Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 1
Listaveislan
LungA
Át fjóra
andarunga
Græðgin varð átfrekum urriða
að aldurtila í Laxá | 6
KR lagði ÍBV í vítakeppni
Viggó þjálfar Flensburg
Veigar Páll skorar enn
Stærri og veglegri hátíð en
nokkru sinni fyrr | 18/38
DANSKIR stjórnmálamenn segja að
hluti af hugsanlegum tekjum sem
fengist gætu við olíuvinnslu við
Grænland eigi að renna í danska rík-
issjóðinn til mótvægis við árleg fjár-
framlög Dana til Grænlendinga.
Danir greiða þeim árlega sem
nemur 36 milljörðum íslenskra króna
og segja talsmenn þriggja stjórn-
málaflokka í Danmörku að nota eigi
hluta olíuteknanna til að lækka fjár-
framlagið, að því er fram kemur í
Politiken. Jarðfræðingar telja að
geysilegt magn af olíu geti verið á
sjávarbotni við Grænland. | Miðopna
Grænlend-
ingar fái
ekki allan
olíugróðann
ÍSRAELSKA kajakkonan Rotem
Ron, sem ætlar sér að róa hringinn
í kringum landið, náði landi í
Reykjavík í gærkvöldi. Rotem á nú
einungis eftir að fara yfir Faxaflóa
og fyrir Snæfellsnes að lokamark-
inu í Stykkishólmi, en þaðan lagði
hún af stað 10. júní sl. Að sögn Rot-
em var suðurleiðin erfiðasti leggur
ferðarinnar og þurfti hún að glíma
við mikla ölduhæð og brim auk þess
sem sandbyljir á landi gerðu henni
erfitt fyrir. „Þetta var stór-
vandræðalaust en auðvelt var það
ekki,“ segir Rotem. Henni var þó
launuð þolinmæðin með nátt-
úrufegurð strandlengjunnar sem
hún segir engri lík. „Á Vestfjörðum
sá ég snævi þakta jörð en þegar ég
fór um Norðurland og Austurland
urðu fjöllin miklu grænni. Fugl-
arnir, fiskarnir, hvalirnir og allt
það sem ég er ekki vön að sjá heima
fyrir heillaði mig upp úr skónum.“ Morgunblaðið/ÞÖK
„Stórvand-
ræðalaust en
auðvelt var
það ekki“
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
CONDOLEEZZA Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, átti fund
með Fouad Siniora, forsætisráð-
herra Líbanons, í Beirút, höfuðborg
landsins, í gær en þangað fór hún
óvænt í ferð sinni um Mið-Austur-
lönd þar sem hún reynir að tryggja
frið. Þá átti hún fund með forseta líb-
anska þingsins, en hann hafnaði til-
lögum Rice að lausn á deilu Ísraela
og Hizbollah.
Siniora sagði Rice að árásir Ísr-
aela á landið væru að færa það „aft-
urábak um 50 ár“ og krafðist vopna-
hlés þegar í stað. Rice lofaði hann
flóttamenn en talið er að þeir séu
orðnir meira en 800 þúsund. Haft var
eftir öðrum embættismanni hjá SÞ
að sú upphæð væri dropi í hafið og
talið væri að tjón vegna árása Ísraela
í Líbanon næmi tveimur milljörðum
dala. Bandaríkjamenn ætla að veita
30 milljóna dollara aðstoð.
taka ætti á Hizbollah væri innanrík-
ismál í Líbanon.
Dropi í hafið
Jan Egeland, yfirmaður neyðar-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna, SÞ,
hefur beðið um 150 milljóna dollara
til neyðaraðstoðar við líbanska
fyrir „hugrekki“ og sagðist hafa
„miklar áhyggjur af þjáningum Líb-
ana“. Fundurinn var spennuþrung-
inn og tók tvær klukkustundir, mun
lengur en áætlað hafði verið.
Þá hafnaði forseti líbanska þings-
ins, Nabih Berri, sem tengist Hizbol-
lah, tillögum Rice á fundi. Þar var
kveðið á um vopnahlé, að líbanski
herinn og fjölþjóðlegar sveitir yrðu
send til suðurhluta landsins og Hiz-
bollah-samtökin afvopnuð á 30 km
svæði frá landamærunum við Ísrael.
Berri hafnaði því og lagði til að
samið yrði um vopnahlé en beðið
með að senda líbanska herinn á vett-
vang. Til að vopnahlé næðist yrðu að
koma til fangaskipti og það hvernig
Rice hitti ráða-
menn í Beirút
Forseti líbanska þingsins hafnaði til-
lögum bandaríska utanríkisráðherrans
Reuters
Líbanskur drengur skoðar rústir húsa í Beirút eftir árásir Ísraela.
Lundúnum. AFP. |
Hið klassíska
rómantíska
bónorð þar sem
karlinn fer á
hnén og biður
kærustu sinnar,
virðist vera á
undanhaldi ef
marka má
breska könnun. Í ljós kom að
þriðjungur para einfaldlega
ákveður í sameiningu að giftast.
Þó virðist enn vera hlutverk karls-
ins að bera upp bónorðið, ef trú-
lofun fer þá fram á þann hátt, því
samkvæmt könnuninni höfðu kon-
urnar einungis beðið karla sína að
giftast sér í 3% tilvika. 8.500
manns tóku þátt í könnuninni.
Rómantíska
bónorðið
á undanhaldi
PASCAL Lamy, framkvæmdastjóri Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar, WTO, lýsti því yfir í gær að
frekari samningaviðræðum sem kenndar hafa
verið við Doha yrði frestað um ótiltekinn tíma.
Árangur af þeirri fundalotu sem staðið hefur yfir í
Genf er því enginn, en markmið viðræðnanna var
að ná samkomulagi um frjálsari viðskipti með
landbúnaðarvörur og lækkun tolla.
Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, sem tekið hefur þátt í Doha-
viðræðunum undanfarin ár, segir að kenna megi
átökum milli Bandaríkjanna, Evrópusambands-
ins og stærri þróunarríkja eins og Brasilíu og
Indland og Brasilía, sýni vilja til að koma á móts
við kröfur um að opna markaði sína fyrir iðnaðar-
vörur. Það má segja að viðræðurnar sitji fastar
inni í þessum þríhyrningi. Á meðan ekkert þokast í
samkomulagsátt um þessi stóru ágreiningsmál
gerist ekki neitt,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur treysti sér ekki til að spá fyrir um
næstu skref í Doha-viðræðunum. Lamy hefði
frestað viðræðum um ótiltekinn tíma. Væntanlega
þyrftu samningamenn einhverja mánuði til að
kæla sig niður.
Upphaflega var áformað að ljúka Doha-viðræð-
unum á fjórum árum, en nú hafa þær staðið í sex ár
án þess að samkomulag hafi tekist.
Indlands um árangursleysi viðræðnanna.
„Það er samdóma álit allra sem að þessum við-
ræðum koma að Bandaríkjamenn þurfi að taka á
sig meiri niðurskurð í innanlandsstuðningi við
landbúnað en þeir hafa verið reiðubúnir að gera.
Það er mikill þrýstingur á Evrópusambandið að
veita meiri markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvör-
ur, en sambandið hefur ekki verið tilbúið að mæta
þeim kröfum. Síðan vantar mikið upp á að stærri
þróunarríki, sem eru lengra á veg komin eins og
Árangurslausar viðræður
Bandaríkin þurfa að taka
á sig meiri niðurskurð
í stuðningi við landbúnað
Doha-viðræðunum | 10 og 14
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
♦♦♦
STOFNAÐ 1913 200. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Íþróttir í dag