Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 11
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar
Samningsstaðan var
orðin mjög þröng
„MÉR finnst samningarnir bera
merki þess að samningsstaðan var
orðin mjög þröng og viðsemjandinn
hafði eiginlega öll spil á hendi,“ sagði
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, for-
maður Samfylk-
ingarinnar, sem
lítur svo á að ís-
lensk stjórnvöld
hefðu átt að setj-
ast mun fyrr að
samningum við
Bandaríkjamenn
um viðskilnaðinn
og ekki hafi verið
tekið nægilega vel
á þeim málum á undanförnum árum.
„Það er búið að liggja lengi fyrir að
Bandaríkjamenn teldu ekki ástæðu
til að vera hér með varnarviðbúnað
og vildu fara héðan. Við þær að-
stæður hefðu íslensk stjórnvöld átt að
setjast við samningaborðið, setja sér
markmið og reyna ná því fram að
brotthvarf hersins væri skipulagt fyr-
irfram,“ sagði Ingibjörg sem telur að
með því móti hefði verið hægt að taka
á öllu sem viðkemur mannvirkjum á
varnarsvæðinu, mengun af völdum
hersins og fyrst og fremst því fólki
sem sagt er upp.
Hún telur það slæma niðurstöðu að
Bandaríkjamenn komi ekki að
hreinsun varnarsvæðisins að nokkru
leyti. „Mengunarmál svæðisins hafa
ekki verið rannsökuð til fullnustu og
það veit enginn hvað framtíðin ber í
skauti sér í þessum efnum. Það hefði í
raun átt að vera skýlaus krafa um að
Bandaríkjamenn hreinsuðu upp eftir
sig.“
Ingibjörg segir auk þess lágmarks-
kröfu að megindrættir í varnaráætl-
uninni séu kynntir utanrík-
ismálanefnd og forystumönnum
stjórnmálaflokkanna. „Ég hlýt að
gagnrýna að það skuli vera gerð
varnaráætlun fyrir landið sem enginn
þekkir nema forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra. Þar af leiðandi er
ekkert vitað um hvernig þessum
vörnum verður við komið og ég hef
ákveðnar efasemdir um þjóðrétt-
arlega stöðu slíkrar áætlunar.“
Ánægð með öryggisnefnd
Þrátt fyrir að finna megi ágalla á
samningaviðræðunum segir Ingi-
björg það ánægjuefni að þeim sé nú
lokið. Það verði nú að veruleika að Ís-
land sé herlaust land og mikil gæði
séu samfara því að búa í svo frið-
samlegum heimshluta. Hún er auk
þess ánægð með að stofnuð verði ör-
yggisnefnd sem verður samstarfs-
vettvangur fulltrúa stjórnmálaflokk-
anna. „Það er í samræmi við þær
tillögur sem við í Samfylkingunni höf-
um flutt og nefndin mun þá leggja lín-
urnar í varnar- og öryggismálum.
Það er ánægjuefni að þær tillögur
skuli hafa náð fram og tekið tillit til
þeirra.“
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
RÍKISSTJÓRNIN hyggst vinna að því að
koma á laggirnar samstarfsvettvangi fulltrúa
stjórnmálaflokkanna þar sem fjallað verði um
öryggi Íslands á breiðum grundvelli, m.a. í
samstarfi við sambærilega aðila í nálægum
löndum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar, sem birt var í gær, vegna
nýrra verkefna íslenskra stjórnvalda, við
brottför varnarliðsins.
Er blaðamaður Morgunblaðsins spurði Geir
H. Haarde forsætisráðherra nánar út í þessa
fyrirætlan í gær nefndi hann öryggismála-
nefnd, sem starfaði í rúman áratug, en var lögð
niður árið 1991. Sú nefnd var skipuð fulltrúum
stjórnmálaflokkanna. „Við erum ekki að hugsa
þetta nákvæmlega eins en við teljum heppilegt
að til sé vettvangur þar sem fulltrúar flokk-
anna eða forystumenn þeirra geta talað saman,
með fagfólk sér við hlið.“ Geir nefndi einnig að
til væru öryggismálastofnanir eða alþjóða-
málastofnanir í flestum nálægum löndum.
Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráð-
herra, sagði að það væri mjög mikilvægt fyrir
sjálfstæða þjóð að hafa slíkan samstarfsvett-
vang „til þess að leggja sjálfstætt íslenskt mat
á þessi mikilvægu mál í framtíðinni og aðstoða
stjórnvöld við að taka stefnuna á hverjum
tíma,“ sagði hann.
Ný öryggismálanefnd stofnuð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 11
GEIR H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sig-
urðsson, starfandi utanríkisráðherra, greindu
frá niðurstöðum varnarviðræðna Íslendinga og
Bandaríkjamanna, sem staðið hafa síðustu mán-
uði, á fjölmennum blaðamannafundi sem haldinn
var í Þjóðmenningarhúsinu í gærdag.
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurstaða samninga í höfn
Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins
Ríkisstjórnin
bjargaði sér
fyrir horn
GUÐJÓN Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
segir að ríkisstjórnin hafi bjargað
sér fyrir horn með samkomulaginu
í varnarmálum
miðað við það
hvernig hún hafi
verið tekin í ból-
inu þegar
Bandaríkjamenn
hafi einhliða
tilkynnt um
brottför hersins
í vor.
