Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
Í GÆR kom að landi á annan tug breskra
skútna frá siglingaklúbbnum The Royal Cruis-
ing Club, en þær eru komnar hingað til lands til
að fagna því að 150 ár eru síðan breski lávarð-
urinn Dufferin sigldi til Íslands og annarra
landa á ferð sinni um Norður-Atlantshaf árið
1856.
Líklega er óhætt að kalla Dufferin lávarð
einn af fyrstu Íslandsvinunum, en hann ferðað-
ist hingað til lands árið 1856 á skipi sínu Foam.
Ásamt því að koma til Íslands sigldi hann víða
um Norður-Atlantshafið, m.a. sigldi hann ná-
lægt ströndum Jan Mayen áður en hann heim-
sótti Hammerfest í Norður-Noregi og
Spitzbergen eyju á Svalbarða. Um ferð sína
skrifaði hann víðfræga ferðasögu sem nefnist
Letter from High Latitude. Bókin er samansafn
bréfa sem hann skrifaði til móður sinnar um
ferðir sínar og meðal annars segir hann frá
heimsókn sinni til Íslands og þá sérstaklega
kvöldverði sem hann snæddi hér á landi en þar
furðar hann sig á drykkjusiðum Íslendinga, sem
virtust vera sískálandi. Bókin kom út í þýðingu
Hersteins Pálssonar árið 1944 undir nafninu
Ferðabók Dufferins lávarðar og er hún víð-
þekkt fyrir gamansaman frásagnarstíl.
Afkomandi lávarðarins kemur
Þrátt fyrir að hafa sýnt góð tilþrif í ritsmíðum
og bók hans hafi náð umtalsverðum árangri hélt
lávarðurinn þeirri braut ekki áfram. Hann sneri
sér alfarið að störfum í þágu konungsins í Bret-
landi og gegndi meðal annars embætti varakon-
ungs á Indlandi, ríkisstjóra Kanada og sendi-
herra Bretlands í Frakklandi.
Egill Kolbeinsson, formaður Siglingaíþrótta-
sambands Íslands, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ásamt skútuáhöfnunum myndi af-
komandi lávarðarins, lafði Dufferin, koma
hingað til lands til að afhenda þjóðinni gjöf til
minningar um ferðir forföður síns. Dagskráin
fyrir ferðalangana verður þétt og hefst hún með
móttöku á Bessastöðum í dag auk þess sem
meðal annars verður farið í Viðey þar sem
snæddur verður kvöldverður auk þess sem farið
verður Gullna hringinn svokallaða um Gullfoss
og Geysi, móttaka verður í breska sendiráðinu
auk þess sem ráðgert er að sigla til Hvamms-
víkur þar sem grillað verður í landi. Ferð þeirra
mun svo ljúka hinn 15. júli þegar þau halda ferð
sinni áfram.
Á meðal ferðafélaga er formaður The Royal
Cruising Club, Anthony Browne, en hann var
ásamt konu sinni, Monique, að skipta um olíu á
49 feta skútu sinni, Quiver, þegar blaðamann
bar að garði. Browne-hjónin, sem eru frá bæn-
um Dorsid á Englandi, sögðu að ferðin hefði
gengið einstaklega vel en þau hafi siglt síðasta
legginn frá Rifi á Snæfellsnesi. Anthony
Browne sagði að þau hjónin hefðu lagt úr höfn í
Svíþjóð fyrir mánuði og siglt til Noregs, þaðan
til Hjaltlandseyja, síðan Færeyja og þaðan til
Seyðisfjarðar. Frá Seyðisfirði hafi þau siglt
norður fyrir landið og komið við á Húsavík, Ak-
ureyri, Grímsey og á Vestfjörðum þaðan sem
þau hafi siglt að Rifi.
Afleitt veður í Færeyjum
Spurður um veðrið á leiðinni sagði Browne
þau hafa hreppt einstaklega góð skilyrði í kring-
um landið en hins vegar hefði veðrið í Fær-
eyjum verið afleitt. Browne minntist einnig á
mjög fjölbreytt fuglalíf í Grímsey og voru þau
hjónin sammála um að hafa sjaldan séð jafn-
marga fugla.
