Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku Sigurjón, þú
fórst frá okkur allt of
skjótt, þú varst nýbúinn
að eignast tíunda barna-
barnið, litlu stelpuna
mína, hún var aðeins 11 daga þegar
þú fóst til himna, mér fannst sem
himininn hryndi yfir okkur. Þvílíkur
missir að hafa þig ekki hér hjá okkur.
Orðatiltækið „Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur“ hefur sko
sannarlega staðið fyrir sínu.
Ég er miður mín af söknuði og mig
langar bara að þú vitir að ég hefði
aldrei getað óskað mér betri og
hjálpsamari tengdapabba en þig,
elsku Sigurjón.
Stundir sem við áttum saman
munu lifa í minningu minni og ég á
eftir að sakna þín sárt.
Þú varst einstaklega hjálpsamur
og góður við alla sem þú þekktir og
vildir öllum svo vel.
Megi guð og allir hans englar taka
þig í faðm sér, því halda mega þeir
fast í gullmola eins og þig.
Minning þín lifir.
Lína Björk.
Elsku besti afi, það er erfitt að
kveðja svona yndislegan mann eins
og þig. Betri afa var ekki hægt að
hugsa sér. Allt gekk út á afa, enda
kalla ég alla jeppa afajeppa. Nú er
enginn afi til að fara með Viktor í
afajeppa og gefa ópal eins og þú varst
vanur að gera.
Það er stutt síðan ég fékk að koma
til ykkar í heimsókn og þar lékum við
okkur saman bakvið hús. Þú sagðir
mér sögur og söngst fyrir mig er ég
var í heimsókn hjá ykkur. Þessi lög
og sögur mun mamma sjá til að við
munum. Þú varst alltaf fyrstur að
hringja ef við bræðurnir vorum veik-
ir heima og athuga hvernig við hefð-
um það.
Sigurjón G.
Þorkelsson
✝ Sigurjón G. Þor-kelsson fæddist í
Reykjavík 15. sept-
ember 1946. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 5. sept-
ember síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Háteigskirkju 18.
september.
Nú er enginn afi
sem hringir til að
kæta okkur.
Þú varst svo stolt-
ur af honum nafna
þínum Daníel Sigþóri
en þú varst vanur að
kalla hann Sigþór
eða nafna. Þú sást
ávallt fyrir því að ég
fékk líka mína at-
hygli.
Mamma og pabbi
munu sjá til þess að
minning þín lifi í okk-
ar lífi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Við biðjum fyrir þér og biðjum Guð
að leiða þig í ljósið og varðveita þig.
Þínir afastrákar,
Viktor Örn og Daníel Sigþór.
Elsku yndislegi afi. Við trúum því
ekki enn að þú sért farinn frá okkur.
Þú varst besti afi í heimi, svo góður
og skemmtilegur. Þú varst alltaf í
leik við okkur. Oft fórstu á fjórar fæt-
ur á bak við sófa og komst svo gelt-
andi á móti okkur, það var sko gam-
an. Þú varst svo mikil barnagæla og
við kepptumst við að fá að sitja hjá
þér og hlusta á sögurnar þínar frá því
þegar þú varst lítill, þær voru svo
spennandi. Svo var beðið í röðum eft-
ir að fá að standa á löppunum á þér
og þú labbaðir með okkur þannig og
söngst. Þér fannst alltaf gaman þeg-
ar við komum í heimsókn og alltaf
komstu til okkar þegar við vorum las-
in og gafst okkur ópal.
Ég (Marey) fékk að vinna alla
laugardaga í sjoppunni þinni að af-
greiða bland í poka og hjálpa þér með
ýmislegt og alltaf tókstu mig með þér
heim og vildir að ég gisti hjá ykkur
ömmu.
Við áttum yndislega tíma saman
og þegar ég (Írena) fékk heilahrist-
ing komstu og sóttir mig og mömmu
og keyrðir okkur á spítalann og varst
hjá okkur alla dagana á spítalanum
og líka þegar ég (Erik) þurfti að fara
á barnaspítalann, þá varstu þar öllum
stundum og vaktir yfir mér. Þú varst
alltaf til staðar fyrir okkur.
Elsku afi, við áttum okkar yndis-
legustu stundir uppi í sumarbústaðn-
um þínum, þú leyfðir okkur að stýra
bílnum eins og þú leyfðir mömmu
þegar hún var lítil. Við erum rík af
góðum minningum um þig.
Elsku afi, þín verður sárt saknað.
Þín barnabörn,
Marey Þóra, Írena Líf,
Erik Fannar.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð minn kæra bróður í dag. Við
bræðurnir ólumst upp í Holtunum og
síðar í Hlíðunum.
