Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 31
alvöru þegar hann var ráðinn flug-
þjónn til Loftleiða hf., en ég starfaði
þá þar sem slíkur.
Örn var athafnasamur alla tíð og
þá ekki síst á þessum árum. Hann
hafði starfað sem verslunarstjóri hjá
Japís, annaðist tónlistarþátt fyrir
ungt fólk í útvarpi og æfði knatt-
spyrnu með Val, svo fátt eitt sé
nefnt. Hann var vinmargur, kátur,
ljúfur í viðmóti og hláturmildur,
enda hvers manns hugljúfi, hvar
sem hann fór. Á þeim árum, sem við
störfuðum saman sem flugþjónar,
voru hinar tíðu utanlandsferðir Ís-
lendinga rétt að hefjast og voru það
því talsverð forréttindi að fá að
starfa við að ferðast landa á milli,
enda líka ólíkt því sem nú er tekin
áhafnarhvíld á flestum viðkomustöð-
um. Þá áttum við Örn samveru-
stundir beggja vegna Atlantshafs-
ins, brölluðum margt og nutum
lífsins.
Æskuheimili Arnar stóð á Njáls-
götu 3. Í stórfjölskyldunni átti hver
sína íbúð þar, foreldrarnir á þriðju
hæð, en Örn hreiðraði um sig í „töff“
stúdíóíbúð í risinu. Njálsgatan lá í
þjóðbraut og varð því risið eins og
félagsmiðstöð, þar sem straumurinn
lá út og inn, sér í lagi um helgar. Oft
hefur því allt stóðið eflaust reynt á
þolrifin í Ásu og Börge, þegar græj-
urnar, ekki stilltar á lægsta, og
hlátrasköllin glumdu út í nóttina og
liðið síðan ruddist niður stigann,
eins og fílahjörð, til að kanna hvað
lífið hefði upp á að bjóða. Svona liðu
ungdómsárin við leik og störf. Lífið
gaf endalaus fyrirheit og ekki var
ástæða til að hafa stórar áhyggjur af
framtíðinni.
Samt kom að því að ungæðið rjátl-
aðist af okkur og flestir festu að lok-
um ráð sitt og hófust handa við að
koma upp heimili og kjarnafjöl-
skyldum, en þær hugmyndir áttu þó
lengi vel ekki upp á pallborðið hjá
okkur.
Örn varð hamingjumaður í einka-
lífi sínu. Hann fann stóru ástina sína,
Berglindi, og saman eignuðust þau
sólargeislana þrjá, Arnór Dan, Kar-
en og Heiðdísi. Örn átti fyrir dótt-
urina Hrafnhildi og Berglind átti
Söndru.
Fjölskyldan var og er einstaklega
samhent, börnin efnileg og falleg.
Ég minnist margra samverustunda
með þeim öllum, ekki síst stóra
dagsins í júlí í fyrra, þegar Sandra
og Mikael giftu sig hér í Reykjavík.
Það var stór stund fyrir foreldrana.
Annan hamingjudag áttu þau í júní
sl., þegar yngstu börnin þrjú útskrif-
uðust sem stúdentar og Sandra fékk
sína háskólagráðu. Eftir að fjöl-
skyldan flutti til Danmerkur urðu
samfundir eðlilega færri, en ferðir
þeirra til Íslands voru tíðar og alltaf
reyndum við að hittast. Síminn var
líka óspart notaður. Eins hefði verið
óhugsandi að koma til Danmerkur
og leggja ekki lykkju á leið sína og
heimsækja þau á fallega heimilið í
Sorö. Ég verð ævinlega þakklátur
fyrir að hafa átt tveggja daga sam-
vist með þeim í Sorö í byrjun júní sl.
Þær stundir verða dýrmætar í minn-
ingunni.
Nú þegar kemur að kveðjustund
Arnar, vinar míns, þakka ég honum
samfylgdina, sem alla tíð einkennd-
ist af drengskap og hlýju í minn
garð. Ég bið blessunar Berglindi og
börnunum og kveð að lokum með
orðum skáldsins:
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.
Friðleifur Helgason.
Ég vil hér votta fjölskyldu Arnar
Petersen mína innilegustu samúð
vegna andláts hans hinn 19. júlí sl.
