Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
V
arnir Íslands verða tryggð-
ar með svokölluðum
hreyfanlegum herstyrk,
sem kæmi í stað fastrar
viðveru Bandaríkjahers
hér á landi, samkvæmt varnaráætlun
fyrir Ísland, sem bandarísk og íslensk
stjórnvöld hafa náð samkomulagi um.
Forystumenn stjórnarflokkanna
kynntu samkomulagið á blaðamanna-
fundi í gær, þeir Geir H. Haarde, for-
maður Sjálfstæðisflokksins og forsætis-
ráðherra og Jón Sigurðsson, formaður
Framsóknarflokksins og starfandi ut-
anríkisráðherra.
Varnaráætlunin var þó ekki kynnt í
smáatriðum. „Áætlun sem þessi er
leynileg, eðli máls samkvæmt, annars
væri lítið hald í henni,“ sagði Geir H.
Haarde. „[Varnaráætlunin] byggist á
tilteknum forsendum og fjallar um við-
brögð við vá á ýmsum stigum og hvern-
ig að málum er staðið.“
Í áætluninni er, eins og áður sagði,
gert ráð fyrir því að varnir Ísland verði
tryggðar með öflugum og hreyfanleg-
um viðbúnaði og liðsafla. „Það mikil-
væga í þessu er, og það er staðfest og
undirstrikað, að Bandaríkin muni verja
Ísland ef á þarf að halda. Á bak við það
stendur allur hernaðarmáttur Banda-
ríkjanna,“ sagði Geir ennfremur.
Geir tók fram að hann teldi sam-
komulag Íslands og Bandaríkjanna um
varnarmál mjög viðunandi. Jón tók í
sama streng. Þá sagði Geir að með
þessu nýja samkomulagi yrði ekki gerð
nein breyting á varnarsamningi Íslands
og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Verið
væri að byggja á þeim samningi til
framtíðar „varðandi varnir og öryggis-
samstarf ríkjanna,“ sagði hann.
Undirbúningur fyrstu
æfinganna hafinn
Meðal þess sem fjallað er um í áætl-
uninni, fyrir utan samkomulagið um
hreyfanlega herstyrkinn, er samráðs-
ferli íslenskra og bandarískra stjórn-
valda á hættutímum. Í áætluninni er
m.ö.o. kveðið á um það með hvaða hætti
þessir aðilar muni tala saman ef upp
koma neyðartilvik, að sögn Geirs, þann-
ig að samskiptin verði hröð og skilvirk.
Í áætluninni er einnig kveðið á um að
Bandaríkin haldi árlega tvíhliða og/eða
fjölþjóðlegar heræfingar á íslensku
landsvæði og í íslenskri lofthelgi og
landhelgi, að fengnu samþykki ís-
lenskra stjórnvalda. „Af Íslands hálfu
er sérstök áhersla lögð á nauðsyn loft-
varnaæfinga, en ýmsar annars konar
æfingar koma jafnframt til greina, eins
og æfingar á sjó,“ sagði Geir. „Und-
irbúningur fyrir fyrstu æfinguna af
þessu tagi hefst fljótlega og óformlega
er talað um að hún geti orðið í júní á
næsta ári.“
Þá er í áætluninni vikið að ratsjár-
stöðvunum. „Eins og sakir standa er nú
í gildi samningur Bandaríkjastjórnar
við Ratsjárstofnun og Símann um að
reka hér fjórar stöðvar fram til 15.
ágúst á næsta ári. Það er í samræmi við
skuldbindingar Bandaríkjamanna
gagnvart NATO, en þetta kerfi er eins
og kunnugt er byggt á kostnaði banda-
lagsins og í eigu þess,“ sagði Geir. Ís-
lensk og bandarísk stjórnvöld hafa hins
vegar ákveðið að ræða tvíhliða og við
Atlantshafsbandalagið um fjármögnum
og fyrirkomulag ratsjárkerfisins. Tím-
inn fram að 15. ágúst á næsta ári verður
notaður til þeirra viðræðna. Geir sagði
að íslensk stjórnvöld hefðu boðist til
þess að taka töluverðan þátt í kostnaði
við rekstur ratsjárkerfisins, eftir 15.
