Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 7

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 7 FRÉTTIR SEXTÁN ökumenn voru teknir fyr- ir ölvunarakstur hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Að mati lög- reglunnar er þetta mikið áhyggju- efni. Jafnmargir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að nota ekki bílbelti og þá voru þrjátíu teknir fyrir hraðakstur þessa sömu helgi. Sextán teknir fyrir ölvunarakstur JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fulla ástæðu til að velta fyrir sér til hvers nefnd um matvælaverð hafi verið skipuð miðað við viðbrögð ráð- herra í ríkis- stjórninni við hugmyndum sem Hallgrímur Snorrason, hag- stofustjóri og for- maður nefndar- innar, setti fram í skýrslu sinni. „Forsætisráð- herra snýst í raun gegn öllum hug- myndum sem formaður matvælaverðsnefndarinnar setur fram í skýrslu sinni. Þannig telur forsætisráðherra að niðurfelling á vörugjöldum og tollum og lækkun virðisaukaskatts skili sér miklu fremur til heildsala og smásala en í buddu almennings. Neytendasam- tökin minna á tvennt í þessu sam- bandi. Í fyrsta lagi liggur fyrir að þegar virðisaukaskattur var lækkað- ur í 14% á flestöllum matvælum þá skilaði það sér til neytenda. Í öðru lagi hafa stjórnvöld eftirlitsstofnanir sem geta fylgt því fast eftir að þessar lækkanir skili sér til neytenda. Þá segir forsætisráðherra einnig að flokkur hans vilji, eins og samstarfs- flokkur hans í ríkisstjórn, standa vörð um íslenskan landbúnað og er á forsætisráðherra að skilja að þar með megi ekki hrófla við ofurtollum á innfluttum landbúnaðarvörum. Landbúnaðarráðherra hefur bent á í fjölmiðlum að það séu ekki aðeins matvæli sem séu dýr hér á landi og nefnir dæmi um verð á lyfjum og fatnaði og að þetta þurfi einnig að skoða. Það er undarlegt að fyrst nú þegar tillögur liggja fyrir um hvern- ig ná megi niður verði á matvælum skuli landbúnaðarráðherra reyna að eyða umræðunni með þessu. Hvers vegna í ósköpunum kom hann ekki strax með þessar athugasemdir sín- ar? Þá er furðulegt að réttlæta hátt matvælaverð með þessum hætti,“ segir Jóhannes í pístli á heimasíðu Neytendasamtakanna. Jóhannes segir að Neytendasam- tökin ætlist til þess að stjórnvöld fari eftir tillögum formanns nefndarinn- ar um hvernig lækka megi allt of hátt matvælaverð hér á landi. Sam- tökin minna á að matvælaverð hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Það sé jafnframt skoðun Neytendasamtakanna að það sé ekki endalaust hægt að fara í buddu neyt- enda til að halda uppi óarðbærri framleiðslu í landinu. Spyr til hvers matvæla- nefndin var sett á fót Jóhannes Gunnarsson GLATT var á hjalla hjá íbúum við Jörfabakka í Breiðholti þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá um helgina. Þar var búið að slá upp heljarinnar íbúahátíð með öllu tilheyrandi en há- tíð þessi er árlegur viðburður við bakkann og telst íbúum til að þetta sé sautjánda árið sem hún er haldin. Kepptu börnin meðal annars á íþróttamóti þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu frammistöðu og Þorkell Elías Kristinsson lét sig ekki vanta frekar en áður og lék af ákafa á harmonikkuna. Að endingu var grillað og skemmt sér í blíðviðr- inu fram á kvöld. Morgunblaðið/ Jim Smart Harmonikkan munduð á íbúahá- tíð við Jörfabakka ÚTSALA INNBROT var framið í söluturn- inum Ásnum í Stykkishólmi í fyrri- nótt og hefur lögreglan á Snæfells- nesi tekið málið til rannsóknar. Spennt hafði verið upp hurð í dyr- um söluturnsins og hún skemmd. Síðan var stolið töluverðu magni af varningi. Þar á meðal öllum DVD- myndunum af leigu söluturnsins, DVD- og myndbandstækjum ásamt sælgæti og gosdrykkjum. Innbrot í Stykkishólmi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.