Sigurjón fór snemma að vinna fyr-
ir sér og starfaði hann aðallega við
verslunarstörf. Sautján ára gamall
keypti hann fyrsta bílinn sinn og var
það rauð VW bjalla. Mánuði seinna
hafði hann tekið bílinn svo vel í gegn
að enginn trúði að þar væri sami bíll
á ferð. Hann hafði bætt krómi á
hann, massað lakkið upp, sett ný
teppi, stytti og krómaði gírstöngina
og felldi inn auka mæla og setti lítil
ljós í gangbretti og meðfram gólfinu í
bílnum sem gaf daufa birtu. Þetta
hafði ekki sést áður í VW bjöllu.
Þarna kom strax í ljós hversu lag-
hentur og útsjónarsamur Sigurjón
var. Næstu árin var það mikið áhuga-
mál hjá honum að gera upp bíla og
urðu þeir allir glæsilega útlítandi.
Í kring um 1970 var miðbærinn
troðinn af bílum sem óku rúntinn og
lögðu á Hallærisplaninu og öðrum
plönum þar í kring. Eina helgina sást
til gamals Trabants en þeir bílar
þóttu ekki alveg þeir flottustu þá. Í
bílnum voru tvær stúlkur og setti
Sigurjón sig í samband við þær.
Helgina á eftir var önnur þeirra kom-
in á rúntinn með Sigurjóni og var það
hún Þóra Björg sem síðar varð eig-
inkona hans. Ekki voru þau að tví-
nóna við hlutina og keyptu þau fljót-
lega íbúð í Skaftahlíðinni. Enn og
aftur kom í ljós handlagni hans. Nán-
ast öllu var breytt í íbúðinni og hún
gerð sem ný. Þar bjuggu þau næstu
árin og eignuðust þrjár dætur, þær
Önnu Kristínu, Guðrúnu og Lindu.
Þegar kom að því að stækka við sig
húsnæði keyptu þau í nýjasta hverfi
Reykjavíkur þá, Seljahverfi. Þar
gerði hann íbúð upp og var það svo
vel gert að fólk hélt að iðnaðarmenn
hefðu verið þar á ferð. Þetta voru
sannkölluð gleðiár. Sigurjón vann þá
mikið enda fjölskyldan orðin stór.
Ekkert stoppaði hann þó í að hugsa
stórt og fram í tímann því þegar hann
sá raðhús á þremur hæðum í bygg-
ingu til sölu stökk hann til og festi
kaup á því. Þetta þótti töluvert átak
að ráðast í kaup á svo stórri eign þar
sem lítið var um lánsfé á þessum ár-
um. Þarna bjuggu þau næstu tuttugu
árin og fæddust þeim einnig tveir
synir, þeir Sigurjón Þorkell og Hilm-
ar Þór.
Þar sem hann hafði þá alltaf unnið
við verslunarstörf langaði hann að
breyta til. Hann innréttaði þá bíl-
skúrinn og hóf þar framleiðslu á hrá-
salati. Reksturinn gekk strax vel.
Hann vann þá langan vinnudag því
hann vann öll störf sem viðkomu
rekstrinum, framleiddi, pakkaði og
keyrði salatið út.
Eins og gefur að skilja hafði Sig-
urjón ekki mikinn tíma fyrir áhuga-
mál. Þó gaf hann sér tíma til að byrja
að stunda hestamennsku með föður
okkar, en hann hafði verið með hesta
í allmörg ár. Hann keypti sér allan
útbúnað og held ég að hann hafi
fundið sig vel í þessu sporti. Einnig
hafði hann áhuga á að fara í veiðtúra
á sumrin og fór þá gjarnan ásamt
Sigurjóni syni sínum.
Fyrir u.þ.b. fimm árum seldi Sig-
urjón salatgerðina og ætlaði hann að
fara að taka því rólega. En nokkrum
vikum seinna hafði hann fundið nýtt
verkefni, hálfklárað hús í Kópavogi
og það ekki af minni gerðinni. Strax
daginn eftir kaupsamning byrjaði
hann að vinna í húsinu frá morgni til
kvölds. Hvergi mátti vera minnsta
skekkja í neinu og var hvert smáat-
riði framkvæmt af mestu nákvæmni.
Ári seinna fluttu þau inn í húsið, Sig-
urjón, Þóra og Hilmar Þór.
Eins og komið hefur fram eignuð-
ust þau Sigurjón og Þóra fimm börn
og eiga þau fjögur elstu samtals tíu
börn þannig að barnahópurinn er
orðinn stór.
Sigurjón var gríðarlega kröfuharð-
ur við sjálfan sig og tók sér nánast
aldrei frí. Hann vildi gera sem mest
og best fyrir fjölskylduna. Einnig er
vert að nefna að hann var fyrsti mað-
ur til að rétta hjálparhönd þeim sem
þurftu á hjálp að halda.
