Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 20

Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ER tónlist trúarbrögð? Hún virðist vera það fyrir Úlfari Inga Haraldssyni ef marka má orð hans í skránni sem fylgdi fyrri tónleikum laugardagsins í Skálholti. Úlfar segir að trú sé ákaflega samtvinnuð tónlistariðkun hans og þegar hann leiki á hljóðfæri sé það fyrir honum hugleiðing, andleg iðkun. Tónlistin sem flutt var á tónleikunum var öll eftir Úlf- ar og sagði hann að músíkinni væri ætlað að vekja til umhugsunar um þrjá veruleika og samspil þeirra; drauminn, vökuna og lífið eft- ir dauðann. Í orðum Úlfars endurómar mörg þúsund ára saga. Tónlist hefur tengst trúariðkunum frá ómuna tíð; í Mesópótamíu fyrir um fimm þúsund árum voru t.d. reist musteri helguð náttúruguðum sem varð að friðþægja með viðeigandi söng- og hljóðfæraleik. Egyptar til forna, sem voru þeirrar skoðunar að mannsröddin væri máttugasta tækið til að ákalla guðina, þjálfuðu hofpresta sína vand- lega í söng; Babýlóníumenn notuðu tónlist við ýmiss konar trúarathafnir og Konfúsíus áleit að tónlist túlkaði „samhljóman himins og jarðar“. Í hinni ævagömlu Bók breyting- anna, I Ching, er minnst á forna konunga sem léku tónlist með viðhöfn fyrir „hinn æðsta guð og buðu forfeðrum sínum að vera nærstöddum.“ Enn þann dag í dag nota töfralæknar ýmissa „frumstæðra“ þjóðflokka trumbuslátt og söng til að koma sér í breytt vitundarástand, tíbetskir búddamunkar kyrja djúpa tóna í krafti trúarinnar að neðstu tón- arnir séu næstir Guði, vúdútrúarmenn dansa við ærandi trumbuslátt. Og tónlist er órjúf- anlegur þáttur af helgihaldi kirkjunnar. Aðferðin sem Úlfar beitti var að nokkru í ætt við þá leiðslutónlist er sumir kenna við nýöldina. Þar var slagverksleikur í aðal- hlutverki og spilaði Frank Aarnink á það af mikilli smekkvísi. Úr slagverkinu bárust langir hljómar og einfaldar hrynhendingar sem voru sérlega róandi; ýmiss konar raf- hljóð juku svo á annarleikann. Inn á milli slagverksleiksins söng kórinn Hljómeyki nokkra sálma eftir Úlfar, en þeir voru einstaklega fallegir. Tónmálið var hefð- bundið en samt ekki; framvindan var svipuð og í tónlist eldri tónskálda en hún var mun afslappaðri, jafnvel hægferðugri en maður á að venjast. Úlfar leyfði sér að staldra við á völdum stöðum og virkaði það líkt og af- markaður flötur úr málverki eftir einhvern endurreisnarmeistarann hefði verið stækk- aður og gerður að sjálfstæðri mynd. Og ekki bara einhver flötur, heldur aðalatriðið; safa- ríkasti hluti málverksins. Útkoman var býsna áhrifamikil. Vissulega var ákveðið ósamræmi á milli slagverksins og sálmanna í upphafi. En kannski átti það að vera. Kórverkin, með skírskotun sinni til eldri tónlistar, voru eins og persónugerving hins liðna og tímans al- mennt; slagverkstónlistin, sem skorti áþreif- anlegan takt eða klukknatif, var hins vegar handan við tímann; hugsanlega í hlutverki ei- lífðarinnar. Þegar kórinn fór að taka þátt í slagverksmúsíkinni undir lok tónleikanna dró úr ósamræminu þar á milli; hið sögulega varð hluti af einhverju „æðra“; tíminn stóð í stað. Hljómeyki söng afar fallega undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar; helst mátti finna að heldur mjóum karlaröddum sem gerði heildarhljóminn dálítið þurran. En kannski hentaði hófsamur söngstíllinn músíkinni bara betur en ella. Ég var a.m.k. kominn hálfa leið upp til himna í lok tónleikanna! Draumur, vaka, eilífð TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti Tónlist eftir Úlfar Inga Haraldsson í flutningi Hljóm- eykis undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Frank Aarnink lék á slagverk. Um rafhljóðin sá Úlfar Ingi. Laugardagur 8. júlí. Blandaðir tónleikar Úlfar Ingi Haraldsson tónskáld. Jónas Sen „ÞAÐ var alltaf músík í húsinu. Þetta er hús listamanns, ekki bara safn, hér bjó pabbi og starfaði og við systkinin spiluðum öll á hljóð- færi og því lá beint við að byrja með þessa tónleikaröð þegar safnið var opnað,“ segir Hlíf Sigurjóns- dóttir, fiðluleikari og dóttir lista- mannsins Sigurjóns Ólafssonar. Í kvöld mun Hlíf ásamt bróður sín- um, flautuleikaranum Frey Sig- urjónssyni og hjónunum Iwonu og Jerzy Andrzejczak spila á fyrstu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi en þetta er í átjánda sinn sem sum- artónleikaröð er skipulögð í safn- inu. Alls verða níu tónleikar í sumar, allir á þriðjudagskvöldum, fyrir ut- an aukatónleika nk. sunnudags- kvöld og verða þeir allir um klukkustundarlangir. „Skipulagið á þessu var fyrst og fremst hugsað fyrir áheyrendur. Að það væri lítið mál að fara í göngutúr út á Laug- arnes og aðeins skreppa inn á tón- leika og fá sér svo kaffi og horfa á sólarlagið. Hér er frábær hljóm- burður fyrir kammermúsík og mér finnst magnað þetta samspil húss- ins, minninganna, staðarins og um- hverfisins,“ segir Hlíf. Mikilvægt fyrir Reykjavík Þau systkinin eru sammála um það að tónleikaröðin muni einkenn- ast af gæðatónlist sem flutt verði á aðgengilegan hátt, tónleikarnir séu ekki of langir og því ætti engum að leiðast. Þau telja að full þörf sé á framtakinu í höfuðborginni yfir sumartímann. „Það er ekkert annað svipað í gangi í Reykjavík núna. Það er allt búið eftir Listahátíðina og núna er allt úti á landsbyggð- inni. Það er hið besta mál en það er mikilvægt að vera með tónleika af þessari gerð líka í Reykjavík. Tón- listin sem boðið verður upp á í sum- ar er frá barokk til nútíma. Þetta eru fyrst og fremst kammerverk, salurinn er hannaður fyrir þannig verk og þetta verður fjölbreytt,“ segir Hlíf og minnist á það að selló- ið verði sérlega áberandi í sumar. Hún hefur komið að skipulagi tónleikaraðarinnar frá því að hún hófst og oftsinnis spilað á sum- artónleikum í safninu. Freyr hefur hins vegar ekki mikið komið fram í safninu upp á síðkastið en hann hefur gert það gott á Spáni þar sem hann hefur verið fyrsti flautu- leikari Sinfóníuhljómsveitar Bilbao síðan 1982. Það vantaði flautuleikarann Á tónleikunum í kvöld verða fluttir allir flautukvartettar Moz- arts en í ár eru 250 ár frá því að hann fæddist. „Ég bauð upp á þessa tónleika á Spáni í tengslum við fæðingarafmæli Mozarts. Þetta var skipulagt í gegnum Sinfón- íuhljómsveitina í Bilbao. Hún er með kammertónleikaraðir sem ferðast um héraðið og mér datt þetta í hug í tengslum við það. Ég reiknaði með henni Hlíf systur í þetta verkefni,“ segir Freyr en Hlíf fór til Spánar í maí og fluttu þau systkinin þá sömu dagskrá og flutt verður á safninu í kvöld ásamt Iwonu Andrzejczak, leiðara víólu- deildar sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao, og manninum hennar, Jerzy Andrzejczak sem leiðir sellódeild sveitarinnar. Þau eru bæði komin til landsins og munu spila á tónleik- unum í kvöld ásamt þeim systk- inum. Þau ætla svo öll að koma fram á aukatónleikum nk. sunnu- dagskvöld ásamt Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur píanóleikara en þá verða flutt verk eftir Bohuslav Martinu. „Þegar ég fór til Spánar var komið fram við mig eins stórstjörnu og það var bara af því að ég er systir hans Freys. Það var svo gaman. Ég fékk að leysa af í hljóm- sveitinni þarna á tvennum tón- leikum en þegar ég var að spila var Freyr í fríi. Hann kom að hlusta á tónleikana og að þeim loknum kom gagnrýnandi til Freys og sagði að það hefði verið augljóst að það vantaði flautuleikarann,“ segir Hlíf, greinilega stolt af bróður sínum. Ekki mikið spilað saman Þau systkinin hafa ekki mikið spilað saman og segjast þau bæði vera skapmikil og því hafi sam- starfið ekki endilega verið auðvelt en ákaflega frjótt, gefandi og skemmtilegt. Að loknum tónleik- unum tvennum verður Freyr hér á landi í stuttu fríi áður en hann held- ur aftur til Spánar. Hann fékk fyrr á árinu frábæra dóma fyrir einleik sinn í konsert eftir Mozart fyrir flautu og hörpu, en það var hörpu- leikarinn Marion Desjacques sem kom þá fram með honum. „Mér líð- ur mjög vel fremst á sviðinu,“ segir Freyr sem hefur mikinn áhuga á því að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Jón Ásgeirsson samdi fyr- ir mig konsert og ég hef sótt um að fá að flytja hann með Sinfóníunni hér. Þetta er afskaplega fallegt verk og er fyrir flautueinleik og hljómsveit,“ segir Freyr en hann hefur ekki fengið svar frá hljóm- sveitinni. Ef það gengur ekki upp að frumflytja verkið hér verður það að öllum líkindum gert á Spáni. Freyr segir að það hafi alls ekki verið meðvituð ákvörðun að spila lítið á Íslandi. Hlutirnir hafi ein- faldlega æxlast þannig. „Hérna áð- ur fyrr var það bara svo dýrt að komast hingað en núna er það orðið mun auðveldara þannig að ég kem oftar hér og tek þá börnin með,“ segir Freyr sem hefur nóg fyrir stafni á Spáni. „Ég er bæði að kenna í tónlistarskólanum í Bilbao og er í fullri vinnu sem fyrsti flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit- inni. Það er alveg hellingur að gera. Við erum með tvo konserta í viku og það er alltaf fullt en salurinn tekur 2.200 manns í sæti. Svo erum við í alls kyns öðrum verkefnum. Við spilum líka í óperum. Það eru fluttar sjö óperur á ári og hver ópera er flutt fjórum eða fimm sinnum. Þannig að mér leiðist sko ekki.“ Tónlist | Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld Samspil hússins og minninganna Morgunblaðið/Sverrir Systkinin Freyr Sigurjónsson flautuleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari hafa ekki mikið spilað saman. Þau segjast bæði vera skapmikil og því hafi samstarfið ekki endilega verið auðvelt en ákaflega frjótt og gefandi. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Miðaverð er 1.500 kr. en aldraðir og námsmenn frá 300 kr. í afslátt. Allar nánari upplýsingar fást á www.lso.is. Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is VAN GOGH safnið í Amsterdam eignaðist nýverið bréf eftir listamanninn fræga. Þetta eru bréf sem fóru á milli Vincents van Gogh og hollenska listamannsins Anthons van Rappard á árunum 1881 til 1885. Á mörgum bréfanna eru skissur eftir listamennina. Bréfin þykja varpa ljósi á náið en storma- samt samband á milli listamannanna. Safn- inu bauðst að kaupa bréfin sem það og gerði með fjárstuðningi ýmissa kaupahéðna. Kaupverðið var hins vegar ekki upp gefið. Reuters Í mörgum bréfanna eru skissur eftir lista- mennina og hér má sjá eina slíka af Kart- öfluætum Van Goghs. Van Gogh bréf bætast í safnið Gestir safnsins virða fyrir sér bréfin sem nýlega voru keypt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.