Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 41
menning
rauða húsið Búðarstíg 4
820 Eyrarbakka raudahusid@raudahusid.is
483 3330 www.raudahusid.is
23. september:
Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður, Spilverksmaður og
húmoristi af guðs náð leikur og syngur af fingrum fram.
7. október:
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja
fegurstu og eftirminnilegustu perlur Ellenar.
14. október:
Guðlaug Dröfn syngur meðal annars lög hinnar dáðu
Evu Cassidy.
21. október:
KK flytur sín þekktustu lög sem þú vaknar yfirleitt með á
heilanum á hverjum morgni, og nokkur fleiri í viðbót.
28. október:
Kristjana Stefáns, hin dáða jazzsöngkona okkar
sunnlendinga, flytur okkur í hæstu hæðir og leyfir okkur
að vera þar.
4. nóvember:
Hinar einu og sönnu Borgardætur, Andrea Gylfa,
Ellen Kristjáns og Berglind Björk mála Eyrarbakka
rauðan, ásamt Eyþóri Gunnarssyni, og hvorki
Bakkinn né gestir munu verða samir á eftir.
Matseðill: frá kl. 20.00 stundvíslega.
sjávarréttasúpa rauða hússins
langeldaður lambaskanki og íslenskur humar
eða:
stórlúðusteik og humarhali
heimalagaður konfektbiti með jarðaberjum og rjóma
kaffi
Kr. 5.900,- pr.mann
Kr.6.900,- 4.nóvember
í Rauða húsinu Eyrarbakka
Rafmagnslaust
Á laugardagskvöldum í vetur verða rafmagnslausir
tónleikar í Norðursal Rauða hússins á Eyrarbakka, með
nokkrum af fremstu tónlistarmönnum landsins.
Matreiðslumeistarar okkar hafa sett saman sérstak-
lega girnilegan matseðil, sem stendur tónleikagestum
til boða. Þú einfaldlega hringir núna í 483 3330 og
pantar þér rafmagnslaust borð í Rauða húsinu – og nýtur
kvöldsins með frábærum tónlistarmönnum í einstakri og
rafmagnslausri nálægð.
Hringdu núna í 483 3330
» 19. september heldur LiljaÁrnadóttur fyrirlestur sem kall-
ast „Með silfurbjarta nál. Spor mið-
alda í íslenskum útsaumi.“
» 3. október heldur GuðmundurÓlafsson fyrirlestur sem kallast
„Baldursheimskumlið – myndir Arn-
gríms málara.“
» 17. október heldur Þór Magn-ússon fyrirlestur sem kallast
„Með gullband um sig miðja. Silfur
og búningaskart.“
» 31. október er það fyrirlesturÁgústs Georgssonar, „Fagur
fiskur í sjó. Sjávarhættir á grunn-
sýningu Þjóðminjasafnsins.“
» 28. nóvember er komið að InguLáru Baldvinsdóttur, „Sérðu
það sem ég sé? Ljósmyndir á grunn-
sýningu Þjóðminjasafnsins.“
» Síðasta sérfræðileiðsögnin fyrirjól verður 12. desember í fylgd
Þóru Kristjánsdóttur; „María guðs-
móðir í Þjóðminjasafninu.“
Dagskráin
fram að jólum
ÞAÐ var greinilegt þegar gengið var
inn í Laugardagshöllina síðastliðið
laugardagskvöld að áhorfendur
gerðu sér vonir um góða tónleika. Það
lá spenna og eftirvænting í loftinu
enda er mörgum í fersku minni vel-
heppnaðir tónleikar Nick Caves á
Hótel Íslandi fyrir fjórum árum.
