisflokk- urinn teygja sig mjög langt að inn- sigla þetta valdabandalag með Framsókn. Það er sama hvort litið er á Kópavog, Reykjavík eða rík- isstjórnina. Það eru nánast alltaf helmingaskipti um völdin þó að hið lýðræðislega umboð Framsókn- arflokksins sé mjög takmarkað. Ég held að í þessu liggi meinsemd Framsóknarflokksins. Hann er að taka sér meiri völd en hann hefur umboð til frá þjóðinni og Sjálfstæð- isflokkurinn ber ábyrgð á því.“ Halda lífi í Framsókn Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, var sama sinnis, hann er ekki sáttur við þá ákvörðun að halda ríkisstjórn- arsamstarfinu áfram. Inntur eftir því hvort hann hefði talið rétt að boðað yrði til kosninga sagði Guð- jón að miðað við stöðu mála hefði það verið eðlilegra. „Menn hefðu átt að leggja það í dóm þjóðarinnar hvernig völdin skiptast í þessu landi. Það er náttúrulega stað- reynd að Halldór Ásgrímsson er að draga sig í hlé í kjölfar mikillar fylgisminnkunar og hann metur stöðuna þannig að honum sé ekki stætt sem forystumanni áfram.“ Guðjón telur einnig að hlutur Framsóknar sé óeðlilega stór í rík- isstjórninni. „Ég met þetta þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að teygja sig ansi langt til að tryggja að Framsókn haldi lífi. Þetta gera þeir til þess að eftir næstu kosningar sé ennþá hægt að treysta á þetta hjól sem Framsókn er. Það er verið að tryggja að hægt sé að nota flokkinn aftur. Það hefði ekki átt að framlengja þetta stjórn- arsamstarf,“ sagði Guðjón. Umrót ekki fólgið í kosningum „Það vekur undrun að Sjálfstæð- isflokkurinn telji sig þurfa að skila Framsókn ráðuneyti. Ég lít svo á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið við sitt með því að láta Halldór fá forsætisráðuneytið haustið 2004. Það vekur því athygli að Geir þurfi að kaupa þessa tíu mánaða dvöl í forsætisráðuneytinu svona dýru verði,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. „Sjálfstæðisflokkurinn er með hjúkrunarheimili fyrir Framsókn- arflokkinn næstu tíu mánuðina svo hann verði í kosningahæfu ástandi vorið 2007.“ Steingrímur vildi hins vegar óska nýjum ráðherrum velfarnaðar í starfi. „Ekki veitir þeim af þar sem verkefnin eru ærin,“ sagði Steingrímur. „Ég er algerlega ósammála því að kosningum fylgi meira umrót og los heldur en að halda þessu áfram. Þá myndi þetta væntanlega gilda alltaf og þá væri alltaf stórhættulegt að kjósa,“ sagði hann. Óánægja meðal stjórnarand- stöðunnar „MÉR finnst það vera mjög spenn- andi viðfangsefni að taka við utan- ríkisráðuneytinu og hlakka til þess að takast á við þetta nýja starf,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, til- vonandi utanríkisráðherra. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mjög krefjandi starf og ýmislegt sem getur komið upp. Þar að auki stöndum við í stórræðum um þess- ar mundir á sviði varnarmálanna, en ég hef óskað eftir því við Geir H. Haarde, verðandi forsætisráð- herra, að hann haldi á þeim málum áfram formlega þótt hann færi sig um set,“ segir Valgerður og tekur fram að vinnan við viðræðurnar fari engu að síður að miklu leyti fram í utanríkisráðuneytinu. Seg- ist hún vonast til þess að með þess- ari skipan mála náist mikilvæg samfella í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Býður sig ekki fram til forystu Framsóknarflokksins Innt eftir því hvort hún hyggist gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á flokks- þinginu í ágúst svarar Valgerður neitandi og tekur fram að hún ætli heldur ekki að sækjast eftir neinu öðru sæti í forystu Framsókn- arflokksins á komandi flokksþingi. Segist hún vilja beina kröftum sín- um annars vegar að utanrík- isráðuneytinu og hins vegar í það að sinna eigin kjördæmi. Val- gerður er fyrsti þingmaður norð- austurkjördæmis og segist hún hafa mikinn áhuga á því að halda þeirri forystu. „Ég vil því frekar nota kraftana þar en á landsvísu, enda veit ég að það er nóg til af góðu fólki til að taka við foryst- unni í Fram- sóknarflokkn- um.