Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 34

Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur LúterKristjánsson tónlistarmaður fæddist á Brekku á Álftanesi 28. nóv- ember 1927. Hann varð bráðkvaddur 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Björn Guðleifsson, f. 21.5. 1886 á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði, bóndi á Kirkjubóli í Korpu- dal í Önundarfirði og Brekku á Álftanesi, síðast bóndi í Seli í Hraunamannahreppi, d. 26.2. 1932, og Ólína Guðrún Ólafsdóttir, húsmóðir, f. 8.7. 1885 á Ketilseyri í Dýrafirði, d. 6.1. 1971. Systkini Ólafs eru Svein- björn Óskar, fyrrum bóndi, f. 29.4. 1913, látinn; Ingibjörg Guðrún, kvenklæðskeri, f. 12.11. 1914, lát- in; Guðleifur Magnús, sjómaður, f. 28.1. 1916, látinn; Rannveig, iðn- verkakona, f. 20.2. 1918, látin; Haraldur Gunnar, f. 1.6. 1919, lát- ingsfulltrúa, börn þeirra eru Atli Freyr, f. 26.3. 1992, Ívar Óli, f. 20.6. 1995, Emil Örn, f. 20.6. 1995. 4) Karl Frímann, iðnaðarmaður, f. 7.9. 1965, d. 7.8. 2000, börn hans eru Sandra Ósk, f. 15.6. 1989, og Anton Freyr, f. 11.10. 1998. Þegar Ólafur var sex mánaða að aldri fluttist fjölskyldan frá Brekku á Álftanesi að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Hann lék á harmoniku og trompet í dans- hljómsveitum á yngri árum. Ólaf- ur nam bólstrun hjá Gunnari Kristmannssyni árin 1941-1945 og starfaði síðan sjálfstætt við bólstr- un til ársins 1965. Hann lauk tón- listarnámi í Tónlistaskóla Reykja- víkur samhliða vinnu hjá gatna- málastjóra. Hann stjórnaði Lúðrasveit verkalýðsins 1966- 1979 og var heiðursfélagi sveitar- innar. Ólafur stofnaði skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts 1968 og var kennari hennar og stjórnandi til 1997. Útför Ólafs verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. inn, og Svava, kven- klæðskeri, f. 31.7. 1920, látin. Hinn 24. mars 1951 kvæntist Ólafur Sess- elju Margréti Karls- dóttur, f. 19.1. 1929. Þau skildu. Seinni kona Ólafs var Guð- laug Karlsdóttir tón- listarkennari, f. 30.5. 1942, d. 1.3. 1992. Börn Ólafs og Sess- elju eru: 1) Kolbrún Kristín, tækniteikn- ari, f. 21.12. 1950, gift Pétri Jökli Hákonarsyni húsa- smíðameistara og eru börn þeirra Guðrún, f. 3.12. 1968, Hákon, f. 28.4. 1973, Guðmar Þór, f. 2.7. 1979, Linda Rún, f. 14.6. 1988. 2) Erna Ólína, sjúkraliði, f. 21.12. 1950, áður gift Árna Andersen prentara og eru börn þeirra Kar- vel Halldór, f. 9.4. 1968, Margrét, f. 17.7. 1973, Eyþór, f. 24.3. 1981. 3) Kristján Björn, húsasmíða- meistari, f. 17.4. 1958, kvæntur Pálu Kristínu Ólafsdóttur stuðn- Elsku afi minn, á kveðjustundu sem þessari er mér litið til baka á okkar sameiginlegu leið í lífinu. Þú starfaðir um árabil sem stjórnandi skólahljómsveitar Ár- bæjar og Breiðholts. Mér er mjög minnisstætt þegar ég talaði um það við mömmu og pabba að mig langaði að byrja að læra á trompet. Þá varst þú kallaður til og bentir mér á hvað fylgdi því að læra á hljóðfæri, ábyrgð, agi en um leið mikil ánægja. Ég var alveg ákveðin og tilbúin að takast á við þær skyldur sem tón- listarnámi fylgdu. En eins og þú sagðir var það ekkert auðvelt. Og oft komu stundir þar sem ég var al- veg að gefast upp á náminu. Þá var alltaf kallað á afa og þú stappaðir í mig stálinu. Þá fékk ég líka að kynnast þér sem kennara. Verður mér þá hugsað til allra krakkanna sem þú kenndir og hvað þú hefur haft mikil áhrif á lífsveg margra í gegnum tíðina. Það var fórnfúst og göfugt starf sem þú vannst fyrir skólahljómsveitina og þar eignaðist þú líka góða vini sem þú áttir góðar stundir með. Einnig fékkstu við út- setningar og lagasmíðar. Ég man hvað ég var alltaf stolt þegar ég spilaði