Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 19
Daglegtlíf
júlí
M
arkmið rannsóknarinnar var
að kanna hvort finna mætti
tengsl á milli þyngdar nem-
enda, hvernig þeim liði og
árangurs í námi. Rann-
sóknin náði til nemenda í 4., 7. og 10. bekk
grunnskóla á starfssvæði Heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri veturinn 2003–2004 en
rannsókn með áþekku sniði var framkvæmd
í sömu bekkjum og af sömu aðilum veturinn
2000–2001,“ segir Magnús. Í rannsókninni
var hæð og þyngd allra nemenda mæld og
líkamsþyngdarstuðull þeirra reiknaður út.
Nemendur í 7. og 10. bekk mátu sjálf eigin
líðan á sérstöku prófi sem á ensku nefnist
Youth Self Report, og í rannsókninni var
það notað sem mælikvarði á líðan en prófið
hafði verið staðfært fyrir íslenskar að-
stæður. Niðurstöður samræmdra prófa í ís-
lensku og stærðfræði voru svo notaðar sem
mælikvarði á námsárangur en þau eru tekin
í öllum þessum árgöngum.“
Jákvæð þyngdarþróun í 4.–7. bekk
Hverjar voru helstu niðurstöður rann-
sóknarinnar?
,,Þyngdarþróunin hér á þessu svæði er
jákvæðari en víðast hvar annars staðar, t.d.
í sambærilegum könnunum í Reykjavík, á
Norðurlöndum og í Evrópu. Ofþyngd-
arvandinn virðist ekki vera eins mikill.
Þetta á sérstaklega við um 4. og 7. bekk
þar sem enginn breyting hefur orðið á hlut-
falli of þungra á 13 ára tímabili en við eig-
um tölur um það nokkra áratugi aftur í tím-
ann. Nemendur í 10. bekk skera sig hins
vegar úr því þeir halda áfram að bæta við
þyngd sína. Árið 1990 mældist hlutfall
þeirra sem eru of þungir í 10. bekk 22,3%,
21,3% árið 2000 en er nú 27,7%. Í 4. bekk
hefur hlutfallið hins vegar lækkað úr 24,7%
árið 1990 í 16,7% nú.“
Hverjar teljið þið skýringarnar á þessum
jákvæðu breytingum í 4. og 7. bekk?
,,Við vitum það ekki en e.t.v. er meira um
frjálsa útileiki hér og að börn fari oftar
gangandi í skólann.“
Magnús tekur hins vegar fram að það sé
erfitt að meta út frá þessum tölum hvort of-
þyngd og offita sé almennt að vaxa, minnka
eða stendur í stað. ,,Þær benda til þess að
breytileiki sé að aukast. Þyngstu ein-
staklingarnir í dag eru mun þyngri en
þyngstu einstaklingarnir sem við höfum töl-
ur yfir voru fyrir rúmum 30 árum. Árið
1970 var t.d. enginn strákur í efsta bekk
þyngri en 79 kg en sambærileg tala í dag er
um 130 kg.“
Þungir hafa jafnmikla námshæfileika
Það kemur fram í báðum rannsóknunum
og enn betur í þeirri síðari að það eru
greinileg tengsl á milli þyngdar og lakari
námsárangurs. ,,Þetta á bæði við um 7. og
10. bekk en er þó gleggra í efsta árgangi
grunnskólans. Þungum nemendum gengur
lakar í námi,“ segir Magnús. ,,Í rannsókn-
inni árið 2000 kom í ljós að of þungir nem-
endur í 10. bekk fengu að meðaltali lægri
einkunnir en meðalþungir og léttir jafn-
aldrar þeirra og skipti þá ekki meginmáli
hvort um stelpur eða stráka væri að ræða.
Við vorum reyndar fyrst til þess að sýna
beinlínis fram á þetta í fyrri rannsókninni
þótt vissulega hafi komið áður fram vís-
bendingar um slík tengsl en það er þó ekki
hægt að tala um orsakatengsl sem slík.
Tengslin virðast líka tengjast umhverfi og
félagslegum þáttum hjá þessum börnum og
er frekar einkenni þessa hóps heldur en or-
sök. Í seinni rannsókninni nú var það stað-
fest að tölfræðilegt samband er á milli
þyngdar og námsárangurs að teknu tilliti til
aldurs, kynferðis og líðanar. Meðal þungra
eru aðeins örfáir nemendur sem ná ágætum
námsárangri. Hins vegar virðast engar
rannsóknir vera til sem benda til þess að
þungir einstaklingar hafi minni hæfileika til
náms en meðalþungir eða léttir ein-
staklingar.“
Magnús segir að flestar rannsóknir sýni,
þótt það hafi ekki verið niðurstaðan í þess-
ari, að tengsl eru á milli þyngdar og líð-
anar. ,,Þá þýðir lakari líðan lakari náms-
árangur. Nám er vinna barna og unglinga
og þetta endurspeglar það sem á vitaskuld
einnig um fullorðna, við skilum lakari vinnu
þegar okkur líður ekki vel.“
Verður að virkja foreldra
En hvernig getur skólinn og heilsugæslan
komið til móts við nemendur sem eru of
þungir?
