Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 12
KAUPÞING banki er í 177. sæti yfir
þúsund stærstu banka í heimi sam-
kvæmt samantekt alþjóðlega fjár-
málatímaritsins The Banker en
tímaritið birtir slíkan lista einu
sinni á ári. Í fyrra var Kaupþing
banki í 211. sæti og hefur því hækk-
að um 34 sæti.
Við niðurröðun banka á listann
er eigið fé bankanna í lok ársins
2005 lagt til grundvallar. Lands-
banki Íslands er í 236. sæti listans
og Glitnir er í 300. sæti. Þá er
breski bankinn Singer & Fried-
lander, sem er í eigu Kaupþings
banka, í 514 sæti á listanum, en
Singer & Friedlander er 19 stærsti
banki Bretlands.
Í fyrsta sæti á listanum er banda-
ríski bankinn Citigroup, breski
bankinn HSBC er í öðru sæti og
bandaríski bankinn Bank of Am-
erica er í því þriðja. Bandaríski
bankinn JP Morgan Chase & Co er í
fjórða sæti, japanski bankinn Mit-
subishi UFJ Financial Group er í
því fimmta, franski bankinn Crédit
Agrocole Groupe er í því sjötta og
Royal Bank of Scotland, sem skráð-
ur er í Bretlandi, er í því sjöunda.
Þá er hinn japanski Mitsui Fin-
ancial Group í því áttunda, landi
hans Mizuho Financial Group í því
níunda og spænski bankinn Sant-
ander Central Hispano er í því tí-
unda.
Meðal þeirra
200 stærstu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!"#
$%%&$
' () *(#&
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 0,1% í gær og
stóð í lok dags í 5.335 stigum. Við-
skipti námu tæplega 19 milljörðum
króna, mest með hlutabréf fyrir tæpa
12 milljarða. Mestu hlutabréfa-
viðskipti voru með bréf Glitnis fyrir
5,4 milljarða. Bréf KB banka hækk-
uðu mest í gær, um 1,1% og þá
hækkuðu bréf Atlantic Petroleum
og Dagsbrúnar um 0,7%. Bréf
Straums-Burðaráss lækkuðu um 3%
og var það mesta lækkunin í gær. Þá
lækkuðu bréf Landsbankans um 1%.
Frekari lækkun
í Kauphöllinni
● HAGNAÐUR bandaríska álfyrirtæk-
isins Alcoa á öðrum fjórðungi þessa
árs var sá
mesti í sögu
fyrirtækisins.
Hagnaðurinn í
ár nam 744
milljónum
dala eða tæp-
lega 57 milljörðum íslenskra króna.
Er þetta um 62% aukning frá því á
sama tímabili í fyrra en þá nam hagn-
aðurinn 460 milljónum dala. Hagn-
aður Alcoa á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs nam 608 milljónum dala.
Tekjur Alcoa á fyrsta fjórðungi þessa
árs jukust um 19% frá sama fjórð-
ungi síðasta árs, voru tæpir 8 millj-
arðar dala nú samanborði við 6,7
milljarða dala í fyrra. Hátt álverð og
mikil eftirspurn eftir áli er meg-
inskýringin á góðri afkomu nú.
Hagnaður Alcoa
eykst um 62%
● STEVEN Tomlinson rekstrarstjóri
og Paul Roberts fjármálastjóri Excel
Airways, dótturfélags Avion Group,
sögðu í gær upp störfum hjá félag-
inu. Frá þessu er greint í tilkynningu
frá Avion Group. Í gær var einnig til-
kynnt um fyrsta lið skipulagsbreyt-
inga í yfirstjórn Excel Airways sem
boðaðar voru á uppgjörsfundi Avion
Group þann 30. júní síðastliðinn.
Halldór Sigurðarson tekur við sem
fjármálastjóri og Davíð Örn Hall-
dórsson hefur störf sem yfirmaður
nýstofnaðrar upplýsingatæknideild-
ar félagsins.
Segja upp hjá
Excel Airways
● ACTAVIS er talið verða meðal ann-
arra félaga sem berjast munu um
írska samheitalyfjafyrirtækið Pi-
newood Laboratories en í Hálf fimm
fréttum KB banka segir að sam-
kvæmt erlendum heimildum sé sölu-
ferli á Pinewood komið langt á leið
og búast megi við því að loka-
tilboðum áhugasamra í félagið verði
skilað inn fyrir vikulok. Önnur félög
sem nefnd hafa verið í tengslum við
söluferli Pinewood eru Teva og Barr.
Actavis freistar þess nú að yfirtaka
króatíska lyfjafélagið Pliva en Barr
berst einnig um það félag. Hagnaður
Pinewood á síðasta ári nam 5,5 millj-
ónum punda og jókst um 38% frá
árinu á undan, að því er fram kemur í
Hálf fimm fréttum.
Actavis orðað við
írskt lyfjafyrirtæki
+,
-$ ./(01 "2
3"&+
"2
,(/%
./(01 "2
-$(# ./(01 "2
4
%%
-!/ ./(01 "2
56/7# "2
8 ./(01 "2
.3$,#$/ 6
#%$ "2
019$#5 6
#%$ "2
8
#6
#%$ :3
# "2
/&3 "2
(
$+
$(# "2
; ,3
#,$+ &,/(3&0<
,/
0<0/=40/>
/? @?/"26
#%$ "2
A0/ "2
3
5
./(01 "2
B4 ./
#$ "2
'+&3
#$+ ./(01 "2
C &/@$ "2
/D55$#5
<$>,!>$# "2
E$##30,!>$# "2
!"
