Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 253. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
FRIÐSÆLD SVEITAR
ÓBILANDI ÁHUGI Á ÍSLENSKUM HESTUM
DRÓ KÖTU Í HJALTADALINN >> DAGLEGT LÍF
HVALREKI
STÓR LIST-
VIÐBURÐUR Á FERÐ
DANSLIST BAUSCH >> 17
Fagleg
og lögleg
þjónusta í boði
Löggild menntun snyrtifræðinga
tryggir þér fagmennsku í snyrtingu
og förðun og rétta og örugga húð-
meðferð. Þú finnur snyrti-
fræðinga í Félagi íslenskra
snyrtifræðinga um land allt.
Sjá nánar á Meistarinn.is.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í
gær að Írak og leiðtogar landsins
stæðu nú á „krossgötum“. Líkur
væru á að átökin í landinu þróuðust
út í borgarastyrjöld yrði ekki gripið
til aðgerða til að stemma stigu við
mannskæðum árásum vígamanna.
„Ef sundrung og ofbeldisaðgerðir
verða áfram í sama farinu mikið
lengur er fyrir hendi grafalvarleg
hætta á að íraska ríkið falli saman,
hugsanlega í miðju borgarastríði.“
Því taldi Annan mikilvægt að grípa
til aðgerða í Bagdad og á alþjóða-
vettvangi til að „færa Írak aftur frá
brúninni“ og þannig stuðla að því að
stöðugum árásum á óbreytta borg-
ara og hermenn linni.
Annan lét þessi orð falla á fundi
með Jalal Talabani, forseta Íraks, og
Condoleezzu Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í höfuðstöðv-
um SÞ. Aðalumræðuefni fundarins
var ástandið í landinu og sagði Ann-
an „átakanlegt“ að „daglegt líf Íraka
skyldi stjórnast af stöðugri hættu á
ofbeldisaðgerðum trúarhópa“.
Óöldin í Írak hélt áfram í gær þeg-
ar að minnsta kosti 62 féllu í árásum.
Annan hvetur til aðgerða
Segir Írak á barmi borgarastyrjaldar vegna tíðra árása
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
LÝÐURINN
kastaði grjóti að
lögreglunni og
stal af henni
kylfum og beitti
þeim gegn lög-
reglumönnun-
um. Það er allt
vitlaust hérna.
Líklega er
ástandið að ná
hámarki núna
því lýðurinn er að komast inn í
sjónvarpshúsið og ganga milli bols
og höfuðs á lögreglunni eða leggja
undir sig bygginguna,“ sagði Einar
Gunnlaugsson námsmaður í Búda-
pest sem varð vitni að uppþotunum
í Búdapest í gær. Ástandið var að
verða mjög alvarlegt um miðnætti
að íslenskum tíma en Einar var
kominn heim til sín þá og lenti ekki
í hættu við sjónvarpshúsið. Kaus
hann að koma sér heim þegar 200
manna lögreglulið var ofurliði bor-
ið af æstu fólki í þúsundatali. Lög-
reglumenn flúðu þá inn í sjón-
varpshúsið og vörðust þar af
veikum mætti en virtust vera að
tapa víginu undir miðnætti þegar
múgnum var að takast að brjótast
inn og kveikja í húsinu.
