Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 23
Fréttirnar sem berastþessa dagana af innrásog endurhernámi Gaza-strand-
arinnar eru óhugnan-
legar. Einn öflugasti
her heims ræðst með
loftárásum, eld-
flauga- og stór-
skotahríð úr lofti, af
landi og sjó, með
skriðdrekum og full-
komnustu vopnum og
njósnatækjum gegn
lögreglu og örygg-
issveitum sem ráða
yfir fábreyttum
handvopnum og upp-
reisnarhópum sem
beita Qassam heimasmíðuðum
eldflaugum, sem líkjast rakettum
í samanburði við háþróaðar stýri-
flaugar Ísraelshers. Árásir hers-
ins bitna þó fyrst og fremst á
óbreyttum og óvopnuðum borg-
urum, jafnt börnum sem full-
orðnum, fólki sem býr innilokað
við sult og seyru á þéttbýlasta
svæði veraldar.
Síðustu fjóra daga, frá 5.–9.
júlí, hefur Ísraelsher drepið 44
Palestínumenn, flestir þeirra eru
óbreyttir borgarar. Að auki hafa
115 verið særðir, þar á meðal
fjöldi kvenna og helmingurinn er
börn. Í upphafi innrásarinnar var
orkuver sprengt í loft upp sem
rændi helming íbúa Gazastrandar
eða 700 þúsund manns öllu raf-
magni. Auk þessa hafa vatns-
leiðslur og skólpræsi verið eyði-
lögð í árásunum.
Ísraelski hermaðurinn
tylliástæða
Í áróðri Ísraelsstjórnar er inn-
rásin á Gaza gerð undir því yf-
irskini að frelsa eigi úr haldi ísr-
aelskan hermann og hins vegar að
hindra andspyrnuhópa gegn her-
náminu í að skjóta hinum heima-
tilbúnu Qassam-eldflaugum.
Flaugarnar valda skelfingu meðal
íbúanna í nærliggjandi ísraelskum
bæjum þar sem þær lenda, sem
er nógu slæmt, en valda lítilli
eyðileggingu og sem betur fer
sjaldan manntjóni.
Innrás Ísraelshers og end-
urhernám Gazastrandarinnar eru
hernaðaraðgerð sem gefið hefur
verið nafnið Sumar-rigningar
(Operation Summer Rains) og
hefur lítið sem ekkert að gera
með að ísraelskur hermaður var
fangaður af andspyrnuhópi. Það
er einungis tylliástæða til að hefja
hernaðaraðgerð sem er fyrir
löngu skipulögð og ákveðin.
Markmið hennar er ekki að frelsa
hinn 19 ára Shilat. Þvert á móti er
augljóst að hernaðurinn stefnir
lífi hans í hættu. Það er kaldr-
analegt að fylgjast með því hvern-
ig vestrænir fjölmiðlar dansa eftir
hljóðpípu Ísraelsstjórnar, sam-
anber alla þá athygli sem þessi
eini hermaður úr ísraelska her-
námsliðinu fær miðað við þá þögn
sem ríkt hefur um meira en 9.800
– níu þúsund og átta hundruð Pal-
estínumenn, karla, konur og börn
sem Ísraelsher hefur rænt úr
heimkynnum sínum og lokað inni í
ísraelskum fangelsum, oft án
dóms og laga. Amnesty Int-
ernational og mannréttinda-
samtök í Ísrael og Palestínu hafa
hvað eftir annað reynt að vekja
athygli á því hvernig fjölmargir
þessara einstaklinga hafa mátt
sæta pyntingum.
Brjóta innri byggingu
palestínsks samfélags
Árásir Ísraelshers þessa dag-
ana eru ekkert annað en aukning
á árásum sem hefur ekki linnt ár-
um saman. Svipuð aukning átti
sér stað í lok mars og byrjun apríl
2002 þegar Ísraelsher gerði inn-
rás í helstu borgir á Vesturbakk-
anum, Hebron, Betlehem, Ramal-
lah, Nablus, Jenin og fleiri bæi.
Eftir því var tekið í Ramallah
að byrjað var á því að ráðast á
Hagstofuna og eyði-
leggja tölvur og
gagnagrunn yf-
irvalda. Bókasöfn,
sjúkrahús, bankar,
skólar og stjórn-
arbyggingar urðu
fyrir árásum. Mark-
mið var að brjóta
niður innri byggingu
palestínsks sam-
félags. Markmiðið er
það sama nú, að ráð-
ast gegn palestínsku
samfélagi og eyði-
leggja möguleika á
að byggja upp frjálsa og sjálf-
stæða Palestínu. Lýðræðislega
kjörnum þingmönnum og ráðherr-
um hefur verið rænt af hernáms-
liðinu, loftárásir gerðar á stjórn-
arbyggingar, þar á meðal á
skrifstofu forsætisráðherra Pal-
estínu.
Árásir á óbreytta
borgara – stríðsglæpir
Einni og hálfri milljón manna
hefur verið haldið eins og dýrum í
búri inni á Gazasvæðinu. Þar
hefst fólkið við í sárustu neyð, at-
vinnuleysi og fátækt, með lítið og
mengað vatn, skort á öllum svið-
um og yfirvofandi loftárásir hve-
nær sem hernámsliðinu dettur í
hug. Ísraelsher ástundar hreina
hryðjuverkastarfsemi sem sýnir
sig meðal annars með hávaða-
sprengjum er valda ærandi og
óþolandi hávaða. Þessi sál-
fræðihernaður skellur fyr-
irvaralaust á, gjarnan að nóttu til
eða eldsnemma morguns og skelf-
ir fólk og þá ekki síst börnin,
þannig að þau eru í þúsundatali
farin að pissa aftur á sig, börn
sem annars eru löngu vaxin upp
úr slíku.
Það getur enginn búið við slíkar
hremmingar endalaust. Til þess
er leikurinn gerður að Palest-
ínumenn gefist upp og flýi land.
Það er þá engin önnur leið en til
Egyptalands, nema þá í sjóinn. Ef
Ísraelsstjórn kemst upp með
þetta glæpsamlega framferði sitt
hefur aðferðin verið prófuð sem
líka verður notuð og er verið að
nota á Vesturbakkanum. Nið-
urstaðan verður þjóðern-
ishreinsun, þegar palestínska
þjóðin hrekst burt af sínu landi.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð-
anna hefur fjallað um síðustu at-
burði á Gaza og nú hefur jafnvel
hinn ofurvarkári Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ, fordæmt
framferði Ísraelshers. Níðings-
verkin gagnvart varnarlausum
íbúum á Gaza, sem Ísraelsstjórn
ber ábyrgð gagnvart, en sigar
þess í stað hernum á, eru stríðs-
glæpir samkvæmt alþjóðalögum.
Eiga kosningaúrslit
ekki að gilda?
Ísraelstjórn hefur komist upp
með framferði sitt með tilstuðn-
ingi Bandaríkjaþings og stjórn-
arinnar í Washington. Henni hef-
ur tekist að herða stríðsrekstur
sinn gagnvart palestínsku þjóð-
inni eftir að Hamas-samtökin
unnu þingkosningar á herteknu
svæðunum í janúar sl. Evrópu-
sambandið og fleiri vestræn ríki,
þar á meðal Noregur, hoppuðu á
stríðsvagn Ísraelsstjórnar vegna
óánægju með kosningaúrslitin í
Palestínu. Refsa skyldi palest-
ínsku þjóðinni fyrir að kjósa ekki
rétt, með því að stöðva fjár-
framlög til stjórnarinnar. Stöðvun
fjárframlaga til stjórnvalda á her-
teknu svæði, þar sem hernáms-
veldið innheimtir skattana og
stingur þeim í eigin vasa, hefur í
för með sér að ekki er hægt að
greiða opinberum starfsmönnum
laun, hvorki sjúkrahússtarfsfólki,
kennurum né lögreglu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Samfélagið lamast
fljótlega. Minnt skal á að kosning-
arnar í Palestínu voru frjálsar og
lýðræðislegar og að mati Jimmy
Carter, fyrrum Bandaríkja-
forseta, fóru þessar kosningar
hvað best fram af öllum þeim
kosningum í um 90 tilvikum sem
stofnun hans hefur fylgst með.
Kosningúrslitin hafa í engu
breytt stefnu Ísraelsstjórnar.
Fyrir henni er það sama hvort
Hamas er við völd, Yasser Arafat
eða jafnvel þeirra óskamaður
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínu, sem Arafat gerði á sínum
tíma að forsætisráðherra að kröfu
Bandaríkjanna og Ísraelsstjórnar.
Sharon neitaði að ræða við Arafat
og látið var í veðri vaka að hann
væri hindrun í vegi friðarsamn-
inga. En þegar Abbas tók við þá
breyttist ekkert. Brottflutning-
urinn frá Gaza var einhliða aðgerð
og boðað hafði verið að landa-
mærin á Vesturbakkanum yrðu
ákveðin einhliða af Ísraelsstjórn,
rétt eins og bygging Apartheid-
múrsins heldur áfram án tillits til
alþjóðalaga, ályktana Sameinuðu
þjóðanna og Alþjóðadómstólsins í
Haag.
Niður með múrinn –
stöðvið stríðsglæpina
Sunnudaginn 9. júlí voru 2 ár
liðin síðan upp var kveðinn úr-
skurður í Haag um ólögmæti
múrsins, skyldu Ísraelsstjórnar til
að brjóta hann og fjarlægja og
bæta íbúunum það tjón sem hann
hefur valdið. Það var líka kveðið á
um skyldu annarra þjóða til að
fylgja því eftir að Ísraelsríki hlítti
úrskurðinum. Sú skylda nær líka
til Íslands. En sem fyrri daginn
lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé
hafin yfir lög og rétt. Þetta ríki
sem enn hefur ekki viljað skil-
greina sín landamæri, krefst þess
þó að vera viðurkennt af stjórn-
völdum sem það viðurkennir ekki
sjálft og beitir her sínum til að
gjöreyða. Það er eins og ríki
heims séu búin að missa allan
vilja eða getu til að sannfæra
þessa ágætu þjóð um að nauðsyn
sé á, að við höfum öll ein lög.
Áköll berast til umheimsins frá
mannréttindasamtökum, ísr-
aelskum og palestínskum frið-
arsamtökum, kirkjufélögum og
fleirum um að allir sem ekki geta
látið sér á sama standa um örlög
stríðshrjáðs fólks á Gaza og Vest-
urbakkanum sem búið hefur við
hernám í meira en 39 ár, mótmæli
af öllum kröftum framferði Ísr-
aelshers.
Kröfurnar eru: Stöðvið stríðs-
glæpina, Ísraelsher burt úr Pal-
estínu, viðurkennum sjálfsákvörð-
unarrétt palestínsku þjóðarinnar,
niður með múrinn, alþjóðlega
vernd fyrir íbúa herteknu svæð-
anna. Boðað er til útifundar á
Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí
kl. 17.30.
’Stöðvið stríðsglæpina,Ísraelsher burt úr Pal-
estínu, viðurkennum
sjálfsákvörðunarrétt
palestínsku
þjóðarinnar,
niður með múrinn, al-
þjóðlega vernd fyrir íbúa
herteknu
svæðanna. ‘
Sveinn Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir og
formaður Félagsins Ísland-
Palestína.
Hvað getum við gert
til að stöðva stríðsglæpi
Ísraelshers í Palestínu?
Eftir Svein Rúnar Hauksson
anjarðar. Þar fléttast saman þekk-
ing sem aflað hefur verið með til-
raunaborunum víða um svæðið,
jarðskjálftarannsóknum og grein-
ingu á loftmyndum. Þessi þekking
hefur verið notuð til að draga upp
þrívíða tölvulíkanið af Heng-
ilssvæðinu neðanjarðar.
Bortæknin er einnig orðin mjög
fullkomin og gerir m.a. kleift að
breyta stefnu borsins niðri í jörðinni.
Borholurnar á Hengilssvæðinu eru
að meðaltali 2 km djúpar, allt frá 1,6
km upp í 2,5 km. Þær eru gjarnan
boraðar á ská í gegnum jarðlögin,
því með því móti aukast líkurnar á
að hitta á lóðréttar sprungur sem
gufan leitar í. Þetta tvennt, þekk-
ingin og bortæknin, hafa skilað gríð-
armiklum árangri við framkvæmd
Hellisheiðarvirkjunar, að sögn Ei-
ríks.
sem mestar líkur eru á að vökvinn
skili sér aftur inn í háhitakerfi
Hengilsins. Þessi þáttur virkjunar-
innar hefur verið unninn í samstarfi
við Sveitarfélagið Ölfus, að sögn Ei-
ríks. Þetta er talið jákvætt með tilliti
til umhverfisáhrifa virkjunarinnar
því það kemur í veg fyrir að stein-
efni í jarðgufunni safnist fyrir á yf-
irborði jarðar.
„Það sem er að skila mjög góðum
árangri hér er annars vegar rann-
sóknarvinna jarðfræðinga Orku-
veitu Reykjavíkur og ÍSOR, sem
hefur tekist að byggja upp þrívíddar
líkan af Henglinum sem einu heild-
stæðu jarðhitakerfi. Hins vegar
hvað bortæknin hefur þróast mikið
og menn eiga auðveldara en áður
með að hitta á réttan stað,“ sagði Ei-
ríkur. Hengilssvæðið er líklega eitt
best þekkta svæði landsins neð-
msum
sa dag-
tjórn-
ens í
r hægt að
væðinu
inu að
sögn Ei-
gt af stað
kað eins
mjög sam-
jun í
ð sögn
tærri og
orðið hafa.
atnsfram-
rminn er
r. Þegar
þést verð-
km til 1,6
ar þar
ekking og
óðum árangri
Morgunblaðið/Eggert
a stöðvarhús yfir fyrstu aflvélarnar og ýmsar aðrar byggingar virkjunarinnar.
kvinn verður svo leiddur aftur í iður jarðar. Eiríkur Bragason verkefnisstjóri.
neðan.
m hefur
Eyþór Jóhannesson og Tryggvi Tryggvason voru að vinna í stöðvarhús-
inu í gær, en það mun hýsa tvær aflvélar sem hvor er 45 MW að afli.