Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar Sæmunds-son fæddist í
Reykjavík 29. októ-
ber 1919. Hann lést
á deild G-12 á Land-
spítala - háskóla-
sjúkrahúsi hinn 3.
júlí síðastliðinn, eft-
ir nær samfellda
fjórtán mánaða legu
þar. Foreldrar hans
voru Sigrún Péturs-
dóttir, f. á Geira-
stöðum í Hróars-
tungu 18. mars
1895, d. 23. nóvem-
ber 1982, og Steindór Sæmundur
Einarsson kennari, f. á Litla-Hálsi
í Grafningshreppi 3. september
1889, d. 25. maí 1948. Þau skildu.
Einar átti alsystur, Elísabetu, f. 13.
júlí 1921, d. 14. janúar 1923. Hálf-
systkin Einars, samfeðra, eru
Magnús, f. 1934, Kristján, f. 1936,
Kolbeinn, f. 1938, og Arnþrúður, f.
1944.
Einar kvæntist 28. nóvember
1942 Guðrúnu Jónsdóttur, f. á Eyr-
arbakka 18. maí 1919, d. 1. desem-
ber 1992. Börn þeirra eru: 1) Ás-
björn, f. 4. september 1944,
kvæntur Jónu Guðbrandsdóttur.
Börn þeirra eru Einar Jón, kvænt-
1942 stofnaði hann ásamt fleirum
Sápugerðina Mjöll hf. Rak hann
Mjöll hf. lengst af sem aðaleigandi,
til ársins 1988, en vann þar síðan í
hlutastarfi fram til ársins 1996.
Einar fór ungur að stunda íþróttir,
einkum sund og skíði, og var í
landsliði Íslands í sundknattleik
um árabil. Hann tók sæti í stjórn
KR árið 1941, aðeins 22 ára gam-
all, og var formaður KR frá 1958
til 1974, eða í 17 ár. Einar var heið-
ursfélagi KR og hann var sæmdur
flestum æðstu heiðursmerkjum
íþróttahreyfingarinnar. Hann var
sæmdur riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir störf sín að
íþróttamálum. Einar sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann sat m.a. í þjóðhá-
tíðarnefnd í Reykjavík um árabil,
um tíma sem formaður. Einar var
einnig mikill bridsáhugamaður og
var félagi í Krummaklúbbnum í
nær 40 ár. Hann var jafnframt fé-
lagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur í
áratugi. Einar var mikill útivistar-
maður og stundaði skíðaferðir,
fjallaferðir og laxveiði af kappi
alla tíð. Hann varð ungur félagi í
Fjallamönnum og Flugbjörgunar-
sveitinni og tók þátt í fjölmörgum
vísindaleiðöngrum um óbyggðir
og jökla landsins. Síðustu árin átti
golfíþróttin hins vegar hug hans
allan.
Einar verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ur Elísabetu Jóhann-
esdóttur, og Elín
Björk, gift Gísla Jó-
hanni Hallssyni. 2)
Sigrún Elísabet, f. 11.
desember 1953, gift
Gunnari Guðmunds-
syni. Börn þeirra eru
Árni Hrafn, unnusta
Fanney Rós Þor-
steinsdóttir, Guðrún
Sóley, unnusti Bene-
detto Valur Nardini,
Einar Bjarki og Guð-
mundur Reynir.
Barnabarnabörn Ein-
ars og Guðrúnar eru fjögur, Ás-
björn, Einar Gísli, Jóna Björk og Jó-
hannes. Dóttir Einars og Þrúðar
Guðmundsdóttur, f. 12. júní 1923, d.
7. ágúst 1990, er Helga, f. 18. des-
ember 1953, gift Ólafi Davíðssyni.
Börn þeirra eru Davíð og Kjartan.
Frá árinu 1993 hefur Einar verið
í sambúð með Auði Einarsdóttur, f.
10. nóvember 1929.