„Fólkið var búið að kveikja í bíl-
um og mótmælti ríkisstjórninni
harðlega. Lögreglan reyndi að
komast þarna að en var yfirbuguð
og er nú lokuð inni í sjónvarpshús-
inu. Ég forðaði mér í burtu þegar
ég áttaði mig á því hve brjálað
ástandið var orðið.“
Einar býr í um 15 km fjarlægð
frá vettvangi og er óhultur. „En
það er allt kolvitlaust þarna niðri í
bæ. Það var farið með eina tíu á
spítala, bæði lögreglumenn og
borgara. Ég sá þegar komið var
með vatnsbíl til að nota gegn
mannfjöldanum en lýðurinn yfir-
bugaði ökumanninn samstundis.“
Hundruð lögreglu-
manna borin ofurliði
Íslenskur nemi varð vitni að ósigri lögreglu í Búdapest fyrir æstum múgi
Einar
Gunnlaugsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
UNGVERSKA lögreglan beitti í gærkvöldi táragasi er
hún reyndi að hafa hemil á æstum múgi mörg hundr-
uð manna sem brutust inn í höfuðstöðvar ríkissjón-
varpsins í miðborg Búdapest. Mótmælendur eru æfir í
garð Ferenc Gyurcsanys forsætisráðherra eftir að
hann staðfesti að hafa sagt ósatt um stöðu efnahags-
mála í aðdraganda þingkosninganna í apríl, í því
skyni að hafa sigur á andstæðingum sínum.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt hafði mót-
mælendum tekist að komast inn í byggingu sjónvarps-
ins. Var ætlun þeirra sú að komast inn í upptökusal
sjónvarpsins til að koma skilaboðum sínum á framfæri
við þjóðina. Að sögn heimildarmanna AP-fréttastof-
unnar slösuðust að minnsta kosti tíu manns í átökum
við lögreglu. Stjórnarandstaðan hefur einnig brugðist
ókvæða við játningu Gyurcsany, sem var að finna á
hljóðupptöku af ræðu hans sem spiluð hefur verið í
fjölmiðlum, og krafist þess að hann láti af embætti.
Stjórnin mun halda neyðarfund í dag en hún hefur
lýst yfir eindregnum stuðningi við leiðtoga sinn.
Í ræðunni lagði forsætisráðherrann áherslu á nauð-
syn þess að efnahagsumbótum yrði komið á í Ung-
verjalandi. „Valkostir okkar eru ekki margir. Þeir eru
ekki fyrir hendi vegna þess að við klúðruðum þessu.
Og þetta var ekki smávægilegt klúður.“ | 14
AP
Andstæðingar stjórnarinnar gerðu áhlaup á höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.
Krefjast afsagnar Gyurcsanys
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Róm. AFP. | Að minnsta kosti tveir létu lífið
þegar fjögurra hæða íbúðarhús í Mílanó-
borg á Ítalíu varð fyrir miklum skemmdum
í sprengingu í gær. Ekki liggur fyrir hversu
margir slösuðust en fullyrt hefur verið að á
sjötta tug manna hafi slasast í sprenging-
unni sem talið er að rekja megi til gasleka.
Að auki er vitað um að minnsta kosti tvo
sem er saknað eftir sprenginguna.
Hinir látnu voru ítalskur karl á sextugs-
aldri sem bjó í húsinu og ungur Albani sem
átti leið hjá þegar sprengingin varð.
Meðal þeirra sem er saknað er sjö ára
gamall drengur, en faðir hans rak kaffihús á
jarðhæð hússins sem gjöreyðilagðist í gær.
AP
Björgunarmenn virða fyrir sér aðstæður á
slysstað í Mílanó í gærkvöldi.
Harmleik-
ur í Mílanó
Róm. AFP, AP. | Vatíkanið hélt í gær áfram
tilraunum til að lægja öldurnar eftir afar
umdeila ræðu Benedikts XVI páfa í síðustu
viku, þar sem hann tengdi saman íslam og
ofbeldi. Alls er þó óvíst hvort afsökunar-
beiðni páfa og aðgerðir Vatíkansins muni
slá á reiðina í mörgum múslímaríkjum.
Flest bendir til, að ræða hans hafi orðið
vatn á myllu öfgasamtaka, þ.á m. al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna í Írak, sem í gær
gáfu út sameiginlega yfirlýsingu með víga-
mönnum. Þar er páfinn, sem nefndur er „til-
biðjandi krossins“, varaður við að hann og
„Vesturlönd séu dauðadæmd“, líkt og sjá
megi í „ósigrunum í Írak“ og víðar. | 14
Vatíkanið
leitar sátta
Öfgasamtök hvetja til
árása gegn Vesturlöndum
♦♦♦