Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 35

Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 35
Kristínu, þá komu synirnir Kristján Björn og Karl Frímann. Karl lést í flugslysi í Skerjafirði fyrir nokkru og var það þungt áfall öllum að- standendum. Einhvern veginn er það oft þann- ig að róttækar breytingar, sorg og gleði, beygjur og sveigjur, verða í lífi fólks. En lífið heldur alltaf áfram. Þannig sé ég fyrir mér lífs- hlaup Lúlla, en nú er komið að hinni miklu þögn. Það er eitthvað afstað- ið, sem ekki heldur áfram. Elsku Kolla, Erna, Kristján og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur öllum samúð mína og megi Guð styrkja ykkur og hvetja til fagurs lífs í framtíðinni. Kristján Auðunsson. Mig langar að minnast Ólafs L. Kristjánssonar tónlistarkennara í fáum orðum en hann lést föstudag- inn 8. september sl. Ég kynntist Óla þegar hann tók við trompetkennslu í Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar 1973 þar sem ég hafði verið nemandi í tvö ár. Hjá honum var námið tekið föstum tökum, og ekki varð hjá því komist að mæta æfður í tíma, og Óli virtist hafa óendanlegan tíma fyrir okkur nemendur. Ég var nú satt að segja hálf smeykur við hann í fyrstu en eftir því sem árin liðu kynntist mað- ur betur manninum á bak við kenn- arann kröfuharða. Veturinn eftir var hann enn ekki ánægður með hversu lítið ég notaði magavöðvana við blásturinn og í einum tímanum sagði hann: ,,Kýldu mig í magann.“ Mér féllust alveg hendur og vissi ekki hvert hann ætl- aði en eftir talsverða áeggjan gerði ég það og komst þá að því að karl- inn hafði stálmagavöðva eftir ótal ár sem trompetleikari í Lúðrasveit verkalýðsins. Alveg dæmigerður Óli enda held ég hann hafi notað þetta á alla sína nemendur. Ekki leið á löngu þar til hann bauð mér á æfingar með Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Þarna kynntist maður stjórnandan- um Óla, manni sem var algerlega óstöðvandi í metnaði við að kenna skólakrökkum á blásturshljóðfæri og láta þau spila saman í lúðrasveit, enda hafði hann þá bjargföstu skoð- un að börn og unglingar þyrftu sjálfsaga til að ná árangri í lífinu og ekki var hann neitt lamb að leika við ef mætt var of seint eða við vorum óæfð. Óli vann þetta af miklum dugnaði og ósérhlífni, enda urðu nemendur hans mörg hundruð gegnum árin og starfsemin stækkaði það mikið að sveitinni var skipað í margar deildir eftir aldri. Það var ákaflega skemmtilegt að taka þátt í þessu mikla starfi. Það lá síðan beint við að spila undir hans stjórn í Lúðrasveit verkalýðsins þar sem Óli var sjálfur alinn upp sem trompetleikari til fjölda ára. Starf Óla í LV einkennd- ist af mikilli elju og fórnfýsi og hélt hann um tónsprotann til ársins 1977. Þegar við undirbjuggum 50 ára afmæli Lúðrasveitar verkalýðsins 2003 var ákveðið að draga saman sveit eldri félaga til að taka eitt lag með gömlum stjórnendum sveitar- innar. Þegar ég hafði samband við Óla lyftist hann allur upp og gekk til þessa verks af miklu kappi. Hann tók auðvitað að sér að hringja í gamla félaga og draga þá á æfingar og eins og venjulega hætti karlinn ekki fyrr en menn sögðu já, sjálf- sagt eftir löng símtöl, sem hann var nú þekktur fyrir. Óli mætti síðan með sitt eigið verk, útsetningu af íslenskum rímnalögum sem þurfti talsverðrar æfingar við. Skilaði hann sínu með miklum sóma þrátt fyrir heilsuleysi, en þar var hann samur við sig og barði verkið í gegn og hlífði ekki