Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 28

Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GunnhildurFjóla Eiríksdótt- ir fæddist á Stafnesi 3. júní 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinbjörg Orms- dóttir, f. 23. október 1889, d. 3. júní 1990, og Eiríkur Jónsson, f. 31. janúar 1884, d. 22. ágúst 1940. Systkini Fjólu eru: Vilborg, f. 23. des- ember 1912, d. 28. maí 2003, Sóley, f. 10. júní 1914, d. 26. janúar 1915, Jónína Sóley, f. 9. júlí 1915, d. 12. maí 1920, Júlíus, f. 1. júlí 1916, d. 16. október 2003, Jón f. 28. febrúar 1921, d. 22. mars 1988, Sveinbjörn, f. 25. ágúst 1923, Eiríkur, f. 8. nóv- ember 1925, Sigrún Lilja, f. 28. des- ember 1927, d. 24. mars 2006, Sig- urður, f. 8. september 1929, Hildur, f. 25. janúar 1932, og Reynir, f. 13. janúar 1935. Fjóla giftist 22. maí 1943 Haraldi Ágústssyni, f. í Árnhúsum á Skóg- arströnd 3. október 1910, d. 25. október 1988. Foreldrar hans voru Ágúst Líndal Pétursson, f. 1. mars 1888, d. 20. júlí 1984, og Sólveig 12. nóvember 1980, d. 26. febrúar 1998. 5) Sveinbjörg Gunnhildur, f. 7. júní 1950. Dóttir hennar er Elínrós Líndal, maki Steinþór Gunnarsson, synir þeirra eru Alexander, Gunnar og Arnaldur. 6) Haraldur Líndal, f. 17. ágúst 1952, kvæntur Ólöfu Thorlacius, f. 3. júní 1958. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður Dögg, sonur hennar er Oliver, b) Haraldur Líndal, og c) Arnar. 7) Ágúst Lín- dal, f. 8. apríl 1957, sambýliskona Valgerður Sigurjónsdóttir, f. 23. janúar 1973, börn þeirra eru Andri og Gunnhildur. Börn Ágústs og Eddu Olgeirsdóttur eru: a) Olgeir Líndal, sambýliskona Rut Einars- dóttir, börn þeirra eru Ísak, Dagur og Birgitta, b) Hreinn Líndal, c) Ágúst Líndal, sonur hans er Ágúst, og d) Aron Líndal. Þegar Fjóla var á fjórða aldurs- ári fluttust foreldrar hennar frá Stafnesi að Skuld í Sandgerði. Það- an flutti fjölskyldan að Hólum á Miðnesi, en þar hafði fjölskyldan byggt sér íbúðarhús. Húsið á Hólum brann árið 1937. Fjölskyldan fluttist í Norðurkot, en þar bjó Fjóla þar til hún 16 ára fór að heiman til Kefla- víkur. Þar kynntist hún Haraldi Ágústssyni, en þau giftu sig 1943. Þau hófu búskap árið 1936 á Hafn- argötu 41 í Keflavík, en fluttu á Framnesveg 16 árið 1946 og bjuggu þar síðan. Árið 1990 flutti Fjóla á Kirkjuveg 1 og bjó þar til æviloka. Útför Fjólu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jónasdóttir, f. 1. des- ember 1867, d. 26. des- ember 1958. Fjóla og Haraldur eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Hreinn Líndal, f. 28. febrúar 1937. 2) Ei- ríka Dagbjört, f. 20. mars 1944, gift Stein- þóri Eyþórssyni, f. 6. ágúst 1948, d. 26. októ- ber 2003. Börn þeirra eru: a) Margrét Lín- dal, gift Mogens Mo- gensen, börn Steinþór og Helena, b) Þórar- inn Líndal, kvæntur Rut Magnús- dóttur, sonur Magnús, og c) Eiríkur Líndal. 3) Aldís Sjöfn, f. 15. febrúar 1946. Dætur hennar og Jóns Guð- mundssonar, fyrrverandi eigin- manns hennar, eru: a) Fjóla Vilborg, maki Hrafn Hauksson, dætur Aldís og Hrafnhildur, og b) Svanbjörg Hel- ena, unnusti Einar Ingvarsson. 4) Sólveig Hafdís, f. 3. febrúar 1949, gift Arnbirni Óskarssyni f. 10. jan- úar 1950. Börn þeirra eru: a) Har- aldur Líndal, sambýliskona Þóra Brynjarsdóttir, börn þeirra eru Gunnhildur, Arnbjörn og Sóldís, b) Bryndís Líndal, gift Gunnari Ró- bertssyni, dætur þeirra eru Hafdís og Nadía, og c) Gunnhildur Líndal, f. Elsku mamma og tengdamamma, þá er lífi þínu hér á jörðu lokið, og það ekki þrautalaust, með öll þín veikindi. Okkur langar til að skrifa nokkrar línur til þín, elsku mamma, við gætum skrifað margar blaðsíður til þín, en við geymum þær minningar í hjarta okkar. Við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér, af