Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AUSTURLAND
Kárahnjúkavirkjun | Framkvæmd
þeirra mótvægisaðgerða sem um-
hverfisráðherra setti sem skilyrði
fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjun-
ar árið 2001 er á ýmsum stigum.
Hluti þeirra 20 atriða sem sett voru
sem skilyrði fyrir framkvæmdinni
hefur þegar verið uppfylltur með
ákveðnum breytingum á hönnun
virkjunarinnar og staðsetningu
mannvirkja, vegstæða, efnisnáma
og haugstæða, auk þess sem fallið
var frá nokkrum þáttum fram-
kvæmdarinnar.
Yfirgripsmiklar rannsóknir og
vöktun eru ýmist nýhafnar, í gangi
eða lokið og þá einkum varðandi
gróðurfar, hreindýralíf, fuglalíf, set-
og öskulög, bergmyndanir, botn-
dýralíf og fornminjar. Landsvirkjun
hefur unnið með ýmsum verkfræði-
og rannsóknarstofnunum hérlendis
og erlendis vegna mótvægisaðgerð-
anna.
Hálslón vegur þyngst
„Þau skilyrði ráðherra sem ég tel
vega þyngst eru við Hálslón,“ sagði
Pétur Ingólfsson, verkfræðingur á
verkfræði- og framkvæmdasviði
Landsvirkjunar, á opnum fundi um
virkjunina á Fljótsdalshéraði ný-
verið.
„Það sem við höfum gert núna er
vegarlagning og sandfyllingar inn
með austurströnd Hálslóns,“ sagði
Pétur. „Þær, ásamt fleiri sandfyll-
ingum sem við setjum upp á völdum
stöðum sem við höfum fundið út,
m.a. í samvinnu við Vatnaskil, er
áætlað að uppfylli skilyrði umhverf-
isráðherra hvað þetta varðar. Þau
fjölluðu um að við gætum varist 50
ára stormi án þess að hann ylli
áfoksgeirum. Ég tel engan vafa á að
komin eru fín svör við því.“
Áhyggjur eru af sandskriði inn á
gróðursvæði úr lónstæðinu á vorin
þegar vatnsborðsstaða verður hvað
lægst sem og leirfoki, en íbúum á
Fljótsdalshéraði eru vel kunnugir
rykstormar ofan af hálendinu og líst
illa á ef slíkt eykst til muna.
Sandgildrur eru meðal mótvæg-
isaðgerða við Hálslón, en Pétur seg-
ir að því hafi einnig verið velt upp að
halda ryki niðri með áveitum. „Það
virðist ekki flókið og við höfum verið
að útfæra þá hugmynd í samvinnu
við Verkfræðistofu Austurlands.“
Þá segir hann unnið að uppgræðslu
og skipulagningu á slíkum verkefn-
um sem fara munu í gang á næst-
unni til að takast á við áfok úr lón-
stæðinu. Það á einkum að gera með
því að styrkja þann gróður sem fyr-
ir er á svæðinu. Þ.á m. gæti verið að
sá melgresi til að stöðva sandskriðið
út úr lóninu áður en það kaffærir að-
liggjandi gróður.
Tappinn settur í eftir viku
„Öll hin skilyrðin eru uppfyllt, ég
get lofað því,“ sagði Pétur á fund-
inum. Meðal téðra skilyrða er að
Landsvirkjun láti vinna viðbragðs-
og aðgerðaáætlun við neyðar-
ástandi og er hún fyrirliggjandi af
hálfu fyrirtækisins, en í frekari
vinnslu hjá ríki og stjórnvaldi heima
í héraði, klapparhaft ofan Lagar-
fljótsvirkjunar er lækkað um metra
áður en rekstur virkjunarinnar
hefst, ljúka á ýmsum náttúrufræði-
legum rannsóknum áður en fyllt er í
Hálslón og Landsvirkjun á í sam-
vinnu við Náttúrustofu Austurlands
að standa að nauðsynlegri viðbót-
arvöktun hreindýra á fyrstu 10 ár-
um á starfstíma virkjunarinnar.
Byrjað verður að fylla Hálslón í
næstu viku, en hvaða dag það verð-
ur fer eftir veðurfari og rennsli
Jöklu, sem æskilegt er að sé í lág-
marki þegar hafist er handa.
Mótvægisaðgerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar á ýmsum stigum
Aðgerðir vegna leirfoks úr
lónstæði Hálslóns vega þyngst
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Lónstæðið Landsvirkjun segir öll skilyrði umhverfisráðherra um mót-
vægisaðgerðir uppfyllt og unnið sé að vörnum gegn áfoki úr Hálslóni.
»Umhverfisráðherra settiárið 2001 20 skilyrði um
mótvægisaðgerðir fyrir bygg-
ingu Kárahnjúkavirkjunar.
