Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
BOLTINN FLÝGUR
ÍSLANDSMÓTIÐ Í HANDKNATTLEIK KARLA
HEFST Í KVÖLD >> HANDBOLTI Á 12 SÍÐUM
MOSI KÖTTUR
HRAKNINGAR Á HOLTA-
VÖRÐUHEIÐI Á BÓK
LENTI Í BÍLSLYSI >> 42
FRAMLÖG íslenskra stjórnvalda til
þróunarsamvinnu munu nær þrefald-
ast á næstu þremur árum og aukast
frekar árin á eftir, með það að mark-
miði að ná takmarki Sameinuðu þjóð-
anna – 0,7% af vergum þjóðartekjum.
Þetta kom fram í ræðu Valgerðar
Sverrisdóttur utanríkisráðherra á 61.
allsherjarþingi SÞ í New York í gær.
Í ræðu sinni lagði Valgerður
áherslu á stöðu kvenna og barna,
sagðist hún m.a. vilja sjá frekari við-
leitni hjá SÞ til að auka jafnrétti
kynjanna. Ráðherrann gerði auk
þess mikið úr stuðningi Íslands við
þróunarsjóð SÞ í þágu kvenna.
„Starfsemi UNIFEM verður að fá
meira vægi innan SÞ. Ísland hefur
aukið stuðning sinn við starfsemi
UNIFEM meira en tífalt á undan-
förnum tveimur árum og við munum
auka stuðning okkar enn frekar,“
sagði Valgerður og kom jafnframt
inn á málefni Barnahjálpar SÞ, UNI-
CEF. Sagði hún að íslensk stjórnvöld
mundu einnig auka framlög til þeirr-
ar mikilvægu vinnu sem þar væri
unnin. „Ég er stolt af því að geta sagt
að íslenska þjóðin hefur verið sér-
staklega virk og er með hæstu fram-
lög þjóðríkja á mann til UNICEF.“
Valgerður kom ennfremur inn á
umhverfismálin og endurnýjanlega
orku í ræðu sinni og sagði Ísland hafa
sérstöðu hvað varðaði jarðhita og
gæti þar miðlað af þekkingu sinni.
Hún nefndi aukningu á notkun end-
urnýjanlegar orku sem eina leið til að
mæta orkuþörf en um leið gæta að
umhverfisáhrifum. „Þess vegna tek-
ur Ísland virkan þátt í að kynna end-
urnýjanlega orku og nýja tækni í þró-
unaraðstoð sinni,“ sagði Valgerður
m.a. og nefndi sem annað dæmi um
skuldbindingu Íslands á þessu sviði
alþjóðlega ráðstefnu sem haldin
verður í Reykjavík um notkun vetnis
í þróunarríkjunum.
Um málefni hafsins sagði ráðherra
mengun og óábyrgar veiðar áhyggju-
efni í ljósi afgerandi áhrifa á afkomu
þróunarríkja, sem eru 95% þeirra
sem byggja afkomu sína á fiskveið-
um.
„UNIFEM verður að fá meira vægi“
Reuters
Sameinuðu þjóðirnar Valgerður Sverrisdóttir ávarpar allsherjarþing SÞ.
Í NÝRRI varnaráætlun fyrir Ísland,
sem Íslendingar og Bandaríkjamenn
hafa samið um er gert ráð fyrir því
að varnir landsins verði tryggðar
með öflugum og hreyfanlegum við-
búnaði og liðsafla Bandaríkjamanna.
Forystumenn stjórnarflokkanna,
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Jón Sigurðsson, starfandi utanríkis-
ráðherra, greindu frá þessu sem og
öðrum niðurstöðum varnarviðræðna
íslenskra og bandarískra stjórn-
valda á blaðamannafundi í gær.
Þeir sögðu niðurstöðu viðræðn-
anna mjög viðunandi. Geir sagði að
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hefði
hringt í sig um kl. ellefu í gærmorg-
un til að staðfesta ákveðin lokaatriði
í samningunum. Forystumönnum
stjórnarandstöðunnar var kynnt nið-
urstaðan um hádegi í gær og utan-
ríkismálanefnd þingsins eftir há-
degi.
Geir sagði að bæði ríkin gætu ver-
ið sátt við niðurstöðuna. Geir til-
kynnti framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, Jaap de
Hoop Scheffer, þessa niðurstöðu í
gær. Ný varnaráætlun mun áfram
byggjast á varnarsamningnum frá
árinu 1951.
Samkvæmt svonefndum skila-
samningi ríkjanna taka Íslendingar
við öllum varnarsvæðunum og
mannvirkjum af Bandaríkjamönn-
um í lok mánaðarins, nema litlu
svæði í Grindavík, þar sem Banda-
ríkjamenn verða áfram með fjar-
skiptamöstur. Íslendingar hafa tekið
að sér að hreinsa svæðin og rífa nið-
ur byggingar á þeim. Áætlaður
kostnaður við það nemur um fimm
milljörðum króna. Talið er að svo-
kallað hrakvirði mannvirkjanna,
sem Íslendingar taka við, sé um ell-
efu milljarðar króna.
