Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 29

Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 29
firði var griðastaður allrar fjölskyld- unnar í áratugi þar sem margar veisl- urnar voru haldnar, oftast undir styrkri stjórn þeirra hjóna sem aldrei voru glaðari en þegar húsrými var þrotið og komin tjaldbúð neðan við húsið. Borgarfjörðurinn átti ríkan sess í huga þeirra beggja með sínum björtu sumarnóttum þegar fylgst var með skýjafari kringum Baulu eða silfruðum laxi landað við einhverja af fögrum ám sveitarinnar. Elín tengdamóðir mín átti því láni að fagna að halda góðri heilsu þar til örfáum vikum fyrir andlátið, bjó enn í sínu fallega húsi að Suðurtúni og fór erinda sinna innanbæjar akandi. Ég trúi því að einstök skapgerð hennar hafi þarna átt stóran hlut að máli. Hún var föst fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en samt alltaf létt í lund og stutt í húm- orinn – jafnvel nokkuð svartan á stundum og aldrei sá ég hana skipta skapi í þau tæplega 30 ár sem við átt- um samleið. Ég kveð mína kæru tengdamóður með virðingu og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Goði Sveinsson. Hún Ellamma var einstök kona og fullkomin í okkar augum. Líklega var hún okkar helsta fyrirmynd hvað varðar æðruleysi, húmor og hóg- værð. Alveg fram á síðustu stundu þótti okkur fátt skemmtilegra og meira gefandi en að sitja með ömmu yfir lapþunnum kaffibolla og köku- sneið af því sem hún vildi meina að væri nýjasta sortin í Samkaupum. Yf- ir trakteringunum voru rædd hin ýmsu dægurmál og dró amma aldrei undan í skoðunum sínum sem þó voru algjörlega lausar við kreddur. Amma fylgdist svo sannarlega vel með og varð því spjallið eins og við jafnaldra fæddan í byrjun þriðja áratugar. Þegar við vorum lítil eyddum við oft helgunum hjá ömmu og afa í Keflavík. Þessar helgar yfir sumar- tímann áttu það til að verða að ógleymanlegum ferðalögum í Staf- holtsey. Já, það var heilmikið ferða- lag úr Keflavík í Stafholtsey á þess- um árum og var það ekki vegna lélegra samgangna. Stoppin við Ung- mennafélagið Dreng og í Brynjudal eru eftirminnileg vegna hinnar mögnuðu tvennu Hi-C og Staurs sem Ellamma dró ætíð upp við þessi tæki- færi. Ekki voru það einungis lautar- ferðirnar sem lengdu ferðalagið held- ur var gráa Hondan jafnan kolólögleg með sex farþega innan- borðs og þótti afa engin ástæða til að keyra „skart“. Farþegar voru El- lamma og Mattafi, Þórir, Högni og við. Eftir fjögurra tíma ferðalag var komið í Stafholtsey þar sem amma gaf í olsen olsen og afi leysti kross- gátur. Einu sinni sem oftar var farið út að á og fyrr en varði var kominn fiskur á hjá Mörtu. Greip þá um sig mikil geðshræring á bakkanum. Það var fyrir tilstilli ömmu, sem var klædd í regngalla og vaðstígvél með græna alpahúfu, að hann náðist á land enda hafði hún hent sér á fjóra fætur í flæðarmálið til að landa fiskinum. Þessi fórn var virkilega í anda Ell- ömmu og var hún lengi að ná sér í mjöðminni eftir þessa tilburði á Hvít- árbakka. Restin af fjölskyldunni kom úr Flókunni með öngulinn í rassinum en amma og barnabörnin voru afla- kóngar. Þessi fiskur var stærsti lax- inn sem veiddist innan fjölskyldunn- ar það sumarið. Ellamma var orðin 84 ára þegar hún kvaddi okkur en þrátt fyrir ald- urinn þótti okkur hún fara of fljótt. Það er erfitt er að hugsa til þess að fá ekki að leita til hennar aftur en orð Ellömmu og minningu hennar mun- um við bera í hjarta okkar um ókomna tíð. Styrmir og Marta. Hún Ella amma kvaddi þennan heim að morgni 12. júlí síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu. Hún var glæsileg kona í fasi og framkomu, hún hafði áhrif á líf allra þeirra sem hana þekktu. Hún hafði einstakt geðslag og skipti sjaldan skapi og reyndi ætíð að leysa úr málum á rök- rænan hátt. Það voru forréttindi að fá að dvelja á heimili ömmu og afa sem barn. Suð- urtúnið var öruggur griðastaður, næring fyrir sál og líkama. Amma bjó í fallega húsinu þeirra afa til sinnar kveðjustundar. Það eru svo margar minningar sem skjóta upp kollinum á þessari stundu, fata- og skómátun, búðarleik- ir í bílskúrnum og heitur rabarbar- agrautur. Ella amma var stór hluti af lífi mínu og undarlegt að hugsa um Keflavík án hennar. Hún var mikil heimskona, ferðað- ist mikið um ævina og hafði skoðanir á mönnum og málefnum í íslensku samfélagi og því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi enda kom enginn að tómum kofunum á spjalli við Ellu ömmu. Veturinn 2004–5 var ég tíður gest- ur í Keflavík og áttum við amma al- veg frábærar stundir í hádeginu alla fimmudaga. Hlaðborð beið mín á Suðurtúni og langt spjall um alla heimsins hluti. Endurnærð kvaddi ég hana, spennt fyrir næsta fundi okkar. Þegar ég var yngri komu amma og afi oft í heimsókn til Reykjavíkur. Kom það oftar en ekki fyrir að maður hafði alls ekki nægan tíma til að sitja inni á kaffispjalli með fullorðna fólk- inu þegar vinir og leikir biðu eftir manni. Ég kvaddi þau því alltaf fyr- irfram með kossi: „Þið verðið kannski farin þegar ég kem inn á eftir.“ Því er ég afskaplega glöð að hafa kvatt hana Ellu ömmu mína vel á spítalanum með þá hugsun í kollinum að kannski yrði hún farin þegar ég kæmi aftur í heimsókn. Ég mun alltaf minnast hennar Ellu ömmu með bros á vör og hlýju í hjarta og veit að nýr áfangastaður hennar er hjá Matta afa og spila- stokkur ekki langt undan. Þakklæti og ljúfar minningar munu lifa ljóslifandi í huga okkar allra og ekki annað að segja en takk fyrir mig. Guðrún Rína Þorsteinsdóttir. Eins og ætíð sest sorgin og sökn- uðurinn svo þrúgandi að í hugum okkar þegar kærir vinir kveðja þenn- an heim. Áratuga löng vináttubönd rofnuðu þegar Elín Ólafsdóttir, hún Ella, féll frá með allskjótum hætti. Það eru ekki nema tæpir tveir mán- uðir síðan við sátum síðast á spjalli heima hjá Ellu en við litum tíðum inn hjá henni á morgungöngu okkar. Ætíð var hún hress og kát. Spjallað var um heima og geima og engan bil- bug var á henni að finna, hvorki and- lega né líkamlega og aldrei minntist hún á að eitthvað amaði að sér. Allt var með sama blæ þegar við litum inn hjá henni í síðasta skipti. Það kom okkur sem öðrum því í opna skjöldu og var okkur mikið áfall þegar dóttir hennar tjáði okkur að Ella væri kom- in inn á sjúkrahús og fljótlega var ljóst að hún ætti vart afturkvæmt þaðan. Enda þótt dauðanum fylgi ávallt harmur er það ugglaust einnig líkn að dauðastríðið sé sem styst þeg- ar engin er von um bata. Í hugum okkar er það nokkuð víst að Ella hefði síst af öllu viljað verða háð öðr- um í löngu veikindabasli. Ella var fædd og upp alin í hjarta gamla bæj- arins okkar, í stóru myndarlegu húsi þess tíma, í tvíbýli við föðurbróður sinn og fjölskyldu hans. Hún var einkabarn foreldra sinna, en á æsku- og unglingsárum hennar var líf og fjör á Túngötunni. Hún var af grón- um keflvískum sjómannaættum kom- in. Hún var rótgróinn Keflvíkingur og átti hér ætíð heima að frátöldum námsvetrum í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún óx upp með vaxandi bæ og sá litla sjávarplássið sitt verða að stórum og myndarlegum kaupstað þar sem hún hafði svo sannarlega lagt hönd á plóg sem ung stúlka og síðar með stórri fjölskyldu sinni. Hún vann við verslunarstörf að námi loknu og rak um skeið eigin verslun en loks rak hún með eiginmanni sín- um Bókabúð Keflavíkur um langt árabil. Árið 1944 var ekki einasta lýð- veldisárið í huga Ellu því það ár, á jól- unum, gekk hún að eiga Martein J. Árnason. Það var gæfusporið í lífi þeirra. Þau voru jafnaldra, skóla- og fermingarsystkin og var mikið jafn- ræði með þeim. Þau voru samhent í hvívetna, hvort sem var í leik, starfi eða umhyggju fyrir börnum sínum og heimili. Þau byggðu sér fljótlega ein- býlishús við Suðurtún og þar bjó Ella síðan ein eftir fráfall Marteins í árs- byrjun 2002. Þar bjuggu þau sér og börnum sínum fjórum fallegt og menningarlegt heimili þar sem vinir voru ætíð aufúsugestir. Á þessu varð ekki breyting hjá Ellu þó Marteinn félli frá. Við höfum notið þess að eiga vináttu Ellu í rúmlega hálfa öld en heimili þeirra Marteins var eitt það fyrsta utan fjölskyldubanda, sem við heimsóttum í Keflavík. Það var upp- haf vináttu sem hefur enst síðan og aldrei borið skugga á. Leiðir okkar lágu víða saman bæði í margvíslegum félagsmálum og starfi. Ánægju- og gleðistundir áttum við margar sam- an, bæði hérlendis og á ferðalögum erlendis. Margar ógleymanlegar stundir áttum við þrenn hjón við veið- ar í Svarthöfða og víðar. Ekki voru síðri vikuleg bridskvöld vinkvenn- anna. Þá var oft jafnmikið spjallað og hlegið eins og spilað. Það eru einvörð- ungu góðar minningar í hugum okkar nú á kveðjustund. Hjá okkur, eins og mörgum öðrum, er skarð fyrir skildi. Við söknum sannarlega vinar í stað. Við hvílum okkur ekki framar í Suð- urtúninu á morgungöngunni við spjall og kaffisopa. Við syrgjum með börnum Ellu og Matta og við og börn okkar sendum þeim innilegar samúð- arkveðjur. Við þökkum Ellu langa og trygga vináttu og biðjum henni bless- unar Guðs á nýrri vegferð. Halldís og Tómas. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Fallinn er frá einn af stofnfélögum Lionessuklúbbs Keflavíkur, Elín Ólafsdóttir, eða hún Ella eins og við kölluðum hana. Hún var fyrsti ritari klúbbsins starfsárið 1982–83 og var virkur þátttakandi í ýmsum nefnd- um. Aðdáunarvert var hve dugleg hún var að mæta á fundi þótt ald- urinn færðist yfir og gladdi það okk- ur alltaf jafnmikið. Á lokafund vetr- arins í maí sl. mætti hún hógvær og ljúf að vanda og voru það síðustu samverustundirnar sem flestar okk- ar áttu með henni, en veikindi hennar komu í ljós stuttu seinna. Um leið og við þökkum góðri konu samfylgdina í 24 ár, vottum við börnum hennar og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Minningin lifir í huga lifenda. F.h. Lionessuklúbbs Keflavíkur, Hulda Matthíasdóttir formaður. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 29 MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR, Miklubraut 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 14. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag kl. 13.00. Sigríður Viborg, Málfríður Viborg, Kristján Viborg, Margrét Unnarsdóttir, Gísli Jens Viborg, barnabörn og aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU INGÓLFSDÓTTUR, Bergstaðastræti 68. Sérstakar þakkir fær starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans í Fossvogi, B-4, fyrir umönnunina á undanförnum mánuðum. Sigurður Ólafsson, Vigdís Sigurðardóttir, Björn Lúðvíksson, Hjörtur Sigurðsson, Hafdís Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, tengdaföður og afa, ÞORKELS BIRGISSONAR. Lilja Hálfdánsdóttir, Haraldur Birgir Þorkelsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Kristján Ingi Þorkelsson, Kolbrún Íris Þorkelsdóttir, Borgar Guðmundsson, Davíð Örn Þorkelsson, Arnþór Viktor Grétarsson, Helga Svandís Helgadóttir, Birgir Sigbjartsson, Helgi Birgisson, Kristín Una Sæmundsdóttir, Óðinn Birgisson, Hjördís Geirsdóttir, Finnbjörn Birgisson, Linda Björk Harðardóttir, Lilja Kristín og Guðmundur Jóhannes. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINN HALLDÓRSSON framkvæmdastjóri, Ofanleiti 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 27. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Gunnlaug Emilsdóttir, Oddur Björn Sveinsson, Emil Anton Sveinsson, Halldór Árni Sveinsson, Anna Kristín Haraldsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Kristján Víðir Kristjánsson, Hildur Óskarsdóttir, Gunnar Gunnbjörnsson, Sigvaldi Sigurjónsson, Þóra F. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna fráfalls okkar ástkæru GUÐRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR, Eikarlundi 26, Akureyri. Stuðningur ykkar, sem við seint munum gleyma, hefur verið okkur mikils virði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar FSA fyrir frábæra umönnun hinnar látnu svo og Akureyrarkirkju fyrir þá virðingu sem minn- ingu hennar var sýnd á ýmsan hátt. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Ragnars, Ragnar Friðrik Ragnars, Eiríkur Geir Ragnars, Gunnar Sverrir Ragnars, Ágústa Ragnars, Ólafur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.