Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR KRISTRÚN Heimisdóttir, vara- þingmaður Reykvíkinga, býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember. Kristrún sem er 35 ára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var lögfræð- ingur Samtaka iðnaðarins 2002– 2006. Hún er nú ritari stjórnar Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands, stjórnar- formaður Afrekssjóðs ÍSÍ og stjórn- arformaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Kristrún var í mats- nefnd sem valdi sigurtillöguna í sam- keppni um byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík 2005 og á sæti í stjórn- arskrárnefnd, í framtíðarhópi Sam- fylkingarinnar og er varamaður í Seðlabankaráði. Þess utan hafa henni verið falin ýmis trúnaðar- og forystustörf, m.a. fyrir Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum, Reykjavíkuraka- demíuna, Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands, Orator félag laganema og Stúdentaráð. Hún var íþrótta- fréttamaður og síðar fréttamaður hjá RÚV, annaðist vikulega um- ræðuþætti í Víðsjá á Rás 1 og hefur samið útvarpsþætti. Hún var kunn knattspyrnukona í KR. Kristrún er ráðin stundakennari í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskól- ann á Bifröst og kenndi áður við HA. Kristrún sækist eftir 5. sæti í próf- kjörinu en hún var í 6. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Stefnir á 5. sætið Kristrún Heimisdóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K EL 3 44 58 10 /2 00 6 Smart Glæsilegur fatnaður við öll tækifæri. Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Opið til kl. 21 í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.