pabba, Gunn- hildi okkar og Steina, ásamt fleirum úr okkar fjölskyldu sem fallnir eru frá. Elsku mamma, takk fyrir allt það sem þú ert búin að gera fyrir okkur, þakka þér fyrir að vera til staðar fyrir okkur þegar Gunnhildur okkar lést, fyrir faðminn þinn sem alltaf stóð op- inn og allar bænir þínar. Já, þú varst svo sannarlega stóri kletturinn í okkar erfiðleikum og lífi okkar. Þín verður sárt saknað af okk- ur, börnum okkar og litlu ömmu- og afabörnunum okkar. Elsku mamma, takk enn og aftur fyrir að vera til fyrir okkur. Okkur langar að enda kveðju okkar til þín, með þessu fallega lagi sem var flutt við útför Gunnhildar okkar. Í sóleyjarbreiðu á síðdegi heiðu nú sit ég við hliðina á þér og hendinni minni þú heldur í þinni vertu mamma, hjá mér. Er vindurinn þýtur er veturinn bítur ef vegurinn holóttur er skal mamma þig leiða og leið þína greiða já, þá er mamma hjá þér. Spinna örlög minn óskavef út hann breiðir sig von mín rætist þó aðeins ef ég á þig og þú átt mig Ef heimurinn kaldur þér gelur sinn galdur og grá virðist tilveran hér ég hendinni þinni skal halda í minni þá vil ég vera hjá þér. (Karl Ágúst Úlfsson.) Við biðjum guð að styrkja öll börn- in þín, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Guð geymi þig að eilífu, elsku mamma og tengdamamma, kær kveðja, Sólveig og Arnbjörn. Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Fjólu Eiríksdóttur. Það er skrýtin tilhugsun að þú skulir vera farin frá okkur. Þú sem varst höfuð fjölskyldunnar, tengilið- ur, sem sást til þess að börn, barna- börn og barnabarnabörn hittust. Ég minnist oft þeirra stunda þegar þið hjónin og þú eftir fráfall tengdaföður míns komuð í heimsókn til Ísafjarðar þau tíu ár sem við bjuggum þar. Þær stundir sem við tvær áttum saman eru mér ómetanlegar. Þar sem við sátum, spjölluðum saman og prjónuð- um. Þú sagðir mér frá uppvaxtarár- um þínum og þinni miklu lífsreynslu. Alltaf varst þú boðin og búin til að hjálpa. Það var mér sérstaklega mik- ils virði þegar Arnar fæddist og þú komst vestur og varst hjá okkur eins og á hverju ári í rúman mánuð. Þinn stuðningur og aðstoð var mér meira virði en orð fá lýst. Þú varst mann- eskja sem hafðir skoðanir og vildir hafa fyrirhyggju í öllum þeim málum sem huga þurfti að. Þú hafðir göfugt hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá. Til marks um það er sá stóri vinahópur sem þú átt, bæði þér tengdur og ótengdur. Mörgum úr þeim hópi þótt gott að leita til þín með sín innstu mál. Þú varst alltaf tilbúin til að hlusta og benda á hvað betur mætti fara og hvað væri til ráða. Þú komst þínum sjónarmiðum á framfæri á hlutlausan og sannfærandi hátt. Þeir eru ófáir sem leituðu til þín í sorg sinni og þá sérstaklega eftir ástvinamissi. Trú þín var mikil, sem þú fórst vel með. Þú hlustaðir og varst tilbúin til að ræða trú þína við þá sem vildu hlusta og taka þátt í umræðunni. Fjóla mín, ég vil þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman og þinn mikla stuðning. Þín tengdadóttir, Ólöf. Nú er hún elskulega amma farin á æðra tilverustig. Það var lítið annað en lífsviljinn sem hélt henni gangandi þessi síðustu ár, því líkaminn var löngu búinn. En í honum bjó ung og falleg sál sem skein svo einlægt og skært að hún blindaði okkur af þeirri staðreynd að stutt var í endalok henn- ar hér. ,,Ég er ekkert að fara að deyja,“ var það síðasta sem hún sagði við okkur Söbbu frænku fimm dögum áður en hún kvaddi þennan heim. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég veit til að amma hafi orðið uppvís að því að segja ekki satt. En það versta sem hún vissi var þegar ungunum hennar leið illa og þar sem ég og Sabba vor- um á leiðinni til Parísar og Sabba hafði brostið í grát við að sjá elsku ömmu svona veika voru þetta þau huggunarorð sem hún vissi að við vildum mest af öllu heyra. Amma Fjóla eins og hún var vana- lega kölluð var heitt elskuð. Segja má að hún hafi gefið tóninn í fjölskyld- unni, því við bárum mikla og djúpa virðingu fyrir henni og fórum eftir því sem hún sagði. Hún elskaði okkur öll á óeigingjarnan og skilyrðislausan hátt og var klettur í lífi þeirra sem áttu um sárt að binda. En hún var ekki einungis vel gerð, heldur einnig vel gefin kona. Hún aðlagaðist fljótt öllum þeim tækninýjungum sem urðu á hennar tíma, en hélt fast í góð og gömul gildi. Hún fylgdist vel með stjórnmálum landsins og hafði ákveðnar skoðanir á flestu því sem á vegi hennar varð. Hún talaði hispurs- laust og síður en svo undir rós og við veltumst oft um af hlátri þegar hún lét skoðanir sínar í ljós á mjög svo beinskeyttan hátt. Þrátt fyrir þetta var hún alltaf ljúf og góð. Samkennd sú sem ömmu var gefin í vöggugjöf gerði henni kleift að verða mikilvægur þáttur í lífi allra sinna af- komenda. Hún grét með okkur, elsk- aði okkur, samgladdist okkur og deildi með okkur vonum og draum- um. Ömmu sakna ég sárt, því miss- irinn er mikill. Hún var mér bæði FJÓLA EIRÍKSDÓTTIR ✝ GuðmundurMagnússon fæddist á Selskerj- um í Múlahreppi í Austur-Barða- strandarsýslu 24. júní 1917. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík miðviku- daginn 28. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Pétursson bóndi, lengst af á Innri-Bakka í Tálknafirði, og síðar verkamaður í Reykjavík, og Björg Guðmunds- dóttir ljósmóðir. Systkini Guð- mundar eru: Pétur rafvirkjameist- ari, f. 1916, Kristján, f. 1920, d. 1922, Gunnar skipstjóri, f. 1922, Kristján húsasmíðameistari, f. 1923, d. 1986, Jakob fiskifræðing- ur, f. 1926, og Sigríður húsmóðir, f. 1928. 1996. b) Elísabet, f. 1976. c) Kjartan Ari, f. 1979. 2) Björg geðhjúkrunar- fræðingur, f. 19.5. 1951. 3) Gunnar Kristinn læknir, f. 21.6. 1957, kvæntur Önnu Guðnýju Björns- dóttur, hjúkrunarfræðingi og ljós- móður, f. 2.3. 1958. Börn þeirra eru Elín Birna, f. 1983, Agnes Björg, f. 1987 og Arnór Gunnar, f. 1993. 4) Örn verkfræðingur, f. 22.9. 1961, kvæntur Ragnhildi Sigurðardóttur þroskaþjálfa, f. 8.12. 1963. Börn þeirra eru Helga, f. 1993, Ísak, f. 1995, og Guðmundur Freyr, f. 1998. Guðmundur brautskráðist frá Verslunarskóla Íslands 1940. Á ár- unum 1940–1956 var hann bók- haldari og gjaldkeri hjá Skipa- smíðastöð Reykjavíkur og Lárusi Óskarsyni & Co. og síðar skrif- stofustjóri hjá Stilli hf. og Vélsmiðj- unni Keili hf. Árið 1956 hóf hann störf hjá endurskoðunardeild fjár- málaráðuneytisins sem síðar varð Ríkisendurskoðun. Hann var deild- arstjóri í Ríkisendurskoðun frá 1964 og skrifstofustjóri 1974–1987, er hann lét af störfum sökum ald- urs. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Eiginkona Guð- mundar er Elísabet Jónsdóttir húsmóðir, f. á Breiðabólstað í Miðdölum í Dalasýslu 11.10. 1924. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Sumarliðason, bóndi og hreppstjóri á Breiðabólstað í Mið- dölum, og Guðrún Magnúsdóttir ljós- móðir. Guðmundur og Elísabet gengu í hjónaband 11.6. 1949 og bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Börn Guð- mundar og Elísabetar eru: 1) Jón læknir, f. 19.9. 1949, kvæntur Mörtu Kjartansdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 6.11. 