Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 21 UMRÆÐAN Tilboð til áskrifenda Morgunblaðið býður áskrifendum að kaupa hina vönduðu og stórbrotnu heimildarmynd um Heim farfuglanna á DVD á aðeins 1.000 kr. Myndin er til sölu í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1. Einnig er hægt að kaupa myndina á mbl.is Tilboðið gildir til 1. júlí Heimur farfuglanna er stórmerkileg heimildarmynd sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Í myndinni er áhorfendum boðið í flug með farfuglum heimsins á milli áfangastaða. BERGVÍK Kynnir nýjasta meistaraverk Jacques Perrin: Leikstjóri: Jacques Perrin Handrit: Stéphane Durand og Jacques Perrin Kvikmyndatökumenn: Michael Benjamin, Sylvie Carcedo-Dreujou, Laurent Charbonnier, Luc Drion, Laurent Fleutot, Philippe Garguil,Dominique Gentil, Bernard Lutic, Thierry Machado, Stéphane Martin, Fabrice Moindrot, Ernst Sasse, Michael Terrasse og ThierryThomas Klipping: Marie-Josèphe Yoyotte Tónlist: Bruno Coulais. Frönsk. Sony Pictures Classics. Sýningartími: 98 mínútur. Eyes Weekly bbc films rolling stone roger ebert ÉG UNDIRRITUÐ get því mið- ur ekki lengur orða bundist vegna úrræðaleysis á Land- spítala, í Fossvogi sem og á fleiri stöð- um. Ég á ástvin, stjúpföður, sem er með Parkinson og hefur verið mjög veik- ur og hefur verið á sjúkrahúsi síðan 16. desember 2005. Þann- ig að manneklan hef- ur ekki farið framhjá mér fremur en öðrum aðstandendum. Að- staðan, umönnun, og fleira er til hábor- innar skammar og engum bjóðandi, hvorki börnum né eldra fólkinu, sem allt sitt líf hefur unnið hörðun höndum, verð- ur veikt og fær engan veginn þá ummönun og þjónustu sem allir eiga rétt á í þessu svokallaða velferð- arþjóðfélagi! Það er mjög erfitt að horfa upp á ástvini sína, sem geta oft ekki hjálpað sér sjálfir og þurfa mjög mikla hjálp við alla hluti, en vegna mikillar manneklu er öll umönnun og þjónusta í algjöru lág- marki, sem og samskipti milli lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúk- linga og aðstandenda. Þar af leið- andi getur starfsfólið engan veginn fylgst með öllu veika fólkinu, hvað þá punktað niður upplýsingar eins og á að gera. Einnig er virkilega erfitt fyrir aðstandendur að ná sambandi við læknana og það er óviðunandi. Mér finnst, að stjórn LSH og ráðamenn eigi að laga þetta ástand núna strax. Ég vil taka fram að það er ekki við starfsfólkið að sakast, starfsfólkið gerir sitt besta en álagið á því er al- gjörlega óviðunandi. Við Íslendigar eigum mjög gott fagfólk, sem vill vinna þessi mik- ilvægu umönn- unarstörf og vill hugsa vel um okkar ástvini sem og aðra. Til að svo verði er það algjört lágmark að starfsmennirnir fái mannsæmandi laun fyrir þessi mik- ilvægu störf, óháð stéttarfélögum. Þá væri hægt að manna þau stöðugildi sem nauðsynlegt er. Strax. Fyrr kemst ekki ró og friður á LSH. Ástandið er ekki boðlegt eins og það er og hefur ver- ið allt of lengi. Þakka ég guði fyrir að þurfa ekki á sjúkrahús í þessari ringulreið. Og ofan á allt sem fyrir er, eru sumarfríin að byrja, svo að ástandið versnar og versnar, nema ráðamenn leysi vandann nú þegar. Svona ástand er engan veginn boð- legt. Úrræðaleysi í hjúkr- un á Landspítala Olga Björk Ómarsdóttir fjallar um aðstöðu á Landspítalanum í Fossvogi ’Ástandið er ekkiboðlegt eins og það er og hefur verið allt of lengi. Þakka ég guði fyr- ir að þurfa ekki á sjúkrahús í þess- ari ringulreið.