Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 16

Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Tangagrunnið var úfið þennan morg- un þegar dráttur á línunni hófst hjá piltunum á Sturlu GK 12 frá Grinda- vík. Suðvestan kaldaskítur og stærsti straumur lofaði ekki góðu með fisk- iríið. Ekkert mátti klikka því aðeins var hægt að leggja þrjár lagnir þar sem stímið á miðin fyrir Austurlandi og aftur til baka til Grindavíkur var alveg um þrír sólarhringar. Sami tími og að leggja aðrar þrjár lagnir. Strákarnir á morgunvaktinni tóku baujuna snarlega þegar báturinn renndi upp að henni. Færið, 90 faðm- ar og 30 faðma viðbót, var fljóttekið enda dýpið ekki mikið. Senn byrjaði línan að spólast inn krók fyrir krók, gegnum burstasettið, rúlluskífuna og áfram í gegnum rör þvert yfir milli- dekkið inn á uppstokkarann í bak- borðssíðu bátsins. Öllu haganlega fyrirkomið. Framundan var langur dráttur. Næturvaktin hafði lagt 30 rekka um nóttina. Hver rekki var með 1.520 króka þannig að alls um 45 þúsund krókar voru í sjó, beittir síld og sára, Kyrrahafsmakrílnum sem hefur gefið góða raun. Nokkrir vænir þorskar komu inn á rúlluna. Her- móður vaktformaður tók fyrsta klukkutímann á rúllunni og síðan skiptust menn á verkum á klukku- tíma fresti. Rúllan, aðgerð, upp- stokkari og lest. Hermóður hafði ekki undan að gogga inn fisk. Í brúnni blótaði karlinn, Sig- urbjörn Guðmundsson, hann var að setja nýjan afleysingastýrimann, Viðar Benediktsson, fyrrum skip- stjóra á Helgu RE, inn í tækja- frumskóginn í brúnni. „Fari það í helv. … , allt fullt af þorski og það á drullunni, sagði Sig- urbjörn, þegar þeir félagar fylgdust með rúllumanninum á tölvuskjá sem sýndi frá eftirlitsmyndavél hvað var að gerast. Feðgar á ferð „Þetta er þér að kenna, þú lagðir línuna, og ákvaðst staðsetninguna, svaraði Viðar glottandi um leið og hann bað um frekari útlistun á tæk- inu sem taldi rekkana, fiskana og krókana. Sigurbjörn glotti og sagði sem von var að alltaf væri það þannig að menn fiskuðu best þegar þeir ættu ekki von á neinu og það í brælu og stærstum straumi. Viðar og Sigurbjörn eru svo sem ekkert ókunnugir, þó svo að Viðar sé búinn að vera fjölda ára með Helg- una RE og síðustu árin á Flæmska hattinum við ráðgjafarstörf. Viðar var stýrimaður hjá pabba Sigurbjörns í tvö ár, Guðmundi Karlssyni frá Karlsskála í Grindavík á Þóri GK á sjöunda áratug síðustu aldar og var þá Sigurbjörn, ungling- ur, að byrja til sjós sem háseti. Nú vill svo til að Viðar kemur heim til Ís- lands í frí í tvo mánuði þrjátíu árum seinna og fréttir Sigurbjörn af því. Hann er í vandræðum með að fá af- leysingastýrimann sem getur verið nokkrar vikur hjá honum vegna veik- inda og barneignafrís hjá stýrimönn- unum. Viðar sem varla er búinn að vera heima í einn dag er ekki lengi að hugsa sig um og er kominn á Aust- fjarðamið daginn eftir og nú með öðrum feðgum í fjölskyldunni því vaktformaðurinn á dagvaktinni er sonur Sigurbjörns, Birgir, 19 ára. Trúlega eru ekki margir sem róið hafa sem stýrimenn með tvennum feðgum eða þremur ættliðum í sömu fjölskyldu. Eins og milli Akureyrar og Reykjavíkur Nú bregður svo við að fiskiríið dettur niður enda stendur það á end- um að búið er að draga yfir drullu- botninn og línan á lofti þar sem hún liggur fram af kanti. Sigurbjörn hef- ur lagt austur Tangagrunnið að norðanverðu niður í Seyðisfjarð- ardýpið og upp í kantinn á Seyð- isfjarðargrunninu og síðan til baka með ýmsum sveigjum og beygjum þar sem voru vænlegir blettir. Lengdin á svona línu er sögð vera eins og milli Akureyrar og Reykja- víkur og getur fólk ímyndað sér að keyra þá leið á valtara til að fá sömu tilfinningu og skipstjórinn hefur þeg- ar hann situr í brúnni á drættinum. Viðar