Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
eeee
V.J.V, Topp5.is
HVERNIG ÁTTU
AÐ HALDA Í
ÞANN SEM ÞÚ
HEFUR ALDREI
HITT.
FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG
SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT.
eee
S.V. MBL.
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
SAMBÍÓ KEFLAVÍKSAMBÍÓ AKUREYRI
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:30
THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30
CARS M/- ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 10:50
BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 6 - 8:30
KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:50 B.I. 14.ÁRA.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG
VINCE VAUGHN FARA HREINLEGA Á KOSTUM.
TAKTU AFSTÖÐU.TAKTU AFSTÖÐU.
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
KVIKMYNDIR.IS
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM
JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN FARA HREINLEGA Á KOSTUM.
THE BREAK UP kl. 8 - 10:10
THE CLICK kl. 8 B.I. 10 ÁRA
THE FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10:10 B.I. 12 ÁRA
THE BREAK UP kl. 6 - 8 - 10.10
BÍLAR ÍSL TAL kl. 5:40
LAKEHOUSE kl. 8 - 10.10
Reykjavík
Innipúkinn á Nasa
Að vanda verður fjöldi hljómsveita
á Innipúkanum, 4., 5. og 6. ágúst, en
hátíðin er nú haldin í fimmta sinn.
Hefjast tónleikarnir alla dagana kl.
18. Meðal þeirra sem fram koma eru
Televison, Throwing Muses, Mugi-
son, Ampop, Jeff Who, Speaker Bite
Me, Solex og Jomi Massage.
20 ára aldurstakmark er á hátíðina
og kostar 2.800 kr á staka daga en
6.300 á alla hátíðardagana.
Sveitaball á mölinni
Hljómsveitirnar Brimkló og Papar
bjóða til Sveitaballs á mölinni á
skemmtistaðnum Players, 5.og 6.
ágúst.
Suður- og Vesturland
Fjölskylduhátíð í Galtalæk
Á Bindindismótinu koma meðal
annars fram Stuðmenn ásamt Birg-
ittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og
Stefáni Karli, Skímó og Paparnir.
Hljómsveitin Sumargleðin kemur
saman á ný í þetta eina skipti, en
hana skipa gleðipinnarnir Raggi
Bjarna, Hemmi Gunn, Ómar Ragn-
arsson, Þorgeir Ástvaldsson og
Maggi Prins Póló. Einnig má nefna
Idol-hljómsveitina Ízafold, Snorra,
Ingó og Bríet Sunnu úr Idolinu.
Flugeldasýning og varðeldur verð-
ur að vanda og er hátíðin vímulaus.
Flughátíð, Múlakoti
Flugáhugamenn munu hittast í
Múlakoti. Meðal annars verður hald-
in lendingakeppni.
Flúðir
Á Flúðum verður meðal annars
hægt að fylgjast með árlegri
traktorstorfæru og furðufatakeppni.
Kirkjubæjarklaustur
Haldin verður hátíðarbrenna með
tónlist og söng á sunnudeginum.
hljómsveitin Oxford spilar fyrir gesti
og er aldurstakmark 16 ár á ball
sunnudagsins.
Kotmót, Kirkjulækjarkoti
Kristilegt fjölskyldumót verður í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Meðal
dagskrárliða eru tónleikar Gosp-
elkórs Hvítasunnukirkjunnar, barna-
mót, varðeldur og ýmsar hljómsveitir
sem koma fram. Ræðumaður mótsins
er Gary Wilkerson. Allir eru vel-
komnir á hátíðina en þess má geta að
Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi fagn-
ar í ár 85 ára afmæli.
Sólheimar, Menningardagskrá
Sólheimar halda Menningarveislu í
allt sumar. Um verslunarmannahelg-
ina syngur Sólveig Samúelsdóttir
messósópran á laugardag. Á sunnu-
dag verður Hrafnhildur Schram með
leiðsögn um höggmyndagarð Sól-
heima. Aðgangur að öllum
viðburðum er ókeypis.
Sæludagar í Vatnaskógi
KFUM og K halda fjöl-
skylduhátíð í Vatnaskógi.
