Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Naumur meirihluti sænskra kjós-enda ákvað að kominn væri tímitil að senda jafnaðarmenn í fríeftir 12 ára stjórnarsetu, þar af
síðustu 10 árin undir forystu Görans Pers-
sons. Hann afhenti lausnarbeiðni sína í gær
og hefur ákveðið að hætta einnig sem leið-
togi jafnaðarmanna í mars næstkomandi.
Hann segist hafa fyrir löngu gert sér grein
fyrir að tap myndi þýða að hann ætti að
draga sig í hlé. „Mér finnst þetta svolítið
dapurlegt,“ sagði forsætisráðherrann er
hann ræddi við fréttamenn í gær. „En sá
tími rennur upp í lífi sérhvers forsætisráð-
herra að hann verður að afhenda þingfor-
setanum lausnarbeiðni sína og ég hef orðið
að bíða lengi eftir því.“
Sigurgleðin var mikil á hjá andstæðing-
unum í kosningabandalagi fjögurra borg-
aralegra flokka. „Það var samstarf sem
lagði grunninn að sigri okkar,“ sagði Fred-
rik Reinfeldt, forsætisráðherraefni borg-
araflokkanna og leiðtogi hægrimanna sem
fengu um 26% atkvæða. Reinfeldt benti í
sigurræðu sinni á að flokkurinn hefði í
þetta sinn komist til valda með því að
breytast. „Við þorðum að setja spurning-
armerki við það sem við vorum að gera,
þorðum að viðurkenna gallana,“ sagði
hann.
Ósigur jafnaðarmanna, sem fengu rúm
35% atkvæða, er mikill, einkum var hrunið
mikið í Stokkhólmi og sumir fréttaskýrend-
ur segja að ráðleysis hafi gætt hjá flokkn-
um undanfarin ár, skýra stefnu hafi skort.
Jafnaðarmenn hafa ekki verið með minna
fylgi á landsvísu síðan 1914 og jafnframt
því sem þeir sleikja sárin þurfa þeir næstu
mánuði að finna nýjan leiðtoga. Enginn
augljós kandídat virðist í augsýn.
Tókst „hið ómögulega“
Dagblaðið Dagens Nyheter hefur gjarn-
an þótt hallt undir jafnaðarmenn. En í leið-
ara þess í gær er sagt að niðurstöður kosn-
inganna marki þáttaskil og í reynd hafi
ákveðnar grundvallarreglur sem menn hafi
treyst á í 70 ár reynst úreltar. Borgara-
flokkunum hafi í þetta sinn tekist hið
ómögulega: að sigra jafnaðarmenn enda
þótt efnahagsmálin séu á ágætu róli.
„Ef marka má viðtekinn sannleika ætti
góður hagvöxtur og hækkandi kaupmáttur
launa að hafa tryggt stjórnarflokknum
völdin áfram,“ segir blaðið. „70 ára reynsla
raðir sjúklin
Brors, pólití
Atvinnule
hjá þeim sem
unum fjórum
landstjórnin
og þreyta ve
við kjötkatl
spillingu se
herrastólum
ára gamla P
Persson
ákaft að var
og sagði að
argæru sem
kerfið sæns
„Norræn
leyti gott,“
í Svíþjóð hefur gefið til kynna að þessi þum-
alfingursregla eigi við rök að styðjast. Jafn-
aðarmenn hafa einvörðungu þurft að sætta
sig við ósigur þegar aðstæður hafa verið
mjög óvenjulegar.
Ekki í þetta sinn. Bandalag borgara-
flokkanna hefur sannað bæði fyrir sjálfum
sér og kjósendum að ekki sé hægt að ganga
út frá því sem vísu að jafnaðarmenn séu
ríkjandi flokkur.“
Ljóst er að niðurstaðan er mikill per-
sónulegur ósigur fyrir Persson ekki síður
en flokkinn. Hann tapar miklu fylgi þótt
hagvöxtur sé mikill, verður sennilega rúm
4% á árinu og atvinnuleysið mælist sam-
kvæmt opinberum tölum aðeins tæp 6%.
En þess ber að geta að keppinautarnir
segja raunverulegt atvinnuleysi mun
meira, tölurnar séu fegraðar með ýmsum
brellum og ef til vill sé rétta talan 15–20%.
Verst sé að stór hluti þjóðarinnar hafi verið
án nokkurrar atvinnu um langt skeið.
Margir Svíar segja að of auðvelt sé að
vera á bótum af öllu tagi, aðhald skorti og
fólk sé einfaldlega ekki hvatt nægilega mik-
ið til að vinna eða mæta í vinnu þegar hún
sé til staðar. „Mikið er um að fólk sé fjar-
verandi vegna veikinda – það er sagt að Sví-
ar séu hraustasta þjóð í heimi en hvergi séu
Engin umbylting í
hægfara breytinga
Sigur! Leiðtogar borgaraflokkanna fagna. Frá vinstri: Gö
Miðflokksins, Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins, o
Í HNOTS
»Um nSvíþj
þeim bes
»Jafnastjórn
anlagt 65
Væntanlegir ráðamenn í
Svíþjóð lofa að berjast gegn
atvinnuleysinu. Kristján
Jónsson kynnti sér
kosningaúrslitin og stefnu
bandalags borgaraflokkanna
sem vann nauman sigur á
vinstrimönnum.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráð-herra Svíþjóðar, þykir yfirvegaður, ró-legur og fremur hlédrægur. Honum ertamt að koma fram sem venjulegur
Svíi og hann hefur lýst sér sem miklum fjöl-
skyldumanni.