sjálfum sér frekar en venjulega. Um kvöldið var haldin ein al- skemmtilegasta árshátíð sveitarinn- ar þar sem Óli var glaður og reifur og sáttur við sitt. Þannig vil ég minnast Ólafs L. Kristjánssonar um leið og ég votta ættingjum og vinum samúð mína. Blessuð sé hans minning. Borgar Jónsteinsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 35 ✝ Sólveig Guð-mundsdóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 11. desember 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð fimmtudaginn 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Þor- steinsson rafvirki, f. 23.2. 1893, d. 2.3. 1948, og Guðrún Jónsdóttir, f. 22.2. 1900, d. 1.9. 1967. Sólveig var þriðja í röðinni af sjö systkinum. Hin eru Sigríður, látin, Guðrún, látin, Óskar, Jón Rafn, Ólafur og Kristrún, látin. Hálfbróðir sam- feðra er Viktor Gústaf Adolf, lát- inn. Sólveig giftist Óskari Sólbergs feldskera, f. 13.7. 1909, d. 8.1. 1985. Þau skildu. Börn Sólveigar og Óskars eru: 1) Örn, f. 12.10. 1942, búsettur í Kópavogi. Kona hans er Anna Karin Wallin, f. 4.1. 1939. Börn þeirra eru: Anna Sara, f. 28.7. 1974, Göran, f. 2.6. veigar og Valdimars eru: 1) Steinunn Björk, f. 13.6. 1963. Áð- ur í sambúð með Ragnari Inga Stefánssyni, f. 5.12. 1964. Börn þeirra eru: Alexander Máni, f. 6.5. 1994, og Davíð Númi, f. 11.3. 1999. 2) Kjartan, f. 29.9. 1964. Kona hans er Þóra Grímsdóttir, f. 22.9. 1963. Barn þeira er: Gabríel Örn, f. 17.8. 1995. 3) Brynjar, f. 31.12. 1967. Kona hans er Sunneva Hafsteinsdóttir, f. 1973. Áður var hann í sambúð með Kristínu Óladóttur, f. 1970. Börn Brynjars og Kristínar eru: Óli Daníel, f. 2.6. 1991, Kristján Ari, f. 7.2. 1994, og Sólveig Ása, f. 28.9. 2000. 16 ára hóf Sólveig störf hjá Andrési klæðskera. Þar lærði hún bæði sníðamennsku og saumaskap sem hún vann við lengst af starfsævi sinnar, bæði sem sníðameistari og verkstjóri. Einnig lærði hún feldskurð. Í kringum 1980 hóf hún störf á Landspítalanum þar sem hún vann til starfsloka. Útför Sólveigar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1956, Jan, f. 17.4. 1965. Örn var áður giftur Margréti Valdimarsdóttur og áttu þau einn son, Pétur Örn, f. 15.9. 1967. 2) Rós, f. 6.2. 1949. Maður hennar er Helgi Helgason, f. 7.10. 1946. Börn þeirra eru Hlynur, f. 5.1. 1973, Dagur Eyjar, f. 31.5. 1977, Sólrún Dröfn, f. 4.6. 1979, og Daði Haf- þór, f. 26.1. 1982. Rós átti áður Súsönnu Ósk Sims, f. 27.10. 1966, og Unni Maríu Sævarsdóttur, f. 22.6. 1968. 3) Ásdís, f. 5.9. 1952. Maður hennar er Jón B. Her- mannsson, f. 21.6. 1953. Hún var áður gift Jens Alexanderssyni, f 13.12. 1946. Þau skildu. Jens og Ásdís áttu börnin Rúnar Vincent, f. 18.4. 1973, d. 31.12. 2005, Einar Hjalta, f. 4.7. 1980, Egil Fjalar, f. 1.7. 1982. 4) Ævar, f. 25.12. 1956. Sólveig giftist síðan Valdimari Kristjánssyni, f. 30.10. 1925, d. 30.8. 1984. Þau skildu. Börn Sól- Svo sárt við söknum þín, elsku mamma. Þótt við vissum vel að heilsan þín væri farin að gefa sig og vissum að brátt færir þú frá okkur, þá var það samt mikið áfall. Innst inni var ég alltaf að vona að þú næðir þér af þessum veikindum. Þú varst mikil baráttukona og hafðir oft áður orðið alvarlega veik, en náð þér aftur. En svo fór ekki í þetta sinn. Hugurinn fyllist af minningum. Við brölluðum ýmislegt saman. Þú áttir draum um að fara til Parísar sem við systkinin uppfylltum fyrir þig þegar þú varst 60 ára. Ég fór með þér í ferðina sem var hreint ævintýri. Við gengum