Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 23

Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 23 ans enda bankinn vel rekinn. Lífeyrissjóðurinn er á lista yfir 20 stærstu hluthafa í bank- anum. FL Group Eins og kunnugt er hefur sjóðurinn verið hluthafi í Flug- leiðum til áratuga. Eign- arhlutur sjóðsins hefur eðli máls samkvæmt sveiflast eftir markaðsaðstæðum á hverjum tíma. LV hefur verið að stækka hlut sinn að undanförnu sam- fara mikilli lækkun á verði hlutabréfa félagsins frá því sem það fór hæst í á þessu ári. Sjóðurinn er á lista yf- ir 20 stærstu hluthafa félagsins. Dagsbrún Lengi hefur LV verið eini lífeyrissjóð- urinn sem sést hefur á lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins. Við höfum minnkað eignarhlut sjóðsins í félaginu á undanförnum mánuðum og eru ástæður þess margvíslegar en meðal þeirra er óvissa um afkomu af útgáfu félagsins á fríblaði í Danmörku samfara yfirlýsingum um að gengið sé út frá taprekstri til nokkurra ára við útgáfuna. Nýlega voru höfð ummæli eftir forstjóra Dagsbrúnar um að hliðstæð útgáfuáform væru í burð- arliðnum í nokkrum öðrum Evr- ópulöndum. Hlutabréf sjóðsins í félaginu hafa hækkað mjög á liðnum misserum og því töldum við tímabært að innleysa hagnaðinn af hlutabréfunum. Engu að síður kann að verða áhugavert að auka við eignarhlut sjóðsins í félaginu þegar reynsla sést af útrásarverkefnum félags- ins. Að undanförnu hefur verið fullyrtaf forráðamönnum FL Groupog Baugi Group að „annarlegsjónarmið séu höfð að leiðar- ljósi“ við ávöxtun fjármuna sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Það er að sjóðurinn hafi ekki átt hlutabréf í fyrir- tækjum FL og Baugs í þeim mæli sem forráðamönnum þeirra hugnast. Vegið er að starfsheiðri undirritaðs og starfs- manna við eignastýringu hjá sjóðnum og mun eftirfarandi grein sýna fram á órétt- mæti þessarar fullyrðingar. Baugur LV gerðist 4,4% hlut- hafi í Baugi í desember 1999. Fjárfesting lífeyr- issjóðsins var Baugi þýð- ingarmikil þar sem aðrir fjárfestar urðu fúsari að fjárfesta í félaginu. Þess má geta að hlutabréfin hækkuðu um 5,9% dag- inn sem LV kom að fé- laginu. Framan af hagn- aðist sjóðurinn nokkuð á fjárfestingu sinni í félag- inu en síðar fór að bera á mótlæti í rekstri mat- vöruverslana félagsins, sjálfsagt vegna mikillar og harðrar samkeppni á mat- vörumarkaði, og hlutabréfaverð félagsins stóð langtímum í stað eða lækkaði. Við þessar aðstæður töldum við eðlilegt að minnka eignarhlut sjóðsins í fyrirtækinu og var hann orðinn 2,6% í árslok 2001. Félagið var seinna afskráð úr Kauphöll- inni og ósk um innlausn hlutabréfanna barst sjóðnum. Glitnir (áður Íslandsbanki) Frá stofnun Íslandsbanka var LV einn stærsti hluthafi bankans. Á árinu 2004 höfðu hlutabréf bankans hækkað mikið á sama tíma og mikils áhuga varð vart um að kaupa eignarhlut sjóðsins í bankanum. Þegar ljóst var að hagstætt verð fengist fyrir hlutabréf sjóðsins í bankanum voru þau seld að stærstum hluta. Þá þegar var undirrituðum ljóst að lífeyrissjóðurinn myndi koma að bankanum á nýjan leik sem fjárfestir þegar aðstæður á hluta- bréfamarkaði leyfðu. Hlutabréfamark- aðurinn hefur síðan hækkað mikið og ekki reynst auðvelt að finna „hagstætt inngöngutækifæri“ að hlutabréfum bank- Mosaic Fashions Félagið er erlent félag sem skráð var í júní 2005 undir íslenska lögheitinu M Fashions hf. í Kauphöllinni. Það var ný- lega samsett úr nokkrum tískuvöruversl- anakeðjum og því er tiltölulega stutt reynsla af rekstri sameinaðs félags þó til staðar sé reynsla af rekstri einstakra verslanakeðja. Ástæða þess að LV hefur ekki gerst hluthafi í félaginu byggist á þeirri reglu að fjárfestingar í innlendum hlutafélögum eru á verksviði starfsmanna sjóðsins en fjárfestingar í erlendum hlutafélögum í umsjá erlendra fjár- vörsluaðila. Þannig velja starfsmenn líf- eyrissjóðsins ekki einstök erlend hluta- félög í eignasafn sjóðsins. Ekki er útilokað að starfsreglurnar verði teknar til endurskoðunar þar sem mikil og far- sæl fjárfestingareynsla