Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI LEYNDINNI verður að aflétta af varnaráætluninni fyrir Ísland, sem íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa samið um, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar á Alþingi í gær, en þá flutti Geir H. Haarde forsætisráðherra munnlega skýrslu um varnarmál. Ingibjörg Sólrún sagði að leynd- inni yrði að aflétta af varnaráætl- uninni, að hluta til gagnvart almenn- ingi, en skilyrðislaust gagnvart forystumönnum í öllum stjórnmála- flokkum. Fram hefur komið að þeir einu íslensku ráðamenn sem fá að sjá varnaráætlunina eru utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboð, sagði m.a. að það að áætlunin skyldi aðeins kynnt tveim- ur mönnum, dæmdi eitt og sér, áætl- unina algjörlega úr leik. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráð- herra sagði hins vegar m.a. að menn gætu að sjálfsögðu út frá almennum sjónarmiðum áttað sig á því í hverju slíkar áætlanir væru fólgnar, þótt ekki væri verið að stafa fyrir þeim nákvæmlega hvernig þær ætti að framkvæma ef á það reyndi. Vonast eftir nánu samstarfi Geir H. Haarde hóf umræðuna í gær og fór þar yfir niðurstöður samningaviðræðnanna milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál, en niðurstöðurnar voru kynntar opin- berlega í lok september sl. Hann sagði m.a. að varnaráætlunin, sem hefði verið gerð fyrir Ísland, hefði verið unnin eins og aðrar varnar- áætlanir; hún byggði á tilteknum forsendum og fjallaði um viðbrögð við vá á ýmsum stigum og hvernig brugðist yrði við. „Ein af lykilforsendunum í varn- aráætluninni er augljós, nefnilega sú að hér á landi verður ekki lengur föst viðvera Bandaríkjahers. Því þurfti sérstaka nýja varnaráætlun fyrir landið,“ sagði hann. „Í stað fastrar viðveru Bandaríkjahers hér á landi, er eins og kemur fram í sam- komulaginu [bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda] byggt á svo- nefndum hreyfanlegum herstyrk. Jafnframt kemur fram að hernaðar- geta Bandaríkjanna standi að baki áætluninni eins og nauðsyn krefur. Hér er um trúverðugar varnir að ræða.“ Er Geir hafði gert grein fyrir nið- urstöðum viðræðnanna milli Íslands og Bandaríkjanna sagði hann: „Ég vona að á þessum grundvelli muni löndin á næstunni og á komandi tím- um geta átt náið og gott samstarf eins og verið hefur allar götur frá 1951 í þessum málaflokki.“ Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra sagði m.a. í sinni ræðu að öryggis – og varnarstefna Íslend- inga hlyti að taka mið af legu lands- ins á miðju norðanverðu Atlantshafi og smæð þjóðarinnar. Við hlytum að líta til vesturs og rækta samskipti okkar við Bandaríkin. Varnarsam- komulagið veitti okkur rammann til þess á grundvelli varnarsamningsins frá árinu 1951. Taka ekki pólitíska ábyrgð Valgerður sagði síðar að við hlyt- um jafnframt að líta til varnarmála í alþjóðlegu samhengi og að mjög mikilvægt væri að halda áfram að efla þátttöku okkar á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Sem Evrópuþjóð hlytum við sömuleiðis að fylgjast grannt með þróun örygg- is- og varnarmálastefnu Evrópu- sambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir í ræðu sinni að Samfylkingin myndi ekki taka neina pólitíska ábyrgð á því samkomulagi sem gert hefði verið, milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda, vegna þess að hún vissi ekkert hvað í því fælist; það byggði á leynilegri varnaráætl- un. „Og við ætlum ekki að bera ábyrgð á slíkri áætlun,“ sagði hún og bætti því við að samningarnir væru allir á forsendum Bandaríkjamanna. Hún sagði ennfremur að Samfylk- ingin hefði ávallt lagt til að sjöunda grein varnarsamningsins yrði virkj- uð og að Íslendingar væru með mál- ið inn á vettvang NATO. „Það getum við enn þá gert,“ sagði hún. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði m.a. að engin ástæða væri til þess að hafa varnarsamninginn í gildi, og bætti við: „Þá ber svo við, að sá sem hér stendur er loksins orðinn sammála Davíð Oddssyni.“ Steingrímur ítrek- aði að segja ætti varnarsamningnum upp. Hann sagði að Ísland ætti að taka sér nýja stöðu, óháða stöðu ut- an hernaðarbandalaga. „Við eigum enga samleið með hernaðarstórveld- inu Bandaríkjunum í raun og veru.“ Ögmundur Jónasson samflokksmað- ur Steingríms ítrekaði síðar í um- ræðunni að öryggi Íslands væri best borgið fyrir utan NATO. Komi sér upp varnarliði Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, sagði hins vegar að við ættum að vera áfram í NATO. Það hefði ávallt verið skoðun Frjálslynda flokksins. Magnús Þór gagnrýndi viðræður ís- lenskra stjórnvalda við Bandaríkja- menn; viðbrögð íslenskra stjórn- valda hefðu verið fálmkennd og máttvana. Niðurstöður viðræðnanna hefðu þó ekki leitt til þess að landið væri án varna. „Ég tel að í þessum samningi, sem hér liggur fyrir – þó hann sé ekki góður – sé nægileg trygging fyrir okkur Íslendinga um að hér yrði hægt að grípa til varna ef í harðbakkan slægi.