Aldraðri móður okkar reyndist
hann ávallt vel. Talaði við hana í síma
oft á dag, hitti hana reglulega og vildi
allt fyrir hana gera.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
þakka ég bróður mínum samfylgdina
í gegn um árin, allar ráðleggingarnar
og hjálpsemi. Alltaf rétti hann mér
hjálparhönd ef ég þurfti á að halda.
Nú veit ég að faðir okkar hefur tekið
á móti Sigurjóni og hafa endurfund-
irnir verið ánægjulegir og geta þeir
tekið upp þráðinn við spjall um hesta
og bíla.
Kæri bróðir, þín verður sárt sakn-
að. En ég veit, að við hittumst aftur
að lokum. Guð blessi þig.
Móður, eiginkonu og öllum börn-
unum votta ég mína dýpstu samúð.
Þinn bróðir,
Hilmar Þorkelsson.
Það hvílir mikil sorg hjá Böggu
systur og fjölskyldu hennar. Eigin-
maður hennar, faðir og afi lagðist á
koddann, þreyttur eftir amstur dags-
ins og kvaddi í svefni. Ljúfara and-
láts er kannski ekki hægt að óska
sér, en þetta var ekki tímabært. Það
átti eftir að njóta alls þess sem búið
var að strita fyrir, fjölskyldulífsins,
sem Siggi mágur var svo ríkur af.
Hann átti glæsilegan fimm barna
hóp, tengdabörn og barnabörn, sem
öll sakna og syrgja.
Bagga systir kom heim með Sigga
á tímum Glaumbæjar. Hann átti líka
þennan fallega stífbónaða Volvo og
dreif Böggu í bílprófið stuttu seinna.
Eftir það gerðist allt svo hratt, settir
upp hringar, barn á leiðinni, brúð-
kaup og keypt húsnæði í Skaftahlíð-
inni. Síðan kom hver prinsessan á
fætur annarri. Siggi var mikill pabbi
og vaktaði barnahópinn sinn vel,
mataði og passaði vel upp á að bleiur
væru hreinar og þurrar. Síðan bætt-
ust við tveir prinsar og hópurinn orð-
inn stór. Sumarbústaðurinn þeirra
við Reynisvatn var þeirra afdrep um
helgar og þar gat hópurinnn leikið
sér úti í náttúrunni við æskustöðvar
Böggu. Seinna kom sumarbústaður-
inn í Þrastaskógi og að sjálfsögðu
byggð tvö hús, svo pláss væri fyrir
alla. Siggi gerði miklar kröfur til
sjálfs sín og vinnan var honum allt,
setti upp salatgerð og rak síðasta ár-
ið verslun í Seljahverfinu. Það er
mikil sorg að hann fékk ekki tæki-
færi til að læra að njóta uppskerunn-
ar. Ég sá hann fyrir mér aldraðan í
ruggustól í sumarbústaðnum með
alla krakkana hjá sér og Böggu sína,
sem var hans gleðigjafi, hvers manns
hugljúfi, brosandi og jákvæð fyrir
flestu sem kom upp.
Siggi var alltaf góður við mömmu
okkar og með því síðasta sem hún
gerði í sínu lífi var að kaupa styttu,
lítinn hest í Portúgal, handa Sigga
sínum. Nú stendur þessi hestur og
fegrar stofuna í Jórsölum, en Siggi
mágur er farinn. Ég hef þá trú að
stór hópur af brosandi ættingjum
hafi tekið á móti honum við ströndina
hinum megin og umvafið hann. Sólin
kemur alltaf upp aftur, þó dimmi um
stund. Nú stendur fjölskylda hans
saman sem ein sál, og Bagga mun
brosa aftur og þau öll, og ylja sér við
minningarnar. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég Kristínu móður
hans, sem syrgir son sinn, og Hilmari
bróður hans, sem mun styrkja hana
gegnum sorgina. Ég kveð Sigga mág,
sem var mér og mínum börnum góð-
ur. Ég þakka 35 ára samfylgd.
Rósa Ólafsdóttir.
Elsku Sigurjón frændi. Það er erf-
itt að kveðja þig þar sem þú fórst svo
skyndilega. Ég hitti þig síðast hress-
an og kátan í sumarbústaðnum áður
en ég fór í frí til útlanda. En þann
sama dag og ég kom heim kvaddir þú
þessa jarðvist.
