Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 39

Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 39 menning Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA ÞAÐ ERU ekki margir listamenn sem afreka það að fylla Laugardals- höllina á þrennum tónleikum í röð, en Björgvin Halldórsson lét sig ekki muna um það nú um helgina og gerði það með stæl, eins og hans var von og vísa. Það var einkar ánægjulegt að fylgjast með framgöngu Björgvins á þessum tónleikum, þar sem hann söng nokkur af sínum vinsælustu lög- um, reffilegur og flottur, í dökkum jakkafötum og hvítri skyrtu með hálstau, og fyrir aftan hann var „besta og stærsta hljómsveit lands- ins“, eins og Björgvin orðaði það sjálfur, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ósjálfrátt reikaði hugurinn fjörutíu ár aftur í tímann, á eftirminnilega tónleika í þessari sömu höll, þegar Bjöggi tryllti táningana og var kjör- inn „poppstjarna Íslands“. Hér var vissulega kominn sami gamli góði Bjöggi, en greinilegt var þó að sá sem nú stóð á sviðinu sem þroskaður og yfirvegaður listamaður var kominn talsvert langan veg frá gamla popp- aranum, og er þetta sagt í jákvæðasta skilningi þeirra orða. Þegar Björgvin Halldórsson kom fyrst fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar, með hafnfirsku poppsveitinni Bendix, varð mönnum ljóst að hann hafði allt til að bera til að verða vinsæl poppstjarna. Lífleg sviðsframkoma og góð söngrödd, ásamt ódrepandi áhuga og sönggleði, skilaði honum í fremstu röð íslenskra poppara. Eflaust hefðu einhverjir lát- ið það duga og snúið sér að öðru þeg- ar mesta fárið var yfirstaðið, en Bjöggi var ákveðinn í að gera sönginn að sínu ævistarfi, þótt hann hafi vissulega starfað við fleira, svo sem dagskrárstjórn. Ef ég man rétt var hann spurður að því í blaðaviðtali, skömmu eftir að hann var kjörinn poppstjarna, hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði stór. Popp- stjarnan svaraði því til að hann ætlaði að halda áfram að syngja og „kannski verð ég bara eins og Haukur Mort- hens“. Og Bjöggi stóð við þau orð. Hann hefur náð því takmarki að feta í fótspor Hauks heitins, og jafnvel far- ið skrefinu lengra. Það fór því vel á því að Björgvin tileinkaði minningu Hauks eitt laganna á tónleikunum, „Capri Catarina“. Tónleikarnir hóf- ust á því að Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, undir stjórn Bernharðs Wilk- insons, lék svokallaða „Skýjasvítu“, sem innihélt brot úr lögum eftir Björgvin. Síðan steig söngvarinn á svið og söng eigið lag, „Skýið“, við texta eftir Vilhjálm heitinn Vilhjálms- son, og svo tók hvert lagið við af öðru. Eftirtektarvert er hversu Björgvin sjálfur hefur samið mörg góð lög, sem náð hafa vinsældum. Má þar nefna „Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá“, „Ég fann þig“, og HLH lögin: „Vertu ekki að plata mig“, „Riddari götunnar“ og „Áðan í út- varpinu heyrði ég lag“. Fimm gesta- söngvarar stigu á svið, Eyjólfur Kristjánsson í lagi sínu „Ég lifi í draumi“, Stefán Hilmarsson í laginu „Í gær“, Sigga Beinteins í „Vertu ekki að plata mig“ og svo börn ein- söngvarans, Svala og Krummi. Svala, stórglæsileg í útliti og framkomu, söng lagið „Wére all grown up“ með pabba sínum og Krummi söng tví- söng með honum í laginu „You belong to me“. Gat ég ekki heyrt betur en strákurinn væri með nákvæmlega sömu rödd og „gamli maðurinn“. Hljómsveit undir stjórn Þóris Baldurssonar lék undir, ásamt Sin- fóníunni, en Þórir útsetti tónlistina og fórst það vel úr hendi, svo sem við var að búast. Í bakröddum voru Guðrún Gunnarsdóttir, Regína Ósk, Eyjólfur Kristjánsson og Friðrik Ómar. Einn- ig steig Karlakórinn Fóstbræður á svið og tók undir í nokkrum þekktum íslenskum sönglögum. Ég sé ekki ástæðu til að staldra frekar við ein- stök lög eða fara nánar út í frammi- stöðu söngvara eða tónlistarmanna, en allt þetta fólk stóð sig með stakri prýði. Áheyrendur voru líka vel með á nótunum og kom Björgvin tvívegis fram í uppklappi, og tók þá meðal annars Þó líði ár og öld, – að sjálf- sögðu! Hljómburður var ágætur, en ljóst er þó að Laugardalshöllin er ekki hönnuð sem tónleikahöll og við það verðum við bara að lifa þangað til tónlistarhúsið rís við höfnina. Aðal- atriði er hins vegar að hér var boðið upp á glæsilega söngskemmtun, sem að umgjörð og innihaldi jafnast á við það besta sem hér hefur verið boðið upp á í langan tíma og er full ástæða til að óska Björgvini til hamingju með skemmtilega og vel heppnaða tón- leika. Glæsileg söngskemmtun TÓNLIST Laugardalshöll Björgvin Halldórsson á tónleikum í Laugardalshöll, ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Karlakór Fóstbræðra, valinkunnum