Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
GAMANMYNDIN Nacho Libre var
frumsýnd í íslenskum kvikmynda-
húsum um helgina og skaust beint í
efsta sæti. Spéfuglinn Jack Black fer
með aðalhlutverkið í myndinni, en
hann leikur misvitran klausturkokk
sem afræður að taka, á laun, þátt í
keppni í mexíkóskri fjölbragðaglímu
til að hafa efni á betri mat fyrir
skjólstæðinga sína.
Þegar ný nunna gengur til liðs við
klaustrið flækjast málin enn frekar,
enda vill kokkurinn kappsami ganga
í augun á henni, en þarf um leið að
sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að
fjölbragðaglíma samræmist kristi-
legum gildum.
Dansmyndin Step Up færist niður
um eitt sæti, og sömu sögu má segja
um heimildarmyndina um Jón Pál
og gamanmyndina um Gretti.
Í fimmta sæti, ný á lista, er grín-
myndin Clerks II í leikstjórn Kevins
Smith, sjálfstætt framhald kvik-
myndarinnar Clerks sem kom út ár-
ið 1994 og skipað hefur sér sér-
stakan sess í kvikmyndasögunni.
Fyrri Clerks-myndin var sú fyrsta
sem Smith lét frá sér en sló í gegn á
Sundance-kvikmyndahátíðinni og
markaði upphafið að glæstum leik-
stjóraferli en Smith á stóran söfnuð
aðdáenda sem hafa unun af oft á tíð-
um „nördalegum“ efnistökum hans.
Einnig ný á lista er íslenska kvik-
myndin Börn, mynd Vesturports í
leikstjórn Ragnars Bragasonar.
Myndin er sú fyrri af tveimur sem
Ragnar mun gera í samstarfi við
Vesturport, en gagnrýnandi Morg-
unblaðsins gaf myndinni mjög góða
umsögn og fjórar stjörnur.
Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi
Jack Black grínast og
glímir niður samkeppnina
!
"# $
"%
&$#
'(
)*
+#,&-#
./
/
*/
0/
1/
2/
3/
4/
)/
.5/
#?' !
Reuters
Reffilegur Nacho Libre segir af kappsömum kokki sem gerist glímukappi.
AÐSÓKN í kvikmyndahús í Banda-
ríkjunum og Kanada var með
minnsta móti nýliðna helgi. Þrátt
fyrir það voru fjórar af fimm mest
sóttu myndunum nýjar í kvik-
myndahúsum.
Vinsælasta myndin þessa helgina
var Gridiron Gang, sannsöguleg
mynd um vandræðaunglinga sem
rata smám saman inn á beinu
brautina með því að keppa í ruðn-
ingi. Það er kraftaköggullinn
Dwayne „The Rock“ Johnson sem
fer með aðalhlutverk myndarinnar.
Í öðru sæti var myndin The Black
Dahlia sem jafnframt byggist á
sönnum atburðum. Þar er rakið hið
enn óleysta mál þegar ung kona,
Elizabeth Short, fannst myrt á
hrottalegan hátt í Hollywood. Short
hafði verið að reyna að koma sér
áfram sem leikkona en náði ekki að
öðlast frægð fyrr en hún var myrt
árið 1947. Með aðalhlutverk fara
þau Josh Hartnett, Scarlett Johans-
son, Aaron Eckhart og Hilary
Swank.
Myndin Everyone’s Hero var svo
í þriðja sæti listans. Þar er á ferð-
inni teiknimynd sem Christopher
heitinn Reeve leikstýrði. Sagan
segir af ungum dreng sem ferðast
þvert yfir Bandaríkin til að skila
hafnaboltahetjunni Babe Ruth der-
húfunni sinni.
Síðasti kossinn (The Last Kiss)
hafnaði svo í fjórða sæti aðsóknar-
listans, en þar segir af hópi ungra
manna á þrítugsaldri sem allir eiga
það sameiginlegt að forðast skuld-
bindingu við hitt kynið eftir
fremsta megni.