Það voru mikil forréttindi að fá að
kynnast svo góðum manni sem þú
varst. Ávallt fylgdist þú vel með
frænku þinni alveg frá því ég man
eftir mér. Þú barst svo mikla um-
hyggju fyrir mér. Þegar ég útskrif-
aðist úr framhaldsskóla hélstu svo
fallega ræðu fyrir mig í veislunni og
samgladdist mér innilega, eins og ég
væri þín eigin dóttir. Þegar ég vann
hjá þér í sjoppunni með skólanum
síðastliðinn vetur kom það bersýni-
lega í ljós hvaða mann þú hafðir að
geyma. Leitun hefði verið að betri
vinnuveitanda.
Það sem einkenndi þig var mikill
dugnaður, glaðværð og umhyggju-
semi í garð þinnar nánustu. Þér
hlotnaðist sá auður að eignast fimm
börn og tíu barnabörn og naust þú
þín hvergi betur heldur en í návist
þeirra.
Ég kveð þig nú, elsku frændi, með
söknuði en veit jafnframt að þú ert
kominn í faðm elsku afa sem var okk-
ur öllum svo kær.
Guð blessi þig að eilífu.
Þín frænka,
Íris Björg Hilmarsdóttir.
Við erum stödd á Mallorca í
sumarfríi og fáum sms skilaboð frá
syni okkar að Sigurjón nágranni sé
látinn. Þvílíkt áfall. Við erum búin að
vera nágrannar í u.þ.b. 17 ár í Fljóta-
selinu og það var gott að hafa Sig-
urjón, Þóru og börnin þeirra svo ná-
lægt. Synir okkar léku sér mikið
saman. Þau eru öll sómafólk.
Það var svo gaman að hitta Sig-
urjón, hann bauð góðan daginn hátt
og skýrt og hressilega og hafði alltaf
frá svo mörgu að segja. Sigurjón var
mikill bílamaður og átti alltaf fína
bíla og var þess vegna fastur í bíl-
skúrnum eða á bílaplaninu að stúss-
ast eitthvað, enda hitti Helgi hann oft
þar og maður hélt stundum að hann
hefði gufað upp á heimleiðinni en
auðvitað var hann að spjalla við Sig-
urjón. Helgi var alltaf brosandi og
léttur eftir spjallið við Sigurjón.
Fyrir um það bil tveimur árum
fluttu þau úr Fljótaselinu í nýtt og
flott einbýlishús í Kópavoginum og
vann Sigurjón við að byggja það upp,
hann var alltaf sívinnandi.
Þegar Unnur Aldís, dóttir okkar,
heyrði að þau væru að fara sagði hún:
„Æ, hvað það er leiðinlegt, Fljótasel-
ið verður aldrei samt eftir að Sigur-
jón er farinn.“ Henni fannst, eins og
öðrum á okkar heimili, gaman að
hitta hann, enda bera börn og ung-
lingar besta skynbragðið á hvern
mann fólk hefur að geyma.
Ég hitti Sigurjón úti í búð fyrir
stuttu síðan og spjölluðum við lengi
saman, þar á meðal um ferðalög. Ég
var alltaf að dásama siglingar í Kar-
íbahafinu og vildi endilega að hann
færi þangað í afslöppun og tók hann
undir það í fyrsta skipti í mörg ár,
enda sagðist hann ætla að fara að
minnka vinnu og húsnæði fljótlega,
en svona er það, hann fór í ferðina
sem við förum víst öll í að lokum en
allt of fljótt. Þegar við hringdum til
Unnar Aldísar, sem er í fullu námi í
Kaupmannahöfn, og tilkynntum
henni lát Sigurjóns brá henni illa og
sagði: „En leiðinlegt, mér þótti alltaf
svo vænt um hann Sigurjón. Var búin
að sjá hann fyrir mér sem gamlan
hressan kall.“ Bestu samúðarkveður
sendir hún fjölskyldunni þar sem hún
kemst ekki í jarðarförina.
Það væri margt hægt að skrifa um
Sigurjón, en við látum þetta nægja.
Við eigum góðar minningar og þær
geymum við.
Elsku Þóra, börn og aðrir aðstand-
endur, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Guðlaug, Helgi og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, systur,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRDÍSAR GÍSLADÓTTUR,
Klapparstíg 5,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar
FSA fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Andrés Bergsson,
Steinunn Gísladóttir
Arnar Andrésson, Hrefna Kristín Hannesdóttir,
Gísli Andrésson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Andrésson, Margrét Pálsdóttir,
Guðrún Andrésdóttir, Jakob Tryggvason,
ömmu- og langömmubörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
LÁRU STEINUNNAR EINARSDÓTTUR.
Halldór Halldórsson,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Hannes Guðmundsson,
Sigrún Halldórsdóttir, Björn Jóhannesson,
Marta Kristín Halldórsdóttir, Jón Rúnar Gunnarsson,
Einar Halldórsson, Kristjana Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.