“ Valgerður verður fyrst kvenna hér- lendis skipuð utanrík- isráðherra. Spurð hvernig það leggist í hana segist Valgerður auðvitað stolt af því að vera með því að brjóta blað, en hins vegar vilji hún ekki gera of mikið úr þessu á persónulegum grundvelli. „Engu að síður skiptir það örugg- lega máli fyrir jafnréttisbarátt- una að konur eru að hasla sér völl á æ fleiri sviðum og í nýjum emb- ættum, enda er þarna ákveðið vígi að falla. Það hlýtur að skipta máli fyrir framtíðina, t.d. fyrir ungar konur sem hyggja á pólitískt starf, að sjá að þetta er í raun allt opið.“ Vill nýta utanríkisþjónustuna í þágu atvinnulífsins Aðspurð hver séu helstu verk- efnin sem bíði hennar í utanrík- isráðuneytinu segir Valgerður of snemmt að segja til um það. „En miðað við það sem ég þekki til sem ráðherra í ríkisstjórn þá eru það mjög fjölbreytileg málefni sem þarna eru til umfjöllunar,“ segir hún og bendir á að margt af því tengist viðskiptum. „Ég hef mikinn áhuga á atvinnulífinu og tel það vera mjög af hinu góða þegar utanríkisþjónustan getur veitt því aðstoð. Ég tel að Halldór Ásgrímsson, sem utanrík- isráðherra, hafi brotið blað hvað það varðar að nýta utanríkisþjón- ustuna meira fyrir atvinnulífið.“ „Mjög spennandi viðfangsefni“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is féll sjálfstæð- ismönnum í skaut og þetta hefði verið nið- urstaða for- manna stjórn- arflokkanna. Jónína mun jafnframt gegna starfi sam- starfsráðherra Norðurlandanna. Hún hefur allt þetta kjörtímabil verið formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og segist því þekkja vel til á vettvangi norræns samstarfs. Jónína aftekur ekki að hún muni bjóða sig fram til forystu á kom- andi flokksþingi Framsókn- arflokksins. JÓNÍNA Bjartmarz segir að sér finnist það mjög spennandi verk- efni að taka við umhverfisráðu- neytinu og finnist það ráðuneyti eitt af þeim veigameiri. Segir hún að horfa þurfi til tveggja átta. „Mér finnst það brýnt verkefni að við náum sem mestri sátt, milli þeirra sjónarmiða sem liggja að baki nýtingar auðlind- anna okkar og svo sjónarmiða um- hverfisverndar. Ég held að það sé verðugt verkefni, meðal annarra verkefna sem eru á höndum þessa ráðuneytis og ég kem til með að taka við.“ Jónína segir að sér hafi fundist eðlilegt að umhverfisráðuneytið gengi aftur til Framsóknarflokks- ins um leið og forsætisráðuneytið Brýnt að ná sátt milli sjónarmiða egir að f erfið. enn eru a liðið. nái vopn- k séu að kil tíma- að mál- amherjar fskipti af ð leyti erum su í um gði fyrir að hann nnsku að ldið úst. Þeg- r Jón, gmenn á byrjaði, son, na Sig- Jón kveðst aðspurður binda miklar vonir við þá ungu þing- menn Framsóknarflokksins sem nú séu að hasla sér völl. „Ég bind miklar vonir við þá ungu kynslóð sem er að komast að í flokknum og þá ungu þingmenn sem eru í þing- flokknum. Einn bætist við í haust, aðstoðarmaður minn, Sæunn Stef- ánsdóttir.“ Hún tekur við þingsæti Halldórs Ásgrímssonar. Jón segist ekki eiga von á öðru en að hin nýja kynslóð eigi eftir að taka upp merki flokksins með mynd- arlegum hætti. Jón segir aðspurður að tími sinn sem ráðherra hafi verið mjög góð- ur. „Hann hefur verið mjög góður að mínu mati. Ég átti mjög góðan tíma í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Það er erfitt ráðuneyti en mjög áhugavert. Þá var mjög skemmtilegt að fá að kynnast því fólki sem vinnur í heil- brigðisgeiranum; þar er mjög öfl- ugt og framsækið fólk.