Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK POSEIDON ADVENTURE kl. 8 B.i. 14 ára X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára INSIDE MAN kl. 10 B.i. 16 ára SHE´S THE MAN kl. 8 - 10 POSEIDON kl. 8 - 10 FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 og 11 B.i. 14.ára. THE DA VINCI CODE kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ára MI:3 kl. 5:30 - 8 og 10 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 og 8 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. FRANK Zappa er mörgum kunnur enda er tónlist hans í sérflokki. Hann var þekktur fyrir fjölbreyttar lagasmíðar, frábæran gítarleik og líflega sviðsframkomu. Hann lést úr krabbameini árið 1993. Þegar Dweezil Zappa, sonur hans, ákvað að fara í tónleikaferðalag með tón- list Franks voru margir efins um að honum tækist að kalla fram þá miklu töfra sem eru hluti af arfleið föður hans. Hann fékk til liðs við sig margt gott fólk úr hljómsveit Franks, þar á meðal hinn magnaða saxófónleikara Napoleon Murphy Brock sem einnig söng á tónleik- unum og Terry Bozzio fyrrum trommara Franks. Dweezil lét ekki þar við sitja, og þrátt fyrir að vera stórgóður gítarleikari sjálfur réð hann hinn knáa Steve Vai sér til fulltingis. Það hafði löng röð myndast fyrir utan Hafnarhúsið áður en tónleik- arnir hófust. Aðstandendur höfðu flutt þá úr Laugardalshöllinni vegna dræmrar aðsóknar. Tónleik- arnir hófust rétt fyrir klukkan níu. Hljómsveitin byrjaði á því að spila Imaginary Diseases og frá þeirri mínútu sem tónlistin byrjaði, var sem ósýnilegur þráður hefði mynd- ast á milli hljómsveitarinnar og tónleikagesta. Hverju einasta lagi var vel tekið, fólk söng með og fagnaði. Þar sem Frank Zappa gaf út tugi platna voru tónleikagestir hver úr sínu horni tónlistar hans. Fólk hrífst af ólíkum tímabilum ferils hans og er það nánast ógern- ingur að þekkja allt það mikla magn tónlistar sem hann skapaði. Meðal þeirra laga sem hljómsveitin tók voru Imaginary Diseases, Black Page, Go Back, Don’t Eat the Yellow Snow, St. Alphonzo’s Pancake Breakfast og Montana. Þótt Dweezil Zappa sé kannski ekki sami gítarsnillingur og faðir hans var, hefur honum tekist að til- einka sér stílinn hans ágætlega. Kunnugir höfðu á orði að hljómur tónlistarinnar hefði alls ekki verið frábrugðinn því sem heyra mátti á hljómleikum Franks. Hljómsveitin stóð sig reyndar öll með prýði. Brock, sem spilaði einnig á saxófón og flautu, söng flest laganna og gerði það með ágætum. Steve Vai kom inn eftir tveggja tíma spilerí og var alveg frábær. Hann er nú alltaf svolítið þungarokksskotinn, blessaður kallinn, en það var ekki á kostnað tónlistarinnar. Ekki var við því að búast að tónleikarnir yrðu eins og hjá Frank í gamla daga, enda ógerningur að feta í fótspor hans, en þetta tókst vonum framar. Dweezil hefur lukkast að gera það sem fáum sonum snillinga tekst og það er að spila tónlist föður síns af virðingu og metnaði án þess að reyna að gera sjálfan sig að ein- hverri stjörnu innan hennar. Þegar upp er staðið voru þetta líflegir tónleikar þar sem persónu- leiki Franks Zappa fékk að njóta sína aðeins lengur fyrir okkur sem þekkjum tónlist hans. Útsetningar hljómsveitarinnar voru skotheldar, allur hljóðfæraleikur til fyr- irmyndar og stemmingin var eins og best verður á kosið. Í lok tón- leikanna fögnuðu áhorfendur með linnulausu lófataki og eins og allar almennilegar hljómsveitir gera voru fleiri lög tekin áður en sveitin kvaddi í síðasta sinn. Þessir