„Hann er mildur, íhugull og hlustar á fólk,“
sagði Henrik Brors, leiðarahöfundur sænska
dagblaðsins Dagens Nyheter. „Kjósendurnir
kunna vel að meta rólega og alúðlega framkomu
hans.“
„Ég er sjálfsöruggur og rólegur að eðlisfari.
Það þýðir þó ekki að ég sé ekki ástríðufullur og
ákveðinn í skoðunum,“ sagði Reinfeldt í viðtali
nýlega.
Reinfeldt, sem er 41 árs, segist vera með ein-
faldan smekk. Hann hefur gaman af heim-
ilisstörfunum, einkum hreingerningum, barna-
uppeldi, lestri góðra glæpasagna og sagnfræði-
u
a
a
S
e
b
a
g
e
h
s
k
a
a
i
y
B
g
f
s
rita. Eins og nærri má geta hefur hann mikið
dálæti á ABBA.
„Ég hafði áhuga á sálfræði og því sem knýr fólk
áfram,“ sagði Reinfeldt. „En ég valdi stjórnmálin
vegna þess að á vettvangi þeirra er hægt að hafa
áhrif á aðstæður fólks.“
Sleipur eins og sápa
Fredrik Reinfeldt fæddist 4. ágúst 1965, er kom-
inn af athafnamönnum og ólst upp í Täby, útborg
norðan við Stokkhólm.
Hann var fyrst kjörinn á sænska þjóðþingið
þegar hann var 26 ára, aðeins ári eftir að hann
lauk hagfræðinámi við Stokkhólmsháskóla. Hann
varð leiðtogi ungra hægriflokksmanna ári síðar.
Karl-Petter Thorwaldsson, sem var leiðtogi
ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð á þessum tíma,
segir að þeir hafi kallað Reinfeldt „Sápuna“ vegna
þess að hann hafi verið svo sleipur henti-
stefnumaður að hann hafi alltaf runnið úr greipum
þeirra. „Í hvert skipti sem við lögðum erfiðar
spurningar fyrir hann í kappræðum var hann með
„Mildur, íhugull og hlust
GJAFIR TIL GÓÐGERÐARMÁLA
Framlög fyrirtækja og einstak-linga til líknarmála og góð-gerðarstarfsemi ýmiss konar
hafa stóraukizt á undanförnum ár-
um, að því er fram kemur í frétta-
skýringu Ragnhildar Sverrisdóttur,
sem birtist í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins. Tölur frá ríkisskatt-
stjóra sýna fram á þetta; þannig voru
framlög til líknar- og menningarmála
í fyrra um sjöfalt hærri en árið 1998.
Í samtölum við forsvarsmenn líknar-
og hjálparsamtaka kemur sömuleiðis
fram að auðveldara sé að fá fjárfram-
lög til slíkrar starfsemi en áður var.
Sú þróun, sem lýst er í áðurnefndri
fréttaskýringu, sýnir vel að hin nýja
stétt íslenzkra auðmanna lætur
margt gott af sér leiða. Þeim hefur
fjölgað margfalt, sem hafa efni á því
að styrkja myndarlega hjálpar- og
þróunarstarf, líknarstarfsemi,
menntun og menningu – og telja það
raunar skyldu sína að gera það. Þeir,
sem minna mega sín, bæði innan-
lands og í fátækustu löndum heims-
ins, njóta góðs af.
Úlla Magnússon, formaður SOS
barnaþorpa á Íslandi, orðar þetta
þannig í samtali við Morgunblaðið:
„Það er áreiðanlega mikil vakning al-
mennt í þessum málum. Ég held að
þetta megi bæði rekja til góðs efna-
hagsástands, en líka til þess að frétt-
ir af ástandinu víða í heiminum eru
meira áberandi en nokkru sinni fyrr
og aðgengilegar öllum. Margir sem
koma hingað og ákveða að styrkja
börn í fjarlægum löndum nefna að
þeir hafi það svo gott og eigi allt til
alls, svo þeir megi til með að láta eitt-
hvað af hendi rakna. Fólki finnst það
eiginlega skuldbundið til þess, ef það
er sjálft svo lánsamt að njóta góðs
lífs. Börn þessa fólks alast svo upp
við þessi viðhorf.“
Í fréttaskýringunni kemur fram að
stöndug fyrirtæki eru byrjuð að
breyta vinnubrögðum sínum í góð-
gerðarmálum. Í stað þess að dreifa
styrkjum sínum víða, styrkja þau
gjarnan stór, afmörkuð verkefni.