með skólahljómsveitinni minni útsetningar eftir þig. Eftir að ég hóf svo söngnám hvattirðu mig líka alltaf til dáða. Fyrir nokkrum árum léstu mig hafa lítið lag sem þú hafðir samið. Ég varðveitti það alltaf og hugsaði mér að nota það einhvern tíma við gott tækifæri. Síðasta sumar ákvað ég svo að halda tónleika og fékk þá hugmynd að flytja lagið þitt þar. Þú hafðir verið löngu búinn að gleyma að hafa gefið mér þetta lag en varst mjög spenntur fyrir því að ég myndi flytja það. Aldrei hvarflaði að mér þá að þú ættir aðeins eftir að vera með okkur fram á haust. En mikið þakka ég guði fyrir að hafa fengið að flytja lagið þitt á þessari stundu. Tónleikagestir voru heillaðir af litla laginu þínu. Þú varst líka mjög stoltur og ánægður með útkomuna. Ég tileinkaði lagið þitt um glókoll- inn börnunum mínum. Þau þekkja það núna vel og biðja mig að syngja það fyrir sig þegar þau fara að sofa. Ég trúi því að þau eigi eftir að varð- veita minningu þína áfram þegar þau svo syngja það fyrir börnin sín. Elsku afi minn, þakka þér fyrir þá leið sem við áttum saman og fyr- ir þau áhrif sem þú hafðir á líf mitt. Margrét. Jæja, elsku afi minn, þá hefurðu kvatt okkur með miklum söknuði. En veistu, afi, ég er ekki ennþá al- veg búin að átta mig á þessu.... afi sem varst alltaf svo hress, þú kvaddir okkur svo snögglega. Þó svo að stundir okkar hafi ekki verið margar voru þær allar góðar og eft- irminnilegar. Þú mættir alltaf á páskadag og komst færandi hendi með páskaegg sem þér fannst svo gaman að gefa mér. Ég var alltaf jafn spennt að fá afa minn í heim- sókn og fá að rabba við hann um heima og geima og þú hafðir alltaf miklar skoðanir á hlutunum, stóðst fast á þeim og reyndir oft að fá mig til að vera á sömu skoðun og það tókst oftast hjá þér því ég leit alltaf frekar mikið upp til þín. Svo má ekki gleyma áhugamálinu sem við áttum sameiginlegt og það var tónlistin. Ég byrjaði ung í píanónámi og þú sýndir því alltaf mikinn áhuga, komst í heimsókn og pældir mikið í því hvort ég væri ekki örugglega búin að æfa mig og baðst mig um að spila eitthvert fal- legt lag handa þér og naust þess mikið, þó svo að það væri nú ekki hið stórkostlegasta. Svo seinna meir byrjaði ég á söngnámskeiðum og það fannst þér alltaf líka afar áhugavert, og ekki minnkaði það þegar ég fór svo og gerði þetta af meiri alvöru og byrjaði í Söngskóla Reykjavíkur. Þú hafðir mjög gaman af því að fá að hlusta á mig heima og svona og gafst mér oft góð ráð, bauðst mér það að ég gæti leitað til þín væri það eitthvað sem væri að flækjast fyrir mér í sambandi við nóturnar. Svo seinna þegar ég var að fara að syngja í skírninni hjá honum Nökkva Þór þá bað ég þig um að lána mér nótnastatífið þitt, að sjálfsögðu gerðir þú það og gafst mér það svo og það mun alltaf verða mér afar dýrmætur hlutur í hjarta mínu og það hefur komið mér að góðum notum. Mér finnst það svo sárt að þú hafir ekki getað fylgt mér lengra í söngnáminu og fengið njóta tónlistarinnar meira með mér. En þú munt alltaf fá að fylgja mér í hjarta og fá að njóta ljúfra tóna með mér. Elsku hjartans afi minn, ég sakna þín. Þitt barnabarn Linda Rún Pétursdóttir. Látinn er móðurbróðir minn, Ólafur Lúter Kristjánsson. Hann var yngstur sinna systkina og síð- astur til að hverfa til forfeðra sinna. Nú eru þau öll horfin sjónum, heil kynslóð er horfin og ekkert nema minningar til að hverfa að. Móðir mín var næst honum í röðinni og mikið samband var milli þeirra systkina. Þegar hann var fjögurra ára að aldri og móðir mín ellefu ára varð faðir þeirra bráðkvaddur. Eftir það var hann ósköp mikið litli bróðir hennar mömmu minnar. Má sem dæmi nefna að þegar kenna átti honum að lesa fannst honum það hinn mesti óþarfi. Þegar hann var spurður hvers vegna, svaraði hann: „Hún Svava systir les bara fyrir mig.