Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 33 ✝ Sigurfljóð JónaHilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1964. Hún lést 17. september síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ingveldur Jenný Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1941, og Hilmar Jakobsson, f. 18. mars 1940. Systir Sigurfljóðar er Sæunn Kristín Hilmarsdóttir, f. 3. janúar 1970, búsett ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Sigurfljóð Jóna giftist 31. des- ember 1987 Halldóri Auðarsyni, f. 3. apríl 1959. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Salóme Ás Halldórs- dóttir, f. 18. nóvember 1985. 2) Rebekka Ás Hall- dórsdóttir, f. 13. október 1988. 3) Guðmundur Hall- dórsson, f. 19 júlí 1990. Sigurfljóð Jóna ólst upp í Breiðholt- inu. Hún lærði í Waldorfs skólanum Emison College í Englandi þar sem hún lauk meistara- námi í skúlptúr og kennslufræðum fyr- ir börn árið 1998. Sigurfljóð Jóna starfaði við leik- skóla- og grunnskólakennslu þar til hún lést. Útför Sigurfljóðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu hinn 25. september. Mín eina systir er dáin og ég sit við eldhúsborðið sem hún gaf mér og hripa niður kveðjuorð og rifja upp minningar sem við áttum saman. Við áttum margar góðar stundir saman, mikið hlegið og alltaf eitthvert stúss á okkur. Við áttum þó líka daprar stundir sem voru mjög erfiðar. Jóna mín var mikið fyrir að breyta til og stoppaði stutt á milli staða á meðan að ég var kyrr. Fjarlægðin var þó ávallt erfið. Við áttum gott símtal tveimur dögum fyrir andlát hennar, þá var mikið hlegið og grátið, talað mikið um börnin okkar að ógleymd- um öllum hundunum. Mér líður vel í hjarta mínu að hafa átt svona gott samtal við hana áður en hún dó. Við áttum okkar uppáhaldslag sem er Söknuður eftir Tómas Guðmunds- son og með því geymi ég minning- arnar um systur mína í hjarta mínu. Nú haustar að á heiðum og húmar í skóg. Hver söngfugl í dalnum til Sóllanda fló. En ein sit ég eftir um andvökunótt og harma það að sumarið er horfið svona fljótt. Elsku mamma, pabbi, Friðrik, Sal- óme, Rebekka og Guðmundur, megi friður og ljós fylgja ykkur á þessum erfiðu stundum. Sæunn. Elsku fænka okkar er farin, nú er hún orðin engillinn okkar og ætlar að passa okkur. Guð geymi þig, elsku Jóna frænka. Nikulás og Máni Snær. ,,Guð geymir sálir látinna, við sem eftir lifum geymum minningarnar“. Elskuleg systurdóttir mín er látin aðeins 42 ára að aldri. Hún Sigurfljóð Jóna mín með fallega rauða hárið. Þegar hún fæddist fannst mér hún vera algjört kraftaverk. Ég var ung- lingur og fannst mjög skrýtið að stóra systir mín væri orðin mamma. Ég kom oft í heimsókn til að leika við litlu frænku mína og fannst æðislegt að ganga um Reykjavík með hana í vagninum. Jóna hafði svo fallegt bros og góða nærveru, hún var mikið náttúrubarn og hafði gaman af því að vinna með börnum. Enda var hún kennara- menntuð. Hún gifti sig ung og eign- aðist þrjú yndisleg börn. Jóna og Halldór slitu samvistum þegar börn- in voru lítil en voru samhent við upp- eldið og leituðust við að ala þau vel upp. Ég flutti út á land fyrir 27 árum og því hittumst við allt of sjaldan, en þegar við hittumst var hún alltaf glöð og brosandi þrátt fyrir að ég vissi að líf hennar væri ekki alltaf auðvelt. Síðast hittum við Jónu fyrir ári síð- an í brúðkaupi Ingunnar dóttur minnar og Toms mannsins hennar. Þar kom Jóna með stæl á gömlum, grænum jeppa með írska fánann á húddinu og söng og dansaði í brúð- kaupsveislunni með okkur. Þetta eru góðar minningar og þannig ætla ég að muna hana Jónu frænku mína. Mig langar með fallegu ljóði Páls Óskars Hjálmtýssonar og Brynhild- ar Björnsdóttur að senda elsku syst- ur minni, Sæju og hennar fjölskyldu, Salome, Rebekku og Guðmundi, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið ég Guð að vera með þeim öllum og veita þeim styrk og þor á erfiðum stundum. Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró og ég þrái að sjá hið bjarta sem áður í mér bjó. þá er lausnin alltaf nálæg, ef um hana’ í auðmýkt bið og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finni ég frið. Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er. Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nærri þér og í bæn er falinn máttur er þinn magnar þúsundfalt því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt. Árndís Alda Jónsdóttir. Elsku Jóna frænka er látin. Við minnumst dillandi hláturs hennar og bjarta brossins með söknuði. Við hittumst ekki oft en þegar við hitt- umst var alltaf mjög gaman og oftar en ekki barst talið fyrr eða síðar að Selárdal, dalnum þar sem afi og amma bjuggu áður og henni var svo kær. Jóna var hæfileikarík og listræn. Hún dvaldi ásamt börnunum sínum í Englandi í nokkur ár og var í list- námi. Þar lauk hún einnig kennara- námi í Waldorf fræðum. Eftir námið fluttist hún heim til Íslands og vann bæði sem gunnskóla- og leikskóla- kennari. Lífið var Jónu ekki alltaf auðvelt. Stundum var eins og ólánið elti hana, hæfileikum hennar sóað. Nú er hún búin að kveðja þennan heim og við erum sannfærð um að nú er hún í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. Elsku Jenna, Salome, Rebekka, Guðmundur og Sæja, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ingunn Helga, Ragnhildur og Jón Árni. Jóna mín. Þá dagur er að kvöldi kominn og misjafnlega deilist fjöldi daga á milli manna og enginn veit hvar eða hvernig við erum kölluð héðan eins og við höfum margsinnis talað um, það er ekkert sem heitir til- viljun. Kynni okkar voru ekki löng, rétt rúmlega ár síðan frændi bauð mér í heimsókn til þín og er við komum tókstu strax á móti mér eins og við hefðum þekkst frá blautu barnsbeini og þá varð strax til vinátta sem átti aðeins eftir að styrkjast dag frá degi allt til enda, og var ég ávallt velkom- inn til ykkar frænda er þið hófuð sambúð. Þegar ég kom að vestan í vor leit- andi að starfi og íbúð buðuð þið mér strax að dvelja hjá ykkur þann tíma sem ég þyrfti og gáfuð þið mér þau forréttindi að verða tekinn inn í litlu fjölskylduna ykkar og deila með ykk- ur daglegu lífi í blíðu og stríðu jafnt sem gleði og sorg. Oft var fjörlegt í kringum okkur eftir vinnu á kvöldin því við vorum aðeins sammála um einn hlut, þ.e. að vera „ekki sammála“ sem oft leiddi til endalausra rökræðna tímunum sam- an, við vorum bæði jafn þrjósk og hvorugt okkar var tilbúið að gefa eft- ir hvort sem um var að ræða hug- myndir eða skoðanir en ávallt skild- um við sem mestu mátar, því við gátum virt skoðanir og lífsýn hvort annars þó að við værum ósammála. Þegar þið tókuð þá ákvörðun að flytjast búferlum norður á Dalvík virtist ekkert vera sem gæti skyggt á komandi framtíð og ný tækifæri biðu ykkar í sveitinni. Þegar ég kom á sendibílnum norður með dótið ykkar þá tókst þú á móti mér skælbrosandi og leiddir mig um nýja húsið ykkar og sýndir mér hvernig þú vildir hafa veggina málaða, stúdíóið þitt og hvernig