Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júlí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tæki- færið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem bíður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyr- ir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 29.994 Netverð á mann, m.v. hjón með 1 barn, 2 - 11 ára í hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð 13. eða 20. júlí. Aukavika kr. 10.000. kr. 34.990 Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð 13. eða 20. júlí. Aukavika kr. 10.000. Súpersól til Búlgaríu 13. eða 20. júlí frá kr. 29.994 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR Annað hollið í röð, sem veitt hef-ur yfir 100 laxa, lauk veiðum íNorðurá á sunnudag. Nálg- ast veiðin í ánni nú 700 laxa. Megnið af veiðinni, samkvæmt vef SVFR, er frá Glanna niður í Munaðarnes, en laxar þó að kroppast upp í dalnum. Góður gangur er í veiðinni í Elliða- ánum, að sögn Jóns Þ. Magnússonar veiðivarðar. Í hádeginu í gær voru 216 laxar komnir á land en 339 höfðu gengið gegnum teljarann. „Í nótt var lang stærsta gusan til þessa, 70 fóru í gegn,“ sagði hann. „Nú er bullandi straumur og fiskurinn streymir í ána.“ Til þessa hefur fiskurinn langmest verið að veiðast neðst í ánni en er nú farinn að veiðast á flugusvæðinu uppi á dal, fiskar hafa náðst í Símastreng og báðum Kistum. Hafa um tíu til tuttugu laxar verið að veiðast á morg- unvöktunum, sem venjulega gefa heldur betur. Fimm laxar veiddust í opnun Sval- barðsár á dögunum og ágæt veiði mun vera í Rangánum, sem sækja í sig veðrið með hverjum deginum sem líður; nú munu þær vera að gefa 25 til 30 laxa á dag saman. Smálaxinn er byrjaður að ganga í Blöndu og fréttist af félögum sem veiddu ellefu stykki í Damminum sunnanverðum í beit. Forsetinn veiddi með flugum margra bestu hnýtaranna Við komu George H.W. Bush fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna til landsins, voru honum afhentar, auk veiðistangar frá Scott sem hönnuð var af Engilbert Jensen og hjóls frá 3X á Ísafirði, flugur hnýttar af mörg- um kunnustu fluguhnýturum lands- ins. Voru þær í fluguveski úr laxa- roði, sem Arndís Jóhannsdóttir hönnuður hjá Kirsuberjatrénu gerði í tilefni heimsóknarinnar. Flugurnar hnýttu þeir Sigurjón Ólafsson, Ing- ólfur Bragason, dr. Jónas Jónasson, Pétur Steingrímsson, Skúli Krist- insson og Oysten Aas frá Noregi. Voru þetta meðal annars Black Sheep, Frances, Dentist, Underta- ker, Night Hawk, Fox Fly, Bill Yo- ung Fly, Crossfield, Kistubaninn og Sunray Shadow. Þær komu greinilega að góðum notum þar sem forsetinn fyrrverandi landaði níu löxum í Selá. Samkeppni um veiðimyndir Stangveiðivefurinn www.votnog- veidi.is og Hans Petersen hf. hafa hleypt af stokkunum samkeppni um bestu stangveiðimyndirnar 2006. Myndavélin er orðinn nauðsyn- legur hluti af staðalbúnaði veiði- manna og margir luma á frábærum myndum sem eiga án efa erindi í keppnina. Keppt er í tveimur flokkum, flokki stemmingsmynda og fjölskyldu- flokki. Þurfa þátttakendur að senda myndir sínar í netfangið rit- stjorn@votnogveidi.is og láta fylgja einhverjar upplýsingar um myndina, auk þess fullt nafn, netfang og síma- númer ljósmyndara. Tekið er við myndum út október, eða til loka sjóbirtingsvertíðarinnar. Innsendar myndir verða sýnilegar á www.votnogveidi.is Verðlaun fyrir þrjár bestu mynd- irnar í hvorum flokki verða vegleg, m.a. veiðileyfi í boði Stangaveiði- félags Reykjavíkur. Tvö holl hafa veitt yfir hundrað laxa úr Norðurá George Bush og Vigfús Orrason leiðsögumaður