1951. Börn þeirra eru: a) Ásdís Björg, f. 1971, gift Þóri Erni Ólafssyni, f. 1969. Sonur Ásdísar er Matthías Harðarson, f. 1993, og börn Þóris eru Þórður Ax- el, f. 1990, og Guðrún Stella, f. Tengdafaðir minn, Guðmundur Magnússon, er látinn, áttatíu og níu ára gamall. Guðmundur ólst upp í stórum systkinahópi. Einn daginn kom Sigga systir heim með skólasyst- ur sína úr Húsmæðraskóla Reykja- víkur og þar með voru örlög hans ráð- in. Þau rúmlega þrjátíu ár sem ég hef þekkt þau hjón hef ég dáðst að hversu mikið ástríki og samheldni einkenndi samband þeirra. Síðustu árin hefur Elísabet sinnt Guðmundi af mikilli natni og umhyggju og hann launaði henni það með því að gefa henni bros sem ekkert okkar hinna fékk. Andlit hans ljómaði þegar hún gekk inn í herbergið. Bestu stundir dagsins voru þegar hún var hjá honum og var hún óþreytandi að koma við, á hinum ýmsu tímum dags, eftir að hún flutti að Árskógum og hann í Skógarbæ. Við áttum skemmtilegar stundir á ferð um landið og ávallt var tengda- mamma með forláta box með smurðu brauði. Það var alltaf jafnspennandi að vita hvað væri á bökkunum. Hugurinn reikar til Þingvalla þar sem foreldar okkar Jóns áttu sum- arbústað með Gunnari bróður Guð- mundar. Þar var oft glatt á hjalla. Farið í gönguferðir og báturinn tek- inn og siglt til Sandvíkur eða dorgað. Mér er sérstaklega minnisstætt að einn sænskur vinur okkar hafði beðið okkur að útvega svarta möl í lista- verk, við vorum búin að fara á ýmsa staði að leita, en svo þegar ég stóð með stöngina við vatnið þá var þar kominn sandurinn sem hann hafði beðið um, á ströndinni okkar á Þing- völlum. Sumarbústaðurinn á Þing- völlum var ekta sumarbústaður, opn- aður á vorin og lokað á veturna. Þá voru sængur hengdar upp á band og stórt rúgbrauð sett á blað á gólfið fyr- ir mýsnar. Vatninu var dælt upp í hús frá Þingvallavatni, eldað á gasi og hit- að upp með kamínu. Stundum kom steinn í leiðsluna frá vatninu og þá þurfti að gera við. Öllu þessu stjórn- aði tengdapabbi með festu og rólyndi. Honum var oft strítt á því að hann kunni ekki að reka nagla, en það var vegna þess að hann kallaði ávallt á Kristján bróður sinn þegar vinna þurfti smíðaverk á heimilinu. Tengda- pabbi hló að þessu og sagði að best væri að láta fagmenn um verkið. Með hlýhug og þakklæti í hjarta þakka ég samfylgdina. Elsku Elísa- bet, megi Guð styrkja þig á þessum tímamótum í lífi þínu. Ég vil þakka starfsfólki Skógar- bæjar umönnun hans síðastliðin ár og einnig alúð og umhyggju í garð fjöl- skyldunnar. Marta Kjartansdóttir. Elsku afi, við systkinin viljum minnast þín með nokkrum orðum. Þegar við vorum lítil vorum við oft í pössun heima hjá ömmu og afa í Hamrahlíðinni. Það var alltaf rólegt og þægilegt að koma til afa og ömmu og allt í föstum skorðum. Dagurinn byrjaði í sundlaugunum og svo kom afi alltaf heim í hádeginu, amma sauð ýsu og svo var sest til borðs og hlust- að á hádegisfréttirnar. Enn í dag minnumst við þeirra tíma með bros á vör þegar við heyrum stefið í hádeg- isfréttunum. Ef tími gafst til þá tefldi afi oft við okkur áður en hann fór aft- ur í vinnuna og amma prjónaði og spjallaði við okkur á meðan. Á sunnu- dögum var iðulega farið í læri í Hamrahlíðina. Á meðan amma klár- aði sósuna rölti afi með okkur að kaupa gos í glerflöskum. Við horfðum svo spennt á hann blanda Malti og appelsíni í grænu könnuna. Oft lá leið okkar í sumarbústaðinn á Þingvöllum, þaðan eigum við sérstak- lega ljúfar minningar um afa okkar. Hann kenndi okkur m.a. að þræða maðk á krók og veiða silung í Þing- vallavatni og keppt var um stærsta fiskinn. Oft fór hann með okkur út á vatnið á bátnum Flugunni og afi pass- aði vel upp á að allir væru í björg- unarvestum og öruggir í bátnum. Við eigum öll mjög góðar minningar úr bústaðnum með fjölskyldunni. Afi Guðmundur var mjög fróður og vel lesinn. Hann hafði mjög gaman af því að ræða þjóðmálin við okkur og sýndi mikinn áhuga á skólamálum okkar. Hann sýndi ávallt því sem við GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.