tón- leikar fóru fram út mínum björt- ustu vonum og það er ekki laust við að ég verði að bæta aðeins fleiri Zappa-plötum í safnið mitt. Fram úr björtustu vonum Helga Þórey Jónsdóttir TÓNLIST Tónleikar Tónleikarnir Zappa plays Zappa í Hafn- arhúsinu föstudagskvöldið 9. júní 2006. Ahmet og Dweezil Zappa kynna hljóm- sveit sem leikur lög eftir föður þeirra, Frank Zappa. Sérstakir gestir eru Napo- leon Murphy Brock, Steve Vai og Terry Bozzio. Zappa plays Zappa  Morgunblaðið/Eggert Útsetningar hljómsveitarinnar voru skotheldar, allur hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og stemmningin var eins og best verður á kosið. Morgunblaðið/Eggert „Kunnugir höfðu á orði að hljómur tónlistarinnar hefði alls ekki verið frá- brugðinn því sem heyra mátti á hljómleikum Franks.“ Í DAG kemur út önnur hljóðversp- lata bresku sveitarinnar Keane og nefnist hún Under the Iron Sea. Hljómsveitinni var spáð góðu gengi í ársbyrjun 2004 af BBC og reyndar var henni lofað gulli og grænum skóm og það sagt bókað, að hún myndi slá í gegn. Einn af þekktari útvarpsmönnunum þar, Steve Lamacq, talaði um meiri- háttar tónlistarbyltingu, hvorki meira né minna. Spárnar rættust svo meira og minna en þegar ofangreindu var slengt fram hafði sveitin aðeins gefið út tvær smáskífur í takmörk- uðu upplagi á Fierce Panda- merkinu, sem gaf út Bellatrix á sínum tíma. Sveitin hafði þó hitað upp fyrir hljómsveitir á borð við Thrills, Starsailor og Travis. Sveit- in er skipuð þeim Tom Chaplin (söngur), Tim Rice-Oxley (píanó, bassi, söngur) og Richard Hughes (trommur, söngur) og merkilegt verður að teljast að enginn er gít- arleikarinn. Fyrsta plata sveitarinnar, Hopes & Fears, kom svo út í ágúst það ár og gekk gríðarvel í mannskapinn. Fór beint í fyrsta sæti breska breiðskífulistans og hefur í dag selst í yfir fimm milljónum ein- taka. Nokkur lög af plötunni náðu þá mikilli útvarpsspilun, „Somew- here only we know“, „Everybody’s changing“ og „Bedshaped“. Keane túruðu plötuna sem óðir menn og komu m.a. við á Íslandi haustið 2004 og léku á Airwaves. Lag af þeim tónleikum, útgáfa af „Everybody’s Changing“, kom svo út á tónleikaplötunni Live Recor- dings 2004 sem var gefin út vorið 2005. Keane-liðar voru nánast búnir á því þegar upptökum lauk á plöt- unni nýju, enda ekkert grín að fylgja frumburði sem slær í gegn eftir. Hin „erfiða önnur plata“ hangir jafnan yfir eins og grýla og þá fyrst reynir á hvort um menn eða mýs er að ræða. Upptökustjóri Járnhafsins var Andy Green og eins og nafn plöt- unnar gefur til kynna sækja Keane á nokkuð myrkari mið en áður. Green var einnig upptökustjórn- andi á Hopes & Fears ásamt Keane en er nú einn skráður sem slíkur. Tónleikaferðalög Keane voru löng og ströng og tóku sinn toll en inn á milli skutust meðlimir inn í hljóðver og spiluðu það sem þeir voru með inn á band. Það var svo í október í fyrra sem loks var hægt að einbeita sér að fullu að því að klára plötu númer tvö og lauk þeirri vinnu í desember. Fyrsta smáskífa plötunnar, lagið „Is It Any Wonder?“ er nú þegar komið í spilun og auk þess hefur lagið „Atlantic“ verið fáanlegt á netinu. Platan mun einnig koma út í takmörkuðu upplagi sem tvöföld plata, annars vegar geisladiskur með sjálfri plötunni en svo einnig mynddiskur. Þar verða myndbönd, heimildarmynd og hljómleika- upptökur. Tónlist | Keane gefur út aðra plötu sína Önnur plata Keane, Under the Iron Sea, kemur út í dag. Kafað dýpra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.