Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 11

Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR ÚR VERINU MIKIÐ framboð er á ýsu á fisk- mörkuðunum í Englandi um þessar mundir og verðið hefur lækkað. Sumir bátar í Eyjum sem fiska fyr- ir gámaútflutning fóru tvær veiði- ferðir í síðustu viku, til þess að nýta góða ýsuveiði. Nú eru flestir hættir, fram yfir þjóðhátíð, og því er búist við litlu framboði í næstu viku og því er spáð að verðið jafni sig. Meðalverðið á ýsu á fiskmark- aðnum í Grimsby var í gær komið niður í 138 kr. kílóið en var 167 krónur á sama tíma í síðustu viku og 190 kr. fyrir hálfum mánuði. Þorskurinn fór í 234 kr. kílóið í gær en var yfir 300 kr. í síðustu viku og fyrir hálfum mánuði. Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Atlantic Fresh í Eng- landi, segir að oft hafi verið tölu- verð ýsuveiði á þessum tíma árs en telur að framboðið sé heldur meira nú. Þá hafi eftirspurnin eitthvað minnkað, vegna mikilla hita á Bret- landseyjum. Fólk borði meira grænmeti í staðinn. Hann segir erf- itt að stýra framboðinu þegar svona sé. Verðið hafi því heldur látið und- an síga. Magnús reiknar með að 800 til 900 tonn af ýsu berist á markaðina í Hull og Grimsby frá Íslandi í þessari viku sem er aukning frá þeirri síðustu þegar liðlega 700 tonn voru boðin upp. Minna fram- boð er á þorski og hefur verðið því haldist betur. Frí fram yfir þjóðhátíð Sigurjón Óskarsson, útgerðar- maður Þórunnar Sveinsdóttur VE 401, segir að mjög góð ýsuveiði sé hjá bátunum sem fiski fyrir útflutn- ing í gámum. Þá sé mikið um sum- arfrí hjá fiskvinnslufyrirtækjum í landi og því fari meira út en oft áð- ur. Sigurjón segir að ýsan liggi í síldarhrognum þessa dagana og sé því vel veiðanleg. Hann segir að menn vilji nýta svona aðstæður, þar sem þeir geti náð aflanum á stutt- um tíma, og segir að sumir bátarnir hafi farið tvær veiðiferðir í þessum tilgangi í síðustu viku. Þá segir hann að fiskurinn virðist viðkvæmur fyrir hitanum og það hafi sjálfsagt einnig áhrif á gæðin og verðið. Ýsuverðið fór í um það bil 150 krónur í síðustu viku hjá hans útgerð en hafði verið í um 200 kr. áður. „Það er í raun ótrúlegt hvað verðið hefur haldið sér,“ segir Sigurjón en bætir við að búast megi við frekari lækkun í þessari viku vegna þess mikla afla sem er á leið- inni á markað. Síðan megi búast við að verðið jafnist aftur vegna þess að kvótinn fari minnkandi og áhafn- irnar í frí fram yfir þjóðhátíð. Þannig er búið að leggja Þórunni Sveinsdóttur VE fram yfir helgi. Magnús Guðmundsson telur einnig útlit fyrir að verðið geti jafn- að sig þegar aftur dregur úr fram- boði. Fiski frá Íslandi raðað á Fishgate-fiskmarkaðnum í Hull í Englandi. Ýsan liggur í síldarhrognunum Mikið framboð á ýsu og lækkandi verð                                                                                                               !"   #" $$ %$&  ' %    () * ! !    %   %"   % ! !  +,       #- *  .)# #- *  .)#  #- *  .)#                      !  !"   #" %$  ' ) !  / $!"  #" $  %  " #" $ %   /"  0 1 $ 2$          !   !   !    " !  