Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 37
Það var eins og sólin
fylgdi Önnu alltaf. Nú
hefur dregið ský fyrir
þá sól um sinn, en þeg-
ar fram líða stundir munu góðar
minningar taka við af tómleikatil-
finningunni núna. Þegar ég fletti al-
búmum og skoða svipmyndir frá góð-
um samverustundum þá sé ég að það
var ekki bara sólin á himninum sem
skein heldur var alltaf ákveðinn ljómi
í augum Önnu sem lýsti upp um-
hverfið.
Það var mikil lukka fyrir mig að
Ari minn og Ási hennar Önnu urðu
góðir vinir fljótlega eftir að við Ari
byggðum á Álftanesinu um 1980. Við
Ási vorum bæði af Nesinu en það var
sameiginlegt áhugamál Ara, Ása og
Önnu, hestamennskan, sem leiddi
okkur saman svo úr varð órjúfanleg
vinátta sem haldist hefur í vel á
þriðja áratug. Við vorum öll á sama
róli í tilverunni, byggðum um svipað
leyti, krakkarnir okkar voru ná-
kvæmlega jafngamlir og fljótlega
fundum við það út að við Anna höfð-
um raunar hist á Fæðingaheimilinu
með frumburði okkar, aðeins tveir
dagar eru á milli Jóhönnu og Gunn-
ars Karls. Það olli því reyndar líka að
þegar bjóða átti í 12 ára afmælin, þá
stefndi í árekstur þriggja afmæla í
bekknum þeirra. Anna lét sig þá ekki
muna um að skjóta skjólshúsi yfir
þetta þrefalda afmæli svo allir í
bekknum gátu mætt saman sömu
helgina og haldið herlega veislu. Við
mæðurnar skemmtum okkur áreið-
anlega best allra og þáttur Önnu í
þeirri skemmtan var stór. Við lá að
mér þætti miður að ekki skyldi vera
skemmra á milli afmæla Sólrúnar og
Óla, svo hægt yrði að endurtaka
skemmtunina.
Við héldum síðan áfram að vera á
sama róli þótt Ási og Anna byggðu
annað hús á nesinu og eignuðust
þriðja barnið síðar, Ingu Birnu, sem
fermdist í vor. Þau voru líka orðin afi
og amma. Gunnar Karl, Sólrún og
Rakel, eldri dóttir Ása, gáfu þeim fal-
leg barnabörn. Á einhvern ævintýra-
legan hátt tókst Önnu að vera í senn
sama stelpan og áður og svo ung og
stolt amma.
Minningarnar eru margar og allar
góðar. Það var alltaf gott að koma til
þeirra í Hliðsnes og síðar Brekku-
skógana. Mér þótti líka sérstaklega
gaman þegar við komumst að því að
okkur þremur, Önnu, Ása og mér,
fannst svo ljómandi gott að vaka svo-
lítið fram eftir. Ef ljós var í gluggum
eftir miðnætti gat það hent að þau
kíktu við og meira að segja Ari, sem
að jafnaði fór fyrr en við hin að sofa,
vakti með okkur fram á rauðar næt-
ur.
Þegar Inga Birna var fædd var
auðvitað ekki hægt að drolla fram
eftir og samverustundirnar þróuð-
ust, voru stundum fleiri og á öðrum
tímum færri. Ási og Ari höfðu hest-
húsin og útreiðarnar, Anna sinnti
áhugamálinu líka eftir föngum, Inga
Birna fékk bakteríuna ung að árum
og við óvirku hestamennirnir héldum
okkur á hliðarlínunni og nutum þess
að vera með þegar kostur gafst.
Alltaf hefur verið líf og fjör í kring-
um Ása og Önnu og einn góðan veð-
urdag var ráðist í að byggja sum-
arbústað. Sumarbústaðurinn fyrir
austan var fallegur griðastaður
þeirra Ása og Önnu og þangað var
gott að heimsækja þau. Um árþús-
undamótin uppgötvuðum við aðra
paradís þar sem Ási og Anna voru
hagvön, það var sumareyjan Gran
Canaria þar sem gott er að vera þeg-
ar veturinn er dimmastur hér heima.
Við höfum átt saman margar sólríkar
og skemmtilegar stundir á Kanarí,
oftar en ekki í stórum hópi sameig-
inlegra vina og fjölskyldna okkar
Anna Hafsteinsdóttir
✝ Anna Hafsteins-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. mars
1958. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans 9. septem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ
18. september.
beggja. Það er þó á
engan hallað með því
að segja að í kringum
Önnu og Ása var alltaf
stærsti vinahópurinn
og fjölmennasta fjöl-
skyldan. Í þessum
skemmtilega hópi naut
Anna sín vel og frá-
sagnargáfa hennar og
húmor fengu góðan
farveg. Sérstaklega
man ég eftir einu
kvöldi á veitingastað
þegar Anna fór á því-
líkum kostum í
græskulausu gamni um samferða-
fólkið að við sem næst henni sátum
hreinlega grétum úr hlátri þegar hún
laumaði út úr sér meinfyndnum at-
hugasemdum.
Í vetur vorum við enn í hópi góðra
vina og tengdaforeldra Önnu á Kan-
aríeyjum, en að þessu sinni komust
þau Anna og Ási ekki með, baráttan
við sjúkdóminn var hafin. Það var
mikið og sterkt hugsað til þeirra í
þessum hópi, svo sterkt að ef hugar-
afl hefði fengið stöðvað gang sjúk-
dómsins værum við ekki að kveðja í
dag. Það var hins vegar svolítið
skammtímakraftaverk að þau Anna
og Ási skyldu komast með í lok mars
síðastliðins til Kúbu þegar liðlega 60
manna hópur á vegum Lions á Álfta-
nesi lagði leið sína þangað.
Stundirnar á karabísku eyjunni
voru yndislegar, hvort sem var undir
pálmatrjám við sundlaugina, við
skellihlátur á hótelbarnum á Habana
Libre eða á furðulega bleika og
græna mini-golfvellinum sem við
fundum á Varadero.
Anna átti afmæli í ferðinni og hélt
upp á það á hógværan hátt umkringd
fjölmörgum vinum af Nesinu. Það
var indælt kvöld sem gleymist seint
þeim sem þar voru. Litla samfélag-
inu okkar hér á Álftanesi er brugðið.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
Önnu, þeirra er sárastur missirinn.
Við Ari sendum þeim okkar einlæg-
ustu samúðaróskir.
Anna.
Í dag kveðjum við elskulega mág-
og svilkonu okkar, en ekki síst vin-
konu.
Þegar við horfum til baka kemur
hún alltaf brosandi upp í hugann.
Hún var trygg og traust sinni fjöl-
skyldu og vinum. Anna hafði til að
bera ótrúlegt umburðarlyndi gagn-
vart náunganum og mjög þægilega
nærveru. Hún sameinaði svo marga
enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Í
veikindum hennar sást best hversu
mörgum var virkilega annt um hana.
Það er höggvið stórt skarð í stór-
hátíðir hjá fjölskyldum okkar því hún
var alltaf boðin og búin í undirbún-
ingnum sem fylgdi veislunum. Henni
tókst alltaf að gera hann skemmti-
legan með léttum sögum og já-
kvæðni.
Ljúft er að minnast síðasta afmæl-
isdags Önnu, þegar Sóla, dóttir
hennar, skipulagði óvænta afmælis-
veislu. Hóað var í alla nánustu vini og
vandamenn á meðan Ási og Inga
Birna höfðu ofan af fyrir henni í hest-
húsunum. Allir urðu að leggja bílum
sínum þar sem ekki sást til þeirra frá
húsinu. Fullorðið fólk faldi sig í
hverju skúmaskoti heima hjá þeim
en voru þó flestir samankomnir inni
á baðherbergi svo Anna sæi enga
hreyfingu þegar hún nálgaðist húsið.
Þegar hún gekk inn í húsið upphófst
hávær afmælissöngur þar sem hver
söng með sínu nefi. Anna var mjög
snortin af þessari uppákomu en var
ekki lengi að koma sér í betri fötin
þrátt fyrir veikindi sín og naut dags-
ins.
Minningar eru dýrmætar og nú er
þessi orðin ein af þeim.
Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi í
veikindum sínum og bar ávallt höf-
uðið hátt sem sýnir hversu sterk hún
var.
Hennar yndislegu foreldrar, Ási
og börn vöktu yfir velferð hennar
fram á síðustu stundu. Þau kveðja
núna yndislega dóttur, eiginkonu og
móður og vottum við þeim okkar
dýpstu samúð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn, faðir, lífsins ljós,
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur, þú ert mín lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn, láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta,
vekja hann með sól að morgni,
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn, réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sólrún Gunnarsdóttir,
Linda Eggertsdóttir,
Erla Geirsdóttir.
Maður trúir ekki að þetta sé satt,
að þú, Anna mín, sért horfin á braut.
En þetta er víst gangur lífsins þó
maður hafi engan skilning á hver til-
gangurinn er með því að fólk á besta
aldri fari héðan langt fyrir aldur
fram. Manni finnst fólk eiga svo mik-
ið eftir að gera, en maður getur auð-
vitað endalaust spáð í þetta.
Minningarnar um þig þjóta í gegn
og er gaman að eiga þær um þig,
elsku Anna. Alltaf var gaman að
koma til ykkar Ása hvort sem var
heim til ykkar eða í kotið ykkar fyrir
austan. Alltaf vorum við öll velkomin
og börn og hundar með enda sögðu
börnin okkar: „Hún Anna er alltaf
svo góð og indæl,“ sem eru orð að
sönnu um þig, þú varst algjör perla,
Anna mín og vildir öllum svo vel.
Það er nú rétt mánuður síðan við
sátum í kotinu ykkar að spjalla sam-
an, borða góðan mat og hlæja. Og
þykir okkur ákaflega vænt um þessa
minningu. Ásamt öllu skrallinu í
kringum hestana og það var virki-
lega gott að vinna með þér í nefndum
og er stórt skarð í nefndinni okkar
núna þar sem þig vantar.
Elsku Ási Kalli, Rakel, Gunnar
Karl, Sólrún, Inga Birna, makar,
barnabörn, foreldrar og systkini, guð
gefi ykkur styrk til að takast á við
þessa miklu sorg sem þið þurfið að
takast á við núna. Vinarkveðja.
Hvíl í friði, elsku Anna.
Andrés, Ragnhildur og börn.
Okkar góða félagskona er fallin frá
í blóma lífsins. Anna Hafsteinsdóttir
hefur starfað í kvenfélaginu í 25 ár og
var hún traust félagskona. Minning
okkar um Önnu er sérstaklega ljúf.
Hún var hæglát, brosmild og hafði
einstaklega gott viðmót. Hún var
alltaf tilbúinn að starfa í nefndum og
hjálpa til þegar með þurfti.
Anna fór í ferðalög kvenfélagsins
og eftirminnileg er ferðin þegar 54
konur af Álftanesinu fóru til Eng-
lands í júní 2005 og hún talaði oft um
þessa ferð.
Um síðustu jól var Anna í jólatrés-
nefnd ásamt fleiri konum til að halda
jólaball fyrir börnin á Álftanesi, sem
kvenfélagið sér um ár hvert.
Í janúar greindist Anna með þenn-
an illvíga sjúkdóm sem hún barðist
hetjulega á móti, en meinið var
sterkara og tók hana frá okkur.
Við kveðjum Önnu Hafsteinsdótt-
ur með virðingu og þakklæti og biðj-
um Guð að blessa þá sem henni voru
kærastir.
Far þú í friði,
friður Guð þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
F.h. Kvenfélags Álftaness,
María Birna Sveinsdóttir,
formaður.
Kveðja frá
hestamannafélaginu Sóta
Okkur í hestamannafélaginu Sóta
á Álftanesi langar í örfáum orðum að
minnast eins félaga okkar, Önnu
Hafsteinsdóttur, sem nú er horfin til
nýrra heimkynna, langt um aldur
fram. Hún var virkur félagsmaður og
var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd
þegar á þurfti að halda. Þótt hún riði
ekki mikið út sjálf þá studdi hún vel
við bakið á fjölskyldu sinni í þessari
tímafreku íþrótt og var dugleg að
hvetja börnin sín til dáða, sem öll
hafa verið virkir knapar í Sóta. Eig-
inmanni sínum, Ársæli Karli Gunn-
arssyni, var hún stoð og stytta en
hann var formaður félagsins til
margra ára. Hún tók þátt í æskulýðs-
starfinu af fullum hug undanfarin ár
og gott var að hafa hana með í öllu
því starfi sem svona félagsskapur
býður upp á. Síðasti vetur var henni
erfiður en það aftraði henni ekki frá
því að mæta á allar keppnir og horfa
á yngstu dóttur sína vinna sæta sigra
á vellinum, þrátt fyrir að hún væri
sárþjáð. Og eftir langan dag í áhorf-
endabrekkunni lét hún sig ekki vanta
í fjörið um kvöldið. Hún kvartaði
aldrei og bar veikindi sín ekki á torg,
hæglát og ljúf.
Við kveðjum kæran félaga og vott-
um aðstandendum dýpstu samúð
okkar á þessum erfiðu tímum.
Enn einar réttir eru nýafstaðnar.
Það eru ýmsir þættir sem gera rétt-
irnar að því sem þær eru og einn
þeirra hefur ætíð verið ómissandi;
Anna, Ási Kalli og börn þeirra mæta
í Þrándarholt, ríða með okkur í rétt-
irnar og eyða með okkur góðum degi.
Anna, alltaf ljúf, falleg, brosandi og
skemmtileg. Ótrúlega þolinmóð hvað
sem á gekk, tilbúin að aðstoða með
allt, hafði húmor fyrir hlutunum.
Anna talaði við alla á jafningjagrunni
og sýndi okkur sem krökkum strax
áhuga og góðvild. Án Önnu verður
réttardagurinn aldrei samur en hún
verður alltaf með okkur í anda.
Elsku Ási Kalli og fjölskylda,
missir ykkar er mikill. Við sendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um Önnu ylja ykkur
um ókomna tíð.
Ólöf, Hrund, Arnór Hans,
Ingvar, Dóra Björk
og fjölskyldur.
Hún Anna okkar er nú fallin frá
alltof snemma. Hún var búin að eiga í
baráttu við sjúkdóm sem sigraði að
lokum. Anna var einstök mannkosta-
kona. Hún var mjög greiðvikin og
alltaf var stutt í brosið. Í þau 30 ár
sem við áttum samleið bar aldrei
skugga á vináttu okkar. Allan þann
tíma hafa þau Ási Kalli mætt hingað
á réttardagsmorgun með sitt fólk, oft
með reiðskjótana í kerru og farið
með okkur til rétta og notið dagsins.
Það var alltaf gaman. Skarð hennar
verður aldrei fyllt en hún verður
áfram með okkur í minningunni.
Anna og Ási Kalli eru nýlega búin
að byggja sér nýtt og fallegt heimili á
Álftanesinu og í Arnarstaðakoti í
Flóa hafa þau komið sér upp hlýlegu
sumarhúsi og undu sér þar með fjöl-
skyldu og hrossum. Hvort sem kom-
ið var í bústaðinn eða heim til þeirra
á Álftanesið, þá voru móttökurnar
hlýlegar.
Það er mikil gæfa að eignast góða
vini. Önnu verður sárt saknað af öll-
um sem hún átti samneyti við.
Kæri Ási Kalli, Rakel, Gunnar
Karl, Sólrún og Inga Birna, vottum
ykkur og allri fjölskyldu Önnu okkar
dýpstu samúð.
Þrándur og Guðrún.