,,Það er mjög æskilegt að hafa einhver
úrræði fyrir þennan hóp eins og þverfaglegt
meðferðarteymi sem hægt er að vísa til.
Góð skólamötuneyti í öllum grunnskólum og
skólaíþróttir sem henta öllum eru nauðsyn-
leg. Það eru ekki allir sem finna sig í skóla-
íþróttum eins og þær eru í dag. Heilsugæsl-
an getur komið inn með fræðslu og
forvarnir og fyrr en áður jafnvel strax í
ungbarnavernd. Ábyrgð heimilanna er mikil
og fyrirmyndanna þar og það hefur marg-
sýnt sig að það er ekki hægt að takast á við
þetta verkefni nema að foreldrar séu virkj-
aðir.
Áreitið er mikið í nútímasamfélagi. Versl-
anir og fyrirtæki gætu stillt auglýsingum á
sælgæti og annarri óhollustu í meira hóf og
hafa þessa vöru ekki þar sem allir, börn
sem aðrir, eiga leið um. Reglufesta í mál-
tíðum s.s. að borða morgunverð með fjöl-
skyldunni og neyta ávaxta daglega ver bæði
gegn of mikilli þyngd og bætir náms-
árangur samkvæmt þessari rannsókn og er
rétt að benda sérstaklega á það.“
BÖRN | Niðurstöður rannsóknar á Akureyri og í nærsveitum
Þyngd hefur áhrif á námsárangur
Niðurstöður nýlegrar þverfaglegrar rannsóknar Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Reynis ráð-
gjafarstofu sýna m.a. að tengsl eru á milli aukinnar þyngdar og
lakari námsárangurs hjá nemendum í 10. bekk. Unnur H.
Jóhannsdóttir ræddi nánar við Magnús Ólafsson lækni um
rannsóknina og þýðingu hennar.
Magnús Ólafsson segir að í rannsókninni hafi komið fram að engin breyting hafi orðið á hlut-
falli of þungra nemenda í 4. og 7. bekk undanfarin 13 ár og það jafnvel lækkað.
Morgunblaðið/Eyþór
Í rannsókninni kom fram að þungum nem-
endum gengur lakar í námi.
Reglufesta í máltíðum
og að neyta ávaxta dag-
lega ver gegn ofþyngd
og bætir námsárangur.
Reuters
Nám er vinna barna og unglinga og við skil-
um lakari vinnu þegar okkur líður ekki vel
Morgunblaðið/Margrét Þóra
TVÆR nýlegar rannsóknir benda til að
mikil fiskneysla geti spornað við sjóndep-
ilsrýrnun, sem mun vera ein helsta orsök
blindu á efri árum. Sannað er að
omega-3-fitusýrurnar, sem eru í fiski, t.d.
laxi, styrkja bæði hjarta og heila og nú
bendir allt til að fiskneytendur verndi
augun líka. Í annarri rannsókninni tók
þátt 681 aldraður bandarískur karlmaður.
Hún leiddi í ljós að þeir karlmenn, sem
voru með fisk á matseðlinum að minnsta
kosti tvisvar í viku, voru í 36% minni
hættu á að fá sjóndepilsrýrnun en hinir,
sem ekki borðuðu fisk að staðaldri. Hin
rannsóknin náði til 2.335 kvenna og karla
í Ástralíu og fylgdi þeim eftir yfir fimm
ára tímabil. Niðurstaða hennar var að
þeir, sem borðuðu fisk a.m.k. einu sinni í
viku, minnkuðu hættuna á sjóndep-
ilsrýrnun um 40%.
Vísbendingar komu auk þess fram í
bandarísku rannsókninni um að reykingar
hefðu slæm áhrif á augun.
Sjóndepilsrýrnun byrjar með þoku, sem
þróast síðan út í blindu, en talið er að
7–8% fólks yfir 75 ára aldri fái sjúkdóm-
inn. Með hækkandi lífslíkum fólks má
gera ráð fyrir aukinni tíðni, sagði dr. Jo-
hanna Seddon, augnlæknir í Boston og
einn af höfundum rannsóknarinnar, í
samtali við fréttavef NBC. Hún bætti því
við að þeir karlmenn, sem væru ekki að-
eins með omega-3-fitusýrur í mataræðinu
heldur einnig omega-6-fitusýrur, sem
finnast m.a. í grænmetisolíum og bök-
unarvörum, væru í mjög góðum málum.
Gera mætti þó ráð fyrir því að fiskætur
lifðu heilsusamlegar en aðrir, og það
kynni að hafa áhrif í þessu samhengi.
HEILSA
Fiskneysla
ver augun
Morgunblaðið/ÞÖK