ÁGÆT veiði hefur verið í Stóru- Laxá í Hreppum. Bræðurnir Sturla, Teitur og Gunnar Örlygs- synir sem veiddu ásamt fjöl- skyldum sínum og vinum í tvær vaktir á svæði III um helgina og færðu sig síðan niður á I og II lönduðu alls átta löxum og auk þess náðu þeir hátt í fimmtán bleikjum, sem flestar voru gríð- arvænar. Sögðu þeir um 50 laxa færða til bókar á svæði III og um 75 á hinu. Lentu þeir í göngufiski víða og þar á meðal við Sveinssker þar sem þeir lönduðu þremur í beit. Þá tóku þeir fiska í Brúarhyl, Brúarstreng, Gvendardrætti og tvo í Kálfhagahyl. Athygli vakti að nokkrir fiskanna voru sannkallaðir „smá- laxar“ eða um þrjú pund. Mun vera óþekkt að laxar af þeirri stærð hafi sést í ánni á árum áður. Margir laxanna voru lúsugir og virtust fiskar vera á hraðri ferð upp ána. Bleikjan gengur í Skálmardal Frést hefur af félögum í stang- veiðifélaginu Ármönnum, sem veiddu vel í Skálmardalsá í Múla- sveit, A-Barð., á dögunum. Drógu þeir einar 30 bleikjur, og sumar allvænar, í þessari fallegu sjó- bleikjuá. Veiði hefur verið þokkaleg í Hlíðarvatni í Selvogi í sumar, og veiðimenn misheppnir eins og gengur í vatnaveiði. Veiðimaður sem var þar í vikunni dró sjö bleikjur í Skollapollum á stuttum tíma og voru fimm þeirra allvænar, um eða yfir 40 cm. Veiðimenn hafa staðið stíft við á Þingvöllum síðustu vikur og marg- ir veitt nokkuð vel. Heimildamaður stóð á nefi einu við Vatnsvik í vik- unni og dró þar átta bleikjur, frá pundi upp í þrjú og hálft. Vestar í þjóðgarðslandinu, svo sem á Öfugsnáða og við Vatnskot, er urmull af murtu og skemmta börn sér þar konunglega við veiðar með flotholt og flugu. Sportveiðiblaðið 25 ára Aðstandendur Sportveiðiblaðs- ins fagna um þessar mundir 25 ára afmæli ritsins, og af því tilefni er komið út þykkt og efnismikið af- mælisblað. Að sögn Gunnars Bender ritstjóra hefur þurft mikla hörku og kostað ómælda vinnu að halda blaðinu úti allan þennan tíma. „Við gerum allt sjálfir, skrifum 80% efnisins, tökum myndirnar og brjótum blaðið um,“ segir Gunnar. „Þá höfum við notið þess að hafa ágæta penna á okkar snærum, sem sumir hverjir hafa skrifað lengi í blaðið. Þar á meðal er Gylfi Krist- jánsson, sem hefur skrifað í Sport- veiðiblaðið í ein 20 ár.“ Gunnar viðurkennir að til að halda blaðinu úti þetta lengi hafi vænn skerfur af veiðidellu þurft að vera fyrir hendi. „Ef áhuginn ræki mann ekki áfram væru þetta tóm vandræði. Við erum alltaf að sækja efni hingað og þangað og erum sýnilegir í hópi veiðimanna.“ Forsíðuefni afmælisritsins er viðtal við Bubba Morthens, sem veiðifélagi hans, Haraldur Eiríks- son, tók. Meðal annars efnis er lýs- ing á veiðistöðum í Laxá í Mý- vatnssveit, rætt er við Jón Þór Júlíusson og Gísla Ásgeirsson hjá Laxi ehf. og viðtal við Sturlu Ör- lygsson. Nýtt á Veiðikortinu Enn bætast veiðisvæði á Veiði- kortið. Nú hefur verið samið við Úlfljótsvatn frístundabyggð ehf., sem er í helmingaeigu Klasa ehf. og Orkuveitu Reykjavíkur, um að Veiðikortshafar geti nú þegar veitt í vestari hluta Úlfljótsvatns. Nær svæðið á milli Steingríms- og Íra- fossvirkjunar að vestanverðu og er þar með talið landið þar sem skát- ar eru með aðstöðu. Laxinn gengur í Stóru-Laxá Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Dagur Sturluson landaði sínum fyrsta laxi í Brúarstreng. Rígvænar bleikjur veiðast nú á neðstu svæðum Stóru-Laxár, í bland við laxinn. veidar@mbl.is STANGVEIÐI Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.