með myndarlegan hæng sem forsetinn fyrrverandi veiddi í Selá. Bush landaði alls níu löxum í Selá. veidar@mbl.is STANGVEIÐI Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÁLÖGUR sveitarfélaga á sumar- húsaeigendur hafa margfaldast á undanförnum áratug, að hluta til vegna hækkaðs fasteignamats á sumarhúsum, en einnig vegna til- komu nýrra þjónustugjalda, og hækkunar á gjöldum sem fyrir eru. Mörg dæmi eru um eldra fólk sem varð að selja bústaði sína vegna þess að það réð ekki við greiðsl- urnar. Sveinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sum- arhúsaeigenda, nefnir sem dæmi að álögur á sumarhúsaeigendur í Blá- skógabyggð hafi hækkað um 146% frá árinu 2000. Hann segir félagið hafa heyrt í fjölmörgum einstakling- um, oft eldra fólki sem hafi hugsað sér að eiga áhyggjulaust ævikvöld í sumarhúsum sem það hafi átt ára- tugum saman, sem ekki ráði við sí- fellt hækkandi greiðslur á opinber- um gjöldum og þurfi að selja bústaðina. „Það er að hringja í okkur grát- andi fólk á efri árum sem lýsir því að það geti ekki staðið í þessu, það sem ætlaði eiga þarna rólegt ævi- kvöld. Þetta er bara orðið of dýrt fyrir þetta fólk,“ segir Sveinn. „Ef fram fer sem horfir fer þetta að verða möguleiki auðmannsins að geta verið með sumarhús.“ Sorphirðugjald tvöfaldað Hann nefnir dæmi af 50 fermetra sumarhúsi í Bláskógabyggð þar sem fasteignagjaldið var 12.450 kr. árið 2000, en er var í fyrra 26.940 kr. Á sama tíma hefur sorphirðugjaldið einnig rösklega tvöfaldast, farið úr 3.000 kr. í 6.203 kr. Í fyrra bættist svo við nýtt gjald, svokallað rotþró- argjald, sem er 4.900 kr. á ári. Sam- tals hafa því álögur Bláskógabyggð- ar á eigendur þessa bústaðar hækkað úr 15.450 kr. árið 2000, í 38.044 kr. árið 2005, eða um 146%. Sveinn segir það versta við þessar auknu álögur það að þjónusta sveit- arfélagana við sumarhúsaeigendur aukist ekki í samræmi við hærri gjöld, frekar virðist sem hún sé að versna ef eitthvað er, t.d. hvað varð- ar sorphirðu. Fasteignagjald sveitarfélagana er reiknað út frá fasteignamati á sum- arhúsunum, sem hefur hækkað gríð- arlega undanfarin ár. Sveinn segir dæmi um að fermetraverð á sum- arhúsi í Blá- skógabyggð og fermetraverð á sérbýli á góðum stað í Skerjafirði í Reykjavík það sama. Sveitarfélögin reikna fasteigna- gjöld sín sem hlutfall af fast- eignamati, en álagningarhlutfallið er misjafnt. Af 10 milljón króna húsi í Skerjafirð- inum eru greiddar 20 þúsund kr. í fasteignagjöld á ári, en af 10 milljón króna sumarhúsi í Bláskógabyggð, þar sem álögurnar eru í hámarki, eru greiddar 60 þúsund krónur á ári, segir Sveinn. Í Grímsneshreppi eru álögurnar öllu minni, eða um 47 þúsund krónur af 10 milljón króna húsi. „Þetta mikla misræmi milli svæða er algerlega óskiljanlegt. Fólk skil- ur ekki hverju þetta sætir,“ segir Sveinn. Hann segir sveitarfélög hafa svarað því til að þau þurfi að leggja á gjöld til að standa undir sínum rekstri. Það skjóti þó skökku við að einstaklingar sem litla sem enga þjónustu fái haldi uppi sveit- arfélögunum. Kostnaður vegna rotþróa þrefaldaður Sveinn segir sumarhúsaeigendur afar ósátta við hið nýtilkomna rotþróargjald, sem hann segir úr takti við kostnað við tæmingu rot- þróa. Áður en gjaldið var sett á þurftu sumarhúsaeigendur að panta sérstaklega tæmingu á rotþróm, og greiða um 5.000 kr. fyrir tæmingu á hverri þró, en að meðaltali eru þær tæmdar á þriggja ára fresti. Í dag greiða sumarhúsaeigendur 4.900 kr. á ári fyrir hvert hús fyrir tæmingu rotþróa, eða 14.700 kr. á hverja tæmingu. Eins segir Sveinn