Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar Sig-urjónsson fædd-
ist á Unnarsstíg 3 í
Hafnarfirði 7. ágúst
1924. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 10. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Steinþóra Þor-
steinsdóttir, f. 4.6.
1883, d. 8.2. 1945,
og Sigurjón Arn-
laugsson, f. 15.7.
1877, d. 10.12. 1959.
Einar var yngstur
12 systkina sem öll eru látin.
Einar kvæntist 27. júlí 1946 eft-
irlifandi konu sinni Bryndísi Elsu
Sigurðardóttur, f. 12.11. 1922.
Börn þeirra eru: 1) Steinþór Ein-
Primel, f. 14.12. 1979, barn henn-
ar er Camilla Mist Primel, f. 23.8.
2004. 2) Guðný Elísabet Ein-
arsdóttir, f. 25.3. 1956. Maki I: Sö-
ren Sigurðsson, f. 14.7. 1956. Þau
skildu. Sonur þeirra er Sigurður
Sörensson, f. 20.9. 1976. Maki II:
Einar Eyjólfsson. Börn þeirra eru
Einar Már Einarsson, f. 22.4.
1983, Inga Lilja Einarsdóttir, f.
16.2. 1986, Júlíus Birkir Ein-
arsson, f. 21.9. 1990, og Bryndís
Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9.8.
1993.
Einar bjó alla sína tíð í Hafnar-
firði. Hann tók sveinspróf í hár-
skurði 1946 og stundaði iðn sína
alla tíð eftir það. Einar var með
rakarastofu á Strandgötu 9 í
Hafnarfirði í 45 ár. Einar var
heiðursmeðlimur Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar.
Útför Einars verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
arsson, f. 15.1. 1952,
maki I: Katrín Sig-
urrós Óladóttir, f.
21.10. 1953. Þau
skildu. Dóttir þeirra
er Lilja Kolbrún
Steinþórsdóttir, f.
21.6. 1973, maki
Bjarni Sveinsson, f.
6.12. 1972. Dætur
þeirra eru Katrín
Alda Bjarnadóttir, f.
9.9. 1996, og Thelma
Karen Bjarnadóttir,
f. 12.5. 2002. Maki II:
Sylvie Primel. Börn
þeirra eru Elsa Nadsja Primel
Steinþórsdóttir, f. 7.3. 1993, og
Máni Emeric Primel Steinþórsson,
f. 22.10. 1997. Fósturdóttir Stein-
þórs og dóttir Sylvie er Ganaëlle
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
frá okkur eftir erfið veikindi síðustu
daga. Nú hefurðu fengið kærkomna
hvíld sem þú áttir svo sannarlega
skilið. Það er mikill söknuður hjá
mér og minni fjölskyldu. Nú verða
ekki fleiri ferðir upp á Sólvang og
þykir mér það miður. Mikið var gam-
an í sumar þegar við fjölskyldan
héldum upp á 60 ára brúðkaupsaf-
mælið ykkar mömmu og þú lékst á
als oddi. Nú þegar þú ert farinn þá
koma allar skemmtilegu minning-
arnar upp í kollinn á manni, vegna
þess að þú varst svo mikill grallari,
alltaf svo stutt í grínið hjá þér. Þess-
ar minningar ætla ég að geyma mjög
vel í huga og hjarta mér. Hvíl í friði,
elsku pabbi minn og hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Legg nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgr. Pét.)
Þín dóttir
Guðný Elísabet Einarsdóttir.
