Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 19
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Innri-Njarðvík | „Ég fékk köllun í sumar, um að nú væri kominn tími til að gera eitthvað,“ segir Sveindís Valdimarsdóttir. Hún ákvað í sumar að hætta kennslu sem hún hefur sinnt með litlum hléum í tuttugu ár og stofna eigið fyrirtæki til að þróa aðferðir við pappírsgerð, eiginlega tilraunastofu í pappírsmassagerð. Hún hefur komið sér upp aðstöðu í gamla slippnum í Innri-Njarðvík og hættir að kenna um áramótin. „Þetta er hrein ævintýra- mennska,“ segir Sveindís þegar hún er spurð að því hvað hafi komið til. „Ég ætlaði heldur aldrei að verða kennari. Eftir stúdentspróf vann ég hjá félagsmálafulltrúanum hér í Keflavík. Þar voru erfið mál í gangi og ég spurði einhverju sinni Vil- hjálm Ketilsson í hálfkæringi hvort nokkuð væri hægt að komast í kennslu,“ segir Sveindís en þetta samtal leiddi til þess að hún var strax ráðin kennari við Holtaskóla. Hún ætlaði að kenna í eitt ár en þau urðu tuttugu, fyrst í Holtaskóla og síðar í Heiðarskóla. Hún var raunar ekki alveg samfellt í kennslunni því hún fór nokkrum sinnum í nám við Háskóla Íslands, reyndi meðal ann- ars fyrir sér í viðskiptafræði og lærði frönsku í einn vetur. „Kennslan er ofsalega skemmti- legt starf,“ segir Sveindís. Hún hef- ur kennt flestar greinar en sam- skiptaverkefni milli landa hafa gefið henni kraftinn til að halda áfram. Hægt að gera heilan heim Hún segist alltaf hafa verið að gera tilraunir og sé auk þess alin upp við það að nýta alla hluti. Það varð til þess að hún hefur unnið með nemendum sínum við að endurnýta pappír. „Ég byrjaði smátt en sá fljótt hvað hægt væri að gera margt úr þessu efni. Ekki aðeins pappír heldur margt annað, heilan heim,“ segir hún og bætir við að reynsla hennar úr leikhússtarfi hafi styrkt hana í þessu. Það voru síðan þrír atburðir í sumar sem gerðu það að verkum að Sveindís ákvað að taka stökkið og helga sig tilraunum með papp- írsmassagerð. Hún fór til Barcelona á Spáni og heillaðist af verkum arki- tektsins Antoni Gaudí. Þá gekk hún um hálendi Íslands. „Á Sveinstindi sáum við til fimm jökla. Þegar svo er hlýtur eitthvað fleira að gerast,“ segir Sveindís. Þriðji atburðurinn sem hafði svo mikil áhrif á Sveindísi í sumar er andlát ömmu hennar. „Ég hugsaði með mér að þetta væru skilaboð um að nú ætti ég að gera eitthvað nýtt,“ segir Sveindís. Býður upp á námskeið Hún viðurkennir að það sé kannski brjálæði að hætta að kenna, taka á leigu húsnæði og hoppa út í óvissuna. „En ég hef mikla trú á að þetta verkefni gangi,“ segir hún. Hún tók á leigu húsnæði í gamla slippnum í Innri-Njarðvík fyrir vinnustofu. Þar er hún að hefja þró- un nýrra aðferða við papp- írsmassagerð þar sem ýmsum efn- um er blandað saman við pappírinn og aðferða við þurrkun massans til að auðvelda flutninga. Reiknar hún með að það verkefni taki eitt til tvö ár. Hún vonast til að geta tekið upp samvinnu við grunnskóla og leik- skóla um að útvega þeim papp- írsmassa til að nota við föndur. Hún segist vita af eigin raun hversu erfið aðstaða sé í skólunum til þess verks. Þá segist hún geta haldið námskeið fyrir almenning. „Já, ég þykist vera umhverfisvæn, þótt ég geri sjálfsagt lítið meira í því en aðrir,“ segir Sveindís þegar hún er spurð að því hvort það sé drif- krafturinn í áhuga hennar á verkefn- inu. „Þetta er mikið neyslusamfélag og við þurfum að hugsa meira um það hverju við hendum frá okkur.