Heldur dræm
aðsókn um helgina
Vinsælustu kvikmyndirnar
1. Gridiron Gang
2. The Black Dahlia
3. Everyone’s Hero
4. The Last Kiss
5. The Covenant
6. Invincible
7. The Illusionist
8. Little Miss Sunshine
9. Hollywoodland
10. Crank
Sakamál Josh Hartnett í hlutverki
sínu sem rannsóknarlögreglumað-
ur í The Black Dahlia sem fjallar
um morðið á Elizabeth Short.
Kvikmyndir | Vinsælastar vestanhafs
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14
Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir
hópinn.
Fös 22/9 kl. 20 frumsýning UPPS.
Lau 23/9 kl. 20 hátíðarsýning UPPS.
Sun 24/9 kl. 20 Mið 27/9 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI
Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept. fá
gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Água í Borgarleikhúsinu.
Í kvöld kl. 20 UPPS.
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar sýningar
Miðaverð 4.900.
MEIN KAMPF
Lau 23/9 frumsýning UPPS.
Mið 27/9 kl. 20 UPPS.
Fös 29/9 kl. 20
Lau 7/10 kl. 20
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Leikhúsferð með LA til London - UPPSELT
Karíus og Baktus
Lau 23. sept kl. 14 UPPSELT, Frumsýning
Lau 23. sept kl. 15 UPPSELT
Sun 24. sept kl. 14 UPPSELT, 2. kortasýn
Sun 24. sept kl. 15 Aukasýning
Lau 30. sept kl. 14 3. kortasýn, örfá sæti laus
Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT, 4. kortasýn
Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 1. okt kl. 16 Aukasýning
Næstu sýn 8/10, 15/10, 22/10
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„EINS GOTT AÐ
ÞETTA SÉ EKKI
LYGASAGA.“
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
LÍK Í ÓSKILUM
EFTIR ANTHONY NEILSON
Bandaríska sjónvarpsdrottninginOprah Winfrey hefur hafið lög-
sókn á hendur manni sem leitar nú
allra leiða til að fá hana til að gefa
kost á sér í embætti forseta Banda-
ríkjanna.
Lögfræðingar Winfrey hafa farið
fram á að lögbann verði sett á sölu
bókarinnar Oprah for President:
Run Oprah Run eftir Patrick Crowe.
Þá hafa þeir farið fram á að honum
verði meinað að halda úti vefsíðu með
nafni hennar og nota gjaldfrjálst
símanúmer sem endar á „Oprah“. Í
kröfu þeirra segir að aðfarir hans
særi Winfrey og skaði hana og fram-
leiðslufyrirtæki hennar Harpo.
„Þetta kemur mér algerlega á
óvart. Ef Oprah bæði þig um að
bjóða þig fram til forseta myndirðu
þá líta á það sem hrós eða hóta henni
lögsókn,“ segir Crowe í viðtali við
tímaritið New York Post. „Hvernig
getur það að biðja hana um að bjóða
sig fram skaðað hana og sært?“
Fólk folk@mbl.is
Leikkonan ScarlettJohansson gagn-
rýnir Hollywood fyrir
að þvinga leikkonur til
þess að grenna sig.
Johansson segir kvik-
mynda- og tískuheim-
inn ýta undir átröskun
hjá konum og slíkt sé
ekki aðeins hættulegt
heldur einnig laust við
kynþokka. Kynþokk-
inn felist ekki í því að
vera grindhoraður.
Johansson hefur
ekki látið undan slíkum þrýstingi og
leyft sínum línum að haldast sveigð-
um og kvenlegum. „Ég
reyni að halda mér í
formi og borða hollan
mat, ég er ekki spennt
fyrir því að svelta mig
til að verða óeðlilega
mjó,“ segir Johansson.
„Mér finnst það ekki
fara konum vel og ég vil
ekki tilheyra þeirri
tísku. Það er heilsu-
spillandi og þrýstir of
mikið á konur almennt.
Þær eru fengnar til að
trúa því að þetta sé
eftirsóknarvert útlit, en það er það
ekki.“