ágúst nk. Sömuleiðis kæmi til greina að
semja um það við NATO að taka þátt í
þeim rekstri.
Í áætluninni er jafnframt gert ráð
fyrir því að Bandaríkin og Ísland taki
upp reglulega samráðsfundi um örygg-
ismál, annars vegar milli ráðherra og
hins vegar milli sérfræðinga. Að sögn
Geirs er miðað við að fyrsti samráðs-
fundur ráðherra verði haldinn í Reykja-
vík í haust. Aukinheldur er í áætluninni
tekið fram að íslensk stjórnvöld hyggist
skipa fulltrúa, sem annist tengsl við
bandarísk hernaðaryfirvöld, til þess að
útvega upplýsingar um m.a. hernaðar-
leg málefni. Að lokum er í áætluninni
vikið að því að Bandaríkin og Ísland
ætli að kanna leiðir til að auka samstarf
milli bandarísku strandgæslunnar og
Landhelgisgæslunnar með æfingum,
þjálfun og starfsmannaskiptum. Og
ennfremur að Bandaríkin og Ísland ætli
að auka og styrkja samstarf á sviði lög-
gæslu og landamæraöryggis.
Ekki tómarúm í öryggi
Eftir að Geir og Jón höfðu farið yfir
samkomulagið við Bandaríkjamenn,
voru þeir spurðir
hverjar áhyggjur
engar sýnilegar e
Þeir voru jafnfram
hygðust leita til N
því. Þeir svöruðu
unni, en Geir sag
unni, að það hef
mars sl., þegar
kynntu Íslendingu
stöðvarinnar, að h
ir með sama hætt
af þeim staðreynd
að laga okkur að,
áfram. „Í varnará
vitað gert ráð fyri
að halda. Og æfi
með reglulegum h
æfa varnir í lofti
varnaræfinga.“ H
æfingarnar gerð
sýnilega sem að
Bandaríkjamanna
fremur að Ban
einnig sýna sig h
t.d. með því að sen
Þegar Geir var
Varnir Íslands v
með hreyfanleg
Samkomulag For
ríkin um varnarm
Forystumenn stjórnarflokkanna
kynna nýja varnaráætlun fyrir Ísland
VARNARSAMNINGUR ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA
ÍSLENDINGAR taka við varnarsvæðunum, sem Bandaríkja-
menn hafa haft til afnota frá árinu 1951, eigi síðar en 30. sept-
ember nk. Undanskilið er þó lítið varnarsvæði í Grindavík en
þar verða Bandaríkjamenn áfram með fjarskiptamöstur. Íslend-
ingar taka sömuleiðis við öllum bandarískum mannvirkjum á
umræddum svæðum. Kveðið er á um þetta í svokölluðum skila-
samningi milli Íslands og Bandaríkjanna, sem samstaða hefur
náðst um milli ríkjanna.
Í samningnum er tekið fram að Bandaríkjamenn skuli skila
svæðunum og mannvirkjunum í því ástandi sem þau eru í, þegar
þeim er skilað, „án þess að þess sé vænst að Bandaríkin muni
ráðast í úrbætur eða lagfæringar, þar með taldar umhverfis-
úrbætur, af nokkru tagi eftir að fyrrnefndum varnarsvæðum og
mannvirkjum hefur verið skilað,“ eins og segir í samningnum.
Ríkisstjórn Íslands segir í yfirlýsingu, sem hún birti í gær, að
stofna eigi hlutafélag í eigu ríkisins um framtíðarþróun og um-
breytingu fyrrverandi varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. „Verk-
efni félagsins verður að koma þessu svæði og mannvirkjum á því
með skipulegum hætti í arðbær borgaraleg not án þess að valdi
röskum í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. „Félagið mun bera
ábyrgð á og annast rekstur og umsýslu nánar tiltekinna eigna á
svæðinu, útleigu, sölu, hreinsun og eftir atvikum niðurrif mann-
virkja, þar til verkefninu telst lokið.“ Gert er ráð fyrir að kostn-
aður við hreinsun á svæðinu gæti numið allt að tveimur millj-
örðum króna.