Um undirbúning ferðarinnar sagði Browne
að hann hefði hafist fyrir tveimur árum, þegar
félagsmaður í siglingaklúbbnum hefði áttað sig
á þessum tímamótum. Sá hefði þá siglt leið
Dufferins og kannað aðstæður, en ferðabóka
lávarðarins er mjög þekkt á meðal siglingafólks.
Eftir að félagsmaðurinn hafði kannað aðstæður
var ákveðið að halda af stað í ferðina við tíma-
mótin, en um 50 manns víðs vegar að úr heim-
inum eru í klúbbnum. Browne sagði leiðina vera
mjög þýða og Browne-hjónin vildu koma á
framfæri þakklæti til fólksins í landinu, en það
hefði tekið einstaklega vel á móti þeim hvar sem
þau hefðu stigið á land á Íslandi.
Lafði Dufferin kemur til Íslands til að heiðra minningu forföður síns og afhenda gjöf í minningu hans
150 ár frá komu Dufferins lávarðar
Morgunblaðið/Jim Smart
Anthony og Monique Browne hyggjast sigla í mánuð til viðbótar á skútu sinni Quiver.
BREIÐHOLTIÐ verður fyrsta
hverfið í Reykjavík sem tekið verður
í gegn í sérstöku hreinsunarátaki
borgarinnar, undir yfirskriftinni
Fegrum Reykjavík. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, borgarstjóri, ætlar að
funda með Breiðhyltingum annað
kvöld, en hreinsunin sjálf mun fara
fram í hverfinu laugardaginn 22. júlí.
„Við segjum sóðaskapnum stríð á
hendur,“ segir Vilhjálmur, sem telur
borgarbúa langþreytta á óhreinni
borg. Ætlunin er að fá borgarbúa í
lið með starfsmönnum borgarinnar í
því að snyrta hverfin; tína rusl,
hreinsa veggjakrot, leggja torfur,
laga net á fótboltamörkum, kant-
skera, sópa og bæta girðingar.
„Við byrjum þetta sérstaka átak í
Breiðholtinu, en höfum reyndar ver-
ið að herða á hreinsun og fegrun
borgarinnar allrar á undanförnum
vikum frá því sem áður hafði verið
ákveðið, og ég vona að borgarbúar
hafi tekið eftir því,“ segir Vilhjálm-
ur. Hann segir að þótt áherslan sé á
Breiðholtið að þessu sinni séu íbúar
allra hverfa hvattir til að hreinsa til í
sínu hverfi.
Ætlunin er svo að fara í samskon-
ar átak í öllum öðrum hverfum borg-
arinnar. Vilhjálmur segir að hægt
verði að hreinsa a.m.k. eitt annað
hverfi í sumar, en þau sem ekki tekst
að komast í verði tekin fyrir síðar.
„Við ætlum að halda áfram, og vera
með áhersluna á fegrun og hreinsun
borgarinnar.“
Bæklingi með upplýsingum um
átakið var dreift í Breiðholtinu í gær,
en bæklingurinn var bæði á íslensku,
ensku og pólsku. Vilhjálmur segir
Reykjavík alþjóðlega borg, og því
verði að leggja sig fram við að ná til
allra borgaranna, svo sem flestir viti
hvað standi til og geti tekið þátt.
Hreinsunarátak
hefst í Breiðholti
DR. HANNES Jóns-
son, fyrrverandi sendi-
herra, lést í gær á 84.
aldursári. Hannes
fæddist í Reykjavík 20.
október 1922, sonur
hjónanna Jóns Guð-
mundssonar, bónda að
Bakka í Ölfusi og Mar-
íu Hannesdóttur.
Hannes lauk Iðn-
skólaprófi árið 1942 og
Samvinnuskólaprófi
ásamt sveinsprófi í
prentiðn árið 1944. Ár-
ið 1949 lauk hann MA-
prófi í félagsfræði og
hagfræði frá University of North
Carolina í Chapel Hill í Bandaríkj-
unum. Hannes varð doktor í þjóð-
félagsfræði og þjóðarrétti frá Vín-
arháskóla í Austurríki árið 1980.
Áður en Hannes hóf störf hjá ut-
anríkisþjónustunni starfaði hann
sem prentari, blaðamaður og fulltrúi
hjá SÍS ásamt störfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
Á árunum 1953–1989 starfaði
Hannes sem embættismaður hjá ut-
anríkisþjónustunni og
um tíma sem blaða-
fulltrúi ríkisstjórnar-
innar. Var hann m.a.
varafastafulltrúi hjá
SÞ og ræðismaður í
New York, sendiherra
og fastafulltrúi hjá
EFTA, GATT og öðr-
um alþjóðastofnunum í
Genf og sendiherra í
Moskvu og Bonn.