Það ríkti mikill friður yfir þér þeg-
ar kallið kom. Hvíldin var því örugg-
lega kærkomin. Þú veiktist á mið-
vikudegi og lést aðfaranótt sunnu-
dags. Við fengum dýrmætan tíma til
að kveðja þig. Alla tíð hefur verið
einstakt samband á milli okkar og
þið amma skipað stóran sess í hjarta
mínu. Ég var mikið hjá ykkur sem
barn og þið dekruðuð við mig. Við
spiluðum á spil eða spjölluðum sam-
an. Þú svindlaðir stundum og við
höfðum bæði gaman af. Það spillti
ekki að eiga afa sem spilaði á túbu í
Lúðrasveit Hafnarfjarðar og þegar
kom að hátíðisdegi og skrúðganga
fór um bæinn, hljóp ég fremst til að
vera við hlið þér. Þú spilaðir líka á
harmoniku í gamla daga á böllum og
gjarnan spilaðir þú gamla standarda
á píanóið mitt. Það var stíll yfir þér
þegar þú sast við píanóið og spilaðir
eftir eyranu, þú lékst af fingrum
fram. Stundum fékk ég að hjálpa þér
að taka til í Bæjarbíói en líklega söng
ég meira fyrir þig og dansaði heldur
en að gera gagn. Og hvað þú varst
þolinmóður að lofa mér að hanga hjá
þér á rakarastofunni. Það var oft
gaman að hlusta á þig spjalla við við-
skiptavinina á meðan þú varst að
klippa. Þú vildir vera fínn til fara og
varst alltaf með bindi. Það var líka
sérstök afalykt af þér. Við gátum
hlegið mikið saman og þú varst svo
mikill húmoristi. Þú gast endalaust
rifjað upp einhver skemmtileg atvik
og svo hlóst þú manna mest og hæst
að þeim. Þú kallaðir mig ,,dudduna“
þína og mér þykir óendanlega vænt
um það orð, þú máttir ekki kalla
neinn annan því nafni, þá varð ég af-
brýðisöm.
Mig langar að þakka starfsfólki
Sólvangs á þriðju hæðinni fyrir að
hugsa einstaklega vel um þig.
Elsku afi minn, við Bjarni, Katrín
Alda og Thelma Karen kveðjum þig
með uppáhaldsbæninni minni um
leið og ég bið Guð að blessa ömmu og
gefa henni styrk í sorginni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir.
Kæri Einar minn, nú kveður þú,
síðastur af tólf systkinum og eflaust
hvíldinni feginn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast svo frábærum
frænda og minnist allra þeirra
skemmtilegu samverustunda með
þér og fjölskyldu þinni í gegnum tíð-
ina.
Þú og pabbi heitinn, sem voruð
yngstir í þessum stóra systkinahópi,
voruð sérstaklega nátengdir í mörgu
sem gert var á ykkar yngri árum og
fjölskyldutengslin mikil alla tíð. Það
var alltaf tryggt að þegar Einar og
fjölskylda komu í heimsókn til okkar
eða við til þeirra var glatt á hjalla.
Frásagnargleði Einars var svo mikil
og hann átti alltaf svo auðvelt með að
sjá skoplegu hliðarnar á lífinu. Strax
sem strákur varð ég heillaður af
þessu létta fasi sem Einar bjó yfir og
svo dró ekki úr ánægjunni að hafa
hana Elsu, eiginkonu hans, nærri,
með sína hlýju og sín hnyttnu inn-
skot í frásagnir hans eða samræður.
Þá má ekki heldur gleyma því hversu
mikið var spilað og sungið þegar hist
var í boðum og þá sá Einar oftast um
undirspilið á píanó eða harmóniku.
Það var á þeim tíma þegar fjölskyld-
ur hittust um helgar og á hátíðisdög-
um, í alvöru kaffiboðum, þar sem
fólk skemmti sér við söng og leiki.
Þá minnist ég þess hversu gaman
Einar hafði af því að tefla og þá
þurfti það alltaf að heita hraðskák.
Lengi vel átti hann auðvelt með að
hafa mig undir í þeim leik, en til að
sporna við slíku fór ég að kynna mér
skákbyrjanir sem dugðu oft vel í tafl-
mennskunni við Einar.
Það er sama hvert ég læt hugann
reika um samverustundir okkar, allt-
af kemur hlýja og ánægja fram í
hugskoti mínu. Þá hefur ekki verið
ónýtt að geta staðfært tengsl föður-
ættar minnar í lífi Hafnarfjarðar í
samræðum við Hafnfirðinga, með
því eingöngu að nefna Einar rakara.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina,
Einar minn. Blessuð sé minning þín.
Elsku Elsa mín, Steinþór og
Guðný. Ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Friðrik S. Kristinsson.
Elsku Einar frændi. Nú ert þú bú-
inn að kveðja þetta líf, síðastur af 12
systkinum. Það er ekki lítill hópur og
öll þessi systkini spiluðu á hljóðfæri
og sungu mikið.