okkur upp að hnjám og skoðuðum allt sem hægt var að skoða. Okkur leið eins og heima hjá okkur og varð tíðrætt um að við hlytum báðar að hafa lif- að í París í fyrra lífi. Fyrir þremur árum fórum við um sumar á Kirkjubæjarklaustur. Það var ógleymanlegt að fara með mömmu í þessa ferð á bernsku- slóðir. Sá staður var henni líklega kærastur af öllum. Mamma sagði okkur söguna af því þegar hún veiktist sem barn mjög alvarlega af mislingum. Hún var síðan send í sveit sex ára til að braggast eftir veikindin eins og eðlilegt var á þessum tíma. Það var mjög erfitt ferðalag en farið á bíl að Elliðaám og restin var svo farin á hestum. Það var hópur manna sem reið saman og var með marga auka- hesta til reiðar. Riðið var allan daginn og gist á bæjum á leiðinni. Ekki var mikið um brýr á þessum tíma og þurftu því hestarnir oft að fara á sundi yfir árnar. Vinnukona fór með henni og var þarna með henni allan tímann, en hún var á Kirkjubæjarklaustri þar til hún var tíu ára gömul. Fólkið á Kirkjubæjarklaustri var mjög gott við hana. Hún talaði allt- af um veruna þar með mikilli hlýju og varð tíðrætt um ýmislegt frá þessum tíma. Hún hljóp berfætt í grasinu og það var eitthvað sem hún gerði við hvert tækifæri. Þeg- ar hún fór með okkur börnin í úti- legur þá var það alltaf það fyrsta sem hún gerði, að taka okkur úr sokkunum og segja okkur að hlaupa berfætt í grasinu. Mamma var mjög stolt kona og þrautseig. Við vorum mörg systk- inin og ekki alltaf barnanna best. Mamma studdi okkur alltaf í því sem við vildum gera og hvatti okk- ur áfram. Hvatti okkur til að sýna frumkvæði. Ef maður hafði áhuga á einhverju þá stóð hún alltaf með manni í því sem maður var að gera. Hún reyndi aldrei að segja okkur hvað við ættum að gera og yrðum að gera við líf okkar. Þetta traust og þessi hvatning gerði það að verkum að mér hefur alltaf fundist ég geta gert allt og það hefur fleytt mér áfram í lífinu. Mamma var mjög listræn. Henni var umhugað um að hafa fallegt í kringum sig. Þegar hún keypti sér húsnæði þá virkjaði hún okkur öll í að hjálpa sér við að endurbæta, byggja og breyta. Allt gat hún gert, hvort sem það var að mála eða veggfóðra, og kenndi okkur það í leiðinni. Hún saumaði föt á sig og okkur, prjónaði og saumaði út. Hún teiknaði og málaði myndir alla tíð. Við systkinin og barna- börnin eigum eftir hana margar fallegar myndir er prýða heimili okkar. Líf mömmu var á margan hátt erfitt. Hún barðist við mjög erfiðan asma framan af ævinni og greind- ist svo með Parkinson-sjúkdóm þegar hún var 67 ára. Það hefðu margir verið búnir að gefast upp sem hefðu mátt þola allt hennar mótlæti. Hún gafst aldrei upp held- ur barðist áfram, sama hvað á gekk. Alveg þar til núna undir það síðasta þegar hennar tími var kom- inn. Hún er búin að fá frið. Mamma er konan sem heldur í höndina á manni fyrstu árin en hjartað alla ævi. Svo sönn eru þessi orð. Það er þér að þakka að ég er það sem ég er í dag. Þú varst minn styrkur og skjól. Ég sakna þín sárt en ég veit að við hittumst síðar. Þangað til segi ég bara góða nótt og bless á meðan. Guð þig leiði sérhvert sinn, sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma ég þér týna. Þín dóttir Steinunn Björk. Elsku amma, það var gott að eiga þig að og erfitt að þurfa að kveðja. Við söknum þín sárt og vit- um að loksins eftir öll þín veikindi getur þú nú hvílst. Ég veit að Rúnar frændi hefur tekið vel á móti þér, ásamt Krist- rúnu frænku