er ekki lengi að átta sig á hvað honum ber að varast á andófinu og fljótlega fer karlinn í koju eftir langa og stranga nótt á lögninni, með þeim orðum að hann verði vakinn ef eitthvað bjáti á. Sólin angrar Viðar, því hún er komin upp, beint fram undan bátn- um og blindar bæði á útkíkið úr brú- arglugganum eða frá myndavélinni. Aftan við bátinn teygir austfirski fjallgarðurinn sig suður og norður svo langt sem augað eygir. Dyrfjöllin við Borgarfjörð eystri gnæfa yfir en önnur fjöll renna frekar saman þó að greina megi Dalafjöllin á Dalatanga, Norfjarðar-Nípuna og Gerpi, aust- asta tanga landsins, en önnur fjöll eru ógreinilegri í blámóðu morguns- ins. Hafsjór af sögum Viðar er hafsjór af sögum enda hefur hann verið til sjós í 44 ár. Hann fékk merkilegt bréf frá Bretlandi í sumar, nánar tiltekið frá Fleetwood þar sem honum var boðið að vera við- staddur afhjúpun minnisvarða um togarann Goth sem fórst við Ísland daginn sem Viðar fæddist á Hólma- vík 14. desember 1948. „Árið 1997 var ég að toga á nýju Helgu RE, norðvestan við Halann, þegar við festum trollið í festu sem var ekki merkt inn á plotterinn hjá okkur. Við vorum á rækju svo þetta var ekki hefðbundin togslóð,“ segir Viðar og sýnir mér bréfið frá Fleetwood og bætir við að þar sem dýrir aflanemar séu á trollunum verði að reyna að slæða trollið upp. Strompur af gömlum gufutogara „Eftir nokkrar tilraunir, þar sem höfuðlínan kom fyrst ásamt slitrum af yfirbyrðinu fengum við restina upp og blasti þá við í trollinu gamall strompur af gufutogara og reyndist hann vera af breska togaranum Goth frá Fleetwood, sem hafði horfið 1948 en enginn vissi hvar eða hvernig, nema að fárviðri geisaði þessa daga á Halamiðum,“ segir hann og bendir á hvar fram kemur í bréfinu að ætt- ingjar þeirra sem fórust stofnuðu minningarsjóð til að reisa minn- isvarða þar sem strompurinn yrði notaður. Þetta er nú að verða að veruleika. Bréfritari, David Pears, ritari sjóðsins og blaðamaður í Fleetwood, einn ættingjanna, segir að verkefnið hafi tekið lengri tíma en upphaflega var ráð fyrir gert og mætt ýmsum vandamálum á leiðinni. Aðstandendurnir hafi aldrei misst trúna og nú sé stundin að renna upp 15. desember og vonast hann til að Viðar sjái sér fært að heimsækja Fleetwood og taka þátt í athöfninni þegar minnisvarðinn verður afhjúp- aður. Fiskiríið glæðist aftur þó að það megi vera meira að mati áhafn- arinnar. Lífið fer í fastar skorður, vinna, borða og sofa. Sex tímar á vakt og sex tíma frívakt með smá- tíma í tölvuleiki og tónlist eftir mat- inn eða gláp á gervihnattarsjónvarp, en fljótlega sigrar þreytan og svefn- inn. Ræs! Næsta vakt. Tíminn er fljótur að líða og næsta vakt er byrj- uð áður en varir. 200 fiskar af handahófi Fiskistofa fylgist með bæði á staðnum og úr fjarlægð. Ragnar Guðmundsson, veiðieftirlitsmaður frá stofnuninni, er við eftirlitsstörf um borð og tekur mælingar tvisvar á sólarhring eða oftar ef ástæða er til þess. Í hverju úrtaki eru rúmlega 200 fiskar af handahófi eins og þeir koma inn á rúlluna. Verið er að fylgjast með hvort fiskur reynist of smár á veiðisvæðum svo ástæða sé til að loka svæðunum tímabundið af þeim sök- um. „Reglan er sú, að ef 25% eða meira af þorskinum reynist undir 55 cm að lengd í einni eða fleiri mæl- ingum á sama svæði, höfum við sam- band við fiskifræðing á vakt hjá Haf- rannsóknastofnun og leggjum til að slóðinni verði lokað,“ sagði Ragnar þar sem hann kepptist við að mæla og lesa tölurnar inn á segulband sem hann hafði um hálsinn. Upplýsingar úr þessum mælingum eru svo not- aðar hjá Hafrannsóknastofnun vegna stofnstærðarmælinga á hinum ýmsu tegundum. Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu fara út með öllum bátum með mismun- andi veiðarfæri á öllum veiðiskap. Þeir fylgjast með að veiðileyfi séu fyrir hendi, að afladagbók sé færð eins og vera ber og eins ef þeir verða varir við brottkast. Ragnar sagði að fyrir hefði komið að þeir þyrftu að gera athugasemdir um meðferð á auðlindinni, því miður. Í brúnni eru vaktaskipti eins við önnur störf í skipinu. Sigurbjörn er búinn að hreiðra um sig í stólnum og Viðar er hvíldinni feginn. Sigurbjörn hefur verið lengi skipstjóri hjá Þor- birni hf. og lengst af síðustu árin með togara félagsins, meðal annars gömlu Sturluna GK, sem var lítill skutari, gamla Þuríður Halldórs- dóttir GK. Línuskipið Sturla GK 12 hét áður Guðmundur VE, loðnuskip sem bar 1.000 tonn af loðnu. Skip sem smíðað var fyrir fjörutíu árum, en kom fyrst til Íslands 1972. Því var breytt í línu- skip fyrir tveimur árum í Póllandi og er enn með gömlu aðalvélina, 1.100 hestafla M.A.K.-vél, þar sem ventl- arnir eru handsmurðir, tifandi ofan á rokknum. Hljóðið er þungt í karlinum og greinilegt að hann er ekki sáttur með hvernig er komið fyrir íslenskri sjó- mannastétt. Máttlaus forusta „Sjómannaforustan er máttlaus,“ segir hann og bætir við að þeir hefðu aldrei átt að standa utan við án þess að segja orð þegar peningarnir fóru af stað í kvótaviðskiptunum. „Nú er svo komið að hjá mörgum útgerðum fást ekki Íslendingar á sjó og verið að manna skipin með útlendingum, ein- hverjum austanjárntjaldsmönnum. Ég var að ræða í gær við vin minn Guðmund Einarsson frá Bolung- arvík, þar sem hann var að draga út af Langanesi á Einar Hálfdán ÍS, gamla Albatros frá Grindavík. Hann hefur verið í miklum erfiðleikum með að manna bátinn og nú er svo komið að helmingur áhafnarinnar er Pól- verjar. Þetta er ekki einsdæmi, því svo sækir á víða,“ segir Sigurbjörn og setur bógskrúfuna á til að fá bát- inn meira á stjór í andófinu. Fiskiríið er blettótt og ekki til að ergja sig út af við þessar aðstæður. „Í landi er stofnun sem kallast Samkeppnisstofnun. Hún hefur ekk- ert með það að gera hvort útgerð- irnar eru að kaupa upp hver aðra í nafni hagræðingar eða hvað þetta allt saman heitir sem það er látið heita. Auðvitað er verið að þjappa öllu saman til að ekki sé samkeppni um fiskinn og síðan eru sjómennirnir látnir borga kvótann með í fiskverð- inu sem ekki hækkar ár frá ári. Ég verð að segja að eitthvað er að þessu verðmyndunarkerfi, þegar fiskurinn er dýrari í kaupum óveiddur sem kvóti, en þegar hann stendur inni á fiskmarkaðsgólfi, nýveiddur með ærnum kostnaði, olíu, veiðarfærum, mannakaupi og fleira og fleira,“ segir Sigurbjörn og rýkur upp úr stólnum því átaksmælirinn rauk upp. Hann hefur hraðar hendur um stjórntækin því enginn tími er til að standa í brasi sem fylgir því að slíta línuna. Þar með var það tækifæri um hugrenningar skipstjórans runnið út í sandinn að sinni. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Í brúnni Sigurbjörn Guðmundsson skipstjóri ásamt Viðari Benediktssyni afleysingarskipstjóra og syni sínum Birgi. Eftirlit Fulltrúi Fiskistofu, Ragnar Guðmundsson, að störfum. Hundleiðinlegur veiðiskapur í kalda og straumi Það er töluverð vinna í því að leggja línu, sem er jafnlöng og leiðin milli Reykjavíkur og Akureyr- ar. Kristinn Benediktsson brá sér í línuróður með Sturlu GK í kalda og straumi. Veiðar Það hefur yfirleitt verið mokfiskirí á línuna síðustu ár. Línan Krókarnir eru margir, upp í 45.000 í sjó í einu. krben@internet.is Í HNOTSKURN »Næturvaktin hafði lagt 30rekka um nóttina. Hver rekki var með 1.520 króka þannig að alls um 45 þúsund krókar voru í sjó » Í trollinu var gamallstrompur af gufutogara og reyndist hann vera af breska togaranum Goth frá Fleet- wood, sem hafði horfið 1948

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.