hljóðfæraleik- urum og landsþekktum gestum. Tónleikar Björgvins Halldórssonar  Sveinn Guðjónsson Ljósmynd/Jón Svavarsson Reffilegur Björgvin Halldórsson á sviði með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eitt farsælasta sjálfstæða leikhúslandsins, Möguleikhúsið, er nú aðhefja sitt sautjánda leikár og að venju kennir margra grasa í dagskránni. Möguleikhúsið leggur áherslu á að bjóða upp á frumsamið íslenskt efni fyrir börn og unglinga og verður þetta leikár engin und- antekning á. Það verða átta íslensk verk á boðstólum í vetur, tvær nýjar sýningar, fjór- ar frá fyrri leikárum og tvær gestasýn- ingar. Um miðjan október verður einleikurinn Höll ævintýranna eftir Bjarna Ingvarsson frumsýnt. Þetta er gamanleikur sem segir frá manni sem kemur í heimsókn í þeim til- gangi að segja börnum ævintýr, á sviðinu er höll full af ævintýrum og með aðstoð barnanna nær hann einu ævintýri út úr höll- inni og flytur það með tilþrifum. Eftir áramót er það sagan um Sæmund fróða sem birtist í nýrri leikgerð Péturs Eggerz á fjölum Möguleikhússins. Um er að ræða nýja sýn á þjóðsöguna um Sæmund fróða þar sem spenna og gamansemi bland- ast saman. Sæmundur sleppur úr klóm Kölska með klókindum í Svartaskóla og eft- ir það hefst eltingarleikur þeirra á milli og þá reynir á hvor sé klókari, Sæmundur eða Kölski, þegar á hólminn er komið.    Frá fyrri leikárum er haldið áfram aðsýna Landið vifra sem er byggt á barnaljóðum Þórarins Eldjárns. Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi, eftir Ólaf Hauk Símonarson, munu stíga á fjalirnar þriðja árið í röð, eflaust mörgum til gleði og ánægju. Langafi prakkari var sýnt rúmlega 150 sinnum hjá Möguleikhúsinu á árunum 1999 til 2001. Leikverkið, sem er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn, mun snúa aftur í vetur en í því segir frá lítilli stúlku, Önnu, og blindum langafa hennar sem er alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmti- legum uppátækjum. Um jólin snýr önnur vinsæl barnasýning aftur, en það er leikritið um Smið jólasveinanna sem var fyrst sýnt 1992. Öðru sinni í vetur kemur Kómedíu- leikhúsið á Ísafirði til samstarfs við Mögu- leikhúsið með sýningarnar um Dimmalimm og Gísla Súrsson, báðar í einleik Elfars Loga Hannessonar.    Möguleikhúsið hefur aðsetur sitt aðLaugavegi 105 með um 100 manna sýningarsal en er samt hálfgert farandleik- hús. Stærstur hluti sýninganna fer fram í leik-,grunn- og framhaldsskólum landsins þannig að það er orðið hluti af eðlilegu skólastarfi víða og allir landsmenn ættu að hafa jafnan aðgang að leikhúsinu. Með þessu skemmtilega og sérstaka fyr- irkomulagi hefur Möguleikhúsið fest sig í sessi í íslensku þjóðfélagi og er orðið stór þáttur í menningar- og listuppeldi barna um allt land. Ævintýri og þjóðsaga í Möguleikhúsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman Barnaleikritið Landið vifra verður áfram í sýningu hjá Möguleikhúsinu í vetur. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » „Stærstur hluti sýningannafer fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins þannig að það er orðið hluti af eðlilegu skólastarfi víða og allir landsmenn ættu að hafa jafnan aðgang að leikhúsinu.“ ingveldur@mbl.is Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is BANDARÍSKI tommuleikarinn Zoro er kominn til landsins og heldur tvenna tónleika hér á landi, í FÍH- salnum í kvöld og í Brekkuskóla á Akureyri á fimmtudagskvöld. „Það er að vissu leyti óvenjulegt að vera með einleikstónleika á trommur en þó ekki svo því ég spila við tónlist af bandi. Ég hef sem sagt meðferðis tónlist sem ég spila við og því verða þetta eins og venjulegir tónleikar. Tónleikagestir sjá þó einungis trommarann á sviðinu,“ segir Zoro. Hann segir að það muni kenna margra grasa í tónlistarvalinu en uppistaðan verði R&B-tónlist, fönk, soul, gospel, fönkaður bræðingur og klassískt R&B. „Þetta er því allt sam- an efni sem fellur undir R&B- skilgreininguna.“ Zoro er ekki síst þekktur fyrir samstarf sitt við Lenny Kravitz og félaga úr Earth Wind & Fire. „Já, ég vann með flestum úr Earth Wind & Fire og var á tónleika- ferðalögum með aðalsöngvara sveit- arinnar, Philip Bailey. Svo var ég með Lenny Kravitz á síðasta stóra tónleikaferðalagi hans.“ En hvernig kemur það til að hann er hingað kominn? „Þetta er hluti af tónleikaröð sem ég er að halda á Norðurlöndum. Það hefur lengi stað- ið til að ég kæmi hingað og það gekk loksins upp núna. Ég veit ekki mikið um tónlistarlífið hér á landi enda er þetta í fyrsta sinn sem ég kem til Ís- lands,“ segir Zoro. Trommar við undir- spil af upptökum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.