Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 25
sellerírót í kartöflumúsina í stað piparrótarinnar. Grasker með hunangi og kanil Fyrir 6 2 msk. smjör 1 msk. hunang 1 tsk. kanill 450 g grasker eða kúrbítur, afhýtt 100–200 g pekanhnetur, smátt saxaðar Afhýðið graskerið og skerið það í teninga. Bræðið smjör og hunang saman í potti við lágan hita. Takið pottinn af hellunni, setjið kanilinn út í og hrærið vel í blöndunni. Látið smjörblönduna í skál og veltið graskersbitunum upp úr henni. Raðið bitunum síðan á bök- unarplötu og bakið í 15–20 mínútur á 175°C. Setjið bakaða bitana að lokum í skál og stráið hnetunum yfir. Það má einnig strá eins og einni teskeið af kanil yfir, það fer eftir smekk hvers og eins.  Grasker er grænmetistegund sem er lítið notuð hér á landi en fæst engu að síður í verslunum sem bjóða upp á gott grænmetisúrval. Skemmtileg tilbreyting frá hefð- bundnu meðlæti með lambalæri. Ef ekki fæst grasker má nota kúrbít en það þarf ekki að afhýða hann. Jarðarberja- og spínat- salat Fyrir 8–10 1 stór poki eða 2 litlir af fersku spínati 2–3 öskjur jarðarber, skorin í sneiðar ½ bolli ólífuolía ½ bolli sykur ¼ bolli gott vínedik eða gott eplaedik ½ tsk. rifinn rauðlaukur 2 msk. sesamfræ 1 msk. birkifræ, ljós eða dökk ¼ tsk paprikuduft ¼ tsk worcestershiresósa Setjið spínat og jarðarber á stórt fat eða í salatskál. Blandið öðru hrá- efni saman og hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Það er smekksatriði hversu mikið skal not- að af salatsósunni en það má einnig bera sósuna fram með salatinu ef vill.  Þetta salat er einstaklega fal- legt og fljótlegt að útbúa og hefur gert mikla lukku á matarborðinu að sögn Eddu. Rabarbara- og jarðarberjabaka Fyrir 8 3 bollar hveiti 1 tsk. salt 250 g kalt smjör, skorið í litla bita 1 tsk. edik 1 egg 1⁄3 bolli kalt vatn Setjið hveiti, salt og smjör í mat- vinnsluvél og maukið þar til blandan er orðin að mylsnu. Hrærið ediki, eggi og vatni saman og blandið sam- an við mylsnuna og hrærið þar til blandan er orðin að deigi. Kælið deigið í ísskáp í a.m.k. fjóra tíma. Fylling 5 bollar jarðarber, skorin í sneiðar 5 bollar rabarbari, skorinn í bita 1 bolli hveiti ¾ bollar púðursykur ¾ bollar sykur 1 tsk. appelsínubörkur, rifinn 3–4 msk. smjör Blandið þurrefnunum saman ásamt appelsínuberkinum. Takið hluta af deiginu, fletjið út og þekið bökubotn sem er um 30 sm í þver- mál. Setjið helminginn af rabar- baranum og jarðarberjunum á botn- inn og stráið yfir helmingnum af þurrefnablöndunni. Setjið síðan af- ganginn af ávöxtunum á botninn og þá það sem eftir er af þurrefnunum. Dreifið að lokum smjörklípum um bökuna. Fletjið út deig og búið til lok á bökuna. Leggið lokið yfir fyllinguna og þrýstið samskeytunum á botn- inum og lokinu vel saman. Skerið 8– 10 lítil loftgöt á bökuna. Bakið við 180°C á blæstri í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til bakan hefur tekið á sig fallegan lit.  Uppskriftin dugir í 3–4 botna og lok. Gott er að fletja út auka botna og lok og frysta og þá er ekki lengi verið að því að skella í böku. Morgunblaðið/ÞÖK Lambalæri Borið fram með ferskri myntusósu ásamt kart- öflumús með piparrót og graskersbitum með hunangi og kanil. Morgunblaðið/ÞÖK Rabarbara- og jarðarberjabaka Ljúffengt úr ofni Eddu með léttþeyttum rjóma. uhj@mb.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 25 Gestir Bjarni Daníelsson, óperustjóri Jamie Hayes, leikstjóri Angela Gilbert, óperusöngvari Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari Finnur Bjarnason, óperusöngvari Katharina Guðmundsson, óperusöngvari Snorri Wium, óperusöngvari Gestgjafi Edda Jónasdóttir, starfsmaður markaðssviðs Óperunnar Matseðill Forréttur: Lax í dilli og sojasósu með vatnsmelónusalati. Aðalréttur: Lambalæri með myntusósu. Meðlæti: Jarðarberja- og spínatsalat með sesam- og birkifræjum. Kartöflumús með piparrót. Graskersteningar með hunangi og kanil. Eftirréttur: Rabarbara- og jarðarberjabaka með léttþeyttum rjóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.