Áhorfendur byrjuðu að tínast inn í
salinn undir átta en illa gekk að fá
fólk til þess að setjast og var klukkan
farin að ganga níu þegar ljósin voru
loksins slökkt. Kyrrð færðist yfir sal-
inn og hljómsveitin gekk inn og tók
upp hljóðfærin sín. Einhver vandræði
voru með hljóðið á fiðlunni í fyrstu og
heyrðust aðeins rafmagnaðir skruðn-
ingar úr hátalarakerfinu. Eftir
augnabliks vandræðaástand braust
út hlátur í salnum sem gaf fyrirheit
um afslappaða og góða stemningu.
Þegar hljóðið var komið í lag á fiðl-
unni byrjaði hljómsveitin á forspili og
Cave gekk í salinn, stillti sér upp við
flygilinn og byrjaði að hamra hljóm-
borðið. Cave náði strax góðu sam-
bandi við áhorfendur og hvatti hann
fólk til þess að biðja um lög. Milli laga
mátti heyra áhorfendur kalla nöfnin á
hinum og þessum lögum úr salnum
en greinilegt var að Cave ætlaði alls
ekki að fara að óskum áhorfenda
heldur ætlaði hann að halda sig við
eigin lagalista því hann svaraði að
bragði „við getum spilað það, við get-
um spilað fjandans hvað sem er“ en
síðan renndi hann sér í lag af eigin
lista. Með Nick Cave var hljómsveit
skipuð meðlimum úr hljómsveitinni
Bad Seeds, þeim Martyn P. Case á
bassa, trommuleikaranum Jim Scav-
unos og Warren Ellis á fiðlu. Bassa-
leikur Case var þéttur og trommu-
leikur Scavunos hreint frábær.
Saman mynduðu þeir þéttan bak-
grunn fyrir frjálslegan fiðluleik Ellis
og píanóleik Caves. Ellis spilaði á fiðl-
una eins og rafmagnsgítar milli þess
sem hann brá henni undir vanga og
strauk með fiðluboganum og voru
hljóðin sem hann framkallaði hreint
ótrúleg.
Cave veit hvernig á að skemmta
áhorfendum og renndi í gegnum
mörg af sínum bestu lögum, eins og
„The Ship Song“, „Wonderful Life“,
„The Weeping Song“ og „The Mercy
Seat“. Það var greinilegt að áhorf-
endur þekktu lögin og fór fagn-
aðarkliður um salinn á undan hverju
lagi. Cave virkaði mjög afslappaður á
sviðinu og þó svo að hljómsveitin sé
greinilega mjög samæfð voru útsetn-
ingar og hljóðfæraleikur oft mjög
frjálslegur. Cave sat lengst af við
flygilinn en átti það til í miðju lagi að
spretta upp og grípa rafmagnsgít-
arinn og spila aðeins á hann áður en
hann settist aftur við flygilinn og
kláraði lagið.
Eftir nær tveggja tíma spil þakkaði
Nick Cave fyrir og yfirgaf sviðið en
áhorfendur voru ekki á því að leyfa
honum að sleppa og klöppuðu vel og
lengi þar til hann steig aftur á svið.
Áður en hann hóf að spila aukalögin
hvatti hann áhorfendur til þess að
annaðhvort standa upp og dansa eða
taka undir sönginn. Það voru ekki
margir áhorfendur sem stigu dans en
hins vegar tók allur salurinn undir og
söng á móti Cave línuna „O mama“ úr
laginu „The Lyre of Orpheus“. Cave
flutti fimm aukalög áður en hann
þakkaði fyrir sig í annað sinn. Enn
var klappað en áhorfendur voru þó
eitthvað óöruggir því sumir byrjuðu
að ganga að útgöngudyrunum. En
Nick Cave var ekki hættur, heldur
steig hann aftur á svið og sagði „þið
þurfið ekki að vera hér, þið megið
fara ef þið viljið“ áður en hann skellti
sér í lokalagið. Að loknum frábærum
tónleikum kvaddi Nick Cave áheyr-
endur með orðunum: „Þið eigið frá-
bært land, farið og njótið lífsins.“
„Við getum spilað
fjandans hvað sem er“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hjónaást Nick Cave tileinkaði lagið „Babe you turn me on“ konunni sinni sem átti afmæli tónleikadaginn.
