Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA-átt 5–10
m/s. Rigning eða
súld á N- og NA-
landi, annars skýj-
að með köflum og skúrir.
Styttir upp vestanlands. » 8
Heitast Kaldast
15°C 5°C
STARFSMENN Háafells unnu í gær hörðum höndum við það að breiða
túnþökur á hljóðmanir sem reistar hafa verið við Hallsveg í Grafarvogi.
Nú gildir að hafa hraðar hendur enda þess skammt að bíða að vetur
konungur taki völdin og veður leyfi ekki störf af þessu tagi. Verkið var
líka vandasamt og veitti ekki af löngum vélarmi til að auðvelda lagn-
inguna.
Svo er spurning hvort, að verki loknu, hlíðin verði ekki svo fögur að
hún hafi aldrei jafnfögur sýnst.
Morgunblaðið/Kristinn
Hlíðin fagurklædd í Grafarvogi
FARÞEGUM Strætós fjölgaði um 20% í
júlí og ágúst í ár samanborið við sömu mán-
uði í fyrra og sambærilega þróun má
merkja það sem af er septembermánuði, að
sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmda-
stjóra Strætós bs.
Ásgeir sagði um
mikinn viðsnúning að
ræða, á fyrsta árs-
þriðjungi hefði far-
þegum fækkað um
tæp 2% samanborið
við sama tímabil í
fyrra.
Hann þakkaði þessa
þróun nýja leiðakerf-
inu. Þeir hefðu alltaf
sagt að það tæki tíma fyrir leiðakerfið að
festa sig í sessi og þó það hefði verið sett af
stað í júlí í fyrra hefði breytingunni ekki
lokið í raun fyrr en með endurbótum á kerf-
inu í mars í vetur.
Leiðakerfinu að þakka
„Ég er þeirrar skoðunar að hann sé að
skila sér núna, árangurinn af þessari breyt-
ingu,“ sagði Ásgeir.
Hann sagði umræðuna um strætó hafa
verið frekar neikvæða undanfarið og það
hefði komið dálítið niður á því sem þeir
hefðu verið að reyna að gera. Þegar frá liði
töluðu verkin. Það væri a.m.k. enga aðra
skýringu að hafa en breytt leiðakerfi.
Ásgeir bætti því við aðspurður að farþeg-
um Strætós hefði ekki fjölgað frá því
byggðasamlagið tók til starfa 2001 og al-
mennt talað hefði verið um farþegafækkun
að ræða undanfarin ár, ef frá væru talin
skammvinn tímabil hjá SVR. „Við höfum
ekki séð svona tölur frá því fyrirtækið tók
til starfa í núverandi mynd,“ sagði Ásgeir.
Strætófarþegum fjölgar
Mikill við-
snúningur
TÖLUVERT margt fólk vantar til starfa
á hjúkrunarheimili þótt eitthvað hafi tek-
ist að ráða af fólki fyrir haustið. Bæði er
skortur á faglærðu og ófaglærðu starfs-
fólki, að sögn forsvarsmanna hjúkrunar-
heimila. Helga Jóhanna Karlsdóttir,
starfsmannastjóri á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund, segir að það hafi gengið
upp og ofan að fá fólk til starfa und-
anfarið, en um 10–12 manns vantar til
starfa á Grund. „Núna vantar aðallega
fagfólk eins og sjúkraliða. Hitt hefur ver-
ið að tínast inn og við erum ofsalega dug-
leg að púsla [saman vöktum],“ segir
Helga.
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri í Skjóli, segir stöðuna skárri en
hún var um mánaðamótin ágúst–septem-
ber. Einkum vanti fagfólk til starfa,
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fé-
lagsliða. | 11
„Erum ofsalega
dugleg að púsla“
RÚMLEGA 23 þúsund manns hafa undirrit-
að yfirlýsingu undir slagorðinu: „Nú segjum
við stopp!“ á heimasíðunni stopp.is. Heima-
síðan var sett upp í kjölfar átaks gegn bana-
slysum í umferðinni sem orðin eru 20 á þessu
ári. Fimm þúsund manns rituðu undir yfir-
lýsinguna á sunnudaginn og bættust í hóp
þeirra 18 þúsund sem fyrir voru.