Hér sitjum við saman frænkurnar
að skrifa nokkrar línur til þín í
kveðjuskyni og þá eru ótal minning-
ar sem sækja á hugann. Þú varst svo
mikill gleðigjafi og sagðir svo
skemmtilega frá. Enda hlógum við
svo mikið stundum að það var farið
að gæta að hvort ekki væri allt í lagi
með okkur.
Oftast var farið á Unnarstíginn á
sunnudögum til afa og ömmu. Amma
söng mikið og hún kunni líka ókjör af
gamanvísum sem systkinin lærðu,
einkum elsta dóttirin. Þar var spilað
á tvær harmonikur, orgel, gítar og
trompet og sungið dátt. Einar og
Kristinn bróðir hans voru á sama
aldri og við elstu barnabörnin, enda
mikill vinskapur hjá okkur í gegnum
árin eins og hjá fjölskyldunni allri.
En svona líður ævin og nú ertu
kominn til foreldra þinna og allra
systkinanna og þar hefur vísast verið
vel tekið á móti þér. Og þú áreið-
anlega farinn að spila á nikkuna eða
eitthvert annað hljóðfæri.
Þú varst heppinn með þinn lífs-
förunaut, eignaðist elskulega konu
og tvö yndisleg börn. Sonurinn allur
í músíkinni eins og þú og dóttirin
vakin og sofin yfir velferð ykkar.
Hvað er hægt að hugsa sér betra?
Að leiðarlokum viljum við færa
þér bestu þakkir fyrir samfylgdina
og kveðjum elskulegan frænda með
þakklæti og söknuði.
Lilja, Soffía og Svava.
Einar frændi er dáinn. Mig langar
að minnast hans með nokkrum lín-
um.
Ég man alltaf þegar öll fjölskyld-
an kom saman á Kaplaskjólsvegin-
um hjá pabba og mömmu, þá var oft
glatt á hjalla, sungið og spilað á
gamla orgelið, jólalög spiluð og ann-
Einar Sigurjónsson
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA S. JÓHANNSDÓTTIR,
Fornhaga 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 21. september kl. 15.00.
Ásgeir Sæmundsson,
Sæmundur Ásgeirsson, Steinunn Jóhannsdóttir,
Ásdís Ásgeirsdóttir, Helgi Árnason,
Haukur Ásgeirsson, Ásdís Pálsdóttir,
Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson,
Hafdís Ásgeirsdóttir,
Gyða Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
HARRÝ HERLUFSEN
hárskerameistari,
Tjæreborg,
Danmörku,
áður búsettur í Hafnarfirði og á Ísafirði frá
1933-1959, andaðist föstudaginn 15. september
sl. á Tjæreborg ældre senter.
Auður Herlufsen (Stígsdóttir),
Stígur Herlufsen, Þorbjörg Samúelsdóttir,
Sigurður Herlufsen, Sigríður R. Bjarnadóttir,
Frank Herlufsen,
Harrý Herlufsen, Ingibjörg Jónsdóttir,
Benjamín Herlufsen,
Sólveig Ettrup, Haldor Ettrup,
Hanna Rosa Herlufsen,
og afkomendur þeirra.
Elskulegur sonur okkar,
KÁRI BREIÐFJÖRÐ ÁGÚSTSSON,
varð bráðkvaddur föstudaginn 15. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson,
Ágúst Elbergsson, Árný B. Kristinsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GYÐA EINARSDÓTTIR,
Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
15. september.
Ólafur Guðbjörnsson,
Guðbjörn Ólafsson, Ásta María Janthanam,
Anna Elísabet Ólafsdóttir, Kristján Sigurmundsson,
Ólafur Rúnar Ólafsson, Oddný Kristinsdóttir,
Helgi Þór Ólafsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Einar Örn Kristinsson, Áslaug Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐJÓN GUÐLAUGUR KRISTINSSON,
Hringbraut 107,
Reykjavík,
lést laugardaginn 16. september á deild 13E á
Landspítala við Hringbraut.
Svanborg Birna Guðjónsdóttir,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir Guðjón Gunnarsson,
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir,
Hildur Halldórsdóttir,
Gyða Rut Guðjónsdóttir,
Karen Birna Guðjónsdóttir,
Bryndís Guðjónsdóttir og
Halldór Andri Kristinsson.