“ Hann komst auðvitað ekki upp með þetta en þetta var lýsandi fyrir samband þeirra á þessum ár- um. Oft var mikið fjör hjá okkur krökkunum enda stutt á milli systk- inabarna í aldri. Ég man þá tíð þeg- ar Lúlli frændi eins og við kölluðum hann spilaði á harmoniku fyrir okk- ur krakkana í jólaboði en hann var tónlistarmaður góður. Hann starf- aði við bólstrun á sínum yngri árum, fyrst á neðri hæð í húsi þeirra í Skipasundinu, en síðar í sérhúsnæði á Langholtsvegi. Á seinni árum var hann tónlistarkennari. Árum saman stjórnaði hann Lúðrasveit verka- lýðsins og það var stolt lítil frænka sem flýtti sér alltaf niður á Lauga- veg hinn 1. maí til að berja augum Lúlla frænda sem gekk þar fremst- ur í flokki í glæsilegum einkenn- isbúningi og sveiflaði sprotanum. Það voru góðir tímar. Hann og fjölskyldan urðu fyrir mikilli sorg þegar Karl Frímann, yngsti sonur hans og Sesselju, fórst í flugslysi við Skerjafjörð í ágúst ár- ið 2000 og hjá honum verður hann lagður til hinstu hvílu. Eftir þetta varð honum tíðrætt um Kalla og gamla tíma. Stundum áttum við löng símsamtöl sem ég á eftir að sakna og hlýjunnar í rödd hans þeg- ar hann sagði: „Magga mín, þetta er hann Lúlli frændi þinn.“ Ég votta Kollu, Ernu, Kristjáni Birni og fjölskyldum þeirra, börn- um Kalla og öllum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hans mína innilegustu samúð. Hvíl í friði, kæri frændi, þú lifir í minningunni. Margrét Auðunsdóttir. Það var fyrir meira en 60 árum að fjörmiklir skátar í Skátafélagi Reykjavíkur stofnuðu skátaflokk, sem hlaut það mikla framúrstefnu- nafn, Labbakútar. Nafnið var alls ekki út í bláinn, því að göngugarpar voru þeir miklir á þeim árum auk annarra afreka, sem of langt er upp að telja, en vöktu sum hver mikla athygli. Það segir meira en mörg orð að vináttan hefur haldist alla tíð síðan. Einn af okkar félögum var Ólafur L. Kristjánsson. Við lumuðum á ýmsum hæfileikum hver um sig, en það var eitt af aðalsmerkjum þessa hóps að hafa tónvissan mann í hópn- um sem gat leitt söng. Það var þá jafn ómissandi í tilveru skátanna á þeim tíma eins og það er í dag. Þar var Ólafur í essinu sínu og fyrir það framlag hans minnumst við félagar hans með þakklæti. Margs má einn- ig minnast um framlag hans á öðr- um sviðum, svo sem við byggingu „Kútsins“, og svo vorum við ekki síst stoltir af því að hann var einn af okkur þegar hann lék listavel á trompet í skrúðgöngu skáta á sum- ardaginn fyrsta. Seinna varð okkur öllum það ljóst að eftir að Ólafur gaf upp á bátinn fyrri iðn og fór á miðjum aldri í tón- listarskóla, að þar með var hann kominn á rétta hillu í tilverunni. Ég þekki ekki störf hans sem tónlistar- kennara, en mér finnst það lýsandi dæmi um virðingu nemendanna fyr- ir kennara sínum, þegar þeir mættu með honum í 40 ára afmælisveislu „Labbakúta“ og skólalúðrasveit Ólafs spilaði þar listavel. Nóttin kemur eins og áður eftir ánægjulegan dag, stundum snöggt, en við kútarnir þökkum Ólafi fyrir ánægjulegar samverustundir og færum börnum og barnabörnum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pétur Guðmundsson. Fyrir rúmum fimmtíu árum fannst mér tilveran öll vera í föstum skorðum og heimurinn ekki stór. Ég átti heima á Ásveginum, þangað sem Ólína amma kom að heimsækja Svövu dóttur sína, amma bjó fremst í Skipasundinu hjá Halla syni sínum og innst í Skipasundinu átti Lúlli frændi heima. Lengra í burtu inn við Elliðaár bjó Veiga frænka, suð- ur í Kópavogi Bogga frænka og langt uppi í sveit, á Skeiðunum, átti svo Bjössi frændi heima. Amma þurfti