og öllum hinum sem farnir eru þangað sem þið eruð nú. Þú varst listfeng, vinnusöm, ákveðin og sanngjörn. Þótt þú ynn- ir mikið, ættir við veikindi að stríða og værir með stórt heimili hafðir þú alltaf tíma til að fegra í kringum þig. Þegar þú fluttir á Eiríksgöt- una málaðir þú blóm á allar hurð- irnar í eldhúsinnréttingunni. Þú sagðist alltaf ætla að mála meira þegar þú hættir að vinna en þá fékkst þú Parkinson og geta þín til að mála minnkaði þar til þú gast ekki málað lengur. Við sem eigum myndir eftir þig erum stoltir lista- verkaeigendur og minnumst þín í hvert sinn sem okkur verður litið á myndirnar. Minningarnar eru margar og ein er síðan ég var mjög lítil þegar þú bjóst á Vesturgötunni, en þar skriðum við upp í gluggann í svefn- herberginu þínu og horfðum á sól- setrið. Önnur er þegar við syst- urnar vorum hjá þér á Grettisgötunni og þú last úr þjóð- sögunum á kvöldin, fékkst okkur til að fara í kapp um hver væri fyrstur að sofna og Brynja vann alltaf. Okkur systkinunum í Vatnshól þótti alltaf svo gaman þegar þú komst austur, t.d. þegar mamma og þú elduðuð hundasúrusúpuna eða þegar þú komst og veggfóðr- aðir allt „Vestrí“ yfir fallegu mynd- ina sem þú hafðir málað beint á vegginn. Þegar þú komst austur í afmælin okkar vildi svo einkennilega til að nær alltaf var gott veður og þú sagðist koma með góða veðrið. Ég kveð þig nú, amma mín, og ég, Kristrós, Bjartmann og Einar sendum knús og kossa. Unnur María. Þegar ég heyri orðið amma þá fyllist hugur minn af fallegum og spennandi minningum. Amma sem var alltaf svo nærri þótt hún væri langt í burtu. Ég var svolítið feimin þegar ég var lítil að koma í heim- sóknir til Íslands. Feimin við að hitta allt þetta fólk, heilan hóp af frænkum og frændum úr öllum átt- um. En feimnin hvarf fljótt á braut þegar ég fann hlýtt faðmlag ömmu og heyrði hana segja „elskan mín“ eins og bara hún gat sagt. Þá var mér borgið því ég fann ég var örugg hjá ömmu. Ég er glöð og þakklát fyrir að við fjölskyldan mín, Erik maðurinn minn og Felix sonur minn, fengum að hitta þig og halda upp á jólin með þér. Það er kærleiksrík og góð minning sem við berum með okkur inn í framtíð- ina. Núna finn ég bara sársauka og söknuð, en ég veit að ég og amma erum að eilífu tengdar. Anna-Sara Norsell Arnardóttir, Svíþjóð. Sólveig Guðmundsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓHANNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést á blóðlækningadeild Landspítalans sunnu- daginn 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 11G fyrir frábæra umönnun, og öllum þeim er sendu okkur hlýhug og kveðjur. Matthía M. Jónsdóttir, Jóhanna B. Kristjánsdóttir, Hörður Baldursson, Auður Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússon, Sigurveig K. Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Guðný E. Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Eiríksson, Anna G. Larsen, Dag Ove Larsen, Jórunn J. Guðmundsdóttir, Daníel Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BJÖRGVIN ÓLAFSSON prentari, áður til heimilis í Grænumörk 3, Selfossi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. september kl. 15.00. Margrét Björgvinsdóttir, Þráinn Viggósson, Magdalena Björgvinsdóttir, Kolbrún Björgvinsdóttir, Dröfn Björgvinsdóttir, Þorgeir Jónsson, Mjöll Björgvinsdóttir, Ólafur Stefánsson, Drífa Björgvinsdóttir, Benedikt Þ. Gröndal, Hrönn Björgvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.