Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 19 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Jón Eysteinsson lætur af embætti sýslumanns í Keflavík 1. október en þann dag verður liðið ná- kvæmlega þrjátíu og eitt ár frá því hann var skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu og bæjarfógeti í Keflavík og Grindavík. Síðar bættist við embætti bæjarfógeta í Njarðvík þannig að Jón bar óvenjulangan starfstitil á fyrstu árum sínum í embætti. Áður hafði hann verið fulltrúi hjá embættinu og héraðs- dómari þannig að hann hefur unnið hjá sama embættinu í 36 ár, þar af í 35 ár samfleytt. „Þetta er orðið gott og ég fer mjög sáttur úr þessu,“ seg- ir Jón í samtali við Morgunblaðið. Jón er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Að loknu lögfræðiprófi, vorið 1965, bauðst honum starf full- trúa hjá Alfreð Gíslasyni, bæjarfóg- eta í Keflavík. Hann hætti þar eftir ár þar sem honum skildist að ekki væri fjárheimild fyrir starfinu. Fékk hann þá fulltrúastarf hjá bæjarfóg- etanum í Kópavogi. Í byrjun árs 1971 var starf fulltrúa í Keflavík auglýst og fékk Jón það. Frá því hann hætti í fyrra skiptið í Keflavík hafði hann kvænst stúlku þaðan, Magnúsínu Guðmundsdóttur, og þau vildu flytja til Keflavíkur. Hann var fyrst fulltrúi, síðar aðalfulltrúi og héraðsdómari og eftir að Alfreð lét af störfum var Jón skipaður í embætti bæjarfógeta, 1. október 1975. Fjölbreytt verkefni „Það er skemmtilegast hvað starf- ið er fjölbreytt. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun,“ segir Jón. ættisins væri í lagi eins og fram- koma við viðskiptavini. Að fólk geti farið sæmilega sátt þótt hann við- urkenni að sum mál séu þess eðlis að menn fari ekki ánægðir út af sýslu- skrifstofunni eða lögreglustöðinni. Í þessu sambandi segir hann mikil- vægast að hafa gott samstarfsfólk og hann hafi verið afar heppinn með það. Margir hafi unnið lengi hjá embættinu. Hann segir að erfiðast við starfið sé að sjá ungt og efnilegt fólk fara í hundana vegna eiturlyfjaneyslu sem það komist ekki út úr. „Ég tel að Ís- land ætti að geta varist þessu betur. Við búum á eyju langt úti í hafi og ættum að geta lokað okkur betur af gagnvart fíkniefnainnflutningi,“ segir sýslumaður. Hann tekur fram að ánægjulegt sé að sama skapi að sjá fólk ná sér út úr ruglinu og verða að nýtum þjóðfélagsþegnum. Slík dæmi megi sem betur fer sjá dag- lega á götum bæjarins. Spænskunám í Fjölbraut Jón óttast ekki aðgerðarleysið þótt hann láti brátt af opinberum störfum. Hann er til að mynda að hefja spænskunám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og ætlar með því að láta gamlan draum rætast. Hann öðlaðist á sínum tíma réttindi sem héraðsdómslögmaður og hyggst endurnýja þau nú og jafnvel taka að sér einhver verkefni á því sviði. Það verði þó ekki strax. Hann fer í sund á hverjum morgni og er byrjaður í golfi. Hugsar sér gott til glóðarinnar að standa sig betur í því. Svo hefur hann alltaf gengið töluvert, ekki síst um Reykjanesskagann sem Jón segir að sé afar skemmtilegt útivistarsvæði. Hann hefur þó áhyggjur af um- hverfismálunum. Segir að menn ættu frekar að líta sér nær þegar þeir hafi áhyggjur af eyðileggingu náttúrunnar. Nefnir í því sambandi utanvegaakstur og framkvæmdir vegna borana á háhitasvæðinu í Sogunum. „Ég hef aldrei verið pólitískur,“ segir Jón þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið framboðs- ræða. „Ég hef alltaf litið svo á að sýslumenn ættu ekki að vera í póli- tík. Ætli það sé ekki kominn tími til að fara í hana núna,“ segir Jón glett- inn á svip. allt landið. Sérstök starfsstöð með sjö starfsmenn annast það. Jón seg- ir að ánægjulegt hafi verið að fá að taka þátt í þessu verkefni og það hafi orðið til þess að hann hafi hætt ári seinna en hann hefði haft hug á. Hin daglegu störf eru að mestum hluta í höndum ýmissa yfirmanna hjá embættinu, undir yfirstjórn og á ábyrgð Jóns. Sjálfur hefur hann annst skiptingu dánarbúa og nauð- ungarsölur. „Mér finnst áhugaverð- ast að vinna að stjórnun embættis- ins og í það hefur mest af mínum tíma farið,“ segir hann. Segist Jón hafa lagt áherslu á að þjónusta emb- Þegar hann tók við var gamla kerfið við lýði. Sýslumenn rannsökuðu mál og dæmdu. Jón segir að því hafi sem betur verið verið breytt. Sýslumað- ur var oddviti sýslunefndar og emb- ættið hefur með höndum innheimtu skatta og gjalda og umboð Trygg- ingastofnunar ríkisins, svo nokkuð sé nefnt, auk löggæslu og tollgæslu. Hann segist hafa reynt að sinna vel málefnum lögreglunnar, sérstaklega eftir að hann losnaði við dómstörfin. Lögð hafi verið áhersla á forvarn- arstarfið með ágætum árangri. Embættið fékk það verkefni fyrr á árinu að framleiða vegabréf fyrir Jón Eysteinsson sýslumaður segir erfitt að sjá ungt fólk fara í hundana Veit aldrei hvað gerist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hættir sáttur Jón Eysteinsson hefur verið bæjarfógeti og sýslumaður í Keflavík í nákvæmlega 31 ár þegar hann lætur af störfum. JÓN Eysteinsson kann margar sögur og hefur gaman af því að segja frá. Hér koma tvö dæmi þar sem hann kemur sjálfur við sögu: Hér voru rollur inni í hverjum garði þegar ég hóf störf og hús- eigendur voru að sjálfsögðu ósáttir við það. Það var erfitt við þetta að eiga. Á fundi í dómssalnum þar sem rætt var um að girða svæðið af sagði fjáreigandi úr Grindavík að menn ættu að girða almenni- lega í kringum húsin sín, þá kæmist féð ekki inn í garðana. „Í hvaða lögum stendur það, Láki,“ spurði ég. „Það ætti sýslumaður að vita manna best,“ svaraði fjáreig- andinn að bragði. Á opnu svæði við sýslu- skrifstofuna í Keflavík stendur stytta af Ólafi Thors. Jón sýslu- maður segir frá: Strákur nokkur stóð lengi úti við gluggann hér á skrifstofunni og var að velta einhverju fyrir sér. Snýr sér svo snöggt að mér og segir: „Styttan er bara ekk- ert lík þér.“ Sýslumaður segir sögur LANDIÐ Eftir Sigurð Sigmundsson Þjórsárdalur | Áfanga við endur- byggingu hinnar fornu Skaftholts- réttar í Þjórsárdal var fagnað í rétt- unum um helgina. Jafnframt var afhentur styrkur útibús Lands- banka Íslands á Selfossi til verksins. Réttin skemmdist mikið í Suður- landsskjálftunum árið 2000, og var raunar farin að láta verulega á sjá fyrir þann tíma. Gert var við al- menninginn þá um sumarið. Á síð- asta ári stofnað félag áhugamanna, Vinir Skaftholtsrétta, í þeim tilgangi að endurbyggja réttina. „Mér rann til rifja að sjá hana hálfkaraða,“ Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, forystumað- ur í Vinum Skaftholtsrétta. Segir hann að hugmyndin hafi fengið ein- stakar undirtektir og 250 manns gengið í félagið. Á þessu ári hefur verið unnið að hleðslu og fengnir