Einar ólst upp hjá Elísabetu
ömmu sinni og Pétri afa sínum á
Borgarfirði eystri fram til tíu ára
aldurs vegna berklaveiki foreldra
sinna. Þá flutti hann til móður sinn-
ar í Reykjavík. Hann fór ungur að
vinna í Sápugerðinni Mána og árið
Einar tengdapabbi er horfinn yfir
móðuna miklu eftir 14 mánaða hetju-
lega baráttu.
Á því tímabili gekkst hann undir
fjölda aðgerða sem því miður skiluðu
ekki tilætluðum árangri. Lífið var því
töluvert breytt hjá honum síðasta ár-
ið. Hann hafði allt sitt líf verið lík-
amlega hraustur, sífellt á ferðinni og
getað farið allra sinna ferða án hjálp-
ar annarra. Þótt líkamlegri getu hafi
hrakað hélt hann allt fram til síðasta
dags léttri lund og þeirri reisn sem
einkenndi hann allt lífshlaupið.
Það var svarthvítur KR-trefill sem
varð þess valdandi að ég kynntist
Einari tengdapabba. Ég verð að við-
urkenna að aðdráttaraflið var nú
kannski ekki trefillinn sjálfur heldur
sú sem bar trefilinn, en það var Sig-
rún dóttir Einars sem ég kynntist í
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1970. Ég lék sjálfur knattspyrnu með
KR á þessum árum og hafði því hitt
Einar sem formann KR við nokkur
tækifæri, en ég kynntist honum ekki
fyrr en ég fór að venja komur mínar á
Reykjavíkurveg 25a þar sem Guðrún
og Einar bjuggu ásamt Sigrúnu.
Þegar litið er yfir farinn veg á þess-
um 36 árum kemur margt upp í hug-
ann sem hægt væri að fjalla um, en
vart er rúm fyrir í minningargrein
sem þessari. Ég var heimagangur og
síðan einn af heimilismönnum á heim-
ili Einars og Guðrúnar í nær 7 ár.
Einnig áttum við margar samveru-
stundir í sumarbústað fjölskyldunnar
við Þingvallavatn, en þar dvöldumst
við með börnum okkar og áttum stór-
kostlegar stundir saman við veiði,
fjallgöngur og leiki.
Ég minnist Einars sem góðs
tengdaföður og fyrst og fremst sem
góðs og trausts vinar. Það var einnig
ótrúlegt að sjá hann halda ræður á
mannamótum, t.d. á íþróttasamkom-
um. Hann flutti ávallt mál sitt blaða-
laust og hafði einstakt lag á að segja
skemmtilega frá. Flestir muna eftir
Einari sem hressilegum manni sem
átti afar auðvelt með að kynnast fólki.
Hið létta fas gerði hann einnig að góð-
um málamiðlara ef skarst í brýnu.
Hann var formaður KR í rúmlega
hálfan annan áratug og vann gífur-
lega mikið fyrir félagið á þeim árum.
Margar sögur eru til um hann sem
formann. Af því að Einari fannst yf-
irleitt við hæfi á mannamótum að
segja eina eða tvær sögur læt ég eina
fljóta hér með, en hún er í anda Ein-
ars sem ætíð vildi slá á létta strengi.
KR var á formannsárum Einars með
knattspyrnulið í meistaraflokki karla
sem stóð sig afburðavel og vann
marga Íslandsmeistaratitla og félagið
var nokkuð fjárhagslega stöndugt,
a.m.k miðað við íþróttafélög á þeim
tíma. Sumir keppninautanna töldu
KR því bera ægishjálm yfir önnur fé-
lög og voru forystumenn félagsins þá
oft titlaðir ýmsum nöfnum. Eitt sinn
komu Einar og Guðrún úr sumarleyfi
frá höfuðvígi mafíunnar, Sikiley á
Ítalíu. Þar höfðu þau hitt gamlan
danskan vin Jóns kjúklingabónda á
Reykjum. Eitt það fyrsta sem Einar
gerði var að hringja til Jóns, en hann
og Einar höfðu mörgum árum áður
eldað grátt silfur saman í sundknatt-
leik, hvor með sínu liði. Jón kemur í
símann og Einar segir: „Blessaður
Jón, þetta er Einar Sæmundsson,
manstu nokkuð eftir mér?“ „Að sjálf-
sögðu, heldurðu að maður muni ekki
eftir mafíuforingjanum sjálfum, for-
manni KR?“ – smáþögn í símanum –
„Já, segir Einar, ég er einmitt með
kveðju til þín frá Sikiley“.