„Í þessu sam-
komulagi felst
að Banda-
ríkjamenn munu koma hérna inn
ef á þarf að halda ef að okkur
steðjar ógn að þeirra mati eða
okkar og í því er falið ákveðið ör-
yggi.
Hefði viljað skoða
nánara samstarf við
NATO-ríkin í Evrópu
Ég hefði hins vegar gjarnan
viljað skoða að taka upp nánara
samstarf við NATO-ríkin í Evrópu
og þá kannski sérstaklega Norð-
menn og Dani að því er varðar
staðsetningu okkar og öryggi hér í
norðurhafinu,“ sagði Guðjón Arn-
ar einnig.
Hann sagði að það væri ánægju-
legt út af fyrir sig að við værum
ekki með her í landinu á frið-
artímum. Það væri góð þróun í
sjálfu sér en auðvitað þyrftum við
að sinna öryggismálum okkar með
einhverjum hætti og þetta sam-
komulag veitti okkur nokkra
tryggingu í þeim efnum að hans
mati.
Hvað varðaði yfirtöku eigna og
hugsanlega kostnað því samfara
og hreinsun vegna mengunar
mætti auðvitað deila um það en
það væri þó gott að það væri fyr-
irvari um að ef upp kæmi alvar-
legri mengun en kortlögð hefði
verið væri hægt að taka málið upp
við Bandaríkjamenn innan fjög-
urra ára.
Guðjón Arnar sagði að starfsemi
ratsjárstöðvanna væri nauðsynleg
fyrir öryggi okkar og einnig fyrir
Atlantshafsbandalagið og yfirleitt
flug hér í norðurhöfum. Við
myndum því ekki standa einir í
þeim efnum í framtíðinni að hans
mati, en hins vegar ætti eftir að
finna form á rekstur og fyr-
irkomulag ratsjárstöðvanna til
framtíðar.
Margvísleg tækifæri
„Að öðru leyti yfirtökum við all-
ar eignir á Keflavíkurflugvelli og
tryggjum hér áframhaldandi flug
og flugöryggi og það skiptir miklu
máli að þar sé ekki um neinn veik-
an hlekk að ræða,“ sagði Guðjón
einnig.
Hann sagðist sannfærður um að
það væru margvísleg tækifæri til
atvinnuuppbyggingar á Kefla-
víkurflugvelli eftir brottför
hersins. Það þyrfti að vinna
skipulega að því að þróa þá mögu-
leika.
Gott væri ef það gæti gengið
hratt fyrir sig, en þó mætti ekki
rasa um ráð fram.
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Fagna sögulegum
tímamótum með
brottför hersins
„ÉG VIL segja það í fyrsta lagi að
ég fagna þeim sögulegu tímamót-
um, sem eru að verða með brottför
erlends hers úr
landinu,“ sagði
Steingrímur J.
Sigfússon, for-
maður VG.
„Þessi tíma-
mót bjóða auð-
vitað upp á að
móta nýjar
áherslur í utan-
ríkis- og öryggis-
málum Íslands
og ná sáttum um
þau mál á alveg nýjum grundvelli
eftir þær deilur sem vera erlends
hers í landinu hefur valdið hér í
meira en hálfa öld,“ sagði hann
ennfremur.
Steingrímur sagðist hins vegar
verða að gagnrýna hvernig íslensk
stjórnvöld hefðu notað tímann und-
anfarin ár til að undirbúa þessar
löngu fyrirsjáanlegu breytingar.
„Það sem mér finnst einkum gagn-
rýnivert í þeim efnum er í fyrsta
lagi að hafa ekki undirbúið betur
yfirtöku okkar á rekstri Keflavík-
urflugvallar og að ekki skuli hafa
verið rannsökuð betur sú mengun
sem hersetan skilur eftir sig og
lagaleg ábyrgð Bandaríkjamanna í
því sambandi,“ sagði hann einnig.
Steingrímur sagði að hvað varð-
aði samkomulag um yfirtöku mann-
virkja og svæða væri í sjálfu sér já-
kvætt að það fengist botn í það mál
og þar drægi úr hættunni á því að
herstöðina á Miðnesheiði dagaði
uppi sem draugasvæði.
„En þar með er það kannski upp-
talið sem hægt er segja jákvætt
hvað það snertir. Langalvarlegasti
ágallinn á þessu samkomulagi að
mínu mati er að Bandaríkin fara
héðan án þess að gengið sé frá því
fyrst með óyggjandi hætti að þau
beri fulla og óskipta ábyrgð á allri
mengun sem herinn skilur eftir sig
og komi til með að bera þann
kostnað sem því er samfara að
hreinsa þetta upp,“ sagði Stein-
grímur.
Ísland tæki óháða stöðu
Hann sagði að hvað varðaði
stjórnmálasamkomulagið við
Bandaríkin um svokallað áfram-
haldandi varnarsamstarf teldi hann
enga þörf á því. „Ég er andvígur
því að Bandaríkjamönnum skuli
heitið hér aðstöðu til heræfinga og
annarra umsvifa á komandi árum.
Ég tel að það væri nær að leita
samkomulags um að varnarsamn-
ingurinn yrði einfaldlega felldur úr
gildi og Ísland tæki sér í framhald-
inu óháða stöðu og tryggði öryggi
sitt á slíkum grunni í framtíðinni,“
sagði Steingrímur að lokum.
Steingrímur J.
Sigfússon