til þess fagmenn. Veggir dilkanna eru hlaðir upp á nýtt og síðan þarf að hlaða úthring- inn með torfi, eins og var á gömlu réttinni. Kristján segir að verkið sé nú hálfnað. Komnar séu um 9 milljónir í endurbygginguna auk þess sem ótal- inn fjöldi dagsverka hafi verið unn- inn í sjálfboðavinnu. Þannig hafi komið 50 til 70 manns til vinnu í þau fjögur skipti sem leitað hafi verið eftir sjálfboðaliðum. Kristján segir stefnt að því að fagna verklokum í Skaftholtsréttum að ári. Heldur kindunum Lilja Loftsdóttir á Brúnum, fjall- drottning Gnúpverja, segir að miklu skemmtilegra hafi verið að koma með féð í Skaftholtsrétt að þessu sinni, en í fyrra. Hún sé orðin miklu fallegri og það sem meira er, hún haldi kindum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stuðningur Nína G. Pálsdóttir, útibússtjóri Landsbankans, afhenti Lilju Loftsdóttur fjalldrottningu styrk að viðstöddum Kristjáni Guðmundssyni. Endurbyggingu rétt- arinnar miðar vel Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Nemendur frá fjór- um grunnskólum í Skagafirði söfn- uðust saman undir verkstjórn þeirra Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkju- fræðings á Sauðárkróki, og Steins Kárasonar, frumkvöðuls um endur- heimt Brimnessskóga í Skagafirði, síðastliðinn föstudag og plöntuðu á þrettánda hundrað birkiplöntum í svæðið þar sem hinir fornu Brim- nessskógar voru þegar land byggð- ist. Að sögn Steins er Brimnessskóga getið í allra elstu heimildum Íslands- sögunnar og því eftirsóknarvert að endurheimta þetta svæði sem skóg- lendi og færa í sinn upphaflega bún- ing. Nú þegar hefur, að sögn Steins, verið plantað um fimmtán þúsund plöntum á um sjö hektara svæði, en björtustu vonir gengju í þá átt að um tvö hundruð hektarar yrðu þaktir skógi, þannig að svæðið stæði undir nafni. Þær plöntur sem nú voru gróður- settar eru allar ættaðar úr Geir- mundarstaðaskógi í Hrollleifsdal, en til samanburðar hefur plöntum ætt- uðum úr öðrum skagfirskum skóg- arsvæðum verið valinn staður á öðr- um svæðum og sagði Steinn að samanburður ætti væntanlega að sjást innan tíðar. Þegar hugmyndin fæddist lagði KB banki hugmyndinni lið með hálfrar milljónar króna framlagi, og var þá stofnað félagið Brimness- skógar, en í stjórn félagsins eiga sæti Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi al- þingismaður, Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri og Sölvi Sveinsson skólameistari, einnig hefur Yrkju- sjóður svo og Skógræktarfélag Skagfirðinga stutt verkefnið. Steinn sagði að fordæmi væru fyr- ir að Pokasjóður liðsinnti verkefnum á borð við þetta og því mundi vænt- anlega leitað til hans í framtíðinni, en einnig væri öll önnur aðstoð vel þeg- in. Árlegar heimsóknir í skólana sem eru þátttakendur, þar sem rætt er við nemendur um þessi mál og verk- ið kynnt, sagði Steinn vera mjög ánægjulegar. Nemendur vinna að end- urheimt Brimnessskóga Morgunblaðið/Björn Björnsson Ánægð með dagsverkið Nemendur skólanna njóta þess að planta trjám við Kolkuósa, með Steini Kárasyni, frumkvöðli Brimnessskógaverkefnisins. Í HNOTSKURN »Brimnessskógar voru svogróskumiklir að hryssan Fluga týndist þar. »Talið er að skógurinn hafiað mestu verið uppurinn um 1760. »Nú hafa um 15 þúsundplöntur verið gróðursettar á um sjö hekturum lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.