Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 16
Mývatnssveit | Það fylgir því sérstök stemmning að sofa í tjaldi og sumir grípa hvert tæki- færi sem gefst til að fara í úti- legu. Skemmtilegast er að sjálf- sögðu að tjalda í góðu veðri og það hafa landsmenn og erlendir ferðamenn getað gert und- anfarna daga. Notalegt er að geta útbúið morgunverð á þurru og sól- vermdu grasi líkt og þau gera þýska parið á myndinni á tjald- stæðinu að Skútustöðum. Um helgina var frábært veður í Mý- vatnssveit, sól og 23 gráðu hiti um hádaginn. Nutu þess allir í botn, heimamenn og gestir. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Útbúa morgunmat á tjaldsvæðinu Útilega Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hreinn Friðfinns-son opinberaðiinnsetninguna Sögubrot og myndir í Galleríi Suðsuðvestur síðastliðinn laugardag. Mörg forvitin augu litu inn en ekki hefur verið hægt að ljóstra miklu upp um verkið til að skemma ekki upplifun sýningargesta. Innsetningin tengist menningarsögu Íslands, 10 málverkaprentunum sem Helgafell lét gera árið 1958 eftir mál- verkum þekktustu ís- lensku listmálara þess tíma, og ekki síst Hreini sjálfum sem ungum manni. Hér er Hreinn á tali við einn opn- unargesta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sögubrot í Suðsuðvestur Jónína Bjartmarzsækist eftir vara-formennsku í Fram- sóknarflokknum. Virtist það koma flatt upp á Guðna Ágústsson vara- formann. Guðmundi G. Halldórssyni datt í hug: Sýndu Guðni dáð og dug og djörfung næstu stundir. Reyndu bara að herða upp hug og hafa Jónínu undir. Starfslokasamningar og kjör eldri borgara vöktu Halldór Hall- dórsson til umhugsunar. Einn er siður alveg nýr í okkar ríka landi: Gamla fólkið við bölið býr en börn þeirra óseðjandi. Gamla fólkið við bölið býr helgi@mbl.is ♦♦♦ Landsveit | Skógerðin Táp sem framleiðir hina þekktu Táp heilsuskó er rekin á sveitabænum Lækjarbotnum í Landsveit. Þar vinna hjónin Guðlaugur Kristmunds- son og Jónína H. Þórðardóttir við fram- leiðsluna ásamt börnum sínum. Á fréttavefnum sudurland.is er birt við- tal við Guðlaug og Jónínu. Þau voru í hey- skap þegar blaðamanninn bar að garði en gáfu sér þó tíma til að segja frá. „Það var fyrir algjöra tilviljun að við fór- um út í skógerð. Við ákváðum að söðla um og seldum kvótann árið 2000 og í kjölfarið höfðum við augun opin fyrir atvinnumögu- leikum,“ sagði Guðlaugur við sudurland.is. „Við fréttum í gegnum vinafólk okkar að eigendur skógerðarinnar Táp ætluðu að setja hana á sölu. Því gripum við tækifærið og keyptum fyrirtækið sama ár og við seld- um kvótann. Við vissum ekki hvað við vor- um að fara út í því hvorugt okkar hafði komið að skógerð áður. Þegar okkur hafði verið kennt að búa til skóna í einn dag varð ekki aftur snúið, framleiðslan var hafin. Enginn ákveðinn viðskiptahópur fylgdi framleiðslunni því fyrri eigendur höfðu ekki framleitt skó í tvö ár. Við höfum því sjálf komið upp hóp viðskiptavina í viðráð- anlegri stærð fyrir okkur. Við hjónin stöndum ein að skóframleiðslunni ásamt börnum okkar tveimur sem eru dugleg að hjálpa okkur,“ sagði Guðlaugur. „Skóframleiðslan hentar vel með bú- skapnum þar sem við getum unnið eftir veðráttunni,“ sagði Jónína og hló. „Ef það er leiðinlegt veður vinnum við í skónum en í sól og blíðu njótum við frekar veðursins.“ Framleiða heilsuskó við Heklurætur Ísafjarðardjúp | Hið margrómaða og ár- vissa Ögurball var haldið á laugardags- kvöld og þótti heppnast afar vel. „Þetta var æðislega gaman og allir voru brosandi út að eyrum. Það ríkti mikil gleði og hamingja á ballinu. Við fengum gott veður og svo voru margir útlendingar á staðnum sem voru mjög hrifnir,“ segir Harpa Halldórs- dóttir ein skipuleggjenda ballsins í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði. Um 250 gestir sóttu ballið og lék dúett- inn Halli og Þórunn fyrir dansi, líkt og síð- ustu ár, segir bb. Að sjálfsögðu var boðið upp á rabarbaragraut og rjóma sem er ómissandi liður á Ögurballinu. Ballið fór að vanda fram í gamla félagsheimilinu í Ögri, sem var reist 1926, og er dansiballamenn- ingin í Ögri að minnsta kosti jafn gömul húsinu. Þó lágu dansleikir niðri um árabil þar til hefðin var endurvakin fyrir átta ár- um. Lengi vel komu menn siglandi á Ögur- böll, rifjar bb.is upp þar sem engir akvegir lágu í Ögur og eru bátaeigendur því jafnan hvattir til að koma á bátum sínum sem gef- ur ballinu sérstakt yfirbragð. 250 skemmtu sér á Ögurballi Mikil umferð einkennir hverja helgi á Sel- fossi, einkum eru bílaraðirnar langar á föstudögum þegar röðin nær frá Ölfus- árbrú og langt út í Ölfus. Síðan aftur síð- degis á sunnudögum þegar bílalestin nær langt austur fyrir Selfoss og svo er hún óslitin út allt Ölfus og upp Kambana. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Nú hafa bæjarstjórnir Hveragerðis, Árborg- ar og sveitarstjórn Grímsness og Grafn- ings ákveðið að leggja peninga í vænt- anlegt félag með Sjóvá um einkaframkvæmd við breikkun Suður- landsvegar um Hellisheiði. Búast má við að fleiri aðilar, sveitarfélög og einkaaðilar bætist í hóp hluthafa.    Margir bíða spenntir eftir því hvernig væntanlegt listaverk muni líta út á hring- torginu við Ölfusárbrú, á Tryggvatorgi. Listakonan Sigrún Ólafsdóttir frá Sel- fossi hefur gert listaverk á torgið en hún hefur starfað lengi erlendis og náð þar miklum árangri í list sinni. Tilkoma lista- verksins gæti verið upphaf nýs tíma með því að bæjaryfirvöld og listamenn tækju höndum saman við að hefja málara- og höggmyndalist til vegs og virðingar og skapa aðstæður og listaverk sem gefa fólki tilefni til að staldra við og heim- sækja gallerí eða til að skoða sérstök verk utanhúss. Vel má hugsa sér það markmið að á hverju ári yrðu afhjúpuð eitt til tvö listaverk á Selfossi og jafnvel komið upp listaverkagarði og fyrirtæki hvött til að gefa þangað verk.    Sýningarsalir fyrir listaverk eru engir á Selfossi og tími til að gera þar bragarbót á. Listasafn Árnesinga var flutt í Hvera- gerði en nýtist ekki listamönnum eins og það gæti gert ef þeir hefðu opinn aðgang, alveg eins og þeir hafa haft í Eden svo dæmi sé tekið. Opna þarf alþýðulistinni aðgang að Listasafni Árnesinga sem lið í að örva listsköpun og aðgengi að listinni.    Miðbæjarskipulag á Selfossi er aftur kom- ið á dagskrá og verið að undirbúa sam- keppni arkitekta um hugmyndir að skipu- laginu. Hugmyndir um 16 hæða byggingar og stórhýsi í fyrirhuguðum miðbæjargarði fengu mikinn mótbyr fyrir kosningar og voru slegnar af. Nú bíður fólk spennt eftir að sjá niðurstöður sam- keppninnar sem fer í gang innan tíðar. Það er orðið ljóst að skipulagsmál eru vandmeðfarin og nauðsynlegt að huga vel að öllum þáttum, einkum þegar hugsaðar stórbyggingar liggja að íbúðarbyggð. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Til sölu amerískur húsbíll Til sölu amerískur húsbíll Sá flottasti á Íslandi Til sýnis að Tangarhöfða 4 Símar 893 9857 og 692 9435 SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.