Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 43

Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 43 menning Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður einstakt tækifæri til að njóta haustsins við góðan að- búnað í þessari skemmtilegu borg á frábærum kjörum. Tallinn býður allt það helsta sem fólk sækist eftir í borgarferð; fallegar byggingar, ótel- eljandi veitingastaði, fjörugt nætur- líf, úrval verslana og mjög gott verðlag. Gisting á frábærum kjörum á Hotel Domina Inn Llmarine, ný- tískulegu og fallegu fjögurra stjörnu hóteli með góðum aðbúnaði og þjónustu. Fjölbreytt gisting í boði. frá Kr.49.990 M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Domina Inn Ilmarine **** með morgunverði, 18. október. Netverð á mann. Tallinn 18. október Glæsileg helgarferð frá kr. 49.990 Hotel Domina Inn Ilmarine **** - SPENNANDI VALKOSTUR listin er þvílíkt að gera sig um leið. Peaches hefur verið sett í hóp elekt- róklass-listamanna, þar sem bitum úr gömlu nýbylgjurokki og pönki er sullað saman við raftónlist, og út- koman oft vísvitandi „cheesy“ (nú vantar gott íslenskt orð; lummu- leg?). Peaches sækir auk þess í hipp- Jæja, eins og sjá má heldur mað-ur ótrauður áfram með ódýrufyrirsagnakeppnina. En all- tént, ég smellti mér á tónleika með Peaches hér í Berlín um daginn, á hinum dásamlega tónleikastað Postbahnhof. Þar sá ég og Wilco síðasta haust og ég held að ég hafi aldrei upplifað betri hljóm í tónleikasal. Postba- hnhof er fyrsta stopp fyrir virtar, meðalfrægar sveitir; listamenn sem eru við það að slá í gegn eða eru sjóðandi heitir og í umræðunni. Þetta er sá staður sem hýsti Franz Ferdinand stuttu eftir fyrstu plöt- una.    Ég var því pínu hissa þegar égfrétti að Peaches ætti að spila á staðnum. Ég hélt að hún væri meira „költ“ en staðarvalið hlýtur þá að renna stoðum undir það, að vinsældir hennar séu að aukast. Það er eiginlega lítið hægt að segja um tónleikana, annað en þetta: Peaches er kúl. Og þá meina ég, Peaches er KÚL. Tónleikarnir voru algjör snilld. Peaches, sem gaf nýverið út þriðju plötu sína, Impeach my Bush, hefur frá fyrstu tíð leikið sér að því að ganga fram af fólki og setja með því viðteknar hugmyndir í uppnám. Kynlíf og kynímyndir eru henni sér- staklega hugstæð, sjá t.d. snilld- arlegan titil á plötu númer 2, Fat- herfucker, en þar er söngkonan á umslaginu, alskeggjuð. Helsti slag- ari Peaches er þá lagið „Fuck the Pain Away“, sem var að sjálfsögðu flutt með miklum bravúr um kvöld- ið. Margir af textum hennar, og lagatitlum ef út í það er farið, eru þá vart prenthæfir. Peaches myndi seint teljast kyn- æsandi – og þó. Hún er kraftalega vaxin, en sviðsframkoman er sveitt og tilburðir hennar á sviði vel fallnir til að koma fólki í gang. Undir enda tónleikanna var Peaches í litlu öðru en pínunærbuxum og brjóstahald- ara.    En það er ekki nóg með að hug-myndafræðin og boðskap- urinn sé á hreinu hjá Peaches, tón- hopp af gamla skólanum og hreint (eða öllu heldur skítugt) rokk og ról. Eins og segir virðist vegur Peaches fara vaxandi. Þannig er hún komin með hljómsveit sér til fulltingis, nokkuð sem gaf tónleikunum aukna fyllingu. Listræn heilindi eða hráleiki söngkonunnar beið ekki hnekki við þetta. Þá er vert að geta upphit- unaratriðisins, Planning to Rock. Um var að ræða stúlku eina, sem blandaði haglega saman mynd- skeiðum, tónlist og dansi; á vissan hátt af Peaches-skólanum þó að efn- istök væru önnur.    Eitt af því skemmtilega við aðfara á tónleika er að velta lýð- fræðinni fyrir sér, þ.e. skiptingu áhorfendafjöldans. Hann segir oft mikið um listamennina sjálfa. Hér voru „hipsterar“ (svala fólkið) Berl- ínar mættir unnvörpum nema hvað; New York-vinkillinn á hreinu. En einnig mátti sjá harða Peachesaðdá- endur, fólk sem hefur gripið þessa ögrun hennar á lofti og end- urspeglar það svo í klæðaburði og almennu háttalagi. Svalar lesbíur streymdu þá í salinn í miklum mæli, og það gladdi mitt mjög svo for- dómalausa hjarta. Það hefði verið gaman að hafa Snorra í Betel og fé- laga þarna með sér. Þeir, og margir fleiri, hefðu haft gott af einni kennslustund með Peaches (sem var NB kennari og bókasafnsfræðingur áður en hún hellti sér út í tónlistina). Ferskar ferskjur Á