Við áttum gegnum árin, sem ég
hef starfað í sendiráði Íslands í
Kaupmannahöfn, mörg símtöl sem
alltaf voru fræðandi og uppbyggileg
fyrir báða aðila og alltaf skein í gegn
eldhuginn í ferðamennskunni, Örn
Petersen.
Þannig mun hann lifa í minningu
þeirra sem eftir lifa. Blessuð sé
minning hans. Megi góður Guð gefa
ykkur, fjölskyldunni hans, styrk til
að komast í gegnum hina erfiðu tíma
framundan.
Kristín Oddsdóttir
Bonde.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 31
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Starfsfólk í móttöku
Við hjá Radisson SAS 1919 Hótel erum að leita
að starfsfólki í móttöku. Leitað er að þjónustu-
sinnuðum einstaklingum sem hafa áhuga á
að vinna hjá alþjóðlegu fyrirtæki með mikla
framamöguleika.
Hæfniskröfur:
— Dugnaður
— Sveigjanleiki
— Áhugasemi
— Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta
— Lágmarksreynsla í samskonar starfi er 1 ár
Umsóknir sendist til Robyn Mitchell:
robyn.mitchell@radissonsas.com
„Au-pair“ Danmörku
Dönsk fjölskylda óskar eftir „au-pair“ til að
gæta Peter, 4 ára og Erik, 4 mán. Faðirinn er
stýrimaður og er á sjó í 1 mán. og svo heima
í 1 mán. Móðirin er lyfsali og vinnur í apóteki.
Þitt starf er að gæta Erik, sækja Peter í leikskóla
og hjálpa með heimilisstörfin.
Við erum náttúruunnendur og bókelsk og bjóð-
um þig velkomna í fjölskylduna. Sendu okkur
póst á Hjerl@tdcadsl.dk eða hringdu í s. 0045
98902130 eða farsíma 0045 29914176.
Raðauglýsingar 569 1100
Sölufulltrúi
Ört vaxandi auglýsinga- og útgáfufyrirtæki
óskar eftir að ráða sölufulltrúa í fullt starf. Fyrir-
tækið er í miklum vexti og eru næg verkefni
framundan, hérlendis jafnt sem erlendis.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf
í skemmtilegu umhverfi. Reynsla af sölu-
mennsku er æskileg en ekki skilyrði.
Umsóknir sendist fyrir 31. júlí til augldeildar
Mbl. eða á box@mbl.is merktar:
„Sala — 18755“.
ALÞJÓÐLEG skákmót eru oft og einatt
haldin á sumrin þegar áhugamenn um
skák eru í sumarleyfi. Mótshaldarar op-
inna skákmóta treysta á að fjárhag þeirra
sé borgið með mikilli þátttöku skáktúrista.
Á undanförnum árum er orðið algengara
að íslenskir áhugamenn flykkist á mót er-
lendis og hefur þá Danmörk, Ungverja-
land og Tékkland oft orðið fyrir valinu.
Í ár taka sjö íslenskir skákmenn þátt í
Politiken Cup sem er alþjóðlegt mót sem
haldið hefur verið um langt árabil í Kaup-
mannahöfn. Yngstur íslensku keppend-
anna er Hjörvar Steinn Grétarsson (2.130)
en hann er einnig stigahæstur þeirra. Í
fyrstu umferð lagði hann stigalágan Dana
að velli en í þeirri næstu mætti hann hin-
um fræga armenska stórmeistara Rafael
Vaganjan (2.593). Hjörvar hafði hvítt og
tefldi rólega gegn hinum rómaða snillingi.
Þrátt fyrir að hafa skipt upp á mörgum
peðum og að peðastaðan væri symmetrísk
þá var Hjörvar lentur í þó nokkrum vand-
ræðum þegar svartur hafði leikið sínum
21. leik og neðangreind staða kom upp:
Hvítur á við margvíslegan vanda að etja
í þessari stöðu og reyndi Hjörvar að leysa
þetta með taktískum hætti en það gekk því
miður ekki upp: 22. Da3? nauðsynlegt var
að leika 22. Hb2 eða jafnvel 22. Bh3!?. 22.
… Bxb1 23. Ba5 þetta hefur verið hug-
mynd hvíts með 22. leik sínum en sá ar-
menski á öflugan mótleik. 23. … Rce4! 24.