Lögreglan á Húsavík hafði afskipti af öku-
mönnum á ofsahraða í gær, þar af einum sem
stöðvaður var á rúmlega 150 km hraða á Mý-
vatnsöræfum og öðrum á um 120 km hraða.
23 þúsund
segja stopp!
♦♦♦
♦♦♦
FÉLAG leik-
skólakennara
ákvað í gær að
vísa kjaravið-
ræðum sínum
við sveitarfélög-
in til ríkissátta-
semjara, að
sögn Bjargar
Bjarnadóttur,
formanns Fé-
lags leikskólakennara, en samn-
ingar leikskólakennara eru lausir
frá 30. september næstkomandi.
Björg segir leikskólakennara og
launanefnd sveitarfélaganna hafa
frá í júní fundað jafnt og þétt með
hléum. Þokkalega hafi miðað og
heilmiklar viðræður verið í gangi
allan september þar sem mörg mál
hafi þokast ágætlega.
Rak aðeins upp á sker
„Við vorum í vinnutörn núna um
helgina en okkur rak aðeins upp á
sker þannig að við ákváðum að vísa
þessu til ríkissáttasemjara,“ segir
Björg en hún vill ekki greina frá
kröfum leikskólakennara. Ekki sé
hægt að segja til um hversu langan
tíma málið taki eftir að það hefur
borist ríkissáttasemjara, en hann
muni nú kalla aðila saman. Menn
hafi að sjálfsögðu sett sér það
markmið að ljúka við gerð hins
nýja kjarasamnings áður en hinn
rennur út. „Það er ekkert útséð
með að það takist ekki, hálfur mán-
uður er til stefnu og ýmislegt hægt
að gera ef aðilar leggjast á eitt,“
segir hún og er bjartsýn á að samn-
ingar takist í mánuðinum.
Kjaradeilu leikskólakenn-
ara vísað til sáttasemjara
Í HNOTSKURN
» Síðustu kjarasamningarlaunanefndar sveitarfé-
laga og leikskólakennara
voru undirritaðir í desember
2004.
» Í þeim var kveðið á umað mestar hækkanir
yrðu hjá yngsta hópi leik-
skólakennara og þeim sem
sinntu deildarstjórn.
Björg Bjarnadóttir
SYKURMOLARNIR koma saman
á stórtónleikum í Laugardalshöll
17. nóvember næstkomandi í til-
efni af því að liðin eru 20 ár frá
því smáskífan „Ammæli“ kom út.
FL Group er bakhjarl tónleik-
anna en útgáfufyrirtækið Smekk-
leysa fær að njóta góðs af miða-
sölutekjum.
Sérstakur gestur á tónleik-
unum er sjálfur Johnny Triumph
og allar líkur á að hann muni ekki
um að taka smellinn „Luftgitar“.
„Honum fannst allt í lagi að koma
fram ef hann fengi að spila með
„bakköpp“-sveitinni sinni, The
Sugarcubes, svo við tókum hann á
orðinu,“ sagði Einar Örn Bene-
diktsson í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins. | 40
Sykurmolar Bragi, Einar Örn,
Björk, Sigtryggur og Þór.
Sykurmolatónleikar
17. nóvember
HJÁ iðnaðarráðuneytinu liggja
fyrir umsóknir frá orkufyrirtækj-
um um rannsóknarleyfi á þremur
svæðum á suðvesturhorninu sem
ekki hafa verið virkjuð; þ.e. í
Brennisteinsfjöllum og Krýsuvík á
Reykjanesskaga og í Grændal sem
liggur upp af Hveragerði. Af þess-
um svæðum virðast Brennisteins-
fjöll vera eftirsóttust. Júlíus J.
Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður-
nesja, gagnrýnir seinagang í um-
sóknarferli vegna rannsóknarleyfa
og segir furðulegt að enn skuli
standa á umsögn umhverfisráðu-
neytisins. Í lögum sé kveðið á um
skjóta afgreiðslu en ráðuneytið
virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur
af því að brjóta lög með því að
draga að klára sína umsögn.
Rannsóknarleyfi á þremur svæðum
Brennisteinsfjöll
eru eftirsóttust
Gæti stefnt | 6