Morgunblaðið - 11.07.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 11.07.2006, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FORSETI Mongólíu, N. Enkhbayar, stendur fyrir framan risastóra styttu af mongólska höfðingjanum og stríðsmanninum Genghis Khan eftir að hún var afhjúpuð í Ulan Bator í gær. Genghis Khan sameinaði mongóla fyrir um það bil átta hundruð árum, setti þeim lög og lagði undir sig mikil land- svæði frá Kaspíahafi til Kyrrahafs. AP Stytta af Genghis Khan afhjúpuð Gaza-borg. AFP. | Ísraelsher hélt áfram mann- skæðum loftárásum á Gaza-svæðið í gær og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, neitaði því að Ísraelar hefðu beitt Palestínumenn of mikilli hörku eftir að ísraelskur hermaður var tekinn í gíslingu. Olmert sagði að hernaðurinn á Gaza-svæðinu væri nauðsynlegur til að binda enda á loftskeytaárásir Palestínumanna á Ísr- ael. Khaled Meshaal, útlægur leiðtogi Hamas- samtakanna, hélt blaðamannafund í Damaskus, og sagði að ísraelski hermaðurinn yrði ekki leystur úr haldi nema Ísraelar létu palestínska fanga lausa. „Þeir tala um einn hermann, palestínsku fangarnir eru 10.000, þeirra á meðal 400 börn og 120 konur. Þess vegna sækjumst við eftir fanga- skiptum,“ sagði Meshaal. Að minnsta kosti 49 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa beðið bana frá því að hermenn og skriðdrekar voru sendir inn á norð- urhluta Gaza-svæðisins á miðvikudaginn var til að reyna að frelsa hermanninn og stöðva flug- skeytaárásir á Ísrael. Kveðst ekki ætla að fella heimastjórnina Olmert hafnaði tillögu Ismails Haniya, for- sætisráðherra Palestínumanna, um vopnahlé en neitaði því að Ísraelar hygðust steypa palest- ínsku heimastjórninni undir forystu Hamas. Olmert sagði að hernaðinum yrði haldið áfram eins lengi og þörf þætti. Hann bætti við að hernaðurinn væri ekki of viðamikill eða of harkalegur ef tekið væri tillit til þess að meira en þúsund flugskeytum hefði verið skotið að saklausum borgurum í Ísrael á tæpu ári. Herskáir Palestínumenn hafa skotið að minnsta kosti 30 flugskeytum í átt að Ísrael frá því að her landsins hóf hernaðinn á norðanverðu Gaza-svæðinu. Einn íbúi eyðimerkurbæjarins Sderot særðist lítilsháttar í einni árásanna. Hjálparstofnanir hafa látið í ljós áhyggjur af erfiðleikunum við að koma 1,4 milljónum íbúa Gaza-svæðisins til hjálpar, en þeir eru sagðir búa við skort á matvælum og nauðþurftum. Neitar því að Ísraelsher hafi beitt of mikilli hörku Kaíró. AP. | Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipaði í gær ríkisstjórn sinni að falla frá því að heimila fangelsun blaðamanna í umdeildu frum- varpi til fjölmiðlalaga. Mubarak sagði stjórninni að sleppa ákvæði um að hægt yrði að fangelsa blaðamenn sem bera brigður á heiðarleika embættismanna og þingmanna í fjármálum. Stjórnin hafði ver- ið sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjölluðu um fjármálaspillingu. Frumvarp stjórnarinnar fékk ekki nægan stuðning í at- kvæðagreiðslu á sunnudag eft- ir að stjórnarandstaðan hafn- aði ákvæðinu um fangelsun blaðamanna. Mubarak lagði til að í stað þessa ákvæðis yrði kveðið á um hærri sektir fyrir brot á lög- unum. Eftir breytinguna eiga blaðamenn þó yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir meiðyrði um forseta Egyptalands eða þjóðhöfðingja annarra landa. Útgáfa yfir 20 blaða í Egyptalandi var stöðvuð til að mótmæla frumvarpinu og um 300 blaðamenn söfnuðust sam- an fyrir utan þinghúsið á sunnudag til að krefjast þess að frumvarpinu yrði breytt. Búist er við að þingið sam- þykki frumvarpið eftir breyt- inguna. Sjö blaðamenn áttu yfir höfði sér saksókn vegna frétta um meinta spillingu embættis- manna. Fallið frá heimild til að fangelsa blaðamenn London. AFP. | Yfir 2.000 grunn- skólanemendur í breskum skólum munu á næstu árum sitja sérstakar kennslustundir í hamingju, sem eru hluti af nýrri herferð stjórnarinnar til að draga úr þunglyndi og and- félagslegri hegðun ungmenna. Þá munu nemendur sitja námskeið þar sem sjálfsmynd þeirra verður styrkt, með það að markmiði að bæta námsárangur og draga úr glæpum. Að sögn breskra yfirvalda hefur orðið mikil aukning í þunglyndi grunnskólanema, sem er meðal annars rakið til þess að margir þeirra áfellast sjálfa sig þegar for- eldrar þeirra skilja. Að auki er talið að prófkvíði og ýmiss konar þrýst- ingur samfara hröðu lífi nútíma- mannsins séu orsakavaldar í þessu samhengi. Kenna hamingju SÚDAN, Úganda og Kongó eru þau lönd sem eru hættulegust börnum vegna stríða sem hafa kostað hundr- uð þúsunda barna lífið, ýtt undir far- sóttir og orðið til þess að milljónir barna hafa neyðst til að flýja heim- kynni sín. Þetta kemur fram á fréttavefnum AlertNet sem Reuters heldur úti og er helgaður umfjöllun um ýmsa hörmungaratburði, hungursneyðir og farsóttir í heiminum. Fréttavef- urinn bað um 110 sérfræðinga í hjálparstarfi og blaðamenn að nefna þá staði í heiminum sem væru hættulegastir börnum. Niðurstaðan er sú að Súdan þykir hættulegasta landið, síðan Úganda og Kongó. Á listanum yfir tíu hættu- legustu löndin og landsvæðin eru einnig Írak, Sómalía, Indland, svæði Palestínumanna, Afganistan, Tétsnía og Myanmar (Búrma). Að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa átökin í Darfur-héraði í Súdan komið hart niður á börnum, sem eiga á hættu að verða neydd til að taka þátt í hernaði og mörg þeirra hafa dáið af völdum sjúkdóma eða vannæringar. Hneppt í kynlífsánauð Í norðurhluta Úganda hafa upp- reisnarmenn rænt allt að 25.000 börnum og neytt þau til að berjast við stjórnarherinn eða hneppt þau í kynlífsánauð. Barnahjálpin segir að rúmar tvær milljónir barna hafi dáið af völdum vopnaðra átaka í heim- inum á síðustu tíu árum og um 20 milljónir barna hafi neyðst til að flýja heimkynni sín. Rúm milljón barna hefur orðið munaðarlaus eða orðið viðskila við fjölskyldu sína. Súdan og Úganda hættulegust börnum <,  <%  N , !% " <3 O + P        4, , R.   %&'  (  !  & ) !   *!+, + , +-  %, !! ! &  ( ) ' %, ( - & +     . * * /      = + 1,  , , 3  ++$3 + .      3  $#   *!+, + ,  ! ./0   / +    Multan. AFP. | Farþegavél af gerð- inni Fokker-27 varð alelda þegar hún brotlenti á akri í Pakistan í gær. Fjörutíu og fimm manns fór- ust í slysinu og enginn komst lífs af. Vélin var á leiðinni til borg- arinnar Lahore í austanverðu Pak- istan þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak frá flugvelli í borginni Multan í miðhluta landsins. Vélin fórst um fimm kílómetra frá mið- borginni. Ekki var vitað um orsök slyssins. Embættismaður á staðnum sagði þó að reynt hefði verið að lenda vélinni á akrinum vegna bilunar en hún hefði rekist á rafmagnslínu. Annar embættismaður í Multan sagði að sjónarvottar hefðu séð eld í vélinni eftir flugtakið. „Svo virð- ist sem vélin hafi brotlent vegna einhvers konar bilunar þar sem nokkrir sjónarvottar segjast hafa séð blossa í vélinni eftir að hún fór á loft frá flugvellinum. En við vit- um ekki hvað olli slysinu.“ Vélin var í eigu flugfélagsins Pakistan International Airlines. Flugfélagið hafði sætt gagnrýni fyrir að nota of gamlar Fokker- vélar í innanlandsflugi. Ákveðið hafði verið að leggja vélunum og kaupa nýjar flugvélar. Reuters Björgunarmenn við brunninn hreyfil flugvélar sem fórst í Pakistan í gær en enginn farþeganna komst lífs af. Flugslys kostaði 45 manns lífið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.