Bxc7 Bxa3 25. Rxb1 Bb4! svartur hefur nú
gjörunnið tafl enda verður hann skipta-
mun yfir í endatafli sem hefði knúið hvítan
til uppgjafar í 38. leik.
Af Íslendingunum sjö hefur Bjarni Sæ-
mundsson (1.945) flesta vinninga en and-
stæðingur hans í fyrstu umferð mætti
ekki til leiks og í annarri umferð gerði
hann jafntefli við Dana með 2.202 stig.
Ingvar Ásbjörnsson (2.007), Bjarni
Ágústsson (1.945) og Daði Ómarsson
(1.830) unnu allir sínar skákir í 2. umferð
eftir að hafa lotið í lægra haldi í fyrstu um-
ferð á meðan Lárus H. Bjarnason (1.670)
og John Ontiveros (1.560) hafa tapað báð-
um sínum skákum. Nánari upplýsingar
um mótið er að finna á heimasíðu þess,
http://www.politikencup.dk/.
Skákhátíð í Pardubice
Eins og alltaf hefur skákhátíðin í
Pardubice í Tékklandi á að skipa afar öfl-
ugum skákmönnum. Í A-flokki taka
Hannes Hlífar Stefánsson (2.564) og hjón-
in Lenka Ptácníková (2.193) og Omar Sa-
laman (2.174) þátt. Gengi Hannesar hefur
ekki alveg verið eins og best hefur verið á
kosið en hann hefur gert tvö jafntefli og
unnið eina skák gegn töluvert stigalægri
andstæðingum. Mótið er þó eingöngu rétt
að byrja svo að vonandi nær hann sér vel á
strik þegar lengra líður á það. Lenku hef-
ur hinsvegar gengið allt í haginn í fyrstu
þrem umferðunum þar eð hún hefur líkt
og Hannes unnið eina skák og gert tvö
jafntefli en andstæðingarnir hafa verið
mun stigahærri en hún. Í fjórðu umferð
mætir hún sterkum stórmeistara frá
Aserbaídsjan og má búast við að róðurinn
verði henni þar erfiður. Omar hefur gert
tvö jafntefli og tapað einni skák og er ár-
angur hans svipaður eins og við mátti bú-
ast. Nánari upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu þess, http://
www.czechopen.net.
Dagur og Guðmundur tefla
í Kesckemet í Ungverjalandi
Nokkrir íslenskir skákmenn hafa náð
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á
mótum í Kesckemet í Ungverjalandi.
Ekki er útlit fyrir að Degi Arngrímssyni
(2.327) eða Guðmundi Kjartanssyni
(2.291) takist það að þessu sinni en þeir
taka nú þátt í lokuðu alþjóðlegu móti. Til
að ná áfanganum eftirsótta þarf að fá sjö
vinninga af níu mögulegum en að fimm
skákum loknum hafði Dagur þrjá vinn-
inga en Guðmundur hafði 1½ vinning eftir
6 skákir.
Hjörvar Steinn tapaði fyrir Vaganjan í Politiken Cup.
Íslendingar að
tafli í útlöndum
SKÁK
Kaupmannahöfn í Danmörku
POLITIKEN CUP
22.–30. júlí 2006
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
Bikarkeppnin
Þá er lokið a.m.k. fimm leikjum í þriðju
umferðinni. Sveit Þriggja frakka sigraði
sveit Erlu Sigurjónsdóttur með 155 gegn
138. Þá vann sveit Hermanns Friðriksson-
ar sveit Nicotinell með 102 gegn 82.
Tvær sveitir af Suðurnesjum komust í 16
liða úrslit en riðu ekki feitum hesti frá sín-
um viðureignum. Suðurnesjasveitin tapaði
fyrir sveit Garða og véla ehf. með 73 stigum
gegn 114 og sveit Sparisjóðsins í Keflavík
tapaði sl. sunnudagskvöld fyrir sveit Orku-
veitunnar með 81 gegn 122. Sparisjóðs-
menn náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit,
töpuðu þremur fyrstu lotunum en klóruðu í
bakkann í lokalotunni.
Eins og áður hefir komið fram er svo
sveit Víðis Jónssonar á Akureyri komin í 8
liða úrslitin eftir sigur á sveit Hákons Sig-
mundssonar frá Dalvík.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson