Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 17

Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 17
Döff-leikhús Fyrsta alþjóðlega Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar var sett á Akureyri síðdegis í gær. DRAUMAR 2006 er yfirskrift fyrstu alþjóðlegu Döff-leiklist- arhátíðar Draumasmiðjunnar, en hún var sett á Akureyri síðdegis í gær. Hátíðin stendur yfir alla vik- una, lýkur á sunnudag, 16. júlí. Um er að ræða alþjóðlega leiklist- arhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhúsi fyrir heyrnarlausa, svo- nefndra Döff-leikhúsa. Hátíðin er haldin í samvinnu við norræna menningarhátíð heyrn- arlausra, sem haldin er á Akureyri á sama tíma og Listasumar á Ak- ureyri. Leiklistarhátíðin er opin öll- um, bæði heyrandi og heyrn- arlausum. Á hátíðina koma nokkur af virt- ustu Döff-leikhúsum heims. Þau koma víða að, meðal annars frá Frakklandi, Ástralíu, Bandríkj- unum, Norðurlöndunum, Evrópu og Asíu. Leiksýningarnar eru ann- að hvort fluttar bæði á talmáli og táknmáli eða nota ekkert tungumál svo þær eru jafnt fyrir heyrandi sem og heyrnarlausa. Sýningarnar sem boðið verður upp á eru afar fjölbreyttar; gamanleikrit, barna- leikrit, dansleikhús, drama og uppi- stand svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nokkrar sýn- ingar, tvær til þrjár verða á hverj- um degi út vikuna til að sem flestir hafi tækifæri til að sjá þær og einn- ig verður miðaverði stillt í hóf í sama skyni. Samhliða verður svo boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir börn, 9 til 12 ára og mun afrakstur þess verða í formi sýningar í lok hátíðarinnar, en hún heitir Draugar. Leiksýningar jafnt fyrir heyrandi sem heyrnarlausa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND TEKIN hefur verið ákvörðun um að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, FSA, verði með öllu reyklaus stofnun frá 1. október næstkomandi. Fyrir 10 árum voru reykingar starfsmanna bann- aðar en sjúklingum heimilaðar reykingar í sér- stökum reykherbergjum. Framkvæmdastjórn hefur nú ákveðið að engar reykingar verði leyfð- ar, hvorki af hálfu sjúklinga, starfsmanna né að- standenda í húsnæði FSA né á lóð spítalans. Frá því síðastliðið haust hefur til reynslu gilt algjört bann við reykingum á Kristnesspítala, sem er hluti af FSA. Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins og haft eftir Halldóri Jónssyni forstjóra að reynslan af því að banna reykingar með öllu á Kristnesi hafi verið góð. Í því ljósi, sem og í framhaldi af þeim takmörkunum sem gilt hafa í aðalbyggingu sjúkrahússins á Akureyri, var sú ákvörðun tekin að stíga skrefið til fulls nú í haust. Góð sátt ríkir um það skref sem nú verður stigið að því er fram kemur hjá Þóru Ákadóttur, starfs- mannastjóra hjúkrunar FSA, en hún stýrði starfi nefndar sem fjallaði um málið. Hún segir ákvörðunina í takt við þá jákvæðu þróun sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu hvað þessi mál varðar, það sé jákvætt fyrir FSA að taka þátt í henni. FSA með öllu reyklaus stofnun frá 1. október Fáskrúðsfjörður | Nýir eigendur eru komnir að Café Sumarlínu á Fá- skrúðsfirði. Eru það hjónin Björg Elíesersdóttir og Óðinn Magnason sem hér sjást á mynd ásamt syn- inum Guðlaugi Magna. Þau hafa hugsað sér að vera með venjulegan heimilismat á boðstólum auk smá- rétta, jafnframt rekstri á kaffihúsi og bar. Staðurinn hentar vel fyrir smærri veislur og er það hugmynd þeirra að bjóða upp á slíkt. Staðurinn verður opnaður fimmtudaginn 13. júlí. Ný Sumarlína opnuð á fimmtudag Morgunblaðið/Albert Kemp Fljótsdalshérað | Golfklúbbur Fljóts- dalshéraðs og sveitarfélagið Fljóts- dalshérað hafa gert með sér fjögurra ára samning um uppbyggingu á Ekkjufellsvelli. Fljótsdalshérað legg- ur til fjármagn sem gerir klúbbnum kleift að lengja völlinn úr stuttum par 33 velli upp í fullgildan par 36 níu holu golfvöll. Kristmann Pálmason, for- maður klúbbsins, segir að innan fjög- urra ára eigi jafnframt að vera búið að hanna upp 18 holu golfvöll á Ekkju- felli. „Allar breytingar á vellinum eru miðaðar við að hér verði 18 holu golf- völlur í framtíðinni. Við ætlum okkur að byggja upp góðan 9 holu völl áður en við förum að stækka hann enn frekar.