Geir H. Haarde forsætisráðh
Þjóðmenningarhúsinu í gær að
mannvirkjunum sem íslenska r
embættismenn hafa áætlað að
anna væri um ellefu milljarðar
sem það verð sem fæst fyrir ei
„Þarna er um mjög mikil verðm
mörg þessara mannvirkja kunn
Samkvæmt upplýsingum frá ís
ast við að nær helmingur mann
Kostnaður við það gæti numið
Færsla flugvallarstarfsemi
Í skilasamningnum segir að
alþjóðaflugvallarins í Keflavík
því að að greiða fyrir því að fæ
Íslands verði snurðulaus til þe
un á flugumferð,“ eins og segir
Geir sagði að gengið væri fr
lendingar fengju ýmsan flugva
til að reka flugvöllinn, án endu
Til að byrja með yrði gerður le
sem yrði síðan framlengdur sjá
sama tíma, þar á eftir. „Leigan
mánuði, en búnaðurinn sem Ísl
Tökum við varnarsvæðunum og
PUNKTUR – OG NÝTT UPPHAF
Með samkomulagi íslenzkraog bandarískra stjórn-valda, sem gert var opin-
bert í gær, er settur punktur aftan
við langan kafla í sögu varna Ís-
lands. Út af fyrir sig er fátt sem
kemur á óvart í þeim samningum
og samkomulögum, sem kynnt voru
í gær. Samningaviðræðurnar, sem
hafnar voru milli Íslands og Banda-
ríkjanna um framkvæmd varnar-
samnings ríkjanna, tóku óneitan-
lega aðra stefnu en upphaflega var
ætlað þegar Bandaríkin tilkynntu
einhliða í marz síðastliðnum að þau
hygðust fara með varnarliðið burt
frá Íslandi. Íslenzk stjórnvöld voru
þar með sett í erfiða stöðu. Miðað
við það, sem nú liggur fyrir, verður
ekki annað séð en bærilega hafi
tekizt að spila úr þeirri stöðu úr því
sem komið var og að íslenzkir hags-
munir séu tryggðir að svo miklu
leyti sem fært er.
Umdeilanlegasta atriðið í samn-
ingum Íslands og Bandaríkjanna er
að Bandaríkjamenn skuli ekki bera
fulla ábyrgð og kostnað af því að
hreinsa til eftir sig á varnarsvæð-
unum. Þeir greiða í raun fyrir þann
kostnað með þeim miklu eignum á
varnarsvæðunum, sem þeir afhenda
íslenzkum stjórnvöldum. Það kem-
ur síðan í hlut Íslands að ganga frá
t.d. sorpurðunarstöðum þannig að
þeir hætti að valda grunnvatns-
mengun og að rífa óþörf mannvirki
við Keflavíkurflugvöll.
Bráðabirgðaáætlanir gera ráð
fyrir að kostnaður við þessar að-
gerðir geti numið um fimm millj-
örðum króna. Að líkindum verða
tekjur íslenzka ríkisins af sölu
eignanna mun meiri en sem nemur
þeim kostnaði.
Jafnframt ber á það að líta að
komi óvænt, stórfelld mengun á
varnarsvæðinu í ljós á næstu fjór-
um árum er hægt að taka málið upp
á nýjan leik við Bandaríkin. Af
þeim sökum er auðvitað brýnt að
ljúka hreinsunar- og niðurrifsstarfi
á gömlu varnarsvæðunum sem
fyrst.
Niðurstaðan virðist því Íslandi
hagfelld, þótt óvissan um endanlega
útkomu úr hinu fjárhagslega dæmi
sé óneitanlega nokkur.
Það skiptir auðvitað miklu máli
að snurðulaus rekstur Keflavíkur-
flugvallar er tryggður með sam-
komulagi ríkjanna og að Íslending-
ar fá ýmist afhent eða leigð þau
tæki og búnað, sem þarf til flugvall-
arrekstrarins. Enginn þarf að vor-
kenna sjálfstæðu ríki að reka sinn
eigin alþjóðaflugvöll og svo virðist
raunar sem kostnaður Íslands af
því að taka yfir rekstur flugvall-
arins sé mjög hóflegur miðað við
það, sem hefði getað orðið.