»Hluti skilyrðanna var aðbreyta ýmsu varðandi
hönnunarþætti virkjunar-
innar.
»Umfangsmiklum rann-sóknum er varða nátt-
úrufar svæðisins er ýmist ver-
ið að hrinda af stað, þær
komnar í gang eða þeim að
ljúka.
»Nú er unnið að vörnumgegn leirfoki úr lónstæði
Hálslóns þegar vatnsborðs-
staða er hvað lægst, m.a. með
sandgildrum og uppgræðslu.
Í HNOTSKURN
Egilsstaðir | Landbúnaðarráðuneytið út-
hlutaði nýverið 45 milljónum króna til
byggingar reiðhallar og tveggja reið-
skemma á Austurlandi.
Hestamannafélagið Freyfaxi á Fljóts-
dalshéraði fékk 20 milljónir króna í reið-
höll á Fljótsdalshéraði, hestamanna-
félagið Hornfirðingur 15 milljónir til
byggingar reiðskemmu á Hornafirði og
hestamannafélagið Blær í Fjarðabyggð 10
milljónir í reiðskemmu á Norðfirði.
Ráðuneytið úthlutaði alls 330 milljónum
króna til 28 bygginga um land allt og fékk
hestamannafélagið Léttir á Akureyri
hæsta styrkinn, 29 milljónir, til byggingar
reiðhallar þar í bæ.
Hillir undir reiðhöll
og skemmur eystra
Reyðarfjörður | Stríðs-
árasafninu á Reyð-
arfirði áskotnaðist á
dögunum dagbók með
minningum Ron
Davies, en hann var í
breska hernum á Búð-
areyri á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Davies, sem kom í boði
Hafþórs Hafsteins-
sonar, forstjóra flug-
rekstrarsviðs Avion Group, þótti áhuga-
vert að rifja upp gamla tíma og sjá gömul
kennileiti. Hann er þekktur sem einn
helsti sérfræðingur í sögu atvinnuflugs í
heiminum. Þrátt fyrir háan aldur er hann
enn að störfum og er forstöðumaður at-
vinnuflugsdeildar National Air & Space
Museum við Smithsonian Institute í Wash-
ington, jafnframt því að veita forstöðu
eigin útgáfufyrirtæki. Hann hefur skrifað
og gefið út fjölda rita um sögu atvinnu-
flugs og flugfélaga.
Dagbók bresks her-
manns til Stríðsára-
safnsins á Reyðarfirði
Úr Stríðsárasafn-
inu á Reyðarfirði.
SÚ nýjung hefur
verið tekin upp á
Iðnaðarsafninu á
Akureyri að bjóða
gestum upp á leið-
sögn um safnið af
bandi. Jón Arn-
þórsson, safn-
stjóri, hefur
„löngum verið
ómetanlegur hluti
af upplifun heimsóknar í Iðnaðar-
safnið,“ segir í fréttatilkynningu og
„því ákvað stjórn safnsins að ráðast í
það verkefni að hljóðrita leiðsögnina
þannig að gestir framtíðarinnar gætu
notið leiðsagnar hans með aðstoð
tækninnar og gengið um safnið og
hlustað á frásögnina í heyrnartólum.
Inn í safnaleiðsögnina eru fléttaðar
sögur og tónlist frá liðnum árum sem
tengjast iðnaðarbænum Akureyri.“
Lesari með Jóni er Brynhildur
Pétursdóttir og um hljóðritun og
tæknilega úrvinnslu sá Kristján
Edelstein.
Frásagnir starfsfólks
Næsta verkefni sem safnið hefur
áhuga á að framkvæma er að hljóð-
rita viðtöl og frásagnir starfsfólksins
sem vann á þeim vinnustöðum sem
kynntir eru í safninu. Stefnt er að því
að flétta þær frásagnir inn í safnaleið-
sögnina þannig að minningar og
þekking fari ekki forgörðum og varð-
veitist til framtíðar. Þannig verði
smám saman aukið við upplifun gesta
með lifandi frásögnum og minning-
arbrotum.
Jón alltaf
nálægur
á bandinu
Jón Arnþórsson
Frásagnir verksmiðju-
fólks verða hljóðritaðar
SPARISJÓÐUR Norðlendinga hef-
ur ákveðið að styrkja Ferðafélag
Akureyrar (FFA) um eina milljón
króna vegna nýs húss sem meðlimir
félagsins hafa unnið við að reisa í
sumar. Nýja húsið er á meðfylgj-
andi mynd, en því er ætlað að
standa við Drekagil við Dyngjufjöll
í Ódáðahrauni.
