Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 15 FRÉTTIR Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Kauptu miða í Happdrætti DAS. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. á mánuði eða 230 kr. fyrir hvern útdrátt. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. 65 skattfrjálsar milljónir í október ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 34 39 5 1 0/ 20 06 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 ÞJÁLFUN, kennsla og þjónusta við börn með Downsheilkenni og fjöl- skyldur þeirra er meðal þess sem rætt verður á ráðstefnu sem fram fer á Grand hóteli í dag og á morg- un. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Félag áhugafólks um Downsheilkenni og Barnaspítali Hringsins standa að ráðstefnunni, en aðalfyrirlesari á henni verður George T. Capone, læknir við Kennedy Krieger stofnunina í Baltimore. Capone starfar að rann- sóknum og er aðstoðarprófessor í barnalækningum við Johns Hopk- ins háskólann. Að sögn Bryndísar Halldórs- dóttur, fræðslu- og kynningarfull- trúa hjá Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins, mun Capone halda þrjú erindi á ráðstefnunni. „Hann mun gera grein fyrir stöðu þekk- ingar á Downsheilkenni í dag og helstu rannsóknum sem hafa verið í gangi að undanförnu,“ segir Bryn- dís. Þá mun Capone meðal annars fjalla um rannsóknir á tengslum Downsheilkennis og einhverfu og tengslum heilkennisins og hegð- unarraskana. Mál- og hreyfiþroski verði örvaður Dr. Tryggvi Sigurðsson barnasál- fræðingur er einn þeirra sem flytja munu erindi á ráðstefnunni, en hann mun beina sjónum að snemm- tækri íhlutun fyrir börn með Downsheilkenni og fjölskyldur þeirra. Hún snúist um að „reyna að draga úr þeim erfiðleikum sem vit- að er að koma fram hjá þessum börnum og fólki seinna í lífinu með markvissum aðgerðum sem hefjast snemma á lífsleiðinni“, segir Tryggvi. Hér sé átt við aðgerðir á borð við örvun mál- og hreyfi- þroska, félagslegra samskipta og annars slíks sem eigi að hafa fyr- irbyggjandi áhrif til framtíðar. Tryggvi segir að hægt sé að grípa til ýmissa aðgerða snemma á lífsleið þessara barna sem orðið geti til þess að bæta lífsgæði þeirra. „Það hefur til dæmis verið sýnt fram á það að eitt af því sem er mjög erfitt fyrir börn með Downs- heilkenni er hljóðamyndun. Þau hafa tilhneigingu til að vera með ódæmigerða hljóðamyndun sem leiða til þekktra erfiðleika í mál- tjáningu. Það eru alvarlegustu erf- iðleikar barna með Downs- heilkenni fyrir utan heilsufars- vandamál sem eru oft alvarleg. Með því að byrja að reyna að hafa áhrif á hljóðamyndun hjá þeim frá 2–3 mánaða aldri þá erum við að stuðla að því að málþroskinn verði betri í bernsku og síðar á lífsleiðinni,“ seg- ir Tryggvi. Hinn þátturinn í snemmtækri íhlutun sé að styðja og styrkja fjölskyldur barnanna „þannig að þeim gangi betur að fást við það flókna hlutverk sem það er að ala upp barn með þroskafrávik eða fötlun“. Ýmis önnur erindi verða á ráð- stefnunni og þar verður meðal ann- ars kynnt rannsókn sem Ingólfur Einarsson barnalæknir hefur unnið um afdrif íslenskra barna og ung- linga með Downsheilkenni. Þá mun fólk með Downsheilkenni taka þátt í ráðstefnunni en á föstudag munu tveir einstaklingar með Downs stýra fundi með dyggum stuðningi, að sögn Bryndísar Halldórsdóttur. „Við verðum líka með myndasýn- ingu nemenda úr Öskjuhlíðarskóla og Bjöllukórinn mun leika,“ segir hún. Staða þekkingar á Downsheilkenni og þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra rædd á ráðstefnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Downs-heilkenni Dr. Tryggvi Sigurðsson er meðal fyrirlesara í dag. Dregið úr erf- iðleikum með því að grípa snemma inn í elva@mbl.is Í HNOTSKURN »Síðustu 20 árin hafa að með-altali fæðst 4,3 börn með Downsheilkenni hér á landi á ári, eða eitt af hverjum þúsund fædd- um börnum. »Tíðnin sveiflast nokkuð milliára en í fyrra fæddust þrjú börn með Downsheilkenni á Ís- landi. » Fæðingartíðni barnanna hérá landi er svipuð og gerist í nágrannnaríkjunum. »Síðast var haldin ráðstefnahér um þessi mál 1998. STURLA Böðv- arsson, sam- gönguráðherra, segir að það valdi sér vonbrigðum að fjölgun snerti- lendinga frá árinu 2005 hafi að stærstum hluta átt sér stað á Reykjavíkurflug- velli og honum þykir æskilegt að stórar flugvélar lendi frekar á Keflavíkurflugvelli en í Reykjavík. Hann vill bíða eftir nið- urstöðu nefndar um starfsemi Reykjavíkurflugvallar áður en hann tekur afstöðu til þess hvort hugsan- lega sé tilefni til aðgerða. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sturla að beina þyrfti því til flug- skóla og flugkennara að þeir noti Keflavíkurflugvöll sem allra mest, fremur en Reykjavíkurflugvöll. Á hinn bóginn væri greinilegt af hinni miklu notkun að flugkennarar telji Reykjavíkurflugvöll vera ákjósan- legan flugvöll fyrir snertilendingar. „Við getum ekki neitað um notkun flugbrautanna, það liggur auðvitað fyrir. En það ætti að vera sameig- inlegt áhugamál flugrekenda og flugkennara að gæta hófs í þessu og taka tillit til aðstæðna,“ sagði Sturla. Það yrði þó einnig að hafa í huga að ef fluginu yrði í auknum mæli beint til Keflavíkur myndi það valda ónæði þar. Alltaf gert ráð fyrir notkun Sturla sagði að snertilendingarnar og millilandaflug um flugvöllinn yrðu skoðaðar frekar þegar niðurstaða nefndar um Reykjavíkurflugvöll lægi fyrir en hann býst við niður- stöðu hennar í haust. Stefnt væri að sem mestri sátt um notkun vallarins. Millilandaflug um Reykjavíkur- flugvöll hefur aukist um 13% frá árinu 2000. Lendingum á stórum flugvélum, þ.e. áþekkar þeim sem Icelandair og Iceland Express nota til millilandaflugs, hefur stórfjölgað, úr tæplega 200 í rúmlega 400. Sturla sagði að aukið millilanda- flug um Reykjavíkurflugvöll sýndi hversu mikil eftirspurn væri eftir því að nota flugvöllinn og endurspeglaði einnig mikla aukningu í einkaflugi á vegum viðskiptamanna sem vildu komast fljótt til starfa, hvort sem væri í London eða í Reykjavík. „Ég tel að það sé ekkert að því að nýta flugvöllinn, það hefur alltaf verið gert ráð fyrir því,“ sagði hann. Að hans mati væri þó æskilegra að stór- ar vélar nýttu sér frekar Keflavík- urflugvöll en hann benti jafnframt á að fjöldi stórra flugvéla væri ekki ýkja mikill. Mikilvæg atvinnustarfsemi Þá mætti heldur ekki einblína á neikvæða þætti í rekstri flugvallar- ins, þ.e. ónæði af notkun hans. At- vinnustarfsemi á Reykjavíkurflug- velli hefði mikla þýðingu og aukin flugumferð um völlinn sýndi vel hversu mikill uppgangur hefði verið í flugi en það væri sérstakt fagnaðar- efni. Þá teldi hann og vonaði að flug- menn reyndu að nota flugvöllinn þannig að sem minnst ónæði hlytist af og að flugumferðarstjórn tæki sömuleiðis mið af því. Gæti hófs við snertilendingar Telur æskilegt að stórar flugvélar lendi frekar á Keflavíkurflugvelli Sturla Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.