Muff, vinkona og
samstarfskona mín varð bráðkvödd
nýlega. Hún hafði nýlokið við sum-
artónleikaröð ársins í Bláu kirkjunni
og var farin í smá ferðalag til út-
landa, en áfangastaðurinn varð ann-
ar en við bjuggumst við.
Ég kynntist Muff fljótlega eftir að
hún kom til landsins. Hér var á ferð-
inni tónlistarkona af Guðs náð. Við
unnum fyrst saman við uppfærslur á
klassískum og barokk-verkum, þar
sem hún söng með flauelsmjúku
kontraalt-röddinni sinni. Það var
sjálfsagt mál að Muff túlkaði tónlist-
ina á smekklegan og viðeigandi hátt
og því varð hún fljótlega mjög eft-
Ethelwyn (Muff)
Worden
✝ Ethelwyn Wor-den, ævinlega
kölluð Muff, fæddist
í Fíladelfíu í Penn-
sylvaníuríki í
Bandaríkjunum 17.
janúar 1943. Hún
varð bráðkvödd á
ferðalagi í Fær-
eyjum 18. ágúst síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju
7. september.
irsótt sem einsöngv-
ari. Muff hafði áhuga á
svo miklu meiru en
formlegum tónlistar-
flutningi. Þjóðlagatón-
list, og þá sérstaklega
keltnesk tónlist var í
uppáhaldi hjá henni,
ekki síst vegna þess að
þá gátu nánast hverjir
sem er tekið þátt, og
notið þess að spila.
Stundum datt okkur í
hug að borða saman
(sérstaklega ef annað-
hvort okkur átti til
innfluttan Cheddar-ost) og spila svo-
lítið, bara í gamni, en þá var Muff
auðvitað með eitthvert einfalt hljóð-
færi í töskunni sinni til þess að börn-
in mín gætu verið með. Svo hélt Muff
Ceilidh eða tónlistarsamkomur
heima hjá sér og bauð þjóðlagaspil-
urum, vinum og kunningjum upp á
eldhressa kvöldstund, fyllta spila-
gleði og gríni.
Er ég hugsa um Muff er það fyrsta
sem kemur í huga minn hversu mikið
við hlógum saman. Muff hafði ein-
staka hæfileika við að sjá það fyndna
í lífinu og við þurftum oft að beita
Kleenex tissue við eldhúsborðið þeg-
ar frásagnaræðið greip okkur.
Lækningamáttur hlátursins leyndi
sér ekki í eitt skipti, og því mun ég
aldrei gleyma. Ég var komin með 9
mánaða gamla kúlu og var byrjuð
um morgunin að finna fyrir fæðing-
arverk. Muff var í heimsókn og byrj-
aði eins og svo oft að segja frá ein-
hverju fyndnu og við vældum af
hlátri. Ég fékk aftur hríðir, en við
hlógum að því líka og hláturinn
deyfði verkin. Ég hafði tvisvar feng-
ið platverki og var því ekkert að drífa
mig í enn eina fýluferðina á Norð-
fjörð. Áfram héldum við að hlæja og í
hvert skipti sem ég fékk verk hlóg-
um við Muff, og ég fann lítið fyrir
óþægindum. Loksins var ljóst að
barnið var virkilega að koma og ég
dreif mig af stað, en ég þurfti hvorki
deyfingu né gas því endorfín-magnið
dugði fullkomlega. Dóttir mín fædd-
ist svo um klukkutíma síðar.
Muff hafði einstaklega stórt hjarta
og hafði góð áhrif á fólk. Hún var
hvetjandi sem kennari og hafði að
leiðarljósi að tónlist er fyrir alla.
Hún lagði púlvinnu, tíma og enda-
lausa orku í að efla og styrkja tónlist-
ariðkun víðsvegar á Austurlandi og
var trú sínum hugsjónum.
Já, Muff, það er sárt að þurfa að
kveðja þig. Þú skilur eftir þig tóma-
rúm sem verður erfitt að fylla. En
þegar ég hugsa um þig, frekar en
mig, brosi ég. Nú er glatt á hjalla í
himnaríki, og ekki verra að kunna að
spila á hörpu þar.
Gillian Haworth.