„Með til-
komu hússins
verður bætt úr
brýnni þörf
fyrir gesta-
móttöku,
upplýsingar-
miðstöð og
landvarð-
arbústað á
svæðinu,“ seg-
ir í frétt frá
Sparisjóðnum.
„Hið nýja hús
félagsins er hið
glæsilegasta timburhús með mjög
góðri aðstöðu innandyra. Húsið er
lokaáfangi í uppbyggingu FFA við
Drekagil að sinni,“ segir jafnframt
í frétt frá Sparisjóði Norðlendinga.
Styrkir FFA um
eina milljón króna
ÁGÚST Þór Árnason, verkefna-
stjóri við Félagsvísinda- og laga-
deild Háskólans á Akureyri, flytur í
dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi HA.
Í erindi sínu ræðir Ágúst Þór um
lögin út frá réttarfélagsfræðilegu
sjónarhorni og leitar svara við því
hvort lögin nái alltaf tilgangi sínum
og hvort þau geti hugsanlega haft
þveröfug áhrif við það sem ætlunin
var.
Fyrirlesturinn verður í stofu
L201 Sólborg við Norðurslóð og
hefst kl. 12.
Áhrif og áhrifa-
leysi réttarreglna
BJÖRN Stefánsson, sem verið hefur
grenjaskytta í rúman áratug, segir
nánast engan mófugl lengur að finna
í dölunum sem ganga inn úr Eyja-
firði og kennir mávi um að miklu
leyti. Hann segir stóra hópa máva
mæta undir kvöld á varptímanum, og
gæða sér á kræsingum, marga kíló-
metra frá byggð.
Björn er húsgagnasmíðameistari
á Akureyri. Hann hefur lengi stund-
að hefðbundnar veiðar og því fylgst
með dýralífinu, og síðustu tólf árin
hefur hann fengist við refaveiðar.
Fimm grenjaskyttur hafa nú það
hlutverk, á vegum sveitarfélaganna í
firðinum, að halda lágfótu í skefjum.
Tófan gýtur jafnan í maí og Björn
og þeir félagar liggja á greni frá því í
byrjun júní þar til snemma í júlí.
„Þetta er akkúrat þegar mófuglinn
byrjar að verpa.“ Hann nefnir lóu,
spóa, stelk, þröst og þúfutittling.
Tófan hirðir ýmis egg, m.a. frá
gæsinni, og fjölda þrastarunga á
degi hverjum. En þegar kemur fram
í miðjan júní, þegar allir mófuglarnir
eru byrjaðir að verpa, mæta mávarn-
ir til leiks og taka völdin. „Þeir koma
í stórum flokkum undir kvöld, 50–60
fuglar og labba svo í rólegheitum um
móana, mjög skipulega, og éta eggin
á staðnum. Þetta sér maður í öllum
hliðardölum út frá Eyjafirði, meira
að segja lengst inni í afdölum. marga
kílómetra frá mannabyggð.“
Spurður um ástæðu þessa segir
Björn: „Síðan lokað var á allan úr-
gang frá frystihúsum og bræðslum
hefur mávurinn þurft að leita annað
eftir æti. Nú er líka ýtt daglega yfir
öskuhaugana ofan Akureyrar og þar
því minna að hafa en áður.“
Björn segir að þeir hafi orðið varir
við þessi ferðalög mávanna fyrir
nokkrum árum, og síðustu þrjú til
fjögur ár hafi hreinlega ekki sést mó-
fugl inn til dala. „Þar ómaði alltaf
fagur fuglasöngur fyrir 10–15 árum
en í dag heyrist ekki í fugli.“
Björn hefur lengi veitt rjúpu, og er
á þeirri skoðun að rjúpnaskyttan sé
jafnvel hengd fyrir mávinn eins og
bakarinn fyrir smiðinn. „Ég efast
ekki um að mávurinn finni rjúpuna
eins og aðra fugla,“ segir hann og
telur að mávi megi að einhverju leyti
kenna um ástand rjúpnastofnsins.
Fagur fuglasöngurinn heyrist ekki eins og á árum áður
Mávur hefur útrýmt
mófugli inn til dala
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Plága Björn Stefánsson við skrifborðið á verkstæði sínu. Hann telur að
mávur hafi meiri áhrif á rjúpnastofninn en nokkurn grunar.
»Björn segir máv búinn aðútrýma mófugli úr dölum
Eyjafjarðar. Hann leiti annað í
fæðuleit en áður og gangi ótrú-
lega skipulega til verks.
»Björn segir að tvö til þrjútófugreni finnist á ári í
Eyjafirði og sífellt nær byggð.
» „Manni finnast hettumávarstundum hálfsaklausir en
þeir eru ótrúlega grimm kvik-
indi og ég efast ekki um að þeir
finni rjúpu eins og aðra fugla,“
segir Björn.
Í HNOTSKURN