Einar var einnig með afbrigðum
stundvís maður. Þegar hann bað mig
að sækja sig kl. eitt var ljóst að hann
yrði mættur á umsömdum stað löngu
fyrir þann tíma. Ég einsetti mér því
að mæta með góðum fyrirvara þótt
mér fyndist hann stundum fara of
fljótt af stað. Ég verð að viðurkenna
að ég hef aldrei komist með tærnar
þar sem Einar hafði hælana í þessum
efnum. En tími Einars á meðal okkar
er því miður á enda. Enn sem fyrr
fannst mér hann leggja heldur fljótt
af stað. En hvorugur okkar var þess
umkominn að ráða þeirri ferð. Vil ég
að lokum þakka fyrir góða og trausta
samfylgd í áratugi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka starfsfólki á deild G12 á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi fyrir frá-
bæra aðhlynningu, en hann talaði
ávallt um umönnunarfólk sitt þar sem
vini sína og vinkonur.
Gunnar Guðmundsson.
„Hann Einar dó um eittleytið“
sagði mamma við mig er ég kveikti á
símanum og hún hringdi rétt eftir
lendingu á flugvellinum á Krít. Það
voru vondar fréttir fyrir mig, þótt ég
vissi að hann hefði ekki verið mér
sammála. Hann var búinn að vera
mikið veikur og lengi og fannst þetta
ekkert líf lengur. Ég hitti hann sein-
ast þegar hann fékk að fara heim af
spítalanum eina dagstund og var
sama góðlátlega og kímna blikið í
augunum eins og alltaf. Hann var
býsna veikur og þróttlítill en kvartaði
ekki frekar en venjulega.
Kynni okkar hófust fyrir rúmum
fimmtíu árum er mér sagt en man það
ekki, þegar hann vélaði föður minn í
pólóferð til útlanda með tilheyrandi
fyrirhöfn og kostnaði, móður minni til
mikillar armæðu. Hún var ekki par
hrifin af þessum Einari Sæmunds-
syni, sem var þarna að ráðskast og
hvetja unga blanka fjölskyldufeður til
utanlandsfarar. En álit hennar
breyttist auðsjáanlega, því þegar þau
höfðu bæði misst lífsförunauta sína,
hún um sextugt, hann um sjötugt,
felldu þau hugi saman og voru óað-
skiljanleg upp frá því. Missir móður
minnar er því mikill, þau voru miklir
vinir og var hún hjá honum alla daga á
spítalanum og var á leið til hans er
hann lést.
Þau höfðu umgengist sumt sama
fólkið á lífsleiðinni og þekktu til haga
hvors annars og höfðu íþróttir og
ferðalög sem sameiginlegt áhugamál
og byggðu á því. Margar golfferðirn-
ar voru farnar með Þórunni og
Rúnari til Spánar og slegnir nokkrir
boltar hvenær sem hægt var að koma
því við. Göngutúrar í góðra vina hópi
voru líka í uppáhaldi og svo voru
sundferðirnar ófáar í gegnum tíðina.
Að leiðarlokum votta ég móður
minni dýpstu samúð og öllum ástvin-
um Einars sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur. Ég vona að minningin um
hann geri þeim lífið léttbærara og
mega þau vera stolt af að hafa átt
hann og svona lengi.
Blessuð sé minning Einars Sæ-
mundssonar.
Hulda Halldórsdóttir.
Í dag fylgjum við elsku afa til graf-
ar. Eftir 14 mánaða legu á sjúkrahúsi
fékk hann loksins hvíld.
