Morgunblaðið - 25.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGINN ÁRANGUR Frekari samningaviðræðum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO) í Genf hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Mark- mið viðræðnanna var að ná sam- komulagi um frjálsari viðskipti með landbúnaðarvörur og lækkun tolla. Guðmundur Helgason ráðuneyt- isstjóri segir viðræður hafa siglt í strand vegna átaka milli Bandaríkj- anna, ESB og stærri þróunarríkja. Framkvæmdir stöðvaðar Framkvæmdum við nýja bens- ínstöð Essó nálægt Umferð- armiðstöðinni var hætt í liðinni viku þar sem tilskilin leyfi höfðu ekki fengist. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, segir sjálf- stæðismenn telja að þessi staðsetn- ing stöðvarinnar sé ekki heppileg en viðurkenni rétt Essó til að reisa hana. Komin til Mið-Austurlanda Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hitti for- sætisráðherra Líbanons og forseta líbanska þingsins í Beirút í gær en hún er á ferð um Mið-Austurlönd þar sem hún reynir að miðla málum til að tryggja frið á svæðinu. Reglur um eldiskvíar Undirbúningur er hafinn að setn- ingu reglna um staðsetningu fiskeld- iskvía. Sjávarútvegsráðherra segir vinnuna á frumstigi. Í slíkum reglum yrði skorið úr hvar slíkar kvíar mættu vera og til dæmis hversu ná- lægt árósum þær mættu vera. Vilja hluta af olíugróða Danskir stjórnmálamenn segja að hluti af hugsanlegum tekjum sem fengist gætu við olíuvinnslu við Grænland eigi að renna í danska rík- issjóðinn til mótvægis við árleg fjár- framlög Dana til Grænlendinga. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Viðskipti 12 Bréf 24 Úr verinu 13 Minningar 25/31 Erlent 14/15 Skák 25 Akureyri 17 Dagbók 32/35 Austurland 18 Víkverji 32 Landið 20 Velvakandi 33 Daglegt líf 19 Staður og stund 34 Landið 20 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20, 36 Veður 42 Umræðan 21/24 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %      &         '() * +,,,                        MAÐURINN sem lést í bif- hjólaslysi við Eystri-Rangá á sunnudag hét Birkir Hafberg Jónsson til heimilis að Öldu- bakka 19, Hvolsvelli. Birkir var 26 ára að aldri, fæddur 9. apríl árið 1980 og var ókvæntur og barnlaus. Lést í bif- hjólaslysi MAÐURINN sem lést í bílslysi á Strandavegi í nágrenni Hólmavíkur á laugardag hét Þórður Björnsson til heimilis að Skólabraut 5 á Seltjarnar- nesi. Þórður fæddist á Hólma- vík 8. nóvember árið 1922 og ólst þar upp. Stundaði hann sjó- mennsku á yngri árum þar til hann flutti til Keflavíkur árið 1952 þar sem hann starfaði lengst af sem bifreiðarstjóri. Lést í bíl- slysi við Hólmavík FYRSTI fundur samráðsnefndar Reykjavíkurborgar um málefni eldri borgara var haldinn í gær. Með nefndinni verður komið á vettvangi þar sem eldri borgarar í Reykjavík munu fá beinan aðgang að kjörnum fulltrúum í borgarstjórn en að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og full- trúa Samtaka aldraðra í nefndinni hefur verið full þörf á slíku. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri sat fyrsta fund nefndarinnar en í henni sitja tveir fulltrúar úr borgarstjórn auk fulltrúa frá Sam- tökum aldraðra og Félagi eldri borg- ara. Jórunn Frímannsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður nefndarinnar og segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafi lagt fram tillögu þeg- ar flokkurinn var í minnihluta um stofnun slíkrar nefndar en hún hafi ekki náð fram að ganga. „Hug- myndin er sú að það sé bein tenging milli pólitískra fulltrúa og samtaka eldri borgara. Samtök aldraðra og Félag eldri borgara hafa talað um að þörf væri á að koma upplýsingum beint til kjörinna fulltrúa,“ segir Jórunn. Nefndin mun ekki skila af sér niðurstöðum eða skýrslu heldur er tilgangurinn með stofnun hennar fyrst og fremst að koma á virku samráði en á fundinum í gær var ákveðið að stefnt yrði að því hún myndi hittast fjórum sinnum á ári. Markmið samráðsins er að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði og móta áætlun um hvernig eyða megi löngum biðlistum eftir húsnæði. Einnig að tryggt verði nægt fram- boð búsetukosta og leiðir verði skoð- aðar til að auka val aldraðra um þjónustu, umhverfi og aðstæður. „Við viljum skoða sem flestar gerðir úrræða því fólk er með mismunandi þarfir,“ segir Jórunn. „Við erum að taka við núna og við viljum opna á sem flestar leiðir til að hægt sé að sjá þá möguleika sem eru til staðar.“ Jón Aðalsteinn Jónasson, fulltrúi Samtaka aldraðra í nefndinni, segir að tími hafi verið kominn til að hlust- að væri á raddir eldri borgara. „Við höfum bent ráðamönnum á að fólk vilji búa heima hjá sér eins lengi og hægt er, en ekki að vera sett inn á stofnanir. Það þarf að auka heima- þjónustu og heimahjúkrun til að það geti gengið upp. Þessi samráðsnefnd er mjög góð leið miðað við það sem við höfum áður fengið og borg- arstjóri tekur myndarlega á þessu máli,“ segir Jón Aðalsteinn. Samtök aldraðra hafi reynt að ræða málin við ráðamenn bæði ríkis og borgar og fengið afar litlar undirtektir. „Eldra fólk hefur verið sett mikið út úr umræðunni en þetta er mjög fjöl- mennur hópur og hann er að eldast og verða stærri.“ Fundur samráðsnefndar um málefni eldri borgara Morgunblaðið/Árni Sæberg Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heilsar fundarmönnum á fyrsta fundi nýju samráðsnefndarinnar. Fleiri leiðir verði opnaðar OF SNEMMT er að segja til um hvaða lagaákvæðum þarf að breyta til að fullnægja ákvörðunum um breyt- ingar á upplýsingakerfi Schengen, segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sem sat fund um málið í Brussel í gærdag. Lagalega hlið málsins er enn til skoðunar á meðal ráðherra og einnig milli framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins. Breytingarnar á upplýsingakerfinu áttu að taka gildi í apríl 2007 en Björn segist ekki viss um að búið verði að leysa öll tæknileg vandamál fyrir þann tíma. „Að því er stefnt að unnt verði að hrinda að minnsta kosti hluta kerfisins í framkvæmd næsta vor en þetta er enn óljóst vegna tæknilegra úrlausnarefna, í raun er auðveldara að finna pólitískar og lögfræðilegar lausnir en glíma við hinn tæknilega vanda,“ segir ráðherra og bætir því við að Schengen-samstarfið sé að taka miklum breytingum um þessar mundir. Koma þær breytingar til vegna stækkunar Evrópusambands- ins, og þar með Schengen, og hinnar nýju tækni við skráningu og nýtingu upplýsinga á grundvelli rafrænna vegabréfa. „Það stefnir allt í að útgáfa vegabréfsáritana verði í raun á einni hendi inn á Schengen-svæðið í því skyni að tryggja sem best ytri landa- mæri þess,“ segir Björn Bjarnason. Schengen tekur miklum breytingum SAMFYLKINGIN leggur til að borgarstjóra verði falið að hefja nú þegar viðræður um flutning á mál- efnum aldraðra, fatlaðra, heilsu- gæslu, þar með talinni heima- hjúkrun og tengdum verkefnum, frá ríki til Reykjavíkurborgar. Til- laga þessa efnis verður flutt á næsta borgarráðsfundi. Á fyrsta fundi samráðshóps um málefni aldraðra í gær var þetta kynnt. Borgarstjóri greindi frá því að hann hefði óskað þess af ráðu- neytum heilbrigðis- og fjármála að skipaðir yrðu hópar um byggingu einstakra hjúkrunarheimila, segir í tilkynningu frá Degi B. Eggerts- syni, borgarfulltrúa Samfylkingar. „Eðlilegt er að stefna að samfloti allra sveitarfélaga í þessu efni en þyki fullreynt að ná samkomulagi undir merkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga leiti Reykjavíkurborg beinna samninga um verkefnaflutn- ing. Tryggt verði að nauðsynlegir fjármunir til uppbyggingar og reksturs viðkomandi málaflokka fylgi verkefnunum. Stefnt skal að því að samkomulag og áætlanir um verklag við verkefnaflutninginn liggi fyrir um áramót,“ segir í til- lögu Samfylkingarinnar. Vilja viðræður við ríkið LÖGREGLAN í Reykjavík viðhafði í gær sérstakt umferðareftirlit þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km. Mega 20 ökumenn eiga von á því að fá sekt fyrir hraðakstur. Af þeim verður einn sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og tveir í tvo mánuði. Að sögn lögreglu stendur til að halda eftirlitinu áfram. 20 teknir fyr- ir hraðakstur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.