Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýi meirihlutinn lætur sér ekki nægja að þvo, ryksuga og skjóta, það skal líka hreinsa
borgina af strætó klúðrurum.
Æ fleiri fyrirtækireyna nú aðhvetja starfs-
fólk sitt til að hætta að
reykja í vinnutímanum.
Eins og kunnugt er hefur
ríkt bann um reykingar á
vinnustöðum síðan reglu-
gerð við tóbaksvarnarlög-
in tók gildi 15. júní 1999
og hefur síðan verið bann-
að að reykja í húsnæði
fyrirtækja, á húslóðum
þeirra sem og í bílum svo
dæmi séu nefnd. Víða hafa
verið útbúin sérstök reyk-
herbergi fyrir starfs-
menn, en eftir því sem blaðamað-
ur kemst næst virðast slík
reykherbergi vera á undanhaldi
og tækifærið oft notað þegar fyr-
irtæki skiptir um húsnæði að
leggja slík herbergi af.
Landspítali – háskólasjúkrahús
bættist nýverið í hóp þeirra fyr-
irtækja sem hyggjast banna reyk-
ingar starfsmanna sinna í vinnu-
tíma. Bannið á að taka gildi 1.
janúar 2007, en samkvæmt upp-
lýsingum blaðamanns var ákveðið
að hafa rúman undirbúningstíma,
því allt árið 2006 verður notað til
þess að undirbúa þessa breytingu
í átaki sem nefnist „Göngum alla
leið.“ Að sögn Hólmfríðar Er-
lingsdóttur, verkefnisstjóra á
skrifstofu starfsmannamála LSH,
hefur spítalinn lengi verið reyk-
laus vinnustaður. „Samt var vitað
að einstaka starfsmenn reykja
enn í vinnutímanum, hér og þar
fyrir utan spítalann. Það þótti
ástæða til þess að stíga skrefið til
fulls og gera spítalann raunveru-
lega að algjörlega reyklausum
vinnustað,“ segir Hólmfríður og
bendir á að í öllum atvinnuauglýs-
ingum LSH komi fram að um
reyklausan vinnustað sé að ræða.
Hvetja starfsfólkið með
jákvæðum aðgerðum
Aðspurð segir Hólmfríður við-
tökur starfsmanna við átakinu
hafa verið góðar og að langflestir
hafi mikinn skilning á því að LSH
stígi skrefið til fulls og verði al-
gjörlega reyklaus vinnustaður.
Þess ber þó að geta að fyrrgreint
átak nær aðeins til starfsfólks og
að ekki hafa verið teknar ákvarð-
anir um breytingar á reykaðstöðu
sjúklinga á sjúkahúsinu. Sjúk-
lingum er ávallt veitt aðstoð við
að hætta að reykja hafi þeir
áhuga á því og er sú aðstoð bæði í
formi ráðgjafar og lyfja, s.s. nikó-
tíntyggjós og nikótínplástra.
Til þess að aðstoða starfsfólk
LSH við að hætta að reykja hefur
spítalinn boðið því upp á reyk-
leysisnámskeið hjá Krabbameins-
félagi Reykjavíkur, ýmiss konar
fræðslu bæði á innri vef spítalans
sem og í fréttabréfi vinnustaðar-
ins auk þess sem starfsmönnum
er veittur afsláttur af nikótínlyfj-
um. Nú í sumar hefur reyklausum
deildum og einingum spítalans
verið veitt sérstök viðurkenning
og verðlaun, t.d. í formi ávaxta-
karfna. Allt er þetta, að sögn
Hólmfríðar, gert til þess að hvetja
starfsfólkið til reykleysis á já-
kvæðan hátt. Í fyrrnefndri könn-
un var spurt um afstöðu starfs-
manna til átaksins „Göngum alla
leið.“ Sögðu tæplega 90% að-
spurðra að þeim litist mjög vel
eða vel á það. Aðeins 2% sögðu að
þeim litist illa á, en 10% höfðu
ekki skoðun. Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hefur um árabil boð-
ið upp á námskeið fyrir vinnustaði
til þess að hjálpa starfsmönnum
að hætta að reykja. Að sögn Guð-
laugar B. Guðjónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra félagsins, eykst
eftirspurnin eftir slíkum nám-
skeiðum ávallt þegar reykingar
og reykingabann eru mikið til
umræðu í þjóðfélaginu. Bendir
hún sem dæmi á að öll umræðan
um reykingabann á veitinga- og
skemmtistöðum, sem taka mun
gildi um mitt næsta ár, hafi
greinilega ýtt við mörgum um að
leita sér aðstoðar við að hætta að
reykja.
Reyklausum starfsmönnum
greidd hærri laun
Aðspurð segir hún nokkur
reykleysisnámskeið verða í boði í
haust, en a.m.k. þrjú fyrirtæki
bíði eftir slíkum námskeiðum en
þeirra á meðal eru LSH og Húsa-
smiðjan. Segir hún fjölda nám-
skeiða fara eftir því hversu marg-
ir starfsmenn viðkomandi
fyrirtækja skrái sig. Að sögn Guð-
laugar hefur orðið nokkur breyt-
ing frá því sem áður var, en fyrir
nokkrum árum tókst fyrirtækjum
auðveldlega að fylla heilt nám-
skeið. Nú virðast víða hins vegar
vera orðnir svo fáir starfsmenn
eftir í viðkomandi fyrirtækjum
sem reykja að oft séu á hverju
námskeiði starfsmenn frá tveim-
ur til þremur fyrirtækjum í senn.