“ Magnús Þór sagði ennfremur að hann teldi að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarliði, kannski ekki mjög fjölmennu, en þó liði sem fengi þjálfun til þess að geta unnið með herliði frá NATO, ef þess þyrfti. Ennfremur að hér á landi yrði eins konar vopnabúr, sem hægt yrði að grípa til, ef á þyrfti að halda. Vill að leynd verði létt af varnaráætluninni Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarmál Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmsa þætti varnarsamkomulags íslenskra og bandarískra stjórn- valda í umræðum um varnarmál á Alþingi síðdegis í gær. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra gerði Alþingi grein fyrir niðurstöðum varnarviðræðnanna við Bandaríkjamenn í gær. Umræður um varnar- mál stóðu síðan yfir fram eftir degi. Í HNOTSKURN »Mannvirkjum á varn-arsvæðinu á Keflavík má skipta gróflega í um 900 íbúð- ir, um 1.160 einstaklings- herbergi og um 200 mann- virki, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde í gær. Sérfræðingar telja líklegt að rífa þurfi helming bygginga á svæðinu. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FJÖLMÖRG þingmál; fyrirspurnir, frumvörp og tillögur, voru lögð fram á Alþingi í gær. Nokkur þeirra eru mál, sem einnig voru lögð fram á síð- asta þingi. Þorgerður K. Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur t.d. lagt fram frumvörp sín um Rík- isútvarpið ohf. og frumvarp um fjöl- miðla. Þá hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagt fram frum- varp um breytingu á tilteknum ákvæðum í kynferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga. Af fleiri málum má nefna tillögu stjórnarandstöðunnar um að Alþingi álykti að fela umhverfisráðherra gerð rammaáætlunar um náttúru- vernd sem nái til landsins alls. Mark- mið áætlunarinnar verði að skapa samstöðu og sátt um náttúruvernd á Íslandi. Einnig má nefna tillögur Vinstri grænna um aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðug- leika. Fjölmörg þingmál Björn BjarnasonÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.00 í dag. Á dagskrá eru umræður um fjárlagafrumvarp næsta árs. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu. Í kjölfarið verða umræður um það. Dagskrá þingsins Eftir Andra Karl andri@mbl.is VEGAGERÐIN vinnur um þessar mundir undirbúningsvinnu vegna úrbóta á umferðar- æðum út úr höfuðborginni. Að sögn vegamála- stjóra er það þungur ferill, tekur langan tíma og óvíst er hvaða veghlutar fara í forgang þar sem Vegagerðinni hefur ekki borist upplýsing- ar um hversu mikið fjármagn verður lagt í verkefnið. Í stefnuræðu sinni á þriðjudagskvöld sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, m.a.: „Rík- isstjórnin mun einnig leggja til við Alþingi að þegar í stað verði ráðist í sérstakt átak til úr- bóta á umferðaræðum út frá Reykjavík, þar sem orðið hafa mörg alvarleg slys á undanförn- um árum.“ Samgönguráðherra óskaði eftir því fyrir nokkru að Vegagerðin myndi undirbúa aðgerð- ir á vegunum frá Reykjavík, þ.e. Vesturlands- veg til Borgarness og Suðurlandsveg til Sel- foss, sem ættu að auka afkastagetu þeirra og öryggi með því að breyta þeim að miklu leyti í 2+1 vegi. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir vinnuna í gangi en taki sinn tíma. „Það er mjög þungur ferill því mikið af þessu er skipulags- mál þar sem það eru margar tengingar og gatnamót. Þeim verður að fækka og færa til,“ segir Jón og bendir á að fyrst og fremst séu gatnamótin á Vesturlandsvegi en einnig næst borginni á Suðurlandsvegi. Geta hafist handa á ákveðnum köflum Spurður um hvort að einhver tímarammi hafi verið settur á aðgerðirnar segir Jón það í raun háð því hversu miklir fjármunir verði settir í verkefnið. „Við vitum ekki hvaða upp- hæðir er verið að fjalla um þarna. Það er búið að boða að þarna verði settar einhverjar tölur í [verkefnið] en það skiptir verulega miklu máli hvaða tölur það eru því bæði forgangsröðun og annað slíkt tekur mið af því. Þetta er allt sam- an mjög háð því hvaða upphæðir eru í spilinu og við vitum það ekki eins og er.“ Jón getur ekki svarað því til hvenær framkvæmdir geti því hafist en segir þó að ekki þurfi að vera langt í að hægt verði að hefja framkvæmdir á ákveðnum köflum á Suðurlandsvegi. Óvíst er hvenær hægt verður að ráðast í átak til úrbóta á umferðaræðum út úr Reykjavík Fer eftir fjármagni sem veitt verður Morgunblaðið/Golli Meginæð Lítil uppstytta er í umferðinni á Vesturlandvegi, einni helstu samgönguæðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hefur Vegagerðinni verið falið að undirbúa úrbætur. ♦♦♦ ÞINGMENN úr öllum flokkum vilja að menntamálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem athugi stöðu staðbundinna fjölmiðla og rekstr- arumhverfi þeirra, og skili skýrslu þar sem gerð verði grein fyrir þró- un markaðarins undanfarin ár, og koma með tillögu um aðgerðir, ef þurfa þykir. Þingsályktunartillögu um málið var dreift á Alþingi í gær, en hún hefur verið flutt áður í þinginu. Nefnd um stað- bundna fjölmiðla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.