það afar ósann- gjarnt að innheimta gjald fyrir hvert sumarhús, en ekki hverja rotþró eins og áður var gert. Þannig sé hagræðið af því að hafa eina rotþró fyrir nokkur sumarhús í eigu félagasamtaka og annarra fyrir bí. Hann nefnir sem dæmi að félaga- samtök sem eiga 10 sumarhús með eina rotþró hafi áður þurft að greiða um 5.000 kr. á þriggja ára fresti fyr- ir tæmingu, en greiði nú 147 þúsund krónur á sama þriggja ára tímabili fyrir eina tæmingu. Selur bústaði vegna hækkana Álögur sveitarfélaga á sumarhúsa- eigendur rúmlega tvöfaldast frá 2000 Sveinn Guðmundsson LÖGREGLAN í Reykjavík tók 44 ökumenn fyrir of hraðan akstur um sl. helgi, en m.a. ók 18 ára strákur á 169 km hraða á Vesturlandsvegi. Á Suðurlandsvegi var ástandið litlu skárra. Þar hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem ók á 162 km hraða. Sá reyndist einnig vera með útrunnið ökuskírteini. 15 ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur. Lögreglan hefur einnig fylgst með bílbeltanotkun og er ljóst að allmargir ökumenn verða að taka sig á í þeim efnum að mati lögreglu. Sama gildir um farsímanotkun. Ökumenn sem virða ekki reglur um bílbelti og símanotkun mega búast við sektum að sögn lögreglu. Teknir á ofsa- hraða í Reykjavík RÁN var framið í verslun í Þing- holtunum á níunda tímanum á sunnudagskvöld meðan á úrslita- leik Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu stóð. Ræninginn ógnaði af- greiðslufólki með sprautunál og hafði lága fjárhæð upp úr krafsinu og tvo sígarettupakka. Lögregla leitar mannsins sem er um 25 ára gamall, 170 cm á hæð, grannvaxinn og kinnfiskasoginn með stutt músarbrúnt hár og blá augu. Hann var í svörtum leð- urjakka og bláum gallbuxum og með eyrnalokk í öðru eyra. Lögreglan biður þá sem kannast við lýsingu á manninum að hafa samband. Lögreglan leitar að ræningja STJÓRN Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úr- skurðar áfrýjunarnefndar sam- keppnismála nr. 19/2005 frá í janúar s.l. Með úrskurðinum felldi áfrýjun- arnefndin úr gildi ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins um að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna sálfræðiviðtala. Áfrýjunar- nefndin klofnaði í málinu (2:1) og vildi minnihlutinn að ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins stæði, segir í bréfi frá stjórn Sálfræðingafélags Íslands. „Ástæður þess að stjórnin ákveður að fara í mál eru nokkrar. Málið er í fyrsta lagi mikilvægt rétt- indamál stéttarinnar. Erfitt er fyrir okkur sem stétt að sitja undir því að brotið sé gegn okkur af stjórnvöld- um. […] Ef við sættum okkur við nið- urstöðuna erum við á vissan hátt að gefa kröfur okkar eftir. Í fjórða lagi er með greiðsluþátttöku hins opin- bera stuðlað að þeirri þróun í geð- heilbrigðisþjónustunni sem við sem stétt teljum eðlilega og mikilvæga. […] Að sjálfsögðu liggja mikil- vægustu rökin í hagsmunum sjúk- linga. Þegar úrskurður áfrýjunar- nefndar er kærður er kærunni beint til Samkeppniseftirlitsins. Mótaðili okkar í dómssal verður því Samkeppniseftirlitið en ekki áfrýjunarnefndin. Með því kemur upp nokkuð skrýtin staða þar sem Samkeppniseftirlitið er einmitt þeirrar skoðunar að semja eigi við sálfræðinga. Lögfræðingur okkar sem fyrr er Þórunn Guðmundsdótt- ir. Það skal tekið fram að aðilar geta á hvaða stigi málsins sem er náð sáttum. Reiknað er með að niður- staða liggi fyrir öðru hvoru megin við áramót,“ segir í bréfi stjórnar Sálfræðingafélags Íslands. Sálfræðingar stefna Samkeppniseftirlitinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.