Guðlaug fagnar því að sífellt
fleiri fyrirtæki séu farin að taka
fram í atvinnuauglýsingum sínum
að um reyklausan vinnustað sé að
ræða. Segir hún þetta sterkara
skref en að auglýsa eftir reyk-
lausu starfsfólki, sem oft tíðkist.
Að sögn Guðlaugar beita fyrir-
tæki ýmsum aðferðum til að
hvetja starfsfólk til að hætta að
reykja. Segist hún t.d. vita að fyr-
irtæki hafi greitt reyklausum
starfsmönnum hærri laun með
þeim rökum að reykingafólk taki
fleiri pásur vegna reykinga og sé
mun oftar frá vegna veikinda.
Fréttaskýring | Reykingar í vinnutíma
Ætla að stíga
skrefið til fulls
Sífellt fleiri fyrirtæki vilja taka fyrir
reykingar starfsmanna á vinnutíma
Um 20% landsmanna reykja daglega.
LSH notar ár til að
undirbúa algjört reykleysi
Til að skoða umfang reykinga
starfsmanna LSH var í febrúar
sl. framkvæmd vefkönnun meðal
starfsmanna. Af þeim sem svör-
uðu sögðust 49% aldrei hafa
reykt, 35% sögðust þegar vera
hætt að reykja, 11% sögðust
reykja daglega og af þeim sögð-
ust 7% svarenda reykja í vinnu-
tíma. Þess ber að geta að aðeins
561 starfsmaður svaraði spurn-
ingunni, sem er um 10% allra
starfsmanna spítalans, því á LSH
starfa í kringum 5.000 manns.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
FULLTRÚAR geimvísindastofnana
Bandaríkjanna (NASA), Evrópu
(ESA) og Japan (JAXA) komu sam-
an á ráðstefnu sem fram fór á Foss-
hótel Nesbúð á Nesjavöllum. Ráð-
stefnugestirnir voru á fjórða tug, frá
átta mismunandi löndum.
„Ísland varð fyrir valinu vegna
þess að það er hlutlaust svæði,
heppilega staðsett milli Japan,
Bandaríkjanna og Evrópu,“ að sögn
dr. Marcus Kirsch, vísindamanns hjá
ESA og kvörðunarsérfræðings
XMM-Newton gervitunglsins.
Geislar ná ekki til jarðar
Gervitunglið er útbúið búnaði til
að skynja röntgengeislun frá fyrir-
bærum í geimnum en stofnanirnar
þrjár eru þær einu í heiminum sem
ráða yfir slíkum gervitunglum.
Í geimnum er að finna fyrirbæri
sem ekki gefa frá sér sýnilegt ljós
heldur röntgengeisla, sem er ljós
með mun meiri orku. Svarthol, nift-
eindastjörnur og virkar vetrarbraut-
ir eru dæmi um slík fyrirbæri og þau
er hægt að skoða með myndavélum
sem nema röntgengeislun. Þessi fyr-
irbæri eru því meðal viðfangsefna
háorkustjörnufræði.
„Röntgengeislunin kemst ekki
gegnum gufuhvolf jarðar og því er
ekki mögulegt að rannsaka þessi fyr-
irbæri frá jörðu niðri. Menn brugðu
því á það ráð hér áður fyrr að senda
búnað hátt upp í gufuhvolfið með
loftbelgjum eða geimskutlum, en nú
búum við svo vel að á sporbaug um
jörðina eru sex gervitungl búin tækj-
um til að skoða fyrirbærin,“ sagði dr.
Kirsch í samtali við Morgunblaðið.
Hafa aldrei komið saman áður
„Fleiri en eina myndavél er að
finna á sumum gervitunglanna og á
ráðstefnunni voru fulltrúar allra
röntgenmyndavéla sem eru á braut
um jörðu. Er þetta í fyrsta sinn sem
allir sem virkir eru í þessum geira
stjörnufræðinnar koma saman.“
Þar sem gervitunglin styðjast ekki
við sama kvarða eru niðurstöður
þeirra örlítið ólíkar.
„Ein spurninganna sem við reynd-
um að svara á þessari ráðstefnu var
hvort við gætum komið okkur saman
um að skilgreina stjörnu eða fyrir-
bæri sem staðalkerti á röntgensvið-
inu. Við vildum í það minnsta svara
því hvort mögulegt sé að skilgreina
slíkt staðalkerti,“ sagði dr. Kirsch,
en staðalkerti eru nothæf til að
kvarða birtumælingar tækja þar
sem röntgenbirta staðalkertanna er
vel ákvörðuð.
Nokkur staðalkerti voru sam-
þykkt á ráðstefnunni auk þess sem
hópurinn ákvað að stofna alþjóðlega
nefnd sem mun koma saman á næstu
árum, til að ráða ráðum sínum um
kvörðun á sviði háorkustjörnufræði.
Fulltrúar geimvísinda-
stofnana á Nesjavöllum
Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson
johaj@hi.is