Bandaríkin ábyrgjast áfram
varnir Íslands í samræmi við varn-
arsamninginn frá 1951, sem stend-
ur óhaggaður. Það er mikils virði,
þótt varnirnar séu að sjálfsögðu
ekki eins og íslenzk stjórnvöld
hefðu talið æskilegt. Sú staða, sem
nú er komin upp, þýðir að Íslend-
ingar verða að bregðast við á ýmsa
vegu og sýna frumkvæði í eigin
varnar- og öryggismálum í miklu
meira mæli en undanfarna áratugi.
Í fyrsta lagi verður að efla ýmsar
innlendar öryggisstofnanir. Um
þann þátt málsins er fjallað að
hluta til í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar frá í gær. Þar skiptir ekki
sízt máli efling sérsveitar lögregl-
unnar og Landhelgisgæzlunnar. Í
samkomulaginu við Bandaríkin er
kveðið á um stuðning þeirra við
þessar stofnanir og fleiri. Samstarf
á þessum sviðum var áður fyrir
hendi, en gera verður ráð fyrir að
það verði eflt, í því ljósi að Banda-
ríkin taka ekki lengur ábyrgð á ör-
yggi landsins með því að hafa hér
herafla.
Ástæða er til að nefna þann þátt í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem
varðar að íslenzk yfirvöld hafi „lög-
heimildir til náins samstarfs við
stjórnvöld og alþjóðastofnanir þar
sem skipst er á trúnaðarupplýsing-
um“. Þetta þýðir m.a. að hér þarf
að stofna þá þjóðaröryggisdeild, ör-
yggislögreglu eða hvað menn vilja
kalla það, sem rætt hefur verið um
á undanförnum mánuðum og miss-
erum.
Í öðru lagi þarf að stórefla rann-
sóknir og upplýsingaöflun á sviði
varnar- og öryggismála. Ríkis-
stjórnin hyggst koma á fót „sam-
starfsvettvangi fulltrúa stjórnmála-
flokkanna þar sem fjallað verði um
öryggi Íslands á breiðum grund-
velli, m.a. í samstarfi við sambæri-
lega aðila í nálægum löndum“. Við
fyrstu sýn virðist þessi vettvangur
eiga að verða sambærilegur Örygg-
ismálanefnd, sem var og hét, en
spyrja má hvort ekki sé þörf á mun
viðameiri starfsemi, í ljósi gjör-
breyttra aðstæðna. Full ástæða er
til að byggja hér upp, í samstarfi
stjórnvalda og háskólanna, sjálf-
stæða rannsóknastofnun í utanrík-
is- og öryggismálum, sem jafnaðist
á við t.d. norsku Utanríkismála-
stofnunina NUPI eða sambærilegar
stofnanir í nágrannalöndum okkar.
Markvisst þarf að efla þekkingu og
menntun íslenzkra sérfræðinga á
þessu sviði.
Í þriðja lagi hljótum við að leita
enn nánara samstarfs við ná-
granna- og bandalagsríki okkar við
Norður-Atlantshaf, t.d. Noreg,
Bretland og Danmörku, um sam-
starf í varnar- og öryggismálum og
björgunarmálum.
Í fjórða lagi verður Ísland að
endurskoða allt samstarf sitt við
Atlantshafsbandalagið. Það blasir
strax við að semja þarf upp á nýtt
um mannvirki í eigu bandalagsins
hér á landi, nú þegar Bandaríkin
fara ekki lengur með stjórn þeirra.
Brotthvarf bandarísks varnarliðs
héðan hlýtur að þýða að Ísland
reiði sig í auknum mæli á önnur
NATO-ríki. En á móti hljótum við
enn að auka framlag okkar til
bandalagsins og virkni innan þess.
Gærdagurinn var endapunktur á
langri sögu. En hann markar líka
nýtt upphaf kafla í varnar- og ör-
yggismálum Íslands, sem Íslend-
ingar þurfa fyrst og fremst að
skrifa sjálfir. Sá tími er liðinn að
við getum reitt okkur nánast al-
gjörlega á aðra.