hefur verið að byggjast upp hjá starfsmönnum lífeyr- issjóðsins og tölurnar í niðurlagi grein- arinnar vitna skýrt um. Sölutilraun á Straumsbréfum Undirritaður vísar alfarið á bug fullyrð- ingum um að hagsmunir sjóðfélaga sjóðs- ins hafi verið fyrir borð bornir við sölu- tilraunina á hlutabréfunum í Straumi. Þvert á móti tel ég að sjóðurinn hafi hér reynt að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem best. Hlutabréf félagsins höfðu hækkað verulega í tengslum við deilur stærstu hluthafa sem leiddu til brottreksturs for- stjóra og boðun hluthafafundar. Ljóst var að hækkun bréfanna hafði ekkert með rekstrarafkomu félagsins að gera. Þannig var fyrirséð lækkun bréfanna á nýjan leik þegar átökum linnti. Við þessar aðstæður ákváðum við að freista þess að selja hlutabréfin og innleysa af þeim mikinn hagnað. Við töldum rétt að gefa deiluað- ilum eða öðrum kost á að kaupa bréfin þannig að viðunandi verð fengist fyrir þau með gegnsæjum hætti. Hér má svo bæta við að litlu munaði að sjóðurinn fengi áhugavert tilboð í bréf sín en hætt var við gerð tilboðsins örfáum mínútum áður en tilboðsfrestur rann út. Ávöxtunarárangur LV á hlutabréfamarkaði Í meðfylgjandi töflu má sjá ávöxtun líf- eyrissjóðsins á innlendum hlutabréfa- markaði frá 1997–2005. Uppsöfnuð um- framávöxtun sjóðsins samanborið við Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands yfir 9 ára tímabil er 90,4%. Á fyrri árshelmingi 2006 var umframávöxtun sjóðsins á inn- lenda hlutabréfamarkaðinum tæp 2%. Ávöxtun sjóðsins á liðnum árum skipar honum í hóp þeirra lífeyrissjóða sem hvað bestri ávöxtun hafa náð. Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður sjóðsins var ein- ungis 0,064% af eignum á árinu 2005 og er lægstur hlutfallslega meðal lífeyr- issjóðanna. Ásökunum um annarleg sjónarmið hafnað Þorgeir Eyjólfsson fjallar um hluta- bréfafjárfestingar LV ’Undirritaður vísar alfarið ábug fullyrðingum um að hagsmunir sjóðfélaga sjóðsins hafi verið fyrir borð bornir við sölutilraunina á hlutabréf- unum í Straumi. ‘ Þorgeir Eyjólfsson Uppsöfnuð umframávöxtun sjóðsins Ár Nafnávöxtun LV Hækkun Úrvalsvísitölu Umfram ávöxtun Uppsöfnuð umframávöxtun 1997 32,1% 14,2% 17,9% 17,9% 1998 19,8% 10,5% 9,3% 28,8% 1999 51,9% 46,4% 5,5% 35,9% 2000 -8,8% -18,7% 9,9% 49,4% 2001 -7,4% -11,2% 3,8% 55,1% 2002 20,0% 16,7% 3,3% 60,2% 2003 51,1% 56,4% -5,3% 51,7% 2004 77,3% 58,9% 18,4% 79,6% 2005 70,7% 64,7% 6,0% 90,4% Höfundur er forstjóri Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna. mikill. Það þarf þó ekki nema hversdags- greind til að sjá það út að eignir lífeyr- issjóða landsmanna eru að miklum meiri- hluta skráðar á nöfn karlmanna. Hjón eiga jafnan þátt í eignamynduninni Frá því árið 1997 þegar lög voru sett um starfsemi lífeyrisjóðanna hafa hjón getað samið um að skipta réttindum til ellilífeyris á milli sín. Það eru hinsvegar fáir sem vita af þessum möguleika og enn færri sem hafa nýtt sér hann. Mér hefur enn ekki tekist að sannfæra manninn minn um að það sé rétt af okkur að gera svona samning. Okkar staða er held ég mjög svipuð og margra jafnaldra okkar. Hann á u.þ.b. fimm sinnum Allt mitt er þitt.“ Þetta er í semstystu máli meginhugsunin umeignastöðu hjóna þegar þaurugla saman reitunum, eins og segir í gömlu orðtaki. Gera þarf kaupmála ef einhverjum eignum á að halda utanvið þessa sameign. Með þessa hugsun hafa flest íslensk hjón gengið sinn veg og mörg lang- an veg inn í áhyggjulaust ævikvöld. Margur hefur eignast dýrmætan fjársjóð í mann- vænlegum afkomendum í marga liði og un- að glaður við sitt. Eignamyndun venjulegs launafólks í ver- aldlegum gæðum hefur verið hús og bíll, bíll sem í flestum tilfellum er ekki annað en frekar dýrt heimilistæki. Þegar samið var um stofnun almennu líf- eyrissjóðanna, var af einhverjum ástæðum brugðið út frá þessari hugsun um að allt mitt væri þitt, milli hjóna. Inneign í lífeyr- issjóði er skráð á nafn þess sem leggur inn í sjóðinn og maki hans á ekkert í þeirri eign. Það hefur að vísu færst í vöxt að við hjóna- skilnað sé tekið tillit til mismunandi lífeyr- isréttinda, þó það sé ekki algilt. Lífsmunstur Íslendinga hefur vissulega breyst mikið frá því 1970, þegar farið var að leggja grunn að því sem stundum er kallað „verðmætasta eignin“. Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist og þær sækja á hvað varðar menntun, en launamunur er þó enn meiri réttindi en ég í stigum talið. Auðvitað kemur þetta ekki að sök ef við lifum ham- ingjusöm saman til hárrar elli. Ef hann tæki hinsvegar upp á því að deyja frá mér, þá myndi ég hafa það mjög skítt í ellinni, a.m.k. fjárhagslega. Ég fer þó ekki ofan af því að við eigum jafn- an þátt í því að eignamyndun okkar í lífeyrissjóði varð með þessum hætti. Við einfald- lega skiptum verkum svona, hann aflaði og ég gætti bús og barna. Heimilisstörf eru ekki metin til öflunar lífeyr- isréttinda. Til að taka upp hanskann fyrir minn annars ágæta eiginmann, þá held ég að tregi hans til samninga við mig um þetta mál stafi ekki af mannvonsku, heldur finnst honum það vera rangt að gera þurfi samning. Ég skora hér með á Alþingi að breyta lögunum um lífeyrissjóðina þannig að „verðmætasta eignin“ verði sameign hjóna, nema um það sé gerður sérstakur samn- ingur eða kaupmáli, þ.e. að snúa dæminu við. Í leiðinni mætti Alþingi láta kanna ít- arlega mismuninn á réttindum í almennum lífeyrissjóðum og þeim opinberu. Enn- fremur mætti skoða réttindastöðu maka þingmanna og ráðherra annarsvegar og t.d. maka sjómanna hinsvegar. Þannig athugun gæti leitt ýmislegt fróð- legt í ljós og orðið mönnum til umhugsunar um hvað réttlætir niðurstöðurnar. Tekjutenging afngildir eignaupptöku Þessu til viðbótar ætti Alþingi að breyta lögum um almannatryggingar, þannig að ríkissjóður hætti að gera upptækar eignir manna í lífeyrissjóðum með tekjuteng- ingum. Sú staðreynd að grunnlífeyri hafi verið haldið í rúmum tutt- ugu þúsundum hefur gert ávinning þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóði nær að engu. Skerðing tekjutryggingar vegna greiðslu úr lífeyrissjóð- unum, gerir það að verkum að þeir sem aldrei greiddu í lífeyr- issjóði, sýndu enga fyrirhyggju, fá fulla tekjutryggingu og standa nánast jafnir gagnvart hinum. Þeir sem nú eru að hefja töku lífeyris upp- lifa þetta margir hverjir sem þeir hafi bæði verið hafðir að fíflum og þeir séu beittir sið- lausri en löglegri eignaupptöku. Síðustu fréttir af samkomulagi eldriborgara og rík- isstjórnarinnar lagfæra þetta lítillega en mikið vantar þó enn á að niðurstaðan sé ásættanleg. Signý Jóhannesdóttir vill að eign í lífeyrissjóði verði sameign hjóna ’Ef hann tæki hinsvegar upp á því að deyja frá mér, þá myndi ég hafa það mjög skítt í ellinni, a.m.k. fjárhagslega. Ég fer þó ekki ofan af því að við eigum jafnan þátt í því að eignamyndun okkar í lífeyrissjóði varð með þessum hætti.‘ Signý Jóhannesdóttir Höfundur hefur verið húsmóðir og sjó- mannskona í rúm 30 ár, á fjögur börn og kom seint út á vinnumarkað. Fjársjóðinn eigum við saman, verðmætustu eignina á hann einn rsti útflytjandi ol- hluti teknanna af nnslu við Græn- óð í Danmörku til amlög sjóðsins til nú eru upp á þrjá króna, sem sam- örðum ísl. kr. En al danskra stjórn- ð hve mikil lækk- m skuli verða. Og ngar vilja að hagn- ptur til landsins. áðherra, Wæver Siumut-flokknum. í fréttaþætti DR, arpsins, á sunnu- Skov Nielsen, yf- stofnunar Græn- sem gætu í [af olíuvinnslu] mfélagsins á Græn- ir enginn efi. Þú aða grænlenskan em er og fengið samhljóða svör,“ nsen. hverfisspjöllum em margir hafa hverfisþáttur olíu- autsvæðunum. Er þar sé afar við- jórnin í Nuuk hef- eglur til að koma í gun frá borholum og dýrum tjóni. linn við sam- m gengur inn úr rá Unesco, Menn- meinuðu þjóðanna, ttúru sem beri að tökin og náttúru- World Wildlife lýst áhyggjum af valdið spjöllum á og sjófuglalífi á d í Nuuk heita því ðbergi en benda á olíunni geti skipt 58.000 íbúa Græn- Morgunblaðið/Ómar óða r n það valda ið úr fram- r málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.