TÓNLIST
Laugardalshöll
Tónleikar Nick Cave og félaga í Laug-
ardalshöll laugardaginn 16. september
sl. Auk Cave, sem söng og lék á píanó og
rafgítar, komu fram Martyn P. Case á
bassa, trommuleikarinn Jim Scavunos og
Warren Ellis á fiðlu
Nick Cave Lárus Blöndal
BRYDDAÐ verður upp á nýbreytni
í starfsemi Þjóðminjasafns Íslands
í vetur sem felst í sérfræðileiðsögn
um safnið. Sérfræðingar safnsins,
sem búa yfir margra ára reynslu
og mikilli þekkingu, leiða áhuga-
sama gesti um valda hluta grunn-
sýningarinnar eða sérsýningar sem
í gangi eru hverju sinni. Boðið
verður upp á slíka leiðsögn í há-
deginu annan hvern þriðjudag.
Jafnframt verður áfram boðið upp
á almenna leiðsögn um grunnsýn-
ingu Þjóðminjasafnsins í vetur alla
sunnudaga kl. 14 á Íslensku og alla
laugardaga kl. 14 á ensku.
Um síðustu helgi var opnuð sýn-
ing í Bogasalnum á veggtjöldum og
reflum fyrri alda. Lilja Árnadóttir
sýningarhöfundur og fagstjóri
munasafns Þjóðminjasafnsins fylgir
opnuninni eftir í dag, 19. sept-
ember, með leiðsögn um sýn-
inguna. Eins og alltaf hefst leið-
sögnin kl. 12.10 og tekur 35-45
mínútur.
Vetraropnunartími Þjóðminja-
safnsins hófst sl. laugardag og í
vetur verður opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-17.
Þjóðminjasafnið var eitt þriggja
safna sem hlutu sérstaka við-
urkenningu sem eitt af bestu söfn-
um Evrópu árið 2006. Til greina
komu ný eða endurnýjuð söfn og
hlaut Þjóðminjasafnið viðurkenn-
ingu fyrir vel heppnaða end-
ursköpun á sýningum og starfsemi
safnsins.
Sérfræðileiðsögn
um Þjóðminjasafnið
Morgunblaðið/Golli
Sérfræðileiðsögn Sérfræðingar
lóðsa gesti um Þjóðminjasafnið.
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Warner og
hin vinsæla myndbandadreifing-
arvefsíða YouTube hafa gert með
sér samkomulag um dreifingu á tón-
listarmyndböndum á vegum Warner
á vef YouTube.
Samningurinn kveður á um að
Warner njóti hluta þeirra auglýs-
ingatekna sem aflað er við sýningar
efnis sem Warner á flutningsréttinn
á. YouTube vefurinn er einn vinsæl-
asti staðurinn á netinu í dag, en upp-
haflega var vefnum ætlað að gera
netnotendum kleift að skiptast á
stuttum myndskeiðum. Mikið hefur
borið á að upptökur af sjónvarps-
þáttum og tónlistarmyndböndum
hafi ratað inn á YouTube með ólög-
legum hætti, þannig að eigendur
flutningsréttar hafa ekki fengið
greitt fyrir sýningar gegnum vefinn.
Nú síðast hótaði útgáfurisinn Uni-
versal málsókn gegn YouTube yrði
ekki bundinn endir á dreifingu sjó-
ræningjaupptakna gegnum síðuna.
Með samningi Warner og You-
Tube tryggir Warner sér einhverjar
tekjur af sýningu efnis á vefsvæðinu,
og YouTube trygggir sér góðan að-
ganga að því ógrynni tónlistarmynd-
banda sem framleitt er á vegum
Warner.
Warner og YouTube
semja um dreifingu