Við erum mjög lánsöm að hafa um-
gengist Einar afa mikið í gegnum tíð-
ina. Sérstaklega minnumst við stund-
anna á Þingvöllum, þar sem
sumarbústaðir fjölskyldunnar eru,
ferðanna á skíði í Skálafell, allra KR
leikjanna og svo líka sápó, eins og við
kölluðum Mjöll.
Við systkinin unnum bæði hjá og
með afa okkar í sápugerð fjölskyld-
unnar. Ekki hefði nokkur maður get-
að óskað sér betri og skemmtilegri
vinnufélaga. Við komumst ung að því
að afi var mikill sögumaður og enn
meiri húmoristi. Þegar við vorum
krakkar fannst okkur sjálfsagt að við
fengjum að fara í laxveiði með pabba
og afa. En það var öðru nær. Bara
annað okkar fékk að fara. Afi sagði,
„Elín mín, laxveiðar eru skemmti-
ferðir, þær eru ekki fyrir konur.“ Þar
með var það útrætt mál. Einar fór í
veiðina, en Elín fékk í staðinn að vera
á Reykjavíkurveginum hjá ömmu
Guðrúnu, sem reyndar var ekki síðri
kostur.
Minning þín mun lifa hjá okkur um
aldur og ævi, elsku afi.
Einar Jón og Elín Björk.
Okkar næsti fundur átti að vera yf-
ir fótboltaleik og þegar við kvödd-
umst í síðasta skipti grunaði mig ekki
að fundir okkar yrðu ekki fleiri. Þú
varst brattur fram á síðasta dag.
Heimsóknir í Skerjafjörðinn og
ferðir í sumarbústaðinn á Þingvöllum
eiga sérstakan stað í hjartanu. Það
var hart sótt að fá að komast í gist-
ingu, enda eftir miklu að slægjast,
pylsur með kartöflumús og öllu til-
heyrandi, og ef heppnin var með þá
fékk maður að liggja í fanginu á afa
yfir sjónvarpinu fram eftir kvöldi. Það
var hins vegar það sem ósagt var og
ekki var borið á borð sem mestu
skipti og í var sótt: Öryggi, hlýja, um-
hyggja og ást – þau ósýnilegu bönd
sem tengdu okkur saman og ekki er
hægt að lýsa.
Þú varst hetja ungs manns, gast
allt og kunnir allt. Ég fylgdist með
þér dytta að sumarbústaðnum og
gera við mótorinn á bátnum og fékk
kennslu í fiskveiðum og ferðir út á bát
til veiða. Dugnaðarforkur sem svo
kenndir mér rétt vinnubrögð í Mjöll-
inni á unglingsaldri við blöndun á sáp-
unni sem hafði fært þér lifibrauðið.
Auðvitað var enginn barnabarnsaf-
sláttur veittur. Ég var heppinn að
eiga þig að sem afa, alltaf minn
bandamaður, alveg sama hvað gekk á
eða hverju ég tók upp á. Þegar ég tók
upp á því fimmtán ára að aldri að
klippa af mér allt hár nema tvo bletti
sem greiddir voru upp sem nautshorn
þótti öllum fjölskyldumeðlimum það
afleit hugmynd, nema þér, sem fannst
tískustraumar þróast með ágætum.
Ég horfi á þig ganga á móts við sól-
arlagið, laus úr viðjum holdsins, frjáls
til að leggja fyrir lax eða slá teighögg.
Dagar þessa heims eru taldir, en þú
fórst samt ekki langt. Minning þín lif-
ir og veitir okkur sem eftir lifum leið-
beiningu og góðar stundir. Þangað til
við hittumst aftur.
Árni Hrafn.
Þegar ég kíkti við hjá þér í eitt af
síðustu skiptunum varstu hress sem
aldrei fyrr þótt líkaminn væri ekki í
jafngóðu ásigkomulagi. Þú snæddir
kvöldmat þótt lystin væri ekki mikil.
Ég sagði þér að þú þyrftir að vera
duglegur að borða því þú væri orðinn
svo horaður og minntist ófárra skipta
sem þú sagðir þetta við mig þegar ég
var yngri. Þú reyndir oft að fá mig til
að drekka rjóma svo ég yrði feit og fín
eins og afi og borðaðir fituafganga af
disknum mínum með bestu lyst. Þeg-
ar við kvöddumst þennan dag var
stutt í kaldhæðnishúmorinn sem þú
varst þekktur fyrir. Þegar ég sagði
„sjáumst afi“ sagðirðu við okkur
Bensa með bros á vör, „ef ekki, þá
grafið þig mig bara“.
Minningarnar um afa eru óteljandi.
Í Skerjafirðinum vorum við Árni
ávallt heiðursgestir. Ósjaldan var
slegið upp í pylsupartí sem endaði
fyrir framan sjónvarpið. Árni lá þá á
afabumbu og ég á ömmubumbu þar
til við sofnuðum. Stundum sofnaðir þú
þó á undan okkur sem fór ekki
framhjá okkur út af tilheyrandi hrot-
um og við skemmtum okkur vel yfir
því. Á Þingvöllum var margt brallað.
Þú varst oft að kenna Árna á ein-
hverja hluti eins og bátinn eða veiði-
aðferðir úti á vatni og þú stríddir mér
og sagðir að þetta væri aðeins fyrir
stráka. Ég herjaði því mína fyrstu
kvennabaráttu gegn þér og ég heimt-
aði að fá að gera allt það sama og
Árni, þótt hann væri einu og hálfu ári
eldri, og þú endaðir alltaf með því að
leyfa mér líka.
Þú varst síðan orðinn einn aðal-
stuðningsmaður kvennafótboltans
þegar ég var komin á fullt með meist-
araflokki KR og mættir á flesta leiki
hjá mér. Ég sem sagði stundum við
þig að þú værir karlremba þegar ég
var yngri. Þannig varstu bara, þú
studdir þitt fólk í öllu því sem það tók
sér fyrir hendur. Mér finnst það aðdá-
unarvert að þú, KR-ingur nr. 1,
studdir mig jafnvel þó að í sumar sé
ég ekki að spila með fjölskyldufélag-
inu. Þú fylgdist svo með leikjunum
mínum í sjónvarpinu af spítalanum.
Við lögðum á ráðin eftir leikina og þú
sagðir mér hvað þér þætti betur mega
fara í leik liðsins.
Það var alltaf gott að tala við þig.
Þú kunnir fullt af skemmtilegum sög-
um og við töluðum oft um hina ýmsu
staði sem þú hafðir komið til. Það var
alltaf skilyrði hjá þér að maður kæmi í
heimsókn fyrir utanlandsferðir og þér
fannst svo gaman að geta laumað að
manni einum blákalli eða svo í far-
areyri og helst svo að mamma sæi
ekki. Það kom henni ekkert við í hvað
við eyddum aurunum. Þú hélst upp-
teknum hætti fram á síðasta dag og
sást til þess að Einar og Mummi
myndu ekki gleymast fyrir ferðir sín-
ar með Ólympíuliðunum sem þeir eru
einmitt í núna. Þú varst alltaf góð-
mennskan uppmáluð. Minninguna
um þig mun ég varðveita um ókomna
tíð, besti afi í heimi.
Guðrún Sóley.
Kveðja frá KR
Einar Sæmundsson er látinn, einn
mesti leiðtogi sem KR hefur átt og
einn þeirra manna sem mest hafa
mótað KR sem íþróttafélag.
Fyrstu heimildir um þátttöku Ein-
ars við mótun og stjórnun KR eru frá
um 1930. Lengst af frá þeim tíma
hafði hann mikil áhrif innan félagsins
og naut mikillar virðingar allt til
dauðadags. Áhrif Einars innan vé-
banda KR spanna því u.þ.b. 70 ára
tímabil. Einar Sæmundsson var for-
maður KR í 17 ár, árin 1958 til 1975,
sem voru einhver mestu gullaldarár í
sögu félagsins.