Hannes gegndi
margvíslegum trúnað-
arstörfum og sat meðal
annars í fyrstu bæjar-
stjórn Kópavogs og átti
sæti í miðstjórn Alþjóðasambands
félagsfræðinga. Eftir hann liggja
fjölmargar fræðiritgerðir og bækur
á sviði félagsfræði, hagfræði og al-
þjóðamála. Hann var sæmdur stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar árið
1976 og stórkrossriddara með axla-
borða og stjörnu þýsku Verdienst-
orðunnar árið 1986.
Hannes kvæntist árið 1948 eftirlif-
andi eiginkonu sinni Karin Waag,
fæddri 1926. Þau eignuðust sjö börn.
Andlát
HANNES
JÓNSSON
KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands (HÍ), tekur undir það
álit menntamálaráðherra að það sé
undir háskólunum sjálfum komið
hvað þeir leggi mikið til bókakaupa.
Hins vegar hafi þurft að skera niður
framlög til bókakaupa á undanförn-
um árum og það sé ljóst að HÍ verði
ekki háskóli á heimsmælikvarða
nema með eflingu bókasafnsins.
„Til þess að við náum að fram-
fylgja okkar stefnu þurfa tekjur
skólans að aukast verulega. Að hluta
til ætlum við að afla þessa fjár sjálf.
Við erum jafnframt að sækjast eftir
fjárveitingum frá ríki þannig að þær
verði sambærilegar við fjárveitingar
samanburðarskóla hér í nágranna-
löndunum,“ segir
Kristín og bendir
á að það sé for-
senda þess að HÍ
nái að skipa sér í
fremstu röð að
tekjur skólans
aukist – þar á
meðal tekjur til
bókakaupa.
„Við erum ekki
að halda því fram
að við getum náð að vera í röð
fremstu háskóla miðað við núverandi
ástand. Þetta er hins vegar liður í
stærri sókn.“
HÍ á í viðræðum við menntamála-
yfirvöld um þessar mundir og Krist-
ín segist bjartsýn á framhaldið og
niðurstöður þeirra viðræðna.
„Ég er bjartsýn á framhaldið mið-
að við þá stefnu sem við höfum sett
okkur og þann einsetta vilja og raun-
hæfar aðgerðaráætlanir, sem við
höfum sýnt til þess að ná okkar
markmiði.“
Undanfarið hafa verið miklar um-
ræður um bókakost Háskóla Íslands
í kjölfar greinar Guðna Elíssonar
sem birt var í Lesbók Morgunblaðs-
ins laugardaginn 1. júlí síðastliðinn
þar sem fram kom meðal annars að
hann teldi að gjörbylta þyrfti bóka-
safnsmálum Háskóla Íslands til að
gera hann að frambærilegum rann-
sóknaháskóla.
Tekjur skólans þurfa
að aukast verulega
Kristín
Ingólfsdóttir
RALLÖKUMAÐURINN Guð-
mundur Guðmundsson sem
hryggbrotnaði við útafakstur í
rallkeppni í Skagafirði á laug-
ardag var útskrifaður af gjör-
gæsludeild Landspítalans í
gær, en verður rúmliggjandi
næstu 9 mánuði. Annar öku-
maður, Sigurður Bragi Guð-
mundsson, slasaðist líka í
keppninni, brákaði hryggjarlið
og verður frá keppni í 8 vikur.
Guðmundur fór í aðgerð á
sunnudag en honum er spáð
fullum bata, sem og Sigurði. Að
sögn Jóhanns Bachmanns, tals-
manns Guðmundar, verður efnt
til fjársöfnunardagskrár í veit-
ingahúsinu Klúbbnum á Stór-
höfða til styrktar Guðmundi.
Að sögn Garðars Gunnars-
sonar, forseta Landssambands
íslenskra akstursíþróttamanna,
mun fara fram athugun á að-
draganda slysanna en hann
tekur fram að öllum öryggis-
reglum rallmótsins hafi verið
fylgt.
Rúmliggj-
andi í níu
mánuði
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
33
20
4
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási