Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 17
MINNSTAÐUR
SUNDGARPARNIR Viktoría Ás-
kelsdóttir og Sigurður Smárason
syntu í gærmorgun yfir Eyjafjörð,
frá útsýnisstaðnum norðan Vaðl-
areits og komu að landi hjá Sigl-
ingaklúbbnum Nökkva við Höephner
eftir um klukkustundar langt sund.
Þau höfðu meðferðis kyndilinn, tákn
hins alþjóðlega vináttuhlaups sem
stendur yfir, en hlauparar voru á Ak-
ureyri í gær. Hlaupið hófst 13. júlí og
er áætlað að það taki 15 daga og hafa
hlauparar þá lagt að baki rúma 1.500
kílómetra.
Þau Viktoría og Sigurður létu vel
af sér að loknu sjósundi, sögðu sjóinn
ekki hafa verið mjög kaldan og voru
því þokkalega brött enda hefði gengið
vel. Viktoría hefur líka hug á að
synda yfir Hvalfjörðinn þegar Vin-
áttuhlaupið verður á þeim slóðum.
Vináttuhlaupið er alþjóðlegt kynd-
ilboðhlaup, það hófst í Lissabon í
Portúgal 2. mars sl. og er tilgangur
þess að efla vináttu og skilning sem
og umburðarlyndi. Alls verða hlaupn-
ir 40.000 km í 70 löndum í öllum
heimsálfum en búist er við að þátt-
takendur í ár verði vel á aðra milljón.
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
tók á mót þátttakendum og bauð
sundgörpum upp á heitt kakó að
loknum sundspretti. Sigrún tók síðan
við kyndlinum og hljóp með hann að
Ráðshústorgi, þar tók Starri Heið-
marsson frá Ungmennafélagi Eyja-
fjarðar við honum og hljóp áleiðis til
Dalvíkur.
Syntu með kyndilinn
yfir Eyjafjörð
Komu með kyndilinn. Sigurður og Viktoría koma að landi við Höephner.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Vinátta. Þau Sigurður Smárason og Viktoría Áskelsdóttir syntu yfir Poll-
inn með kyndilinn og voru að vonum kampakát þegar þau náðu landi.
TENGLAR
..............................................
www.worldharmonyrun.org/iceland
AKUREYRI
BRÆÐURNIR Egill Ari og Brynjar
Leó fengu að leika sér stundarkorn
við kappróðrarbáta og þótti það af-
ar skemmtilegt. Hlupu um og skoð-
uðu bátana gaumgæfilega, en þess-
ir bátar eru nú uppi á þurru landi,
til sýnis fyrir gesti og gangandi við
Oddeyrartanga. Þar vekja þeir at-
hygli ferðalanga sem margir eiga
leið þarna um, farþegar af
skemmtiferðaskipum sem koma til
Akureyrar.
Ungir og leika sér
Bóklegt bifhjól-
anám í fjarnámi
EKILL ökuskóli hefur fengið leyfi
Umferðarstofu fyrir fjarnámi í bók-
legu námi til bifhjólaréttinda.
Fyrir hefur Ekill ökuskóli leyfi
fyrir fjarnámi í bóklegu námi fyrir
Ö1 hluta til almennra ökuréttinda
en bíða þarf aðeins lengur til að fá
fullt leyfi fyrir Ö2 námskeiði einnig.
Þrátt fyrir það er hér um að ræða
ákveðinn áfanga í þeirri frumkvæð-
isvinnu sem Ekill ökuskóli vinnur að
við að koma bóklegu ökunámi fyrir
öll ökuréttindi í fjarnám og með því
gefa öllum landsmönnum jafnan
kost á því að sækja bóklegt nám til
ökuréttinda án þess að þurfa að
sækja það um langan veg
Nær en ekki fjær | Hverfisnefnd
Lunda- og Gerðahverfis hefur
sent bæjarráði Akureyrar erindi
þar sem þess er farið á leit við
bæjarstjórn að þegar ákvarðanir
verða teknar varðandi tengibraut-
ir í og við hverfið verði tekið meira
tillit til skoðana og hagsmuna íbúa
þess en þeirra sem fjær búa.
Opið lengur | Bæjaráð Akureyrar
hefur heimilað forsvarsmönnum 6
skemmtistaða að hafa opið lengur
en vant er um verslunarmanna-
helgina. Um er að ræða Kaffi Ak-
ureyri, Sjallann, Vélsmiðjuna,
Rocco, Café Amour og Græna
hattinn. Hjalti Jón Sveinsson bók-
aði á fundinum að hann sæti hjá við
afgreiðslu málsins.