Fyrir mér verður KR án Einars
ekki það sama. Alveg frá því að ég
gekk í KR átta ára gamall hefur Ein-
ar verið sá maður sem mest virðing
hefur verið borin fyrir innan félags-
ins. Glæsilegur og hógvær leiðtogi
sem hefur á sinn hægláta og hógværa
hátt átt stóran þátt í að skapa glæsi-
legt félag og áunnið KR mikla virð-
ingu innan íþróttahreyfingarinnar.
KR kveður þennan mikla mann
með þakklæti, þakklæti fyrir sitt
ómetanlega starf fyrir félagið og
þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta
hans sem leiðtoga og félaga á langri
og farsælli ævi. KR mun njóta ævi-
starfs Einars Sæmundssonar um
ókomin ár.
KR sendir fjölskyldu Einars, eig-
inkonu, börnum og barnabörnum
samúðarkveðjur.
Guðjón Guðmundsson,
formaður KR.
Þegar við feðgarnir fréttum að vin-
ur okkar Einar væri látinn fór ekki
hjá því að við ræddum um þá miklu
vinnu sem hann hafði unnið í þágu KR
að uppbyggingu mannvirkja félagsins
til að tryggja bætta aðstöðu fyrir
æskuna til íþróttaiðkana.
Einar var fæddur í Vesturbænum
og því sjálfsagður hlutur að hann
gengi í KR enda var hann aðeins 10
ára þegar hann var innritaður í félag-
ið en það merkilega var að þá var Ein-
ar búsettur í Austurbænum. Hann
byrjaði þá að æfa knattspyrnu eins og
flestir drengir á þeim tíma en að
nokkrum árum liðnum hætti hann við
knattspyrnuna en hóf þá þegar að æfa
sund af miklum krafti. Ástæðan var
sú að félagið hafði fengið nýjan þekkt-
an þjálfara, sem var Jón Ingi Guð-
mundsson, en hann var þá einn af
okkar þekktustu sundköppum. Ís-
landsmeistari í flestum greinum. Þeg-
ar Einar hafði náð góðum tökum á
sundinu hóf hann að iðka sundknatt-
leik, sem þá var að ryðja sér braut
hér, enda höfðum við þá nýverið tekið
þátt í sundknattleik á Ólympíuleikun-
um 1936 í Berlín. Eftir þetta hélt Ein-
ar sig við sundknattleik og náði því
nokkru seinna að verða Reykjavíkur-
meistari í greininni.
Fljótlega eftir að KR hóf iðkun
skíðaíþróttarinnar byrjaði Einar að
starfa í deildinni. Varð hann fljótt þar
í fararbroddi þegar skíðadeildin hóf
framkvæmdir við uppbyggingu í
Skálafelli. Á þessum tíma er mikið líf
að færast í íþróttastarfið hjá KR.
Undir forystu Kristjáns L. Gests-
sonar hefur KR keypt „Báruna“ og
gert húsið upp sem íþróttahús og
knattspyrnumenn félagsins hafa
keypt land í Kaplaskjóli til þess að
byggja þar íþróttahús og -velli. Svo
það er margt sem bíður framtíðarinn-
ar sem þarf að framkvæma, bæði
varðandi uppbyggingu og skipulag fé-
lagsins. Við þessar aðstæður er Einar
kjörinn í stjórn félagsins 1941.
Á þessum tíma er deildum félags-
ins að fjölga jafnt og þétt og eru þær
orðnar 10 að tölu en þá verður að
breyta þessu fyrirkomulagi og gera
deildirnar sjálfstæðari og umfram allt
með sjálfstæðan fjárhag en hann
höfðu þær ekki haft. Það varð nú hlut-
verk Einars að ráða fram úr þessum
fjárhagsvandræðum. Hér var mikið
verk að vinna að sjá um að ekki yrðu
vandræði eða átök milli íþróttadeilda
félagsins. Einar lagði mikla vinnu í
EINAR
SÆMUNDSSON