Carol van Voorst, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, sem stýrði
viðræðunum fyrir hönd bandarísku
samninganefndarinnar, segir að
ábyrgð Bandaríkjamanna á vörnum
Íslands hafi ekkert breyst. „Við telj-
um okkur bera ábyrgð á vörnum Ís-
lands.“
Um umhverfismálin segir hún að
Íslendingar og Bandaríkjamenn
muni hafa samráð komi fram vitn-
eskja um að heilbrigði og öryggi
manna sé í hættu vegna umhverf-
ismengunar á næstu fjórum árum.
„Komi eitthvað slíkt í ljós munum
við aftur setjast að samningaborðum
og ræða úrlausnir.“
Forystumenn stjórnarandstöðu-
flokkanna gagnrýna að Bandaríkja-
menn komi ekki að hreinsun varn-
arsvæðanna.
Hreyfanlegar varnir
tryggi öryggi Íslands
Morgunblaðið/Kristinn
Varnarviðræður Niðurstaða varnarviðræðnanna var kynnt í gær.
Íslendingar eiga alfarið að sjá
um hreinsun varnarsvæðanna
Í HNOTSKURN
»Varnarsamningur Íslandsog Bandaríkjanna var
gerður árið 1951 og rann bók-
un, sem gerð var við hann um
framkvæmd samningsins, út
árið 2001.
»Nýtt samkomulag umvarnarmál verður form-
lega undirritað í Washington
eftir um það bil tvær vikur.
Sjá bls. 10–12 og miðopnu
Eftir Örnu Schram og
Silju Björk Huldudóttur
HAFINN er undirbúningur af hálfu
félagsmálaráðuneytisins að laga-
breytingu sem fæli í sér að Íbúðalána-
sjóði (ÍLS) yrði heimilt að setja á fót
fjármögnunarkerfi á heildsölustigi.
Það yrði rekið sem sjálfstæð rekstr-
areining innan Íbúðalánasjóðs og yrði
fjármagnað með útgáfu svokallaðra
sérvarinna skuldabréfa; fjármögnun-
in yrði þannig án ríkisábyrgðar en að-
ferðin á að tryggja að fjármögnunar-
kerfið fengi sama lánshæfismat og
sömu kjör á markaði og ÍLS nýtur nú
með ríkisábyrgð en gagnrýnendur
ÍLS hafa einatt beint spjótum sínum
að ríkisábyrgðinni og hún hefur verið
sögð stríða gegn reglum EES-samn-
ingsins.
Að mati Samtaka banka og verð-
bréfafyrirtækja hindra tillögurnar
eðlilega samkeppni og beinast frekar
að ríkisvæðingu á húsnæðislána-
markaði og ganga þannig þvert á nú-
tímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins,
þ.e. að það haldi sig fjarri samkeppn-
ismörkuðum.
Í Vegvísi Landsbankans segir að
tillögurnar virðist í meginatriðum
ganga út á það að hverfa aftur til
fyrra fyrirkomulags á fasteignalána-
markaði og ekki sé sjálfgefið að bank-
arnir fallist á að gerast afgreiðsluað-
ilar fyrir nýjan banka; tillögurnar séu
því ekki líklegar til sátta.
ÍLS reki
heildsölu-
banka
Stofnun | 14
Húsnæðismál | 25
Washington. AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagði í gær að það
væri „barnalegt“ og „glappaskot“ að
draga þá ályktun að stríðið í Írak
hefði aukið hryðjuverkaógnina í
heiminum og orðið vatn á myllu ísl-
amskrar öfgahyggju.
Forsetinn hafnaði þar með niður-
stöðu skýrslu sem byggðist á mati
allra sextán leyniþjónustustofnana
Bandaríkjanna. „Mat mitt er að
[hryðjuverkamennirnir] myndu finna
einhverja aðra afsökun ef við værum
ekki í Írak,“ sagði Bush.
Gagnrýnir lekann
Bush sneri vörn í sókn eftir að hafa
sætt harðri gagnrýni vegna skýrsl-
unnar. Sagði hann að niðurstöðum
hennar hefði verið lekið í fjölmiðla til
að „rugla bandarísku þjóðina í rím-
inu“ og styrkja stöðu demókrata fyrir
kosningar 7. nóvember. Bush kvaðst
hafa ákveðið að gera kafla í skýrsl-
unni opinbera til að kjósendurnir
gætu kynnt sér þá sjálfir. Hann við-
urkenndi að hryðjuverkahópar not-
færðu sér átökin í Írak til að afla sér
nýrra liðsmanna en sagði að það væri
„glappaskot að telja að sókn gegn
fólki, sem vildi skaða bandarísku
þjóðina, stofnaði henni í meiri hættu“.
Bush snýr
vörn í sókn
♦♦♦