Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 20
menntun
|þriðjudagur|19. 9. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Blóðbergsblandan er góð við
kvefi og flensu segir Hólmfríður
Bjartmarsdóttir sem selur te úr
íslenskum jurtum. » 25
heilsa
Matthías Pétursson var í skák-
sveit Laugalækjarskóla sem
sigraði á Norðurlandamóti
grunnskólanema. » 23
skák
Hestaunnandinn Kata á Kálfs-
stöðum kom alla leið frá Alaska
til að gerast vinnukona í ís-
lenskri sveit. » 22
daglegt
Paradísarheimt er sennilega eftirlætisLaxnesskáldsaga Ragnars HelgaÓlafssonar grafísks hönnuðar semá heiðurinn af nýju kápuútliti verka
nóbelsskáldsins sem Edda útgáfa gefur út.
Sjálfur ólst Ragnar upp við að verk Halldórs
Laxness væru rædd við matarborðið líkt og
nýjustu fréttirnar úr dagblöðunum.
Ragnar hefur hannað nýtt útlit á átta
bækur Laxness og á von á því að þeim fari
fjölgandi eftir því sem eldri upplög verða
uppseld og þörf verður á endurútgáfu
þeirra. „Það var svolítið snúið að gera svip
á verk sem allir eiga eitthvað í því þessar
bækur eru ákveðin stofnun fyrir þjóðinni,“
segir hann inntur eftir því hvernig hann
nálgaðist verkefnið. „Laxnessbækurnar með
sínu bandi og sinni gyllingu eiga einfaldlega
að samsama sjálfum sér og því fór ég þá leið
að vinna upp úr því fallega skrauti sem er á
bandinu.“
Á viðkvæmum unglingsárum
Ekki verður hjá því komist að spyrja
Ragnar hvort hann hafi sjálfur lesið mörg
verka Laxness. „Yrði maður ekki sviptur
ríkisborgararétti og passport ef maður
gerði það ekki í þessu landi?“ spyr hann
hlæjandi á móti en bætir svo við. „Að sjálf-
sögðu hef ég lesið Laxness, meira og minna
allan mér til mikillar ánægju.“ Hann hikar
þegar hann er rukkaður um hver sé uppá-
haldsbók hans úr smiðju Kiljans. „Það fer
eiginlega bara eftir því hvernig veðrið er.
Mér finnst alltaf gaman að lesa greinasöfnin
og minningarbækurnar en af skáldsögunum
held ég að ég verði að segja Paradísar-
heimt.“
Nóbelsskáldið og verk hans voru á vissan
hátt samofin æsku Ragnars. „Ég var alinn
upp á heimili þar sem þessar bækur voru
ræddar fram og til baka eins og fréttir í
dagblöðunum. Sjálfur byrjaði ég á því að
lesa Barn náttúrunnar einhvern tímann
snemma á viðkvæmum unglingsárum sem
var ákaflega passandi. Svo las ég bækurnar
óskipulega eftir það.“ Ragnar hitti Laxness í
nokkur skipti þegar hann var barn enda er
hann sonur Ólafs Ragnarssonar bókaútgef-
anda sem m.a. ritstýrði útgáfum bóka Hall-
dórs og ritaði bækur um æviferil og verk
skáldsins. „Hann kom nokkrum sinnum heim
og ég fór líklega oftar en einu sinni með
pabba í heimsókn til þeirra hjóna á Gljúfra-
steini.“
Hann gerir þó lítið úr því að hann hafi
meiri tengsl við bækur Kiljans en gengur og
gerist. „Þar sem verk Halldórs Laxness eru
annars vegar finnst manni eins og allir Ís-
lendingar eigi við þær sitt sérstaka sam-
band.“
Morgunblaðið/Kristinn
Hönnuður „Sjálfur byrjaði ég á því að lesa Barn náttúrunnar einhvern tímann snemma á
viðkvæmum unglingsárum sem var ákaflega passandi,“ segir Ragnar Helgi.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Veðrið ræður hvaða
Laxness er í uppáhaldi
MIKIL hreyfing, leikur við ólíkar kringumstæður
og alhliða líkamsbeiting frá fæðingu til þriggja ára
aldurs veldur því að börn verða öruggari, fé-
lagslyndari og færari líkamlega. Þetta er grund-
vallaratriði í nýrri norskri kennslubók sem ætluð er
leikskólakennurum.