allt ætti að vera og á meðan lýstu augu þín af gleði og eftirvænt- ingu og þú minntir mig á litla stúlku sem bíður spennt, glöð og eftirvænt- ingarfull eftir því að fá að opna jóla- pakkana á aðfangadagskveldi. Gleðin og eftirvæntingin smitaði mig og ég gladdist innilega fyrir þína hönd og Frikka. Þetta var í síðasta skipti sem við sáumst, elsku vinkona mín. Ég saknaði ykkar fyrir norðan en nú er söknuðurinn enn sárari og meiri. Ég var nýlagstur til svefns þennan ör- lagaríka dag er frændi minn hringir í mig og segir mér tíðindin að Jóna okkar sé farin frá okkur. Ég trúði því ekki, og neitaði að trúa því að glaða stúlkan sem deildi framtíðarsýn sinni með mér fyrir skömmu væri nú öll. Við vinirnir komum saman í Sand- gerði og kvöddum þig á þann máta sem við vissum að þú hafðir viljað og var einhugur, samkennd, ást og tregi yfir miklum missi góðs og trausta vinar. Þú átt sérstakan stað í hjörtum okkar og við munum minnast þín hvert á sinn hátt og minning vinkonu okkar mun lifa með okkur um ár og daga. Ég er ekki að kveðja þig, Jóna mín, með þessum orðum, það er langt í frá, heldur segi ég „þar til við sjáumst á ný“. Ég vil votta ættingjum og börnum Jónu minnar og unnusta hennar Friðrik mína dýpstu samhryggð með ósk um að komandi framtíð verði okkur öllum farsæl og styrkjandi í sorgarheiluninni sem nú tekur við. Guð veri með ykkur. Dagur G. Ingvason. Sigurfljóð Jóna Hilmarsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, RAKEL BJÖRG RAGNARSDÓTTIR, Depluhólum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. september kl. 15.00. Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Birgir Þór Svavarsson, Ásdís Birta Birgisdóttir, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, RANNVEIG EIÐSDÓTTIR, Borgarhóli, Svalbarðseyri, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju laugardaginn 30. september kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Karl Á. Gunnlaugsson, Oktavía Jóhannesdóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Stefán Einarsson, Hreinn Gunnlaugsson, Elsa Valdimarsdóttir, Eiður Gunnlaugsson, Sigríður Sigtryggsdóttir, Hildur Eiðsdóttir, Eiður Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og systir, HLÍN MAGNÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. september kl. 13.00. Margrét Hlín Sveinsdóttir, Hlín Leifsdóttir, Alexander Hugi Leifsson, Carla A. Martorello, Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Guðrún Arnhildur Sveinsdóttir, Valdimar Þorsteinsson, Sigríður Hulda Sveinsdóttir, Tore Skjenstad, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon, fjölskyldur og systkini hinnar látnu. Kæru ættingjar, vinir og samstarfsfólk. Samúð ykkar, bænir og þátttaka í sorg vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður, bróður og afa, SIGURJÓNS G. ÞORKELSSONAR, Jórsölum 14, Kópavogi, hefur verið okkar styrkur. Guð blessi ykkur öll. Þóra Björg Ólafsdóttir, Anna Kristín Sigurjónsdóttir, Örn Svavarsson, Guðrún Björk Sigurjónsdóttir, Ólafur Guðlaugsson, Linda Guðríður Sigurjónsdóttir, Ingvar Guðjónsson, Sigurjón Þorkell Sigurjónsson, Lína Björk Ívarsdóttir, Hilmar Þór Sigurjónsson, Kristín Jóna Guðmundsdóttir, Hilmar Þorkelsson og barnabörn. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar MAGNÚSAR RAGNARS SIGURÐSSONAR, Njálsgötu 69, Reykjavík. Fríða Fanney Stefánsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Stefán Magnússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.