að sjá á bak Magga syni sín- um langt fyrir aldur fram. Þetta voru börnin hennar ömmu. Sum giftust, önnur ekki. Sum eignuðust börn, önnur ekki. Svona var frænd- garðurinn, svona var tilveran. Sam- gangur milli þessara systkina var mikll meðan við krakkarnir vorum að alast upp. Svo þegar amma dó varð lengra á milli heimsókna. Sím- inn var látinn nægja. Systkinin lét- ust eitt af öðru og með Lúlla er genginn síðastur þeirra. Þessi kyn- slóð hefur kvatt. Sem drengur lagði ég eyrun við, þegar fullorðna fólkið sagði sögurn- ar um flutningana vestan frá Ön- undarfirði, lífið á Álftanesinu í þá daga og áframhaldandi ferð að ári liðnu á nýjar slóðir í Hreppana, heim að Efra-Seli í Hrunamanna- hreppi. Þar höfðu amma og afi valið sér nýja búsetu. Þar ólst Lúlli upp þar til afi dó, en nokkru síðar flutti amma með systkinahópinn til Reykjavíkur. Aðeins eitt þeirra valdi sveitina og hélt við arfi geng- inna kynslóða. Obbinn var kominn á mölina. Svona er saga Lúlla í hnot- skurn. Svona er saga stærsta hluta foreldra okkar borgarbarna af fyrstu kynslóð. Á þeim árum, þegar Kleppsbelj- urnar röltu upp Brákarsundið heim í fjós og hægt var að fara í laut- arferð niður að Elliðavogi, voru Setta, Lúlli og stelpurnar einn af föstu punktunum í lífi mínu. Ótaldir voru dagarnir, sem við krakkarnir dunduðum við að smíða kofa yfir sandkassann, elta villiketti eða sigla bátnum í Brákarborg. Yfir þessu lífi hvíldi ró. Þetta var svolítil sveit. Í þessu umhverfi man ég Lúlla, þetta er mitt barnsminni. Lúlli lærði húsgagnabólstrun og vann við það lengi framan af ævinni. Vinnustaðurinn var kjallarinn í Skipasundinu, þar sem maður fékk að sitja á gólfinu og bólstra spýtur sem pabbi hafði sagað til. Þar gerð- ust líka undur. Þegar Lúlli var að vinna komu endalaust naglar úr munninum á honum, festust við hamarinn og voru negldir í sófa og stóla. Ég reyndi lengi að apa þetta eftir en tókst ekki sem skyldi. Kannski átti ég aldrei rétta ham- arinn. Síðar þegar ég uppgötvaði leyndarmálið með naglana, þá sá ég annað undur. Lúlli gat reykt sígar- ettu fasta á milli varanna með fullan munninn af hárbeittum bólstrar- anöglum, neglt og talað í símann, allt í einu. Ég hef ekki enn áttað mig á þessum galdri, löngu hættur að reyna og flokka þetta sem eitt af náttúrulögmálunum. Í minningunni spilaði Lúlli í öllum jólaboðum á harmonikku fyrir okkur krakkana, hann þeytti trompetinn manna best, var einn stofnenda Lúðrasveitar verkalýðsins og stjórnandi hennar til margra ára. Hann var einnig lengi formaður sveitarinnar og tóku þessi störf drjúgan tíma frá bólstr- un og húshaldi. En Lúlli söðlaði um, fór í Tónlistarskólann, kláraði hann og gerðist tónlistarkennari. Eftir þetta var tónlistin honum allt, áhugamál og vinna. Hann þeyttist út um allt með lúðrasveitir og spil- aði og spilaði. Mig grunar að það séu ófáir sem eiga honum að þakka upphaf spilamennsku sinnar og tón- listarnáms. Í mínum huga er Lúlli frændi einstakur, góður frændi og músíkant. Þannig vil ég muna hann. Lúlli, sem reyndar var kallaður Óli utan fjólskyldunnar, eignaðist með Settu konu sinni fjögur börn, tvíburana Ernu Ólínu og Kolbrúnu Ólafur Lúter Kristjánsson Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is Systir okkar og mágkona, CARLA KRISTINSDÓTTIR, Sigurhæð 12, Garðabæ, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 13. september. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 21. september kl. 13.00. Sigríður Erna Jóhannesdóttir, Egill Örn Jóhanndóttir, Steinunn Hallgrímsdóttir, Kristinn Ágúst Jóhannesson, Katrín Kjartansdóttir, Sæmundur Karl Jóhannesson, Ester Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.