Boðið er upp á fjölbreytta
dagskrá þar sem bæði
börn, unglingar og full-
orðnir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Meðal
skemmtikrafta má nefna
KK og Ellen, Jón Víðis
töframann og hljómsveitina
Aiz-you. Meðal dag-
skrárliða er söngvakeppni
barna, kassabílaarall og
hinir árlegu sæludaga-
leikar.
Úlfljótsvatn
Bandalag íslenskra skáta
og Skátasamnband
Reykjavíkur hafa opið
tjaldstæði á Úlfljótsvatni
en engar skipulagðar uppá-
komur. Ýmis afþreying er í
boði á staðnum, s.s. báta-
leiga, klifurturn og ýmis leiktæki.
Þjóðhátíð í Eyjum
Meðal hljómsveita sem skemmta á
Þjóðhátíð eru Todmobile, Á móti sól,
Stuðmenn, Í svörtum fötum og Jet
Black Joe. Einnig koma fram hljóm-
sveitirnar Hálft í hvoru og Dans á
rósum.
Brúðubíllinn skemmtir yngstu
gestunum, og Leikfélag Vest-
mannaeyja með atriði. Brennan, flug-
eldasýningin og brekkusöngurinn
eru á sínum stað og mundar Árni
Johnsen gítarinn af alkunnri snilld.
Þess má geta að brekkusöngurinn
fagnar 30 ára afmæli. Aðgangur að
hátíðinni kostar 8.500 í forsölu á
bensínstöðvum Essó um land allt.
Norðurland
Ein með öllu, Akureyri
Sálin hans Jóns míns, Skímó,
Greifarnir og Land og synir verða
meðal þeirra sem leika á Akureyri
um verslunarmannahelgina. Þá held-
ur Páll Óskar uppi fjörinu á unglinga-
dansleik hátíðarinnar. Fjölbreytt
skemmtiatriði eru í boði og Tívolí-UK
verður með leiktæki. Lokahátíð er á
Akureyrarvelli þar sem sungið verð-
ur við varðeld og flugeldum skotið á
loft. Öll dagskrá á miðbæjartorgi og
íþróttavelli bæjarins er ókeypis.
Síldarævintýri á Siglufirði
Boðið er upp á úrval afþreyingar á
Siglufirði. Haldinn verður dansleikur
en gestir geta einnig heimsótt Síld-
arminjasafnið, sundlaug bæjarins og
golfvöll.
Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmótið er haldið að
Laugum í Þingeyjarsveit. Von, Ína
Valgerður og hljómsveit, Oxford,
Uppþot og Ultra Mega Technoband-
ið Stefán skemmta á kvöldvökum.
Leiktæki eru fyrir yngstu kynslóð-
ina.
Austurland
Álfaborgarséns, Borgarfirði eystra
Neistaflug á Neskaupstað
Meðal skemmtikrafta sem fram
koma á Neistaflugi eru Gunni og Fel-
ix, Birta og Bárður úr Stundinni okk-
ar og Laddi, sem skemmtir við varð-
eldinn á sunnudagskvöld.
Í Egilsbúð verður á föstudag
„Queen-show“ til minningar um
Freddie Mercury. Í svörtum fötum
koma fram, og Páll Óskar þeytir skíf-
um. Á laugardagskvöld er útidans-
leikur með Skítamóral og á Sunnudag
tónleikar með Sálinni hans Jóns míns.
Álfaborgarséns
Dagskrá Álfaborgarséns 2006 hef-
ur ekki endanlega verið ákveðin en
reiknað er ýmsum útivistarvið-
burðum, svo sem knattspyrnumóti,
Neshlaupi og grillkvöldi: Þá verður
dansleikur í Fjarðarborg á laugardeg-
inum þar sem Danshljómsveit Frið-
jóns leikur fyrir dansi.
Skemmtanir | Fjölmörg atriði af ýmsum toga í gangi um verslunarmannahelgina
Uppá palli, inní tjaldi, útí skógi
!"#
$
%
&
"
! " # '()"
!)
$%
! &
! *
*&!+
$"
"
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gunni og Felix skemmta yngstu kynslóðinni á Neistaflugi í Neskaupstað.
Heiða Helgadóttir
Greifarnir munu áreiðanlega leika lagið
„Útihátið“ þegar þeir koma fram á hátíðinni
Einni með öllu í höfuðborg norðursins.