“ Hann segir að ýmis mál hafi komist til framkvæmda í ráð- herratíð sinni. Öldrunarmál hafi mikið verið í umræðunni að und- anförnu en margt hafi þó áunnist í þeim málaflokki. Þá hafi heilsu- gæslan verið efld til muna. „Við náðum því í gegn, ég og Árni Magnússon, að einum milljarði yrði varið til að bæta stöðu geð- fatlaðra,“ segir hann ennfremur og bætir við: „Og þannig mætti lengi telja.“ Jón kveðst því vera stoltur af sínum tíma í ráðherrastól. Inntur eftir því hvort hann hverfi þaðan með söknuði segir hann: „Ég neita því ekki, ég hef verið í skemmti- legum verkefnum.“ Því fylgi líka söknuður að kveðja samstarfs- fólkið í ráðuneytunum. „En nú fer ég fyrst um sinn niðrá þing og fer að vinna þar í umhverfi sem ég þekki ágætlega. Ég kvíði því ekki og mun leggja mitt af mörkum til þess að störf þingflokksins geti gengið greiðlega fyrir sig, sem er ákaflega mikilvægt.“ næstu kosningum MAGNÚS Stefánsson, sem á fimmtudag tekur við embætti fé- lagsmálaráðherra, segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart enda taldi hann þann möguleika vera fyrir hendi að hann yrði kallaður til starfa í rík- isstjórn. Hann segist hlakka til þess að takast á við þetta verkefni enda falli margir spennandi mála- flokkar undir ráðuneytið. „Sveitarstjórnarmál eru mér of- arlega í huga en ég tel mjög mik- ilvægt að það séu góð samskipti og góð tengsl milli félagsmálaráð- herra og sveitarstjórnarstigsins. Málefni vinnumarkaðarins og mál- efni fatlaðra eru einnig stórir málaflokkar sem ég hef ætíð haft sterkar taugar til,“ segir Magnús en hann telur sig hafa ágætis grunn til þess að takast á við fé- lagsmálaráðu- neytið. „Eftir að ég varð þingmaður árið 1995 hef ég unnið ýmis verkefni fyrir þá félagsmála- ráðherra sem þar hafa verið. Til dæmis við endurskoðun á lög- um um húsnæðismál þegar Íbúðar- lánasjóður varð til. Þá hef ég einn- ig kynnst ýmsum málum í gegnum fjárlaganefnd.“ Magnús vildi ekkert gefa upp um málefni Íbúðarlánasjóðs að svo stöddu. „Nú ætla ég að kynna mér hvernig staðan er í ráðuneytinu. Húsnæðismálin eru í deiglunni og ég þarf að fara yfir þau mál.“ Hlakkar til að takast á við verkefnið Morgunblaðið/ Jim Smart r Ásgrímsson tilkynnir hrókeringar á ráðherraliði Framsóknar sl. laugardag. UTANÞINGSRÁÐHERRA er ráð- herra sem ekki er jafnframt kjör- inn alþingismaður. Ekkert er því til fyrirstöðu að svo sé samkvæmt stjórnskipaninni heldur er þvert á móti gert ráð fyrir því í 51. gr. stjórnarskrárinnar, að ráðherrar séu ekki allir jafnframt alþing- ismenn. Þessi tilhögun mála er hins veg- ar fátíð hér á landi en Jón Sigurðs- son verður sautjándi utanþings- ráðherrann frá árinu 1919. Hafa einungis verið skipaðir þrír ut- anþingsráðherrar sl. 50 ár en tveir þeir síðustu, Geir Hall- grímsson og Ólafur Ragnar Grímsson, voru báðir formenn sinna flokka. Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sé greinilega mjög víkjandi í íslenskri pólitík. „Meg- inreglan á Íslandi er að ráð- herrar séu þingmenn og Ísland er eitt þeirra ríkja sem heldur hvað stífast við þá reglu,“ segir Gunnar en að hans mati virðast meginástæðurnar fyrir því að brugðið sé til þessa ráðs vera þær, að um sé að ræða mjög óvenjulegar aðstæður eða að um- ræddir menn séu formenn sinna flokka án þess að vera á þingi. Einungis þrír utanþings- ráðherrar síðastliðin 50 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.