3?,0/"F3
5 0>0/3
# -"2
! #$ %
'G
H>
,
-$>%2-&/>
4/&D,$#5 "/?
"D//
-$>%2-&/>
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
I =
J
=
I =
J
I
J
=
I =
J
I J
I =
J
=
I =
J
I
J
I =
J
I =
J
=
=
=
=
=
=
=
=
B&$3
/-$>%$1,$
5$#
$36(> H 3(%
5K
01
3
2
=
2 2
2
2 2 2 2
22
2 2 2 2 2
2 2 =
=
2
=
=
=
=
=
=
E$>%$1,$ H 972 %/2
B2 L , 050#
/3$,$ @!3$
-$>%$1,
=
=
=
=
=
=
VAXTAÁLAG skuldabréfa íslensku bankanna á
evrópskum eftirmarkaði var fremur stöðug á öðr-
um ársfjórðungi, en vaxtaálagið lá á bilinu 0,4%–
0,7% á fjórðungnum. Þetta kemur fram í Vegvísi
Landsbankans en eins og fram hefur komið hækk-
aði vaxtaálag bankanna í kjölfar neikvæðrar um-
ræðu erlendis um íslenskt efnahagslíf og bank-
anna.
Þar segir að þrátt fyrir að álagið hafi lækkað frá
því það fór hæst um miðjan mars síðastliðinn sé
það enn nokkuð hátt sé miðað við síðasta ár þegar
það var á bilinu 0,2-0,3%.
„Svo virðist sem meira jafnvægi hafi náðst í
kringum skuldabréf bankanna á öðrum ársfjórð-
ungi. Sú ályktun er m.a. dregin út frá því að til-
kynning Standard & Poor’s um breytingar á horf-
um í neikvæðar hafði lítil sem engin áhrif á álag
skuldabréfanna. Ástæðuna má væntanlega rekja
til þess að fjárfestar hafi verið búnir að verðleggja
fréttina inn í álag bréfanna,“ segir í Vegvísinum.
Þá segir að íslensku viðskiptabankarnir hafi
skilað metafkomu á fyrsta ársfjórðungi og hafi sú
niðurstaða haft sýnileg áhrif á skuldabréf bank-
anna.
Gerir greiningardeild Landsbankans ráð fyrir
því að bankarnir skili góðri afkomu á öðrum árs-
fjórðungi en KB banki mun fyrstur þeirra birta
sex mánaða uppgjör þann 26. júlí næstkomandi.
Landsbankinn birtir svo sex mánaða uppgjör dag-
inn eftir, þann 27. júlí og sex mánaða uppgjör
Glitnis verður birt þann 1. ágúst.
Í Vegvísi Landsbankans segir að það sem er-
lendir fjárfestar muni koma til með að leita eftir í
uppgjörum bankanna verði meðal annars hversu
vel þeir standist veikingu krónunnar, en krónan
hefur veikst um 11% á öðrum ársfjórðungi.
Vaxtaálag áfram hátt
Mat greiningardeildar Landsbankans er að
vaxtaálag bankanna muni ekki koma til með að
lækka að neinu ráði fyrr en útséð verði um hvernig
efnahagsframvindan verði hérlendis en bankarnir
hafi sýnt og sannað nokkra ársfjórðunga í röð að
þeir standist álagið. Þá hafi það áhrif að lánshæf-
ismatsfyrirtækið Moody’s hafi tekið einkunn
Kaupþings um fjárhagslegan styrkleika til endur-
skoðunar með mögulega lækkun í huga.
Er það mat greiningardeildar Landsbankans að
ekki sé líklegt að aðstæður á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum muni breytast til hins betra fyrr
en í fyrsta lagi í lok þess árs.
Vaxtaálag bankanna stöðugt
á öðrum ársfjórðungi
verslanir í Kúveit og Sádí-Arabíu
en Daud Investments hefur gert
svona samninga við fjölmargar al-
þjóðlegar verslunarkeðjur vegna
viðskipta í Miðausturlöndum, m.a.
McDonalds.
Hamleys er sem kunnugt er
bresk leikfangakeðja, með versl-
anir í London og á nokkrum flug-
völlum á Bretlandi. Fyrsta versl-
unin utan Bretlands var opnuð í
Kaupmannahöfn á síðasta ári.
HAMLEYS leikfangaversl-
unarkeðjan, sem er í aðaleigu
Baugs og eignarhaldsfélagsins
Fons, hefur tilkynnt að verslanir
undir hennar merkjum verði opn-
aðar í Miðausturlöndum. Gerður
hefur verið sérleyfissamningur (e.
franchise) við Daud Investments
um opnun Hamleys í versl-
anamiðstöð í Dubaí á næsta ári,
þeirri stærstu í heimi. Í framhald-
inu er reiknað með að opna fleiri
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hamleys-verslanir Verða opnaðar víðar en í Bretlandi og Danmörku.
Hamleys-verslanir
í Miðausturlöndum
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Mjög björt og skemmtileg 85,7 fm 3ja herb. endaíbúð með glæsilegu útsýni
á 3 vegu og stórar svalir til vesturs. 3 fm sérgeymsla er ekki inni í fm-tölu
eignar á hæðinni. Parket og flísar á gólfum. Svefnherbergi einnig með frá-
bæru útsýni. Baðherbergi m. innréttingu og baðkari. Þvottahús/geymsla
innaf eldhúsi. Stofa er björt og rúmgóð með stórum svölum og stórkostlegu
útsýni. Stutt í alla þjónustu. Verð 16,9 millj. (299)
Brynja og Sveinn taka vel á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19.
Bjalla merkt Brynja og Sveinn. Teikningar á staðnum.
Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag
Fannborg 9 - Glæsilegt útsýni