“ En hún nefnir að velferð fólksins, andleg og líkamleg, hafi áhrif á sig. „Velferðin er samofin sköpun og bættri menningu. Það skiptir máli að við vitum hvaðan við komum og hvert við erum að fara. Lífið þarf til- gang og hann er að finna í nátt- úrunni og menningunni,“ segir hún og sýnir þar aðeins inn í hugarheim bæjarfulltrúans Sveindísar. Hún hefur fengið mikið hráefni með fundargerðum, skýrslum og öðrum gögnum sem hún fær send frá Reykjanesbæ vegna starfa sinna í bæjarpólitíkinni og sér fram á að geta gert úr þeim fallega hluti áfram. Kominn tími til að gera eitthvað nýtt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sköpun Sveindís Valdimarsdóttir gerir fallega hluti úr pappírsmassanum. Sveindís Valdimarsdóttir opnar tilraunastofu í pappírsmassagerð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 19 SUÐURNES FO R V A RN AR D A G UR IN N 2 0 0 6 TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLI www.forvarnardagur. is Verkefnið er styrkt af Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist fíkniefnum. Hvert ár skiptir máli. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 4 9 2 Reykjanesbær | Fjöldi íbúa sótti um umönn- unarbætur hjá Reykjanesbæ í gær, eftir að opnað var fyrir umsóknir í fyrsta skipti. Árni Sigfússon bæjarstjóri áætlar að um 220 íbúar muni þiggja umönnunargreiðslurnar í senn. Gangi það eftir munu greiðslur bæjarins nema 6,6 milljónum kr. á mánuði. Ferli um- sókna og afgreiðsla styrkja er algerlega raf- ræn en það er á íbúavefnum mittreykjanes.is. Tilgangurinn með umönnunargreiðslunum er að sögn Árna Sigfússonar að auka mögu- leika fjölskyldna á samvistum á mikilvægu þroskaskeiði barnanna. Greiddar verða 30 þúsund krónur mánaðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs þar til barnið hefur leikskólagöngu. Ef barnið sækir ekki leikskóla halda greiðslurnar áfram, þar til það kemst á grunnskólaaldur. Til þess að öðlast rétt á umönnunar- greiðslum þurfa foreldrar að sækja kynningu á vegum Reykjanesbæjar innan þriggja mán- aða. Fjallað verður um grundvallaratriði í uppeldi barna. Gert er ráð fyrir að kynningin taki tvær kvöldstundir og sú fyrsta verður um miðjan október. Árni Sigfússon segir að þar verði kynnt fyrir foreldrum sú þjónusta sem Reykjanesbær veitir, nýjustu upplýs- ingar í barnasálfræði og framþróun í barna- uppeldi. Árni tekur fram að þessi kynning sé eingöngu í jákvæðum tilgangi gerð, til þess að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Hann leggur áherslu á að öll börn í Reykja- nesbæ eigi kost á leikskólavist. Þar séu engir biðlistar nú og verið sé að byggja nýjan leik- skóla og stækka tvo eldri til þess að svo verði áfram. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Opnað Ingibjörg Ólafsdóttir og Sebastiano Ferraú aðstoðuðu Árna Sigfússon við að opna fyrir umsóknir um umönnunargreiðslur. Ingibjörg heldur á Maríu Valentínu, dóttur þeirra hjóna. Opnað fyrir umsóknir um umönn- unargreiðslur hjá Reykjanesbæ SVEINDÍS Valdimarsdóttir hefur áhuga á að sjá meira líf við Tjarnirnar í Innri-Njarðvík og segir að vinnustofa sín verði vonandi liður í því. Hún vill fá þangað fleiri vinnustofur og jafnvel líka leikhús og kaffistofu. Þá geti íbúar nýju hverfanna fengið sér gönguferð í sveitina til að taka þátt í skap- andi starfi, skoða það sem aðrir eru að gera eða bara fá sér kaffisopa. Húsnæðið er svo sannarlega fyrir hendi, meðal annars mikil húsakynni hraðfrystihúss Brynjólfs. Húsin þarna eru illa nýtt. Sveindís segir þörf á að gera sum húsin upp og fegra umhverfið. Þá verði svæðið aðlaðandi fyrir gesti heim að sækja. Meira líf við Tjarnirnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.