‘ Olga Björk Ómarsdóttir Höfundur er atvinnurekandi og þriggja barna móðir. ÍSLENSKIR fjölmiðlar, einkum prentmiðlar, veita okkur lesendum gríðarlegt magn upplýs- inga dag hvern. Síðustu misseri hafa fréttir af uppgangi viðskiptalífs- ins gert Íslendinga að sérfræðingum í alls kyns vísitölum og þessa dagana lærum við sitt hvað um verðbólguna, annars vegar af fjöl- miðlum og hins vegar af vaxtagreiðslum og hærra vöruverði. Fjöl- miðlar hafa þar unnið þarft starf og gert land- anum grein fyrir víð- feðmum áhrifum til dæmis viðskipta, ríkisumsvifa og lán- töku á okkar eigin fjárhag. Ég á reyndar erfitt með að greina gæði fréttanna um viðskiptalífið þar sem ég bý ekki yfir menntun á því sviði. Gæði frétta úr öðrum greinum vísinda get ég sagt meira til um. Hvergi á íslenskum fjölmiðlamarkaði er að finna miðil sem gerir vísindum góð skil. Ég ætla ekki að halda því fram að aldrei birtist góðar greinar sem fjalla um vísindi, en ég fullyrði að daglega birtast mjög vondar greinar. Í þeim þremur dagblöðum sem gefin eru út hérlendis er vandamálið hið sama. Það virðist einfaldlega ekki vera áhugi á vönduðum fréttum af vísindastarfi. Þetta áhugaleysi sést á því að 1) það er lítið fjallað um vís- indi, 2) skrif um vísindi eru oftast stutt, 3) skrif um vísindi eru oftast beinar þýðingar, eða styttingar, á greinum úr erlendum vefmiðlum og 4) skrif um vísindi fjalla aðeins um ,,æsilegar“ niðurstöður. Það er ekki mitt að velja umfjöll- unarefni fjölmiðla. Ég tel þó líklegt að prentmiðlarnir séu að vanmeta áhuga á vönduðum greinum um vís- indi samhliða aukinni menntun. Ég myndi vilja sjá prentmiðil prófa að hafa heila opnu um nýj- ungar úr heimi vísinda og mæla svo áhugann á því efni. Þetta hefur reyndar verið gert í ein- hverri mynd í Blaðinu, en þá er vísindum og gervivísindum blandað saman og þeim gert jafn hátt undir höfði. Skrif um vísindi er oft- ast stutt og það segir sig sjálft að ekki er hægt að segja frá stórri rannsókn í 150 orðum án þess að bjaga veru- lega innihald og niðurstöður. Sömu- leiðis treysta prentmiðlarnir að mestu á erlenda greinarhöfunda og þýða upp eftir þeim eða stytta jafnvel styttingar þeirra á útdráttum úr rannsóknarskýrslum. Þetta vanda- mál sýndi sig hvað best um daginn á vefútgáfu Morgunblaðsins. Þá rakti ég ritferil greinar sem fjallaði um ágæti kaffidrykkju. Greinin var þýdd beint upp eftir grein á vefútgáfu Jyl- lands Posten, en sú grein var stytt útgáfa greinar sem birtist á síðunni forskning.no. Sú grein var aftur stytting á rannsóknargrein. Hver sem vill getur séð að við þessa með- ferð hlýtur innihald greina að bjagast umtalsvert. Íslenskir prentmiðlar hafa metið það svo að lesendur hafi ekki áhuga á vísindum nema um krassandi nið- urstöður sé að ræða, og þá eru þær, eins og áður sagði, birtar í limlestu formi. Þessar stuttu fréttir móta hugmyndir margra um framgang vísindastarfs í heiminum. Það gleym- ist hins vegar oftast að nefna það þegar æsilegar niðurstöður koma fram, svo sem að heilun lækni krabbamein, að þær eru gjarnan til- viljun, svo sem þegar tugir eða hundruð rannsókna á undan hafa sýnt þveröfuga niðurstöðu. Það leynir sér heldur ekki að oft hefur höfundur ekki vit á efninu sem hann skrifar um. Þannig bjagast skrif hans líkt og þegar texti er þýdd- ur með orðabókarforritum. Öll orðin eru vissulega rétt en innihald grein- arinnar er beinlínis rangt. Ólafur Teitur Guðnason talaði ný- lega um það í útvarpinu hvernig fjöl- miðlar grípa á lofti orð ýmiss konar sérfræðinga gagnrýnislaust. Þetta virðist sannarlega vera tilfellið þegar skrifað er um vísindi. Áhyggjur mín- ar beinast þá að almenningi. Ef fjöl- miðlar kunna ekki að fara með orð sérfræðinga, er þá ekki stór hluti al- mennings gagnrýnislaust að lesa lé- legar og hroðvirknislegar blaða- greinar sem einnig hafa verið skrifaðar gagnrýnislaust? Ættu lesendur ekki að geta treyst fjölmiðlum til að skrifa um vísindi eins og önnur málefni samfélagsins? Léleg umfjöllun prentmiðla um vísindi Árni Gunnar Ásgeirsson fjallar um umfjöllun prentmiðla um vísindi ’Íslenskir prentmiðlarhafa metið það svo að lesendur hafi ekki áhuga á vísindum nema um krassandi niðurstöð- ur sé að ræða …‘ Árni Gunnar Ásgeirsson Höfundur er nemi við sálfræðiskor Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.