nærfötunum Peaches myndi seint teljast kynæsandi – og þó. arnart@mbl.is AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen Á LJÓSANÓTT í Reykjanesbæ var opnuð sýningin Prójekt Pattersson á vegum hins framsækna gallerís Suðsuðvestur í samvinnu við Lista- safn Reykjanesbæjar. Á opnun fóru fram tónlistaratriði, sundballett og gjörningar í aflagðri sundhöll bæj- arins sem einnig hýsir stóran part af þeim myndlistarverkum sem á sýn- ingunni eru. Önnur verk eru í sýn- ingarsal Suðsuðvesturs, á gafli tón- listarskólans og við Rockville á Miðsnesheiði. Myndlistarmennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Didda Hjartardóttir, Dodda Maggý, Elsa D. Gísladóttir, Erling Klingen- berg, Finnur Arnar Arnarson, Gunnhildur Hauksdóttir, Hekla Dögg, Helgi Þórsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kolbeinn Hugi, Ólöf Helga Helgadóttir, Páll Thayer, Ráðhildur Ingadóttir og Sólveig Einarsdóttir. Sýningin fjallar um þau tímamót sem nú eru þegar bandaríski herinn hefur yfirgefið landið og veltir m.a. upp þeirri spurningu hvort hin amerísku áhrif sem þeim fylgdu muni halda velli. Margir listamannanna beina sjónum sínum að þeim efnahags- og menn- ingaráhrifum sem vera hersins höfðu á land og þjóð en ekki síst í nánasta umhverfi hans sem var á Suðurnesjum. Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sund- lauginni sjálfri þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna sem voru í umferð hér sællar minningar á verð- bólguárunum. Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur. Í sundlauginni sökkva þær ann- aðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli. Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu. Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um „ástandið“, meintar kana- mellur og ástandsbörn. Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og nafla- streng sem er enn fastur við Banda- ríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma vesturlanda. Kolbeinn Hugi er einnig upptekinn af fæðing- arhugmyndum í grótesku tölvuunnu myndbandi af honum sjálfum með stóra genitalíu að fæða bjórdós, sem hann síðan drekkur úr eftir átökin. Þetta verk felur í sér, fyrir utan aug- ljósar tengingar við þema sýning- arinnar, skopstælingu á heimspeki- legum hugmyndum listheimsins um sköpun. Nietzsche sagði að til væru tvær gerðir af listamönnum, þeim sem vildu geta af sér og þeim sem vildu frjóvgast og fæða af sér. Tími rómantíkeranna er sagður liðinn og í stað listamanna eins og Renoirs, sem sagðist mála með skaufanum, er núna eftirsóknarverðast að skrifa með „kvenlíkamanum“ fyrir bæði kynin. Dodda Maggý á mjög áhrifa- ríkt myndbandsverk í sýningarsal Suðsuðvesturs þar sem sakleysi bernskunnar verður tvírætt, ekki síst þegar fullorðnir leika sem börn og hefðbundin siðferðismörk verða óljós. Herinn og áhrif hans í Kefla- vík á sína stærstu birtingarmynd í augum þjóðarinnar og tengingar hennar við útlönd í staðsetningu flugvallarins þar. Hestakerra Ingu Þóreyjar sem staðsett er fyrir utan sundhöllina er orðin að eins konar flughermi sem virkar ótrúlega sann- færandi, sérstaklega í slagviðri. Ekki er hægt að telja upp öll verkin á sýningunni hér en í heild er hún skemmtileg og fersk og óhætt að segja að framtakið sé aðstandendum hennar til sóma þótt nokkuð hafi skort á upplýsingar til hins almenna sýningargests. Ástæða er til að hvetja fólk, ekki síst heimamenn, til að skoða sýninguna en eins og reyk- merki Elsu Dóróteu á opnun þýddu „Hér er allt í lagi“ þá er ekkert að óttast við samtímalistina þótt tungu- tak hennar sé frábrugðið hefð- bundnum myndverkum. Það er alla vega hægt að finna áhugaverð um- ræðuefni á þessari sýningu. Fljótandi „Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna sem voru í umferð hér sællar minninga á verðbólguárunum.“ Flotkrónur og fæðing þjóðar MYNDLIST Suðsuðvestur Sýningin stendur til 24. september. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13–18. Prójekt Pattersson Þóra Þórisdóttir » Peaches, sem gaf ný-verið út þriðju plötu sína, Impeach my Bush, hefur frá fyrstu tíð leik- ið sér að því að ganga fram af fólki og setja með því viðteknar hug- myndir í uppnám.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.