Sagt er frá bókinni á norska vefritinu for-
skning.no og segjast höfundar hennar, Karin Kippe
við Háskólann í Norður-Þrændalögum og Anne
Berg við Minningarháskóla Maud drottningar, von-
ast til að bókin eigi eftir að stuðla að meiri hreyfi-
gleði, virkni og hreyfiþjálfun inni á leikskólunum.
„Smábörn eru ákaflega líkamleg í öllu sem þau
gera og hafa litla getu til óhlutbundinnar hugs-
unar,“ segir Kippe. „Þau upplifa veröldina í gegn
um líkamann með hreyfingu og í leik. Þegar börn
hreyfa sig við mismunandi kringumstæður þróa
þau bæði tilfinningu fyrir sjálfum sér, rannsókn-
arþörf, hreyfigetu og hæfileika til að einbeita sér.“
Rannsóknir sýna að líkamleg geta og hreyfifærni
er mikilvæg svo að barnið hljóti samþykki jafningja
sinna.
Upplifa nýja hluti
Börn sem ráða vel við líkama sinn öðlast því bæði
félagslega stöðu og sjálfstraust sem aftur hvetur
þau til að hreyfa sig meira. „Einmitt þess vegna er
mikilvægt að leyfa ungum börnum að prófa mis-
munandi aðstæður og upplifa nýja hluti,“ heldur
Kippe áfram. „Auðvitað er einfaldara og stundum
reyndar nauðsynlegt að setja þau í vagna og ung-
barnastóla en þannig eru þau snuðuð um mik-
ilvæga þjálfun og upplifun.“
Bókin heitir á frummálinu Småbarnas kropps-
lige verden og í henni er að finna ráð um ákveðnar
æfingar sem stuðla að hreyfiþroska sem og leið-
beiningar um hvernig best er að hanna leik-
skólarými þannig að þau hvetji börnin til hreyf-
ingar.
Gott fyrir ung börn að vera á iði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gleði Hreyfing á fyrstu æviárunum hefur áhrif á sjálfsmynd, rannsóknarþörf, hreyfifærni og getu til einbeitingar.
börn
Einar Georg Einarsson sendir tvær
nýortar stökur að gamni sínu, aðra
um að sumarið sé á förum:
Haustið dregur reyfin rauð
ratar veg um landið
hið veiklulega vindagnauð
virðist tregablandið.
Einar Georg bætir við um rokk-
ara:
Flest verður landans fremd að gagni
fáir eftir leikaða
Hetjan okkar heitir Magni
hann er nú að meikaða.
Eysteinn Pétursson sendir vísu
um Árna Johnsen:
Sálin Árna er heið og há,
hún er í líki svana.
En ekki minna þurfti en þrjá
að þrífa og ræsta hana.
Enginn vísnaþáttur stendur undir
nafni án þess þar birtist reglulega
vísur eftir Andrés H. Valberg, sem
átti alltaf síðasta orðið á fundum Ið-
unnar. Andrés orti hringhendu á
Hallormsstað fyrir Sigurð Blöndal:
Hér er yndi að hitta frið
hlusta á lindarboða
klífa tind og klettarið
kynjamyndir skoða.
VÍSNAHORN
Af rokkara
pebl@mbl.is
Krakkar hafa mikinn
áhuga á söng ef marka
má aðsókn í í Kórskóla
Langholtskirkju. » 24
börn
Fullorðnir
verða að
hlusta á
börnin. » 22