“ Fjölgað úr 45 í 130 Breytingar á vellinum hófust í vet- ur og á laugardaginn verða teknar í notkun nýjar flatir á brautum 7 og 8 þegar KB-bankamótið verður haldið á Ekkjufellsvelli. Kristmann áætlar að verðmæti breytinganna í útseldri vinnu sé milli 30 og 35 milljónir króna, en hann segir fyrirtæki á Fljótsdals- héraði hafa stutt vel við klúbbinn. Sem dæmi nefnir hann að Malar- vinnslan gefur flötina á 7. braut. Kristmann segir að fyrirtækin taki eftir því öfluga starfi sem klúbburinn standi fyrir. „Félögum í klúbbnum hefur fjölgað úr 45 í 130 á tveimur ár- um auk þess sem barna- og unglinga- starfið er í miklum blóma. Það eru að jafnaði yfir 20 krakkar í kennslu alla daga vikunnar.“ Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri Fljótsdalshéraðs, segir samn- inginn mikilvægan fyrir sveitarfélag- ið. „Hann er mikilvægur fyrir bæði ferðaþjónustu og íbúa. Golfíþróttinni á Fljótsdalshéraði hefur vaxið veru- lega fiskur um hrygg og með þessum samningi, sem er bæði rekstrar- og uppbyggingarsamningur, er búið vel að uppbyggingu golfsins.“ Samið um stækkun Ekkjufellsvallar Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Undirrita samning Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshér- aðs, og Guðgeir Sigurjónsson, varaformaður Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Eftir Gunnar Gunnarsson Leikvellir| Foreldrar og dagforeldrar á Syðri-Brekku hafa óskað eftir því að lagfæringar verði gerðar á Byggðavelli. Erindið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs sem fól fram- kvæmdadeild að verða við óskum um nauðsynlegar lagfæringar á leikvell- inum. Áætlanir gera svo ráð fyrir að gagngerar endurbætur á leikvell- inum verði gerðar á næsta ári, 2007. Ekki var tekin ákvörðun um hvort sett verði upp hreinlætisaðstaða á svæðinu að svo komnu máli. Þá var á sama fundi fram- kvæmdaráðs lagður fram undir- skriftalisti íbúa við Borgar- Búða og Brekkusíðu sem óska eftir því að gerður verði leikvöllur á grænu svæði sunnan Búðasíðu. Því erindi var vísað til umhverfisráðs. Svæði fyrir lausa hunda | Eigendur hunda, 72 að tölu, hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þeir óska eftir afmörkuðu upplýstu svæði í Kjarnaskógi til að fara með hunda í lausagöngu. Er- indið var tekið fyrir á fundi fram- kvæmdaráðs, þar sem tekið var já- kvætt í það og framkvæmdadeild falið að skoða það betur í samráði við þá sem umsjón hafa með skóg- inum og leggja að því búnu fyrir ráðið á ný. Gatnagerð | Tvö tilboð bárust í verkefni við gatnagerð í Hrísey. Lægra tilboðið var frá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar ehf., rúmlega 30,1 milljón króna, hitt frá Steypustöð Dalvíkur ehf., 37,2 millj- ónir króna. Kostnaðaráætlun hönn- uða var upp á tæpar 30,2 milljónir. Framkvæmdaráð hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóð- anda. Viðbótarkostnaði miðað við fjárhagsáætlun var vísað til endur- skoðunar framkvæmdaáætlunar. Njóli | Sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps hefur samþykkt að greiða niður njólaeitur um sem nemur 40% af innkaupsverði eitursins. Hvetur sveitarstjórn jarðeigendur til þess að nýta þetta tækifæri og útrýma njólanum í eitt skipti fyrir öll.         Grenivík | Hann var býsna virðu- legur þessi vinalegi hundur sem gætti hússins Svalbarða við Æg- isgötu á Grenivík. Sat í makindum á pallinum og lét fara vel um sig í sól- inni. Fáir voru á ferli, þannig að starfið var rólegt. Mest fólgið í að skima út á götu og gæta að bílaum- ferð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hundur gætir húss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.