Ástæðan er sú að fyrirtækin vilja sjá
áþreifanlegan árangur og kannski
spilar inn í að þau telja sig þá fá meiri
kynningu en ef þau styrkja mörg
smáverkefni.
Eins og fram kemur í grein Ragn-
hildar Sverrisdóttur, vakti það mikla
athygli er bandaríski auðkýfingurinn
Warren Buffett tilkynnti að hann
ætlaði að gefa yfir 80% allra auðæfa
sinna til góðgerðarmála. Buffett gaf
peningana ekki beint til ákveðinna
málefna, heldur til fimm stofnana,
sem styrkja margvíslegan málstað.
Langmest af fénu fer í sjóðinn, sem
Bill Gates, stofnandi Microsoft, og
Melinda kona hans, stofnuðu og
styrkir einkum verkefni í heilbrigð-
ismálum í þriðja heiminum og verk-
efni á sviði menntamála. Ástæðuna
fyrir þessu segir Buffett þá, að á
vettvangi sjóðsins hafi orðið til sér-
þekking á góðgerðarmálum, sem
hann hafi fyrir vikið ekki þurft að
leggja vinnu í að byggja upp.
Í landi, þar sem allt er á mun
smærri mælikvarða en hjá Warren
Buffett og Bill Gates, gæti verið enn
ríkari ástæða til þess fyrir þá, sem
vilja gefa mikla peninga til góðgerð-
armála, að sameinast um stofnun eða
stofnanir, sem byggja upp slíka sér-
þekkingu og sameina ólíka krafta,
sem vilja láta gott af sér leiða.
NETFÖNG OG RUSLPÓSTUR
Tölvupóstur er orðinn mikilvægtsamskiptatæki. Fyrst í stað sá
fólk fyrst og fremst hinar jákvæðu
hliðar tölvupóstsamskipta. Símhring-
ingum fækkaði og samskipti um
tölvupóst komu í staðinn, sem voru
einfaldari og tóku minni tíma.
En smátt og smátt fór fólk að kynn-
ast hinum neikvæðu hliðum þessara
samskipta. Að sumu leyti vegna þess
að farið var að ofnota tölvupósta, m.a.
með því að senda fjölmörg eintök á
sama vinnustað. Að öðru leyti með
því að sendingar á svokölluðum rusl-
pósti breiddust út.
Nú er svo komið, að á sumum
vinnustöðum getur það tekið einn og
sama starfsmann nokkrar klukku-
stundir á degi hverjum að fara í gegn-
um tölvupóstsendingar. Hluti af þeim
tíma fer í að eyða ruslpósti, auglýs-
ingapósti og öðru slíku.
Þegar til þessa er horft kemur það
mjög á óvart, svo að ekki sé meira
sagt, að símafyrirtæki hafi afhent
lista með netföngum fólks til aðila,
sem eftir því hafa leitað. Hver hefur
gefið þessum fyrirtækjum heimild til
að dreifa slíkum listum? Að vísu telja
fyrirtækin sig skyld til þess lögum
samkvæmt. Póst- og fjarskiptastofn-
un virðist ekki sammála þeirri laga-
túlkun.
Notendur greiða fyrir netföngin.
Þeir hafa ekki samið við viðkomandi
fyrirtæki til þess, að netföngum
þeirra sé dreift með þeim hætti, að
hægt sé að demba yfir viðkomandi
einstaklinga ruslpósti. Í raun og veru
er þetta óþolandi aðgerð af hálfu
símafyrirtækja.
Sumir þeirra, sem haft hafa net-
föng hjá símafyrirtækjum í þeirri trú,
að þau væru trúnaðarmál á milli
þeirra og viðkomandi fyrirtækis hafa
síðustu mánuði fengið yfir sig mikið
magn af ruslpósti og ekki skilið
hvernig viðkomandi sendandi hefur
komizt yfir viðkomandi netfang.
Það hlýtur að vera næsta skref
þeirra, sem þróað hafa tölvupóstinn
sem samskiptatæki að halda þeirri
þróun áfram með það í huga að fjar-
lægja þessar neikvæðu hliðar tölvu-
póstsamskipta. Að vísu eru til ýmsar
aðferðir til þess að sía póstinn, sem
berst til viðkomandi einstaklinga,
m.a. aðferðir, sem þeir sjálfir geta
gripið til. Það breytir hins vegar engu
um það, að símafyrirtækjum ætti að
vera bannað að dreifa netföngum við-
skiptavina sinna með þeim hætti, sem
gert hefur verið nema samþykki
þeirra sjálfra liggi fyrir.
Póst- og fjarskiptastofnun þarf að
taka fast á þessu máli, m.a. til þess að
vernda viðskiptavini símafyrirtækj-
anna og annarra, sem bjóða upp á
netfangaþjónustu. Með sama hætti
og fólk getur valið um það, hvort
símanúmer þess séu skráð eða ekki á
sá hinn sami að geta valið um það
hvort netfang hans sé birt með ein-
hverjum hætti eða ekki.